Morgunblaðið - 28.07.2020, Side 9
Bílaapótek Lyfsalinn hefur opnað bílaapótek við Vesturlandsveg.
Lyfsalinn hefur opnað nýtt apótek
við hlið Orkunnar við Vesturlands-
veg. Um er að ræða hefðbundið
apótek en með fjórum bílalúgum,
auk þess sem þeir sem það vilja
geta komið inn, að því er fram kem-
ur í tilkynningu frá Lyfsalanum.
Viðskiptavinir Lyfsalans geta
nálgast þarna lyfin sín, eða aðrar
vörur, frá kl. 10 á morgnana til 10 á
kvöldin, alla daga vikunnar. Apótek
Lyfsalans í Glæsibæ er áfram opið
frá 8.30 til 18 virka daga.
Af þessu tilefni eru opnunartilboð
í gangi, bæði í Glæsibæ og í bíla-
apótekinu til miðvikudagsins 29.
júlí.
Þetta er annað bílaapótekið sem
starfandi er á höfuðborgarsvæðinu
en fyrir var Lyfjaval með slíka
þjónustu við Hæðarsmára í Kópa-
vogi, við Reykjanesbrautina.
Bílaapótek komið
við Vesturlandsveg
Lyfsalinn starfar við hlið Orkunnar
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020
Við Fellsmúla | Sími: 585 2888
ÚRVAL ÚTILJÓSA
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Tekist var á fyrir yfirskattanefnd um
hvort enduráætlun ríkisskattstjóra
teldist lögum samkvæm. Einkahluta-
félag sem skipti um hendur hafði 50-
faldast í virði á tveimur dögum.
Í úrskurði yfirskattanefndar frá 8.
júlí sl. er rakið mál einstaklings sem
átti helmingshlut í litlu ferðaþjón-
ustufyrirtæki. Í kaupsamningi dag-
settum 6. febrúar 2014 var hlutur
mannsins seldur til annars félags í
hans eigu á 250 þúsund krónur. Degi
síðar var sami hlutur seldur til
ótengdra aðila á 12,5 milljónir. Í kjöl-
farið fór ríkisskattstjóri fram á skýr-
ingar á því hvers vegna hluturinn
hafði hækkað svo mikið á jafn stutt-
um tíma.
Ótrúverðugar skýringar
Í svari til skattstjóra kom m.a.
fram að félagið hefði ekki átt neinar
efnislegar eignir heldur hefðu verð-
mætin falist í „vinnuframlagi og per-
sónu“ eiganda félagsins. Skömmu
eftir söluna hefðu fjársterkir aðilar
verið að kaupa upp ferðaþjónustu-
fyrirtæki hér á landi, sem hefði verið
„ófyrirséður vendipunktur“ en félag-
ið hefði við þetta „hagnast ágæt-
lega“.
Í umsókn ríkisskattstjóra segir
m.a. að söluverð hlutabréfanna sé
„afar tortryggilegt og óeðlilega hátt“
og „ekki í neinu samræmi við raun-
verulegt verðmæti félagsins“. Taldi
skattstjóri að tilgangurinn með við-
skiptunum hefði fyrst og fremst ver-
ið skattalegur ávinningur til að kom-
ast undan söluhagnaði og greiðslum
fjármagnstekjuskatts. Þar sem um
málamyndagerning væri að ræða var
skattstofn enduráætlaður í rúmar 12
milljónir.
Yfirskattanefnd staðfesti ákvörð-
un ríkisskattsjóra, þó með lækkun
skattstofns í tæpar 11,4 milljónir
vegna frádráttarbærra útgjalda.
50-föld verð-
mætaaukning
Yfirskattanefnd hafnar útskýringum
Morgunblaðið/sisi
Skatturinn Yfirskattanefnd stað-
festir úrskurð ríkisskattstjóra.