Morgunblaðið - 28.07.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 28.07.2020, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 Arnarhóll Styttan af landnámsmanni Reykjavíkur, Ingólfi Arnarsyni, gnæfir yfir Arnarhólinn. Stendur þar af sér öll veður, líkt og Ingólfur gerði á sínum tíma. Vegfarendur koma og fara. Arnþór Birkisson Fyrir stuttu fjallaði ég á þess- um vettvangi um nýjar tillögur um breytingar á stjórnarskrá. Ég nefndi að margt í þessum tillögum væri prýðilegt en staldra þyrfti við og íhuga betur ákveðin atriði, sem fela í sér efnislegar breytingar frá núverandi fyrirkomulagi. Ég nefndi til dæmis um þetta ákvæði um lengd og fjölda kjörtímabila forseta, stjórnarmyndun og þingrof. Flest tengjast þessi mál því hvort forsetaemb- ættið eigi að vera pólitískt eða ekki. Kjörtímabil forseta Samkvæmt frumvarps- drögunum er gert ráð fyrir að kjörtímabil forseta verði lengt úr 4 árum í 6 og að enginn geti setið lengur en tvö kjörtímabil samfellt. Ekki hafa komið fram nein veigamikil rök fyrir því að lengja kjörtímabilið en hugsanlega má segja að breytingin sé fremur mein- laus. Mun meiri ástæða er til að gagnrýna hugmyndina um að takmarka fjölda kjör- tímabila. Ég er í grundvall- aratriðum þeirrar skoðunar, að almennt eigi ekki að setja því skorður hversu oft menn geti boðið sig fram til tiltekinna embætta. Kjós- endur eigi einfaldlega að geta ráðið því í frjálsum kosningum með reglulegu millibili hvort þeir veiti mönnum áframhaldandi um- boð eða skipti hinum kjörnu fulltrúum út. Ég get þannig ekki séð að það sé á nokk- urn hátt óheilbrigt eða and- stætt lýðræðinu að forseti geti setið í þrjú, fjögur eða fimm kjörtímabil sam- fleytt, ef kjós- endur veita hon- um til þess umboð. Þau rök eru stundum færð fram fyrir takmörkun á fjölda kjör- tímabila að með því sé komið í veg fyrir að of mikil völd séu falin einum manni í of lang- an tíma. Þau rök eru kannski nothæf þegar um er að ræða afar valdamikil forsetaembætti eins og við þekkjum frá Bandaríkj- unum og Frakklandi, en eiga engan veginn við hér á landi. Stjórnarmyndun Ákvæði um stjórnar- myndun í frumvarpsdrög- unum felur ekki í sér veiga- mikla breytingu nema að einu leyti. Textinn verður ekki skilinn öðruvísi en svo að áfram verði forseti ekki bundinn af öðru en dóm- greind sinni og þingræðis- reglunni þegar hann velur hverjum hann felur stjórn- armyndunarumboð. Forseti á að veita umboðið þeim stjórnmálaleiðtoga, sem lík- legastur er til að geta myndað ríkisstjórn sem nýt- ur stuðnings meirihluta þingmanna, eða að minnsta kosti stjórn sem varist gæti vantrausti á þingi. Eina breytingin, sem felst í frumvarpsdrögunum, er á þá leið, að forseta sé heimilt undir einhverjum kringum- stæðum að óska fyrir fram eftir yfirlýsingu Alþingis um stuðning eða hlutleysi gagnvart myndun ríkis- stjórnar. Hér er með öðrum orðum lagt í hendur forseta að meta hvort hann telji nauðsynlegt að fá formlega yfirlýsingu þingsins um þetta efni og er í grein- argerð vísað til þess að það kunni einkum að koma til ef einhver vafi leiki á um hvort tiltekið stjórnarmynstur njóti meirihlutastuðnings eða hlutleysis þingsins eða ekki. Ég fær ekki betur séð en hér sé um óþarfa breyt- ingu að ræða. Yfirleitt á ekki að vera neinum vafa undirorpið hvort fyrirhuguð stjórnarmyndun styðst við meirihluta eða ekki. Og ef einhver álitamál eru uppi um þetta er ekki við öðru að búast en að látið yrði reyna á það með vanstrausts- tillögu við fyrsta tækifæri. Þingrof Hið hefðbundna viðhorf í íslenskri lögfræði er á þá leið að þingrofsrétturinn liggi í raun hjá forsætisráð- herra. Samkvæmt þeirri til- lögu, sem hér liggur fyrir, er á hinn bóginn gert ráð fyrir að forseti meti með sjálfstæðum hætti hvort til- efni sé til að staðfesta til- lögu forsætisráðherra um þingrof eða ekki og mælt fyrir um skyldu hans til samráðs við forseta þings og formenn þingflokka í því sambandi. Hér er með öðr- um orðum mælt fyrir um skyldu forseta til samráðs við þá sem gegna tilteknum embættum í þinginu, án þess að forseti sé skyldaður til að taka tillit til sjónar- miða þeirra. Hér þarf að mínu mati að skoða málið betur. Í fyrsta lagi þarf að taka skýra afstöðu til þess hver raunverulega eigi að fara með vald til að rjúfa þing og ef vilji er til þess að fela það forseta, þá þarf að mæla fyrir um það með mun skýrari hætti hvort hann er að því leyti bundinn af sjónarmiðum einhverra annarra. Fleiri atriði Meðal annarra atriða, sem huga þarf betur að í frumvarpsdrögunum, er út- færsla ákvæðisins um ráð- herraábyrgð, þar sem æski- legra væri að mínu mati að tekin yrði skýr afstaða til þess hvort ákæruvald gegn ráðherrum eigi að vera í höndum þingsins sjálfs eða ríkissaksóknara. Eins mætti að mínu mati skoða betur hvað felist í textanum um samræmingarhlutverk for- sætisráðherra og hvort ætl- unin sé að breyta einhverju með því orðalagi. Loks má nefna ákvæðið sem varðar valdheimildir starfsstjórna, en þar hygg ég að frum- varpið feli í sér meiri breyt- ingar en virðist í fyrstu. Ég hef hér fjallað um nokkur álitamál í nýju frumvarpsdrögunum. Hvað sem líður afstöðu manna til einstakra atriða í þessu sambandi gefur kynning á þessum tillögum kærkomið tækifæri til efnislegra um- ræðna um verkefni forseta- embættisins og valdmörk þess gagnvart öðrum hand- höfum ríkisvaldsins. Við þurfum taka afstöðu til þess hvers eðlis við viljum að forsetaembættið sé. Á for- seti að vera virkur þátttak- andi í hinu pólitíska arga- þrasi eða þjóðarleiðtogi og sameiningartákn? Eftir Birgi Ármannsson » Á forseti að veravirkur þátttak- andi í hinu pólitíska argaþrasi eða þjóð- arleiðtogi og sam- einingartákn? Birgir Ármannsson Höfundur er formaður þing- flokks sjálfstæðismanna. Nokkur álitamál í stjórnarskrártillögum Sífelldar fréttir berast um til- raunastarfsemi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur með Laugaveginn. Nokkur dæmi: 1. Fyrst átti að loka Laugaveg- inum fyrir bílaum- ferð frá Snorra- braut. Þá var meirihlutanum bent á að það myndi loka á aðkomu að bíla- stæðahúsinu, þar sem áður var Stjörnubíó. Í framhaldinu var ákveðið að loka Lauga- veginum fyrir bílaumferð frá Barónsstíg. 2. Ákveðið var tímabundið að heimila umferð niður Laugaveginn að Frakkastíg, síðan beygja til hægri niður Frakkastíg, Hverfisgötu til vinstri og síðan Klapparstíg til vinstri og í framhaldinu Laugaveg til vinstri, upp Laugaveg að Frakkastíg í öf- ugri akstursstefnu miðað við það sem áður var. 3. Einnig var bannað að aka til hægri frá Klapparstíg nið- ur Laugaveg. 4. Ákveðið var að mála götuyfirborð Laugavegar að hluta með málningu. Nýlegar fréttir segja frá alvarlegu slysi sem einstaklingur varð fyrir þegar hann rann til á hálli málningunni. 5. Lokun Laugavegar að mestu fyrir bílaumferð hefur stórskaðað verslun þar og mikill fjöldi rekstraraðila gamalgróinna verslana gefist upp og hætt starfsemi. 6. Tilraunarstarfsemi meirihlutans með Laugaveg- inn hefur nú þegar valdið stórtjóni eigenda mjög margra verslana við Laugaveginn, en meirihlutinn gefur lítið fyrir það. 7. Lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við verslunareig- endur á Lauga- veginum um þessar veiga- miklu breyt- ingar, öllu eðli- legu samráði við þá hafnað. 8. Valdníðslan almennt gagnvart kaupmönnum við Laugaveginn er algjör og ein- kennist af hroka og yfirgangi, öflug verslunarstarfsemi á svæðinu lögð í rúst og kaup- mönnum, sem starfað hafa við Laugaveginn í áratugi, nánast sagt að þeim komi málið ekk- ert við. 9. Því miður endurspeglast þessi vinnubrögð meirihlut- ans víða annars staðar í borg- inni þegar kemur að skipu- lagsmálum, sbr. dæmið um flugskýli Ernis á Reykjavík- urflugvelli, sem átti að leggja í rúst með því að leggja veg í gegnum miðju skýlisins. 10. Er ekki kominn tími til að þessu ofbeldi linni? Laugavegurinn – leikfang meirihlutans Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » „Lokun Lauga- vegar að mestu fyrir bílaumferð hefur stórskaðað verslun þar og fjöldi rekstraraðila gamalgróinna verslana gefist upp og hætt starfsemi.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.