Morgunblaðið - 28.07.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 28.07.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS Góður ferðafélagi Það eru fáar borgir líkar Ístanbúl. Hún er perlan sem tengir sam- an Svartahaf og Mið- jarðarhaf, austur og vestur, Asíu og Evr- ópu, íslam og krist- indóm. Hún er eins og púlsmælir, mælir púls- inn í framvindu sög- unnar. Það hefur hún verið um árþúsundir. Um leið er hún eins og regnboginn, litadýrð þar sem öllu ægir saman. Hún hefur verið höfuðborg tveggja heimsvelda í 1500 ár, Býsantíska eða Aust-Rómverska ríkisins og Tyrkja- veldis eða Ottómana. Og enn er borgin í fréttum, nú þegar Erdogan forseti Tyrklands hefur á ný látið hylja helgimyndir hinar fornu kirkju Ægisif og breytt henni í mosku. Kirkjan hefur verið safn frá árinu 1934. Erdogan mætti sjálfur við fyrstu föstudagsbæn múslima í kirkjunni í 86 ár og leiddi hana eins og soldáninn forðum daga. Strangtrúaðir múslimar Tyrklands gleðjast, en Efnahagsbandalagið, Sameinuðu þjóðirnar og gríska og rómverska kirkjan mótmæla eða lýsa yfir sorg. Hvers vegna er þetta bæna- hald í kirkjunni svona mikið mál? Ístanbúl er fjölmenn- asta borg Tyrklands, miðstöð menningar og fjármála landsins. Borgin liggur beggja vegna Bosporussunds, eins og brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Íbúafjöldi borgarinnar nálgast 20 milljónir. Í borginni er mikill fjöldi sögulegra bygginga, markaða og fornra hverfa, allt frá tímum Róm- verja. Fyrst og fremst er Ístanbúl spegill sögunnar. Og þess vegna end- urómar allt það sem þar gerist um víða veröld. Hún ber í raun sögu þriggja borga sem hverfast í eina. Fyrst mætum við henni sem hinni fornu grísku borg Býsantíum á öld- unum fyrir tímatal okkar, sem seinn varð rómversk. Sem rómversk borg varð hún að höfuðborg rómverska heimsveldisins þegar Konstantínus mikli keisari flutti miðstöð veldisins frá Róm í byrjun fjórðu aldar. Þá fékk hún nafnið Konstantínópel eða hin önnur Róm. Árið 410 féll Róma- borg í hendur villimanna og vest- urhluti rómverska ríkisins hætti að vera til. Þá varð Konstantínópel höf- uðborg Austrómverska ríkisins eða Bysantium. Grískan varð ríkismál og grísk menning fékk yfirhöndina. Konstantínópel varði Evrópu fyrir innrásarþjóðum allt til ársins 1453. Og keypti þannig evrópskri menn- ingu tíma til að vaxa og styrkjast. Konstantínópel varð höfuðborg grísku réttrúnaðarkirkjunnar þegar heimskirkjan klofnaði árið 1054. Ægisif, eins og norrænir menn kölluðu hana, var reist árið 537, er ólýsanlegt listaverk og skreytt dýrð- legum mósaíkmyndum kristnum. Á grísku heitir hún „Hagia Sofia“, sem merkir hin heilaga viska. Kirkja viskunnar. Árið 1453 féll Konst- antínópel í hendur Tyrkja undir stjórn soldánsins Mehmed sigurveg- ara, eða Ottómana eins og ætt sold- ánanna kallaðist. Hún fékk þá núver- andi nafn sitt, Ístanbúl. Flestir íbúar Konstantínópel voru drepnir þegar borgin féll, eða seldir í þrældóm. Vesturlönd gerðu ekkert til að koma borginni til hjálpar. Höfðu reyndar gert sitt til að draga úr henni mátt og eyðileggja hana á öldunum áður. En Mehmed sigurvegari breytti Ægisif í mosku, lét kalka yfir hinar kristnu helgimyndir og leiddi sjálfur fyrstu föstudagsbænina. Að kalka yfir myndirnar var gert því ekki má hafa helgimyndir í moskum eða gera myndir af Guði samkvæmt íslam. Síðar voru mínaretturnar fjórar, eða bænaturnarnir, reistar kringum Ægisif. Það var svo eftir að soldánarnir voru fyrir bí, Tyrkjaveldi hrunið og Kemal Atatürk hafði tekið völdin í Tyrklandi í kjölfar fyrra heimsstríðs- ins, að hann ákvað að gera Ægisif að safni. Var það árið 1934. Með því vildi hann undirstrika að hið nýja tyrkneska lýðveldi væri ekki byggt á trúarlegum grunni. Og um leið vildi hann sættast við hinn vestræna heim og taka upp vestrænar hugmyndir til að leiða Tyrkland til nútímans. Þann- ig bannaði hann einnig íslamskan klæðnað, tók upp latneskt stafróf og margt fleira. Og Atatürk lét hreinsa burt kalkið af hinum fornu mósaík- myndum kirkjunnar, sem aftur blöstu nú við í allri sinni dýrð. Nú hefur Erdogan sem sagt snúið við ákvörðun hins mikla landsföður nútíma Tyrklands. Deilt er um hvers vegna, en líklega vill hann efla stuðn- ing við sig meðal strangtrúaðra Tyrkja. Og efla þjóðerniskennd Tyrkja. Þótt það sé á kostnað grísku kirkjunnar. Og túrismans, en búast má við að færri heimsæki hina fornu kirkju á meðan helstu dýrgripir hennar eru huldir sjónum og þessi deila heldur áfram. Eitt er víst, Ægisif hefur verið í brennidepli atburða sögunnar í 1.500 ár og mun án efa verða það áfram um ókomna tíð. Eftir Þórhall Heimisson »Nú hefur Erdogan sem sagt snúið við ákvörðun hins mikla landsföður nútíma Tyrklands. Deilt er um hvers vegna, en líklega vill hann efla stuðning við sig meðal strang- trúaðra Tyrkja. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og rithöfundur. Ægisif Erdogan forseti Tyrklands hefur breytt hinni fornu kirkju Ægisif í mosku. Bænastund Menn liggja á bæn með Ægisif í bakgrunni. Ægisif – Hagia Sofia, kirkja, moska eða safn? „Hvers vegna einfalt þegar hægt er að hafa það flókið?“ Þannig gætu stjórnvöld hafa spurt sig þegar þau ákváðu ferðagjöfina til almúgans, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Frekar að al- múginn þættist skattpíndur, alveg síð- an á tímum Gamla sáttmála. En nú var komið að því, vesgú, sagði stjórnin. Gakktu í sjóðinn og sæktu þér hnefa. Margur hugs- aði sér gott til, en öðr- um þótti skítur til koma og ekki tæki því að eyða þessu á ís- lenskum bar. Það væri drýgra að nota aurana niðri á Spáni, eins og venjulega, en stjórnin vill ekki að við séum að spandera þar og raðar steinum í götu útlandsfara. Nú þurfti að útvega Íslykil og það tvo til að fá peningana. Þjóðskrá gaf okkur siðleg orð úr orðabókinni og svo áttum við að búa til ný. Ég stakk upp á Þorláki fyrst en það þótti ekki nógu sterkt. Þá kom ég með Umbrumbramb og Opindæla fyrir konuna og það svínvirkaði, þótt stolið væri frá Æra-Tobba. Verst að fá ekki fyrir hundinn, sem er orðinn sextán og hefði átt skilið að koma með. Það verður næst. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hvers vegna einfalt? Ferðagjöfin Víða má skoða fagra fossa á ferð sinni um landið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.