Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Sjávarútvegs-
ráðherra hefur með
undirritun reglugerðar
hækkað aflaviðmið til
strandveiða um 720
tonn eða um 7,2%. Í
frétt á heimasíðu at-
vinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytisins,
sem birt var í kjölfarið,
segir að með því sé
„komið til móts við þá
miklu fjölgun báta sem
hafa stundað strandveiðar á þessu
ári“, er það vel. Niðurlag fréttarinnar
er hins vegar eftirfarandi fullyrðing:
„Ráðherra hefur að lögum engar
frekari heimildir til að auka við afla-
heimildir til strandveiða á þessu fisk-
veiðiári.“
Nægjanlegt svigrúm
Hafi ráðherra rétt fyrir sér hefði
hann að mínu mati átt að beita sér
fyrir breytingu á lögum um stjórn
fiskveiða til að geta komið í veg fyrir
þau vandræði sem nú eru í augsýn
varðandi strandveiðar, að þær verði
stöðvaðar áður en tímabilinu lýkur.
Við breytingu á reglugerð, þar sem
réttur til að færa hærra hlutfall af
óveiddum heimildum til veiða á næsta
fiskveiðiári, opnaðist tækifæri til að
auka við heimildir strandveiðibáta.
Fyrirsjáanlegt var að breytingin
hefði í för með sér að minna yrði veitt
af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári
en gert var ráð fyrir. Aukinn afli
strandveiðibáta mundi af þeim sökum
ekki leiða til að veitt yrði umfram ráð-
gjöf á yfirstandandi fiskveiðiári. Jafn-
framt yrði aukningin nauðsynlegt út-
spil til að mæta vaxandi eftirspurn
eftir ferskum þorski þar til nýtt fisk-
veiðiár hefst 1. september.
Strandveiðar verði í 48 daga
Markmiðið með breytingum á
strandveiðikerfinu 2018 og aftur 2019
var að jafna aðstöðu milli svæða með
því að allir fengju jafnmarga daga,
aflaheimildir myndu duga í 48 daga,
jafnskipt í fjóra mánuði, maí-ágúst.
Til að tryggja það enn betur var
meirihluti atvinnuveganefndar ein-
huga um, árið 2019, að auka við afla-
heimildir með því að ufsaafli gæti
ekki leitt til stöðvunar strandveiða.
Ufsi ekki meðtalinn
Árið 2019 var viðmiðun til strand-
veiða 11.100 tonn af óslægðum botn-
fiski. Hægt hefði verið að nýta allar
þær heimildir til að veiða þorsk þar
sem 1.000 tonnum af ufsa hafði verið
bætt við botnfiskveiðiheimildir. Hluti
verðmæta þessara 1.000 tonna átti að
renna til verkefnissjóðs
sjávarútvegsins. Þarna
var búið að útbúa hvata
til að nýta veiðiheimildir
í ufsa, sem í mörg ár
hafa brunnið inni engum
til gagns.
Jafnræði sniðgengið
Þrátt fyrir fjölgun
báta lauk strandveiðum
í fyrra með því að aflinn
varð nokkru undir út-
hlutuðum veiðiheim-
ildum. Strax og það var ljóst var ein-
sýnt að það sem eftir sat kæmi til
viðbótar á árinu 2020, eins og gildir
með aðrar úthlutaðar aflaheimildir.
Það var því ástæða til bjartsýni með
strandveiðar nú í ár, þrátt fyrir fyrir-
sjáanlega fjölgun sem að hluta til
mátti reka til Covid-19. Aflaheimildir
yrðu nægar til að tryggja veiðar í 48
daga
Aflaheimildir skertar
með reglugerð
Við birtingu reglugerðar um
strandveiðar 2020 setti þó að manni
ugg. Ráðherra hafði ákveðið að
skerða heimildir til strandveiða um
1.000 tonn. Viðmiðun í þorski færð úr
11 þúsund tonnum í 10 þúsund tonn.
Þrátt fyrir að formaður atvinnu-
veganefndar Alþingis hafi bent á að
skilningur hennar hafi verið 11 þús-
und tonn og það hafi verið það sem
Alþingi samþykkti hefur ráðherra
verið ófáanlegur til að leiðrétta reglu-
gerðina.
Betur má ef duga skal
Landssamband smábátaeigenda
(LS) hefur í tvígang skorað á ráð-
herra að leiðrétta reglugerðina.
Áskorunin er hér með endurtekin í
þriðja sinn auk þess sem kallað er eft-
ir þeim heimildum sem eftir sátu á
síðasta ári.
Strandveiðimenn trúa ekki öðru en
ráðherra verði við ákalli LS og komi
með því í veg fyrir stöðvun strand-
veiða í ágúst.
Strandveiðar
út ágúst
Eftir Örn Pálsson
Örn Pálsson
» Jafnframt yrði aukn-
ingin nauðsynlegt
útspil til að mæta vax-
andi eftirspurn eftir
ferskum þorski þar til
nýtt fiskveiðiár hefst 1.
september.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda.
orn@smabatar.is
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir, ferða-
mála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra, rit-
ar grein í
Morgunblaðið sunnu-
daginn 26.7. 2020 í
greinaflokknum „Úr
ólíkum áttum“ og er
greinin með fyrirsögn-
inni „Staða Rio Tinto
og ISAL“.
Í lok greinar sinni skrifar ráð-
herrann:
(1) „Ástæða er til að ætla að um-
hverfisvænar orkulindir Íslands
verði áfram eftirsóttar.
(2) Við viljum bjóða upp á sam-
keppnishæft umhverfi en við gerum
að sjálfsögðu líka kröfu um að sala
á orkuafurðum úr sameiginlegum
auðlindum þjóðarinnar sé arðbær.
(3) Við erum nýbúin að ganga í
gegnum langvinna umræðu um
þriðja orkupakkann sem snerist að
miklu leyti um nauðsyn þess að
standa vörð um sameiginlegar
orkuauðlindir okkar. Af þeirri um-
ræðu hlýtur að leiða að talað sé
gegn því að við setjum þær á út-
sölu.“
Vil ég gera þessi ummæli hennar
að umræðuefni hér og í sömu röð.
(1) Í stöðugt breyttum heimi er
sú hugsun orðin gamaldags að allir
öfundi okkur af endurnýjanlegri
náttúruorku til raforkuframleiðslu.
Framleiðsla vind-, sólar-, vatnafls-
og líforkustöðva í Evrópu á fyrra
árshelmingi 2020 var komin yfir
40% af heildarframleiðslu. M.a. af
þessum sökum hefur raforkuverð
hríðfallið um alla álfuna, raf-
orkunotendum til góðs. Svo eru
möguleikar okkar hér á landi til
framleiðslu á raforku með vatnsafli
mikið til upp urnir og einnig er búið
er að takmarka verulega sókn í há-
hitasvæðin vegna náttúruverndar.
(2) Með raforkulögum frá 2003
og aðild okkar að orkupökkum EBS
höfum við skuldbundið okkur til að
stunda markaðsviðskipti með raf-
orku. Með því getum við ekki virkj-
að eins og óðir værum og heimtað
síðan sama eða jafnvel hærra raf-
orkuverð en áður. Það er og hefur
verið undanfarin ár umframgeta í
raforkukerfinu, en þar er Lands-
virkjun ráðandi aðili. Hætta er á að
umframgetan fari vax-
andi á næstunni vegna
slæmrar stöðu hjá hin-
um stærri við-
skiptavinum Lands-
virkjunar og þeir dragi
þess vegna úr fram-
leiðslu sinni. Þar spilar
inn lægra afurðaverð
stóriðju og fallandi raf-
orkuverð um allan
heim og þá sérstaklega
í Noregi, sem við ber-
um okkur oft saman
við.
(3) Hugmyndin með orkupökk-
unum margumræddu er að raf-
orkumarkaður stjórni verðlagi ork-
unnar sem aftur hefur áhrif á
uppbyggingu framleiðanda t.d. með
að hægja á framkvæmdum eða þá
herða á þegar þörf er. Á svona
markaði verður að gera ráð fyrir
sveiflum í raforkuverði, bæði upp
og niður. Ef raforkuframleiðandi
eykur framleiðslugetu sína úr hófi
verður hann kannski að setja raf-
orkuna tímabundið á útsölu. Í Nor-
egi hefur verið útsala á raforku sem
af er þessu ári 2020, sem stafar að-
allega af öflugu raforkukerfi og
góðri stöðu vatnsbúskapar en
magnaðist upp af völdum Covid-19.
Ráðherranum getur varla verið
alvara með að halda því fram að
aukakostnaði við óþarflega mikla
uppbyggingu í raforkukerfinu sé
bara varpað yfir á raforkunotendur,
t.d. með gjaldskrárhækkunum.
Þannig sjálftaka ætti að heyra sög-
unni til.
Hver var að tala um Þjóðarsjóð?
Athugasemdir við
grein iðnaðarráðherra
Eftir Skúla
Jóhannsson »Ráðherranum getur
varla verið alvara
með að halda því fram
að aukakostnaði við of
mikla uppbyggingu í
raforkukerfinu sé varp-
að yfir á raforkunot-
endur.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Maður veltir því fyrir
sér hvað ráðherranum
Ásmundi Einari Daða-
syni gangi til með
ákvörðun sinni um
flutning Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar
(HMS) norður á Sauð-
árkrók,nema ef vera
skyldi persónulegt
kjördæmapot eða öllu
heldur, á góðri íslensku,
eiginhagsmunagæsla og atkvæða-
kaup. Það er stutt í kosningar og
framsóknarmenn þekktir fyrir að
koma óhugsuðum málum í gegn á
lokametrum kjörtímabilsins, þrátt
fyrir ábendingar þess efnis að þetta
sé með öllu ólíðandi þegar sá frábæri
mannauður og sú sérþekking sem
fyrir hendi er í dag mun glatast,
þ.e.a.s. verði þessi flutningur að veru-
leika.
Eitt er deginum ljósara: starfs-
menn þeir sem sinna þessum störfum
í dag munu að öllum líkindum ekki
láta bjóða sér svona framkomu held-
ur eru meiri líkur en minni á að þeir
segi upp störfum. Þær eru líka með
öllu óskiljanlegar skýr-
ingarnar sem ráð-
herrann hefur borið á
borð þegar hann hefur
verið spurður hvað hon-
um gangi til með þess-
um flutningi. Hann hef-
ur sagst vera að ráðast í
margþættar aðgerðir til
að efla umgjörð bruna-
mála og brunavarna á
landsvísu! Hvernig má
það vera, ef sá frábæri
mannauður og þekking
er ekki að flytjast með
norður í Skagafjörð, hvernig getur
ráðherrann þá fullyrt að slíkt haldist í
hendur?
Kann það að vera raunin að þetta
sé óhugsað og gert í flýti, hugsanlega
sökum þess að nú er bara tæpt ár í
kosningar og gott fyrir þennan sama
ráðherra að vera búinn að leggja inn í
fjögurra ára sérhagsmuna-
kjördæmapotið til að tryggja endur-
kjör sitt? Er þetta kannski allt gert til
þess eins að skapa óánægju og flótta
meðal þeirra starfsmanna sem mestu
ábyrgðina bera á að brunamálum og
brunavörnum sé fylgt eftir af fag-
mennsku, þ.e.a.s. starfsmönnunum
sex sem sinnt hafa þessum störfum,
sömu starfsmönnunum og nú ætla að
öllum líkindum að segja upp og segja
skilið við hið góða starf?
Fyrir þá sem ekki þekkja til skal
þess getið að það var ekki og verður
ekki einfalt mál að byggja upp það
glæsilega stóra eldvarnasvið og sér-
fræðikennslu sem nú fyrirfinnst í
þessum málaflokki brunamála í land-
inu. Hætt er við að öll þekking hins
frábæra mannauðs sex starfsmanna
Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í
málaflokknum glatist ef af þessari
fljótfærnisákvörðun ráðherrans verð-
ur.
Að lokum vonum við sem til starf-
ans þekkjum að sá ágæti ráðherra
brunamála Ásmundur Einar Daða-
son endurskoði hlutina, þjóðinni allri
til góðs.
Eftir Sigurjón
Hafsteinsson »Hvað með mannauð-
inn sem sinnir þess-
um störfum í dag; er
hann einskis virði í aug-
um ráðherrans?
Sigurjón Hafsteinsson
Höfundur er slökkviliðsmaður.
molikarlinn@simnet.is
Flutningur HMS
norður á Sauðárkrók