Morgunblaðið - 28.07.2020, Side 19

Morgunblaðið - 28.07.2020, Side 19
hlutverkum. Þetta fannst mér góð hugmynd og við sömdum um að hann skrifaði handrit og söng- texta fyrir söngleikjaplötu fyrir börn og ungmenni. Undirbún- ingsvinnan tók um það bil tvö ár, og samdi Andrés skemmtilega sögu um ferð Gláms og Skráms um Regnbogalöndin, þar sem þeir lentu í alls konar ævintýrum. Plötunni var skipt í stutta leik- þætti með söngvum á milli og fékk ég Ragnhildi Gísladóttur og Þórhall Sigurðsson til að semja tónlistina og stjórna vinnslunni. Þetta var platan Glámur og Skrámur í sjöunda himni, sem fékk góðar viðtökur þegar hún kom út. Rætt var um frekara samstarf, sem varð samt ekki eins mikið og upphaflega var áætlað. Engu að síður tók ég þátt í einu verkefni til viðbótar með Andrési. Þegar tök- ur kvikmyndarinnar Veiðiferðar- innar stóðu sem hæst leitaði Andrés til mín til að fá aðstoð varðandi tónlist við myndina. Andrés samdi handritið, annaðist leikstjórn og sá um klippingu myndarinnar og vildi að ég og mitt fólk tækjum að okkur tón- listarhlutann. Ég stakk upp á því að fá Magnús Kjartansson til að sjá um að semja og útsetja tónlist fyrir myndina. Síðan fengum við Pálma Gunnarsson til að syngja lagið Eitt lítið andartak, sem ég gaf út á lítilli plötu, en á bakhlið- inni var instrúmental lag eftir Magnús, sem heitir Veiðiferðin. Andrés var fagmaður fram í fingurgóma og með allt sitt á hreinu. Hann kom vel fyrir og við áttum gott og gefandi samstarf. Hann varð vinur minn á auga- bragði og vinskapur okkar hélst alla tíð þó svo að við hittumst ekki oft í seinni tíð. Það er skarð fyrir skildi, góður og traustur maður er fallinn frá, en minningin lifir. Ég sendi fjölskyldu hans, ætt- ingjum og vinum samúðarkveðj- ur. Jón Ólafsson. Andrés Indriðason þekkti ís- lensku þjóðina. Hann þekkti ekki einungis þjóðina heldur átti hann stóran þátt í að móta hana með dagskrárgerð sinni í sjónvarpi um áratugaskeið, með bókum sín- um og leikritum. Alltaf var hann réttur maður á réttum stað og á réttum tíma. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum sjónvarps- ins og tók þátt í að búa það til og halda utan um alla helstu þræði í hálfa öld. Á þeim tíma stjórnaði hann ár eftir ár vinsælustu sjón- varpsþáttunum. Þar á meðal hin- um vinsæla þætti Gettu betur í ríflega tuttugu ár, og bjó til sjón- varpsstjörnur af öllum stærðum og gerðum, þær eftirminnileg- ustu líklega Glámur og Skrámur. Ritstörf léku einnig í höndunum á honum og hann einfaldlega breytti barna- og unglingabók- menntum þegar hann steig fram á sviðið sem verðlaunahöfundur á ári barnsins 1979 með fyrstu bók sína af mörgum. Samhliða þessu skrifaði hann mörg leikrit og sömuleiðis handrit að kvikmynd- inni Veiðiferðin ásamt því að leik- stýra henni. Ég kynntist Andrési sem barn þegar ég var valinn til að leika í leikriti eftir hann sem hann leik- stýrði sjálfur hjá Leikfélagi Kópavogs og í útvarpsleikriti í kjölfarið. Hann var einstaklega ljúfur og þægilegur maður að öllu leyti, átti afar auðvelt með að stýra fjölbreyttum hópi fólks og láta alla þræði ná saman og tryggja þannig góða útkomu. Andrés tók þátt í að móta ís- lensku þjóðina í gegnum störf sín og listsköpun. Hann átti einnig stóran þátt í að móta íslenskt sjónvarp frá upphafi. Samstarfs- fólk hans hjá Ríkisútvarpinu til áratuga þakkar einstaklega ánægjulega samfylgd og hans mikilsverða framlag. Ég sendi jafnframt Valgerði, dætrunum Ester og Ástu og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Stefán Eiríksson. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 ✝ Hans AdolfHjartarson fæddist í Reykjavík 20. september 1977. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 18. júlí 2020. Foreldrar Hans Adolfs eru Hjörtur Hansson, f. 15.9. 1946, og Guðrún Geirsdóttir, f. 7.3. 1951, d. 17. 9. 2001. Eiginkona Hjartar er Kristín Þórisdóttir, f. 11.7. 1952. Systkini hans eru Geir Óskar, f. 18.6. 1973, Haukur Árni, f. 26.4. 1981, og Guðrún Hrönn, f. 23.6. 1986. Eiginkona Hans Adolfs er Rakel Ósk, f. 3.7. 1981, og börn þeirra eru Helena Ósk, f. 29.12. 2004, og Hjörtur, f. 2.12. 2007. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 28. júlí 2020, klukkan 13. Elsku frændi, mikið er sárt að kveðja. Þú háðir hetjulega baráttu í veikindum þínum með krafti og jákvæðni sem var svo lýsandi fyr- ir þig. Það var aðdáunarvert að fylgjast með öllu því sem þið fjöl- skyldan náðuð að gera síðustu vikur með baráttuna að leiðarljósi og ákveðin í því að njóta saman. Ég var svo heppin að vera mik- ið inni á æskuheimili þínu sem barn og unglingur og þykir svo vænt um að hafa á þeim tíma fengið að taka þátt og aðstoða í jólaföndrinu með mömmu þinni. Sterk tengsl milli fjölskyldna okkar hafa alla tíð verið mér ein- staklega kær. Árlega jólaboðið sem við fjöl- skyldurnar köllum „Þorláks- messuna“ hefur verið fastur og ómissandi þáttur hjá okkur öllum í kringum jólin og alltaf verið mikil tilhlökkun hjá okkur að hitt- ast. Síðastliðin jól var þó ákveðið að fresta Þorláksmessunni okkar fram á vor og mikið erum við öll þakklát fyrir samveru okkar núna í lok júní á þessu yndislega kvöldi þegar við hittumst. Þar kom svo sterkt í ljós hvað fjölskyldu- tengslin voru þér dýrmæt. Við töluðum oft um sameigin- lega áhugamálið okkar sem er badminton þegar við hittumst og gamli badmintonáhuginn hjá þér leyndi sér ekki. Mér þótti því ein- staklega vænt um þegar þú ákvaðst að taka aftur fram spað- ann og varst kominn af fullum áhuga, gleði, stemningu og keppnisanda inn í okkar frábæra badmintonhóp. Við hópurinn eig- um dýrmætar minningar um þig í öllu spilinu, mótum og samveru og mikil og einstök væntumþykja myndaðist þar milli okkar frænd- systkinanna. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur og passaðir stoltur upp á hóp- inn þinn. Þig einkenndi ákveðinn kraft- ur, hlýja og hjálpsemi og þú varst umhyggjusamur og áhugasamur um það sem aðrir tóku sér fyrir hendur. Elsku Rakel, Helena og Hjört- ur, Hjörtur og Kristín, Geir Ósk- ar, Guðrún Hrönn, Haukur Árni og fjölskyldur. Með sorg í hjarta kveðjum við elsku Hans. Við Bjössi og fjölskylda og pabbi og mamma sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, hugurinn er hjá ykkur. Elsku frændi, við söknum þín og munum ávallt geyma minning- arnar um þig í hjarta okkar. Guðrún Björk Gunnarsdóttir. Það eru alltaf þung skref að fylgja ástvinum til grafar en þeg- ar jafn ljúfir og góðir menn kveðja og frændi minn Hans Adolf, sem tekinn er frá okkur langt fyrir aldur fram, er sárs- aukinn afar stór og sterkur og miklar tilfinningasveiflur á alla kanta. Meðal kærustu æskuminninga minna voru heimsóknirnar og gistinætur í Akraselinu enda mik- ill samgangur milli fjölskyldna okkar í uppvextinum. Jólaboðin þar voru alltaf skemmtilegustu jólaboðin í stór- fjölskyldunni og þegar við bætast hörku borðtenniskeppnir þar sem ég barðist af hörku árum saman með tilheyrandi gleði og skemmt- unum er óhætt að segja að Akra- selið var alltaf einn af uppáhalds- stöðum mínum. Ljúflingurinn Hans Adolf var alltaf skammt undan þegar mað- ur gisti í Akraselinu og við Geir Óskar í tölvuleikjum, borðtennis eða að horfa á vídeó og nærvera hans alltaf svo góð og ljúf. Aldrei man ég eftir að hafa séð Hans Adolf skipta skapi. Aldrei sá ég hann reiðan eða pirraðan. Hann var alltaf lífsglaður, bros- andi og bara alveg yndisleg manneskja á alla kanta alveg eins og öll systkini hans, Geir Óskar, Guðrún Hrönn og Haukur Árni og svo auðvitað pabbi hans og mamma, Hjörtur og Guðrún. Við hittumst auðvitað sjaldnar eftir að lífið tók við og menn uxu úr grasi en sambandið var alltaf sterkt og manni leið alltaf vel að hitta hann í fjölskylduboðum í gegnum árin og svo auðvitað vor- um við í stafrænu sambandi á samfélagsmiðlunum og áttum góða spretti þar af og til enda með sameiginlegan húmor á mörgum sviðum. Sérstaklega þótti mér vænt um móralskan stuðning hans t.d. þeg- ar við Geir Óskar fórum til Las Vegas fyrir nokkrum árum í frændaferð þar sem margt var brallað, þ.m.t. leigðum við okkur kappakstursbíla á keppnisbraut og var keppt á Porsche og Lam- borghini. Allir sem voru viðstaddir þenn- an kappakstur þennan dag sáu augljóslega að ég gersigraði Geir Óskar á báðum bílunum en af ein- hverjum afar undarlegum ástæð- um sýndi brautarklukkan að Geir Óskar hefði rassskellt mig og gjörsigrað í bæði skiptin. Sé haft í huga að ég vann alltaf Geir frænda í borðtennis, tölvu- leikja- og tenniskeppnum okkar í gamla daga, af hverju í ósköpun- um skyldi ég nú fara að taka upp á því á besta aldri að gjörtapa fyrir Geir Óskari í kappakstri? Þetta var ítarlega rætt á Facebook og Hans Adolf sýndi mér mikinn skilning – þetta bara gekk engan veginn upp! Svona eru sannir vinir. Horfa fram hjá „falsfréttum“ og biluð- um brautarklukkum og styðja mann í blíðu og stríðu. Ég veit að hann horfir núna niður af himn- um og blikkar mig, brosandi… Ég mun sakna þín mikið, elsku frændi. Ég bið að heilsa Óla Páli frænda okkar sem einnig lést langt fyrir aldur fram og svo auð- vitað Guðrúnu móður þinni, sem ég veit að hefur knúsað þig mikið við endurfundina og þar sem ég man svo afar vel eftir stórkostleg- um föndurlistaverkum hennar í Akraselinu veit ég að þú ert um- vafinn bæði ástúð og stórkostleg- um listaverkum um ókomna framtíð á himnum. Hvíl í friði, elsku frændi. Björn Sch.Thorsteinsson. Með sorg í hjarta og tregatár- um kveðjum við kæran vin, Hansa okkar. Það er með öllu óskiljanlegt að ungur maður sé hrifinn á brott í blóma lífsins frá elskandi eiginkonu, börnum, fjöl- skyldu og vinum. Orð mega sín lítils á stundu sem þessari og það eina sem við getum gert er að minnast þessa góða drengs. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá Hansa í badmin- tonhópinn okkar fyrir milligöngu Guðrúnar frænku hans og liðs- félaga okkar. Eitthvað hafði Guð- rún heyrt af áhuga hans á að byrja aftur að spila og var hann gripinn glóðvolgur. Hansi vann hug og hjarta hópsins, þvílíkur liðstyrkur. Á hans yngri árum var hann í hópi efnilegustu badmin- tonspilara og hafði unnið til margra titla áður en hann lagði spaðann á hilluna eins og gengur og gerist þegar annað spennandi tekur við í lífinu. Enda kom það svo á daginn að Hansi hafði engu gleymt. Hann var frábær bad- mintonspilari með mikið keppn- isskap en ávallt með gleðina í fyrirrúmi. Þeir sem spiluðu á móti honum þurftu að hafa sig alla við en sem meðspilari var hann frá- bær „peppari“, alltaf svo jákvæð- ur og gerði mann að betri spilara. Hansi snerti líf okkar allra með persónutöfrum sínum innan sem utan vallar. Hann var einstakt ljúfmenni, hlýr, glaðlegur, um- hyggjusamur og einstaklega hjálpsamur. Þegar eitthvað stóð til hjá hópnum var hann mættur fyrstur á svæðið til að hjálpa og ef einhver slasaðist var hann fyrstur til þess að bjóða fram aðstoð sína og bruna upp á slysó með viðkom- andi. Auðvitað kom síðar að því að Hansa var stolið yfir í sterkari hóp og horfðum við á eftir honum með mikilli eftirsjá og söknuði. En Hansi var aldrei langt undan, enda hafði myndast dýrmætur vinskapur og sterkur strengur á milli okkar allra. Við eigum eftir að sakna Hansa en við erum fyrst og fremst þakk- lát í hjarta okkar fyrir að hann kom inn í líf okkar og gaf svo ríku- lega. Hann snerti líf okkar allra eins og sumarblærinn, svo hlýr og góður. Við biðjum allt það góða í heimi hér að umvefja, styðja og styrkja Rakel, Helenu, Hjört, fjölskyldu og ástvini Hansa með kærleika sínum og sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðju. Minningin um góðan dreng lif- ir. Fyrir hönd badmintonfélaga í Sleggjum, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir. Þegar við hittum Hans í síðasta skipti fyrr í sumar var mér efst í huga hversu hverfult og ósann- gjarnt lífið getur verið. Ég dáðist að því hversu opinskátt hann tal- aði um veikindi sín og baráttuna upp á líf og dauða sem hann var búinn að vera að heyja. Þótt Hans væri farinn að láta á sjá líkamlega var enn þá stutt í brosið, glað- lyndið og áhugann á því sem aðrir voru að kljást við. Hann talaði um ferðalögin sem voru fram undan í sumar með fjölskyldunni og það var alveg ljóst að hann var ekkert að fara að gefast upp. Hann ætl- aði að nota tíma sinn vel. En þrátt fyrir hetjulega bar- áttu laut Hans í lægra haldi á end- anum. Hann lætur eftir sig yndis- lega og samheldna fjölskyldu sem nú þarf að takast á við nýjan og erfiðan veruleika. Elsku Rakel, Helena, Hjörtur og fjölskylda, við Dassa og strákarnir sendum inni- legar samúðarkveðjur til ykkar. Minningin um Hans mun lifa með okkur um ókomna tíð. Hilmar Gunnarsson. Í dag kveðjum við með miklum trega góðan og traustan vin, Hans Adolf Hjartarson. Lífið er hverfult og stundum mjög ósann- gjarnt, Hansi vinur okkar barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm sem á endanum sigraði. Leiðir okkar Hansa lágu sam- an fyrir rúmum 20 árum og vor- um við mestu mátar alla tíð síðan. Við Hansi kynntumst konunum okkar á svipuðum tíma og náðu þær líka strax vel saman, þarna var komin uppskrift að langri og góðri vináttu okkar allra. Þegar litið er yfir farinn veg rifjast upp skemmtilegir tímar sem við eyddum með Hansa og Rakel, fjölmörgu matarboðin, bú- staðaferðirnar, útilegurnar, utan- landsferðirnar, veitingastaðahitt- ingarnir og svo mætti lengi telja. Hansi var frábær vinur, eld- klár og hnyttinn, hann var ósér- hlífinn og samgladdist mjög þeg- ar öðrum gekk vel. Golfi og fótbolta hafði Hansi mikla ástríðu fyrir og spiluðum við okkar fyrsta hring saman núna í sumar, þar hrósaði hann mér fyrir gott spil þótt ég hafi nú ekki haft roð við honum, þannig var Hansi, sá allt- af það jákvæða og eyddi ekki tíma í það neikvæða. Einnig er mér minnisstæð ferð okkar til Man- chester á fótboltaleik, ferð sem var í alla staði vel heppnuð, skemmtilegur leikur, mikið hleg- ið, aðeins drukkið og sumir versluðu eitthvað en Hansi fór og fyllti allar töskur af gjöfum fyrir Rakel og börnin. Fjölskylduböndin eru sterk í fjölskyldu Hansa og iðulega heimsóttu þau hjónin systur Hansa til Grundarfjarðar. Í síð- ustu ferð sinni núna í enda júní bauð Hansi okkur að koma líka, sem við þáðum og áttum þar ynd- islegan tíma öll saman. Þar var hlegið, kveiktur eldur í fjörunni og rifjaðir upp skemmtilegir tímar, ómetanlegt! Börnin og fjölskyldan skiptu hann öllu, hann var stoltur faðir og flott fyrirmynd fyrir Helenu og Hjört. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með Hansa og minnumst hans með hlýhug en sorgin og söknuðurinn er mikill. Elsku Rakel, Helena og Hjört- ur, innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma, minningin um góðan dreng mun lifa. Kjartan (Kjarri) og Sif. Það er þyngra en tárum taki að kveðja elsku Hansa okkar. Vinur sem var tekinn frá fjölskyldu og vinum allt of fljótt. Hansi var svo einstakur maður á margan hátt. Hann var ástríkur faðir og eig- inmaður, vinur vina sinna, hlýr og sýndi öllum umhyggju. Hann var líka gjafmildur, barngóður og lifði lífinu til fulls. Þegar hún Rakel okkar byrjaði með Hansa árið 2003 fannst okk- ur það frekar fyndin tilhugsun satt best að segja. Margar okkar höfðu verið tíðir gestir á æsku- heimili Hansa í Akraselinu, þar sem Haukur Árni bróðir hans var okkar vinur og Hansi stóri bróð- irinn sem okkur fannst alltaf al- veg fáránlega töff. Við duttum því í lukkupottinn þegar Hansi og Rakel felldu hugi saman og við svo sannarlega verið heppin að eiga vináttu hans alveg síðan. Hansi var góður vinur sem sýndi okkur öllum og okkar lífi einlægan áhuga í hvert skipti sem við hittumst. Hann hafði áhuga á ferðalög- um okkar og börnunum okkar og þar var hann líka á heimavelli. Hansi elskaði að ferðast með fjöl- skyldu og vinum og naut lífsins fram í fingurgóma fram á síðasta dag, hetjan sem hann var. Hann elskaði góðan mat, gott vín, elskaði að spila golf, horfa á fótbolta og vera með þeim sem honum þótti vænt um. Það sem okkur þótti hins vegar vænst um í fari hans var hversu djúpt hann elskaði vinkonu okkar. Það fór ekki framhjá neinum hvað honum þótti Rakel sín falleg og hrósaði henni í hástert. Missir hennar og barnanna er mikill en eftir sitja dýrmætar minningar. Elsku Hansi okkar, takk fyrir allt. Þú munt lifa í hjarta okkar allra áfram og við munum skála fyrir þér við hvert tilefni sem gefst. Við lofum líka að gæta Rakelar þinn- ar og yndislegu barnanna ykkar því þau voru þér allt. Innilegar samúðarkveðjur til elsku Rakelar, Helenu Óskar og Hjartar og fjölskyldunnar allrar vegna fráfalls Hansa. Heimurinn er svo sannarlega fátækari án hans. Saumaklúbburinn Málfríður og fjölskyldur, Harpa, Helga Rut, Jóhanna, Klara, Ólöf Dómhildur, Sandra, Sigríður og Sigurbjörg Ósk. Það var á upphafsárum okkar í Árbænum fyrir u.þ.b. 12 árum að dóttir okkar fór að bjóða vinkonu sinni af leikskólanum í heimsókn til sín. Það var auðvelt að taka ástfóstri við Helenu Ósk og mað- ur sá strax að þessi ljúfa stelpa átti ekki langt að sækja mann- kosti sína þegar við hjónin kynnt- umst foreldrum hennar, þeim Rakel og Hans. Leiðir okkur héldu áfram að liggja saman og út frá samveru á fótboltamótum spratt dýrmætur félagsskapur. Hansi var töffari en einstaklega traustur og kærleiksríkur. Okkur er minnisstætt þegar hann bjarg- aði okkur fjölskyldunni fyrir nokkrum árum þegar bíllinn okk- ar bilaði á leiðinni í útilegu. Óvænt helgarferð til Belfast fyrir tæpum tveimur árum þar sem við höfðum pantað okkur sömu ferð í sitthvoru lagi en enduðum svo á því að verja allri helginni saman við skemmtun og fróðleik. Heim- sóknin í Crumlin Road-fangelsið og leiðsögnin með leigubílstjóran- um um hverfi Belfastborgar þar sem við fræddumst um óöldina sem þar geisaði um árabil. Pítsu- staðurinn sem átti að vera svo góður en var svo ekki með vín- veitingaleyfi en bauð samt upp á vínglös þannig að strákarnir stukku yfir götuna og keyptu rauðvín. Hláturinn og flissið yfir þessu pínu misheppnaða veitinga- staðavali sem varð svo bara ekk- ert misheppnað því maturinn var góður og reikningurinn lægri en ella. Uber-ferðirnar um borgina þar sem einn bílstjórinn dáðist að því að undirrituð var enn með heilar fimm stjörnur sem notandi þjónustunnar. Upp frá því spratt grínið um mikilvægi þess að halda fimm stjörnum okkar á milli; eng- in leiðindi og vesen því annars myndi stjörnunum fækka. Ferðin endurtekin að ári þrátt fyrir veik- indi Hansa. Helga og Gauti bætt- ust í hópinn og gleðin var við völd þrátt fyrir skuggann af veikind- um Hansa. Staðfesta hans í að njóta líðandi stundar var aðdáun- arverð. Hann átti stóran vinahóp af foreldrum vina barna hans sem hann var duglegur að hitta. Hans tók þátt í gleðinni af innlifun þrátt fyrir að mjög væri af honum dregið. Rakel stóð þétt við hlið hans og börnin pössuðu vel upp á pabba sinn. Það var svo aðdáun- arvert að fylgjast með honum lifa lífinu til hins ýtrasta allt fram á síðustu stundu og kynnast ein- stöku lífsviðhorfi hans og ein- beitni. Hrósið og þakklætið sem maður fékk frá honum á sama tíma og hann glímdi við það erf- iðasta sem hægt er að hugsa sér í þessu lífi. Áminning um mikil- vægi þess að njóta líðandi stundar og lifa í sátt við sjálfan sig og sam- ferðamenn sína. Svo þegar sumarið er í al- gleymingi kemur reiðarslagið því þrátt fyrir grimman raunveru- leikann er vonin það eina sem ekki er hægt að hrifsa frá manni. Við erum öll harmi slegin og það er sárt að horfa upp á vini sína syrgja kærleiksríkan eiginmann og föður. Vanmátturinn og sorgin er algjör. Elsku Rakel, Helena og Hjörtur; megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og styrkja. Minn- ingin um elsku Hansa okkar yljar og lifir með okkur um ókomna tíð. Og talandi um stjörnugjöf þá hélt Hansi ekki bara sínum fimm stjörnum heldur bætti hann sí- fellt í safnið. Fríða og Sverrir. Hans Adolf Hjartarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.