Morgunblaðið - 28.07.2020, Page 27
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Árbær Hákon Ingi Jónsson framherji Fylkis skýlir boltanum frá Guðmundi
Þór Júlíussyni, miðverði HK-inga, í leiknum í gærkvöld.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Valsmenn verða á toppi Pepsi Max-
deildar karla framyfir verslunar-
mannahelgina hið minnsta eftir að
þeir lögðu botnlið Fjölnis að velli,
3:1, í Grafarvogi í gærkvöld. KR og
Stjarnan hafa þó tapað færri stigum
en Hlíðarendaliðið.
Óhætt er að segja að Valsmenn
hafi tekið við sér eftir skellinn gegn
Skagamönnum, 1:4, í fjórðu umferð
því í fimm leikjum eftir það hafa þeir
fengið 13 stig og skorað þrettán
mörk gegn þremur.
„Valur er með 19 stig í toppsætinu
eftir níu leiki. Þegar liðið hafði leikið
níu leiki síðasta sumar var liðið að-
eins með sjö stig og í fallsæti. Það er
því allt annað að sjá Valsmenn en á
sama tíma á síðasta tímabili og er
Heimir Guðjónsson greinilega byrj-
aður að ná til sinna leikmanna,“
skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson
m.a. um leikinn á mbl.is.
Fjölnismenn sitja hinsvegar sem
fastast á botninum og eru enn án
sigurs eftir níu umferðir en þeir
hafa ekki enn fengið stig á heima-
velli.
Patrick Pedersen lék ekki með
Val vegna meiðsla í baki sem hann
varð fyrir gegn Fylki og Sigurður
Egill Lárusson tók stöðu hans sem
fremsti maður. Sigurður innsiglaði
sigur Vals með glæsilegu þriðja
marki liðsins.
Hinn 19 ára gamli Jóhann Árni
Gunnarsson er markahæstur Fjöln-
ismanna í deildinni í sumar með þrjú
mörk en hann minnkaði muninn í
1:2.
Ingibergur Kort Sigurðsson
sóknarmaður Fjölnis fékk rauða
spjaldið og verður í banni gegn ÍA í
næstu umferð.
Víkingarnir voru líklegri
Stjörnumenn eru áfram ósigraðir
en urðu að sætta sig við jafntefli á
heimavelli í hörkuleik gegn Víkingi,
1:1. Þeir eiga erfiðan ágústmánuð
fyrir höndum þar sem þeir munu
spila tvo af þeim þremur leikjum
sem frestað var hjá þeim fyrr í sum-
ar. En staða liðsins er góð eftir
þessa fyrstu sex leiki.
„Á heildina litið var jafntefli nokk-
uð sanngjörn niðurstaða en Víkingar
voru þó líklegri í síðari hálfleik. Þeir
áttu fleiri sóknarlotur en voru ekki
nógu beittir og hugmyndaríkir til að
skapa sér dauðafæri gegn Garðbæ-
ingum sem kunna að verjast eins og
dæmin sanna. Víkingar fengu til
dæmis fimmtán hornspyrnur í leikn-
um,“ skrifaði Kristján Jónsson m.a.
um leikinn á mbl.is.
Hilmar Árni Halldórsson kom
Stjörnunni yfir með sínu 52. marki í
efstu deild og því fyrsta síðan í
fyrstu umferð deildarinnar.
Óttar Magnús Karlsson skoraði
sitt 20. mark í efstu deild þegar
hann jafnaði fyrir Víking úr víta-
spyrnu. Hann er sjötti leikmaðurinn
sem nær þeim markafjölda fyrir
Víking í deildinni og er næst-
markahæstur í deildinni í sumar
með átta mörk.
Ósigraðir en ekki sannfærandi
FH-ingar eru komnir með sjö stig
í þremur leikjum eftir þjálfara-
skiptin en þeir máttu þó hafa mikið
fyrir því að vinna nýliða Gróttu 2:1 í
Kaplakrika. Þessi félög höfðu aldrei
áður mæst í deildakeppni meistara-
flokks karla.
„Það hlýtur að vera áhyggjuefni
hversu illa FH-liðið hefur spilað í
síðustu leikjum. Þeir eru nú ósigr-
aðir í leikjunum sínum þremur undir
stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs
Smára Guðjohnsen en hafa varla
verið sannfærandi, nema kannski í
þarsíðustu umferð gegn Fjölni. FH-
ingar virðast spila sem einstaklingar
frekar en lið og ótrúlegt er að horfa
upp á Steven Lennon, einn besta
framherja Íslandsmótsins, komast
varla í boltann leik eftir leik,“ skrif-
aði Kristófer Kristjánsson m.a. um
leikinn á mbl.is.
Steven Lennon náði Skagagoð-
sögninni Ríkharði Jónssyni þegar
hann skoraði sigurmark FH, mínútu
eftir að Seltirningar höfðu jafnað
metin með sjálfsmarki Hafnfirðing-
anna. Þetta var 78. mark Lennons í
deildinni, fyrir FH og Fram, en Rík-
harður skoraði 78 mörk fyrir ÍA og
Fram á sínum tíma. Lennon og Rík-
harður deila nú 13. sæti yfir þá
markahæstu í deildinni frá upphafi.
Valdimar var aðalmaðurinn
Fylkir knúði fram sigur á HK, 3:2,
í bráðfjörugum leik í Árbænum og
Fylkisliðið heldur því vel í við efstu
liðin eftir fimm sigurleiki í níu fyrstu
umferðunum og sigurinn Árbæing-
um kærkominn eftir að hafa tapað
3:0 fyrir bæði KR og Val.
HK náði hinsvegar ekki að fylgja
eftir sigrinum á Breiðabliki og mátti
þola sinn fimmta ósigur. Arnar
Freyr Ólafsson lék í markinu á ný
en hann meiddist á fyrstu mín-
útunum í fyrsta leik HK á tíma-
bilinu.
Þetta voru sömu úrslit og í viður-
eign liðanna í fyrra þegar Fylkir
lagði HK 3:2 í Árbænum.
„HK-ingar áttu góða keyrslu síð-
ustu 20 mínútur leiksins og freistuðu
þess að jafna metin og færðist mikill
hiti í leikinn þennan síðasta hluta
leiks þar sem nokkur gul spjöld fóru
á loft á báða bóga,“ skrifaði Þor-
gerður Anna Gunnarsdóttir m.a.
um leikinn á mbl.is.
Valdimar Þór Ingimundarson
var einu sinni sem oftar í aðal-
hlutverki hjá Fylki. Hann lagði upp
tvö fyrstu mörkin og skoraði sigur-
markið úr vítaspyrnu. Hans sjötta
mark í deildinni í sumar.
Djair Parfitt-Williams skoraði
sitt annað mark í sumar þegar hann
kom Fylki yfir á 16. mínútu. Hann
er eini Bermúdabúinn sem hefur
skorað í deildinni, en aðeins einn
landi hans hefur áður spilað hér í
efstu deild. Það var Zeiko Lewis
sem lék með FH árið 2018.
Valgeir Valgeirsson skoraði
bæði mörk HK og hefur nú gert sjö
mörk fyrir félagið í efstu deild.
Hann er því orðinn annar marka-
hæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í
deildinni, ásamt Mitja Brulc frá
Slóveníu sem skoraði sjö mörk fyrir
liðið árið 2008. Atli Arnarson er
markahæstur HK-inga með átta
mörk í deildinni.
Daníel Steinar Kjartansson
kom inn á hjá Fylki í sínum fyrsta
leik í efstu deild.
Á toppnum núna en voru í
fallsæti á sama tíma í fyrra
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Garðabær Tilþrif hjá Brynjari Gauta Guðjónssyni miðverði Stjörnumanna í
leiknum gegn Víkingi á Samsung-vellinum í gærkvöld.
Valsmenn óstöðvandi eftir tapið
gegn ÍA Stjörnumenn áfram
ósigraðir Lennon náði Ríkharði
Fylkismenn aftur í þriðja sætið
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020
FYLKIR – HK 3:2
1:0 Djair Parfitt-Williams 16.
1:1 Valgeir Valgeirsson 22.
1:2 Valgeir Valgeirsson 29.
2:2 Arnór Gauti Ragnarsson 55.
3:2 Valdimar Þór Ingimundars. 62.(víti)
MM
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki)
M
Djair Parfitt-Williams (Fylki)
Arnór Gauti Ragnarsson (Fylki)
Nikulás Val Gunnarsson (Fylki)
Ívar Örn Jónsson (HK)
Valgeir Valgeirsson (HK)
Birnir Snær Ingason (HK)
Ásgeir Marteinsson (HK)
Dómari: Pétur Guðmundsson – 8.
Áhorfendur: 915.
FH – GRÓTTA 2:1
1:0 Þórir Jóhann Helgason 8.
1:1 Sjálfsmark 64.
2:1 Steven Lennon 65.
M
Daníel Hafsteinsson (FH)
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Steven Lennon (FH)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Ástbjörn Þórðarson (Gróttu)
Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu)
Kristófer Melsted (Gróttu)
Valtýr Már Michaelsson (Gróttu)
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7.
Áhorfendur: 882.
FJÖLNIR – VALUR 1:3
0:1 Lasse Petry 7.
0:2 Sjálfsmark 39.
1:2 Jóhann Árni Gunnarsson 52.
1:3 Sigurður Egill Lárusson 70.
M
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölni)
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölni)
Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölni)
Birkir Már Sævarsson (Val)
Sebastian Hedlund (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Aron Bjarnason (Val)
Lasse Petry (Val)
Rautt spjald: Ingibergur Kort Sigurðs-
son (Fjölni) 58.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7.
Áhorfendur: Um 800.
STJARNAN – VÍKINGUR R. 1:1
1:0 Hilmar Árni Halldórsson 12.
1:1 Óttar Magnús Karlsson 44. (víti)
M
Haraldur Björnsson (Stjörnunni)
Daníel Laxdal (Stjörnunni)
Heiðar Ægisson (Stjörnunni)
Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni)
Ingvar Jónsson (Víkingi)
Sölvi Geir Ottesen (Víkingi)
Davíð Örn Atlason (Víkingi)
Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)
Óttar Magnús Karlsson (Víkingi)
Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 7.
Áhorfendur: 1.158.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
Nágrannaerjur í enska bolt-
anum eru ekkert smá mál, enda
ná þær alla leið til Íslands! Það
er í raun með ólíkindum hve
mikil áhrif hæðir og lægðir fót-
boltaliða hinum megin við Atl-
antshafið geta hafa á sálarlíf
okkar hér heima.
Við áhugamenn um Man-
chester United sleikjum nú sárin
og höfum almennt haldið okkur
til hlés undanfarnar vikur á með-
an „nágrannarnir“ og erkifjend-
urnir fagna langþráðum sigri.
Mér hefur einfaldlega þótt það
viðeigandi að segja sem minnst
á þessum erfiðu tímum.
Það var því ergilegt þegar fé-
lagi nokkur, sem styður óvininn,
kallaði eftir hamingjuóskum frá
mér, ella væri ég afbrýðisamur
og beiskur. Það skal enginn fá að
ásaka mig um að lofsyngja ekki
þau afrek sem eiga það skilið, og
sýna ekki þá virðingu sem hefur
verið áunnin.
Til hamingju kæru keppi-
nautar! Að vinna deildina er ekk-
ert smáræði, sér í lagi eftir langa
eyðimerkurgöngu, fulla af
óbærilegum sársauka og grát-
legum töpum á ögurstundu. Eftir
langa og erfiða bið, vannst loks
sigur.
Besta liðið stóð uppi sem
sigurvegari og sannir keppinaut-
ar sýna á slíkum stundum auð-
mýkt og hógværð. Ég hlakka til
að sjá okkar tvö frábæru, sögu-
frægu knattspyrnufélög taka
slaginn á ný á næstu leiktíð. En
þangað til að næsta leiktíð byrj-
ar, er ekkert annað að gera en að
biðjast aftur afsökunar á þess-
um seinbúnu hamingjuóskum og
ítreka þær enn og aftur.
Hjartanlega til hamingju,
stuðningsmenn Leeds United
með glæstan sigur í B-deildinni!
Var það ekki örugglega allt og
sumt annars?
BAKVÖRÐUR
Kristófer
Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Manchester United, Manchester
City, Chelsea og Wolves fá að hefja
keppni í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu síðar en önnur félög,
komist þau langt á Evrópumótunum
2019-20 sem ljúka á í ágústmánuði.
Sky Sports skýrir frá því að úr-
valsdeildin muni setja upp 30 daga
ramma fyrir leikmenn þessara liða
til að hvílast áður en þeir hefja nýtt
tímabil. Málið verði tekið fyrir og
gæti verið samþykkt á næsta aðal-
fundi deildarinnar sem fram á að
fara 6. ágúst.
Komist Manchester City eða
Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar
Evrópu, sem fram fer 23. ágúst, þýð-
ir það að viðkomandi lið hæfi ekki
keppni í úrvalsdeildinni fyrr en 22.
september. Fyrsta umferð deild-
arinnar á hins vegar að fara fram
12. september.
Manchester City vann Real Ma-
drid 2:1 í fyrri leik 16-liða úrslita
Meistaradeildar en Chelsea tapaði
0:3 fyrir Bayern München.
Manchester United og Wolves
eiga möguleika á að komast í úrslita-
leik Evrópudeildar UEFA, sem fram
fer 21. ágúst, og myndu þá ekki spila
í úrvalsdeildinni fyrr en 20. sept-
ember.
United er með 5:0 forskot gegn
LASK eftir fyrri leik 16-liða úr-
slitanna og Wolves gerði 1:1 jafntefli
við Olympiacos.
Gætu byrjað
ensku deild-
ina seinna