Morgunblaðið - 28.07.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 28.07.2020, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson Sýnd með íslensku tali Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI 90% S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG RÓMANT Í SK GAMANMYND. KAT I E HOLMES JOSH LUCAS FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. Tónlistarhátíðin Sjö dagar sælir hófst í gær á Ísafirði og er nú haldin í fjórða sinn. Hún stendur yfir til og með 1. ágúst og fer nú í fyrsta sinn fram á fleiri stöðum en í Tjöruhúsinu. Dagskráin er fjöl- breytt, í dag leikur og syngur Skúli mennski, stofnandi listahá- tíðarinnar, í Turnhúsinu og á morgun munu Erna Ómarsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson og Siggi String Quartet flytja verk Ernu og Jóhanns Jóhannssonar, „IBM 1401“, í Edinborgarhúsinu. Við tekur svo Mugison í Turnhúsinu. Á fimmtudaginn verða útgáfu- tónleikar Halldórs Smárasonar sem gaft út sína fyrstu skífu, STARA, hjá Sono Luminus á dög- unum og í kjölfar hans fylgir hljómsveitin Between Mountains og leikur í Turnhúsinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Kemur fram Mugison verður á hátíðinni. Sjö dagar sælir í fjórða sinn Warner hefndi sín með því að segja henni upp ítrekað. Þegar samningur leikkonunnar rann út krafðist Warn- er þess að hún ynni upp þann tíma sem hún var leyst frá störfum og fór leikkonan þá í mál við fyrirtækið og hafði betur. Hefur þeim málalokum verið líkt við sigur Davíðs á Golíat. Leiddi fyrst kvenna aðaldómnefndina í Cannes Havilland lék einnig á sviði, m.a. í Candida árið 1952 og árið 1962 lék hún á móti Henry Fonda í A Gift of Time, svo dæmi séu nefnd. Árið 1965 varð hún fyrst kvenna til þess að leiða aðaldómnefnd alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes en um svipað leyti hætti hún meira eða minna að leika í kvikmyndum en lék í sjónvarpsþáttum og -myndum, m.a. árið 1986 í þáttaröðinni Anastasia: The Mysery of Anna sem hún hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir. Síð- asta Hollywood-myndin sem hún lék í var The Fifth Musketeer frá árinu 1979. Havilland flutti árið 1958 til Parísar og bjó þar til æviloka. helgisnaer@mbl.is Leikkonan Olivia de Havilland, ein af stjörnum hinnar sígildu kvik- myndar Gone With the Wind eða Á hverfanda hveli eins og hún hét í ís- lenskri þýðingu á sínum tíma, er lát- in, 104 ára að aldri. Havilland öðlaðist frægð fyrir leik sinn í fyrrnefndri kvikmynd frá árinu 1939 og lék í fjölda annarra og hlaut mikið lof fyrir. Auk þess barð- ist hún fyrir bættum kjörum leikara í Hollywood, að því er fram kemur í frétt á vef dagblaðsins New York Times. Havilland var ein af stjörnum gullaldarinnar í Hollywood og lést í hárri elli í París. Hún var fimm sinn- um tilnefnd til Óskarsverðlauna á ferli sínum og hlaut tvenn, annars vegar fyrir leik sinn í To Each His Own frá árinu 1946 og hins vegar The Heiress frá árinu 1949. Havill- and var tilnefnd til verðlaunanna fyrir glæsta frammistöðu sína í Gone With the Wind, í flokki leikkvenna í aukahlutverki, en önnur leikkona úr sömu mynd, Hattie McDaniel, hlaut þau. Havilland vakti athygli á sínum tíma fyrir að standa uppi í hárinu á yfirmönnum Warner Bros-kvik- myndaversins með því að hafna hlut- verkum sem henni þóttu ómerkileg. Eftirminnileg Olivia de Havilland í kvikmyndinni sígildu Gone With the Wind, Á hverfanda hveli, frá árinu 1939. Olivia de Havilland látin  Ein af stjörnum Gone With the Wind  Hlaut tvisvar Óskarsverðlaun  Stóð uppi í hárinu á yfirmönnum Warner AFP Óskar Olivia de Havilland í mars ár- ið 1950 með óskarsstyttuna sem hún hlaut sem besta leikkona í aðal- hlutverki, fyrir leik sinn í kvik- myndinni The Heiress. Gítarleikarinn Peter Green, einn af stofnendum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, er látinn, 73 ára að aldri. Í frétt BBC um andlátið segir að Green hafi dáið í svefni. Green ólst upp í Bethnal Green í London og stofnaði Fleetwood Mac með trommaranum Mick Fleet- wood árið 1967. Green og Fleet- wood fengu John McVie til liðs við sig á bassa og samdi Green fyrsta smell sveitarinnar, „Albatross“, og var hann forsprakki sveitarinnar við gerð fyrstu þriggja hljómplatna hennar. Green hætti í hljómsveit- inni árið 1970 vegna veikinda og var síðar greindur með geðklofa. Green var vígður inn í Frægðarhöll rokksins árið 1998 ásamt öðrum liðsmönnum Fleetwood Mac. Hann er jafnan talinn einn fremsti blús- rokkgítarleikari sem Bretland hef- ur alið. Allur Peter Green ungur að árum. Peter Green látinn Nú stendur yfir sýning á verkum Silviu Bjarg- ar í sýningarsal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu, hafnarmegin, og ber hún yf- irskriftina Farfuglar. „Málverk mín tákna persónulegt og skapandi frelsi og ég trúi því sterklega að list sé öflug leið til að vekja at- hygli á og til að berjast gegn mismunun,“ skrifar Silvia um verk sín og segir þau að þessu sinni undir áhrifum frá töfraraunsæi, raunveruleiki og skáldskapur blandist saman með það að markmiði að skapa hinn æskilega draumaheim. Hluti verks eftir Silviu. Farfuglar Silviu í Íslenskri grafík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.