Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 1
Peningamagn í umferð
sem hlutfall af VLF
80%
75%
70%
65%
60%
desember 2019 júlí 2020
66,3%
75,2%
Heimildir: SÍ / Íslandsbanki
Jón Bjarki Bentsson, aðal-
hagfræðingur Íslandsbanka, segir
aukið peningamagn ekki gefa til-
efni til að óttast verðbólguskot.
Þvert á móti hafi tengslin milli
aukins peningamagns og verð-
bólgu verið dregin í efa á síðustu
árum. Áður hafi margir talið þau
sterk.
„En ef við förum að taka þessu
af of mikilli léttúð er ekki hægt að
útiloka að þetta læðist aftan að
okkur. Sem betur fer erum við í
bili ekki komin inn á sérstakar
hættubrautir,“ segir Jón Bjarki.
Peningamagn sem hlutfall af
landsframleiðslu jókst úr 66,3% í
desember sl. í 75,2% í júlí. Það var
mun hærra 2008 og 2009. »10
Þarf ekki að verða
verðbólguvaldur
F Ö S T U D A G U R 1 8. S E P T E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 220. tölublað 108. árgangur
UPPHAFIÐ VAND-
RÆÐALEGT OG
TREGABLANDIÐ KYNNA NÝTT HVERFI
LEYNIUPPSKRIFT
NAPÓLEONSKÖKU
FYLGIR MEÐ
AKUREYRI 11 GAMLA BAKARÍIÐ 6F́RUMSÝNT Í KASSANUM 37
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann yfirburðasigur
á Lettlandi, 9:0, í undankeppni Evrópumóts kvenna í gær-
kvöldi og er komið með tólf stig eftir fyrstu fjóra leikina í
keppninni. Liðið hefur skorað 20 mörk gegn aðeins einu.
Sveindís Jane Jónsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik og skor-
aði tvö markanna og Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í
fyrri hálfleiknum en íslenska liðið hafði yfirburði frá fyrstu
mínútu. Á myndinni fagnar Dagný Sveindísi eftir eitt mark-
anna. Íslenska liðið býr sig nú undir annan af úrslitaleikjum
riðilsins sem er gegn Svíum á Laugardalsvellinum næsta
þriðjudag. Barist er um sæti í lokakeppni EM sem fram fer á
Englandi sumarið 2022. »35
Morgunblaðið/Eggert
Nýliðinn skoraði tvö mörk í níu marka sigri Íslands
aðili sem verður örugglega mjög virk-
ur og ráðandi,“ segir Sverrir.
Af öðrum fjárfestum ber að nefna að
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
skráði sig fyrir kaupum á hlut fyrir tvo
milljarða króna og Eftirlaunasjóður ís-
lenskra atvinnuflugmanna hlut fyrir
450 milljónir króna. Samtals veit
Morgunblaðið því af áskriftum fyrir
9,45 milljarða króna, af þeim 14 sem
ljóst er að þarf til.
Heimildir ekki á einu máli
Óvissa ríkir um þátttöku Lífeyris-
sjóðs verzlunarmanna, stærsta lífeyr-
issjóðs landsins. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins tók sjóðurinn ekki
þátt í útboðinu, en fréttastofa RÚV
segir heimildir sínar herma að allir
stærstu lífeyrissjóðir landsins hafi tek-
ið þátt í því. Forsvarsmenn annarra
sjóða, sem Morgunblaðið ræddi við,
hafa ekki viljað tjá sig um þátttöku
sjóðanna fyrr en niðurstöður útboðsins
liggja fyrir.
Alexander Gunnar Kristjánsson
Þóroddur Bjarnason
Niðurstöður úr hlutafjárútboði Ice-
landair verða kynntar í dag, en útboð-
inu lauk í gær. Stefnt er að því að safna
a.m.k. tuttugu milljörðum króna en
þar af tryggja Íslandsbanki og Lands-
banki sex milljarða gangi útboðið eftir.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum
Morgunblaðsins skráði athafnakonan
Michelle Roosevelt Edwards sig fyrir
sjö milljarða króna hlut og standa von-
ir hennar til að eignast með því fjórð-
ungshlut í félaginu.
Snorri Jakobsson hjá Jakobsson
Capital segir að útlit sé fyrir að Ed-
wards verði með þessu ráðandi hlut-
hafi í Icelandair eftir útboðið. Hún sé
með sinni fjárfestingu að líkindum bú-
in að tryggja sér 25% af hlutabréfum
félagsins. Þar með sé Icelandair komið
að stórum hluta í erlenda eigu.
„Lífeyrissjóðir eru frekar óvirkir í
stjórnum hlutafélaga og þarna kemur
Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,65% í
gær. Að mati Ólafs Ásgeirssonar hjá
greiningarfyrirtækinu IFS er það til
marks um almenna bjartsýni hvað
varðar útboðið og framhaldið.
Icelandair, Samtök atvinnulífsins og
Alþýðusambandið undirrituðu í gær
yfirlýsingu þar sem aðilar sammæltust
um að aðgerðir Icelandair í kjaradeilu
flugfreyja, þegar öllum flugfreyjum fé-
lagsins var sagt upp, hafi ekki verið í
samræmi við þær góðu samskiptaregl-
ur sem aðilar vinnumarkaðarins vilji
viðhafa. Icelandair telji nauðsynlegt
fyrir framtíð félagsins að virða stéttar-
félög og sjálfstæðan samningsrétt
starfsfólks. Einnig segir að aðilar séu
sammála um að ljúka öllum deilum sín
á milli, en áður hafði ASÍ sagst myndu
stefna Icelandair fyrir félagsdómi
vegna aðgerðanna, sem sambandið
taldi ólöglegar.
Stéttarfélagið Efling gagnrýndi
yfirlýsinguna. Í tilkynningu þess segir
að með yfirlýsingunni hafi ASÍ tekið
þátt í „hvítþvotti brota“ Icelandair og
SA á vinnumarkaðslöggjöf með því að
kalla þau „brot á samskiptareglum“.
Yfirlýsingin veiti enga tryggingu fyrir
því að brotin verði ekki endurtekin.
Jákvæður tónn sé tímabær
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir við Morgunblaðið að hann
skilji afstöðu beggja, þ.e. ASÍ og Efl-
ingar. Yfirlýsingin sé til þess fallin að
skapa sátt um Icelandair. Jákvæður
tónn sé tímabær í stað hvassrar og
óvæginnar umræðu sem skapast hafi
milli verkalýðshreyfingarinnar og SA.
Ragnar óttast þó að yfirlýsingin úti-
loki alls ekki að önnur fyrirtæki ráðist í
sams konar aðgerðir og Icelandair síð-
ar meir. „Í ljósi þess að Samtök at-
vinnulífsins hafa stigið harkalega fram
að undanförnu og farið yfir línur sem
ekki hefur verið farið áður þá er þeim
trúandi til alls.“
Bjartsýni um útboðið
Sjö milljarða króna fjárfesting að utan og stefnt að 25% hlut í Icelandair LSR
vill kaupa í flugfélaginu fyrir tvo milljarða króna Lífeyrissjóðir gefa lítið upp
MMilljarðaþátttaka … »4 og 12