Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 ✝ Kolbrún Sæv-arsdóttir fæddist á Selfossi 7. ágúst 1964. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 9. september 2020. Foreldrar henn- ar voru Jónína Auðunsdóttir, fædd í Nikulás- arhúsum í Fljótshlíð 14. ágúst 1945, d. 9. mars 1997, og Sæv- ar Norbert Larsen, f. 17. jan- úar 1946, d. 16. ágúst 2000. Jónína giftist Gunnbirni Guð- mundssyni, f. 23. febrúar 1944, þann 27. desember 1975. Foreldrar Jónínu voru Auð- unn Pálsson, f. 10. maí 1908, d. 18. janúar 1966, og Soffía Gísladóttir, f. 25. september 1907, d. 20. október 2000. Foreldrar Sævars voru Fre- derik Larsen, f. 12. júní 1915, d. 29. júlí 1995, og Margrét Guðnadóttir, f. 25. júní 1916, d. 11. október 2008. Systkini Kolbrúnar móð- urmegin eru Stefán Kristján Gunnbjörnsson, f. 1976, og Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir, f. 1979. Börn Evu Guðrúnar eru Freyja Guðrún, Eld- grímur Kalman og Gunnbjörn Ernir Atlas. Systkini Kol- aðs Héraðsdóms Reykjavíkur sem fulltrúi en árið 1993 opn- aði hún lögmannsstofu. Haust- ið 1995 skráði Kolbrún sig í nám við Háskóla Íslands og hélt í skiptinám til Kaup- mannahafnar. Þar stundaði hún nám í Evrópurétti. Kol- brún flutti heim frá Kaup- mannahöfn vorið 1997 og hóf þá störf hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og var þar fram í ársbyrjun árið 2000 er hún hóf störf hjá rík- issaksóknara. Kolbrún fór í meistaranám í alþjóðlegum mannréttindum við Háskólann í Lundi og lauk því námi vorið 2001. Eftir heimkomu hélt hún áfram að vinna hjá rík- issaksóknara og vann þar sem fulltrúi þar til hún var skipuð saksóknari árið 2005. Árið 2010 var Kolbrún sett- ur héraðsdómari við Héraðs- dóm Reykjavíkur og þann 1. mars 2012 var hún skipuð í embættið. Á starfsferli sínum sinnti Kolbrún ýmsum trúnaðar- störfum en hún var ritari áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála um árabil, kenndi ýmis námskeið hjá Endurmenntun HÍ og við Háskólann á Bifröst. Hún tók sæti sem varadómari í Hæstarétti árið 2017. Útför Kolbrúnar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 18. september 2020, klukkan 14. Steymt verður frá útförinni: www.livestream.com/luxor/ kolbrun/. Virkan hlekk á streymið má nálgast á https:// www.mbl.is/andlat/. brúnar föð- urmegin eru Steinunn Margrét Larsen, f. 1967, Jóhannes Arnar Larsen, f. 1968, Friðrik Rafn Lar- sen, f. 1969, og Linda Rut Larsen, f. 1971. Kolbrún ólst upp á Selfossi fyrstu átta árin í faðmi stórfjölskyldu sinnar móðurmegin en móðir hennar bjó enn í foreldrahúsum þeg- ar hún eignaðist hana. Hún gekk í barnaskóla á Selfossi fyrstu tvö árin en árið 1972 flutti fjölskyldan til Reykja- víkur þar sem hún lauk grunnskólanámi. Kolbrún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1984. Á mennta- skólaárunum hóf hún að æfa frjálsar íþróttir með ÍR. Eftir stúdentspróf fór Kolbrún í árs skiptinám til Bandaríkjanna í gegnum AUS sem eru kristi- leg samtök. Haustið 1985 hóf Kolbrún nám við lagadeild Háskóla Ís- lands og lauk cand. jur.-prófi vorið 1990. Eftir lagadeildina vann Kol- brún hjá borgarfógeta í tvö ár. Þá réð hún sig til nýstofn- Ég sit hérna heima hjá þér í hvíta stólnum inni í stofu. Perla kisan þín er á vappi í kringum mig. Hún á það til að stökkva upp, taka sér stöðu á stólarm- inum og nudda sér af og til upp við tölvuskjáinn, svona eins og hún sé að reyna að koma kveðju áleiðis. Það er pínu skrýtið að vera hérna án þín, en samt eitthvað svo friðsælt. Ég sé þig svo fyrir mér í stólnum, gjóandi augunum yfir gráu gleraugun þín, með brýrnar herptar saman, horfandi til skiptis á sjónvarpið ásamt þess að vera að bardúsa eitthvað í tölvunni, og spjalla við mig, flatmagandi í sófanum. En þannig varstu líka. Alltaf að græja og gera. Allra mesti dugnaðarforkur sem ég hef á ævinni minni kynnst og ekki bara í vinnu, heldur varstu stanslaust að rækta vini og fjöl- skyldu. Jafnvel eftir langa og erfiða vinnudaga, langt fram á kvöld, hvort sem það var hjá lögreglunni, ríkissaksóknara eða héraðsdómi, þá varst þú fyrst manna mætt í heimsóknir, leikhús, á sýningar, eða út að borða með vinkonum. Það var eins og þú værir á einhverju öðru orkusviði en við hin. Ég hef að minnsta kosti ekki enn kynnst þeirri manneskju sem hefur drattast fimm sinnum upp Esjuna í einni og sömu vik- unni í miðri krabbameinsmeð- ferð. Algjör nagli. Og aldrei kvartaðir þú. Sama hversu veik þú varst, aldrei var að finna neina uppgjöf hjá þér, nema síður væri. Þetta voru þín ein- kennismerki; dugnaður og ósér- hlífni. Og ég er viss um að þetta er ástæðan fyrir því hversu vel þér gekk og starfs- frami þinn var glæsilegur. Fyr- ir utan að vera auðvitað ljón- greind. Þú gekkst hreint og beint til verks í einu og öllu, gast á köflum verið óþægilega hreinskiptin, en aldrei óheiðar- leg og aldrei meðvirk. Það koma upp svo margar minningar þegar ég hugsa til þín. Margar úr æskunni. Kannski af því að þú varst svo dugleg að passa mig þegar ég var lítill og mamma vann á pósthúsinu. En líka margar ný- legar og allt þar á milli. Til dæmis þegar ég bjó hjá þér um tíma á Lindargötunni. Hvað það var dýrmætur og góður tími fyrir mig. Okkur kom nú oftast vel saman, en stundum fékkstu líka alveg nóg af mér. Sjálfsagt af því að við vorum bæði inn við beinið svolitlir ein- farar, þú þó öllu félagslyndari. Samt áttum við alltaf svo gott samband, höfðum sama kald- hæðna húmorinn, svipaðar líf- skoðanir og gátum spjallað um svo margt. Þegar ég hugsa til þín er ég líka svo ofboðslega þakklátur fyrir hvað þú reynd- ist mér og Evu systur alltaf vel. Fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Það er ekki sjálf- gefið að eiga svona góða að eins og þig, Kolbrún mín. Ég mun elska þig alltaf. Stefán bróðir. Það er alltaf átakanlegt þeg- ar maður þarf að kveðja fólk á miðjum aldri sem er búið að berjast við sjúkdóm eins og krabbamein, sem síðan tekur sig upp aftur og í lokin er ekki hægt að beita neinum aðferðum til lækninga og endalokin ljós. Við slíkar aðstæður þarf við- komandi að sýna kjark og æðruleysi. Það sýndi Kolbrún alla tíð, hún var sterkur ein- staklingur og það kom henni vel í veikindum sínum og einnig í starfi hennar sem lögfræð- ingur. Ég kynntist Kolbrúnu þegar ég fór að vera með Jónínu móð- ur hennar, en þá var Kolbrún 11 ára gömul, indæl stúlka og hress. Við móðir hennar gift- umst og vorum gift þangað til Jónína dó langt fyrir aldur fram 21 ári seinna. Við Jónína eignuðumst saman tvö börn, Stefán Kristján og Evu Guð- rúnu. Kolbrúnu þótti gaman að eignast systkini og var dugleg að passa þau og kenna þeim eitt og annað gagnlegt. Kolbrún lauk lögfræðiprófi 26 ára göm- ul, með góðar einkunnir, og við hjónin vorum mjög stolt af henni alla tíð. Fyrstu árin vann hún alls konar lögfræðistörf en fljótlega var hún ráðin sem sak- sóknari og gegndi því starfi um töluverðan tíma. Síðustu árin var hún héraðsdómari. Kolbrún var ákaflega myndarleg ung kona sem átti marga góða vini. Þegar Kolbrúnu leið sem verst í veikindum sínum og var lögð inn á líknardeild, þar sem hún var samfellt í tæpan mán- uð, þá skiptust börnin mín Eva og Stefán á að vera hjá henni og passa upp á stóru systur þar til yfir lauk. Það var mikill og sterkur systkinakærleikur á milli þeirra, sérstaklega eftir að móðir þeirra dó fyrir aldur fram. Gunnbjörn Guðmunds- son stjúppabbi. Kolbrún var ein mikilvæg- asta manneskjan í mínu lífi. Þvílík gæfa að eiga stóra systur til þess að líta upp til! Þegar ég var 5 ára var útskýrt fyrir mér að Kolbrún væri hálfsystir mín. Ég brást ókvæða við og sagði: „Nei, Kolbrún er systir mín, hún er ekki hálfsystir mín.“ Þannig var það. Eftir stúdentspróf fór Kol- brún til Bandaríkjanna í skipti- nám. Þegar hún kom heim að ári liðnu fannst mér hún svo frjálsleg og falleg. Við fluttum í Grafarvoginn þegar ég var sjö ára, þá var Kolbrún mikið í herberginu sínu að lesa þykk- ustu bækur sem ég hafði séð, með jafn þunnum blaðsíðum og símaskráin. Hún var þá byrjuð að lesa lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands. Þá var ég oft að læðupokast í kringum hana. Eftir að Kolbrún flutti að heiman var alltaf gaman að koma í heimsókn. Hún var svo flink að elda og skemmtileg. Allt var fallegt í kringum Kol- brúnu. Móðir okkar var aðeins 52 ára þegar hún dó og það var mikið reiðarslag. Mamma var stoðin okkar. Ég var tæplega 17 ára en þá tók Kolbrún að sér að vera stoð okkar systkinanna eftir því sem henni var unnt. Hún var hreinskilin sem gat verið erfitt en hún dró mig allt- af niður á jörðina. Mikið sem ég er þakklát fyrir það. Hún hafði líka góða eiginleika frá mömmu, var ákveðin og strang- heiðarleg. Kolbrún var alltaf ótrúlega rausnarleg. Þegar hún varð fer- tug bauð hún okkur Freyju, dóttur minni þá lítilli, með sér til Ítalíu. Svo stuttu eftir að ég varð fertug bauð hún mér til Brussel en þá var hún orðin það veik að flestir hefðu ekki treyst sér út fyrir hússins dyr. Ég mun geyma þessar minn- ingar eins og dýrgripi í hjarta mínu. Kolbrún var umkringd mörgum góðum og traustum vinkonum og langar mig að þakka þeim fyrir ómetanlegan stuðning við hana í gegnum veikindin. Það var magnað að sjá hvað Kolbrún var sterk í veikind- unum. Hún kveinkaði sér aldr- ei, lét engan vorkenna sér, hélt ótrauð áfram og brosti framan í heiminn, bókstaflega. Kolbrún var drengjunum mínum tveimur sem besta amma. Ef bent er á mynd af Kolbrúnu segir Gunnbjörn: „Þetta er amma.“ Okkur finnst það svo skondið því þetta kem- ur beint frá hjartanu. Eldgrím- ur og Kolbrún áttu líka fallegt samband sem einkenndist af húmor og gleði. Kolbrún var húmoristi og mér fannst alltaf svo gaman að sjá hana leika við strákana. Missirinn er samt mestur fyrir Freyju dóttur mína en hún var mikið með Kollu frænku sinni sem tók virkan þátt í uppeldinu og ég veit að hún elskaði Freyju eins og dóttur. Þegar Freyja var ellefu ára átti hún að skrifa um hver væri hennar mesta fyr- irmynd og þá valdi hún Kollu. Þær eru margar minningarnar um Kolbrúnu sem munu ylja mér og ég er henni ævinlega þakklát fyrir allt sem hún kenndi mér og börnunum mín- um. Síðustu stundirnar með henni á líknardeildinni eru mér ómetanlegar því mér leið alltaf betur í návist hennar. Elsku Kolbrún mín. Ég veit að ég mun sakna þín alla tíð og oft velta því fyrir mér hvað þú hefðir ráðlagt mér. Ég hug- hreysti mig og börnin við það að nú ertu frjáls frá veikindum og komin til mömmu, pabba þíns, afa og ömmu. Ég elska þig. Eva . Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóa, alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvítugur meir hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. (Jónas Hallgrímsson.) Þá hefur kvatt þennan heim systurdóttir mín, Kolbrún Sæv- arsdóttir, aðeins 56 ára. Það er erfitt að sætta sig við þessi ör- lög, hún svona full af lífsþrótti, ferðaðist vítt og breitt um heiminn þrátt fyrir veikindin. Eina sólarlandaferðin sem ég hef farið var með henni ásamt systrum mínum, árið 2018 til Tenerife þar sem við áttum skemmtilega viku saman. Ekki löngu áður fór hún ásamt ásamt Birnu frænku sinni og vinkonu til Ítalíu í hjólreiðaferð, leigði sér raf- magnshjól og hjólaði um hæðir og hóla, hún gafst aldrei upp. En sterkustu minningar mínar um Kolbrúnu eru frá fyrstu ár- um hennar, þegar það kom í minn hlut að passa hana þegar mamma hennar fór að vinna, þá var hún 3ja mánaða og mik- ið var auðvelt að elska þetta fallega barn, hún varð bara eins og systir minna barna. Þannig var þetta næstu árin, við amma Soffía, sem henni var mjög kær, pössuðum þegar þurfti. Þegar Kolbrún var 8 ára fluttu þær mæðgur til Reykja- víkur og þá fækkaði samveru- stundunum en fram yfir ferm- ingu kom hún alltaf austur um áramótin, hún sagði að heima- tilbúni ísinn minn væri svo góð- ur. Kolbrún hafði mikinn vilja- styrk og komst alltaf áfram á eigin verðleikum og átti stóran og traustan vinahóp sem stóð þétt við bakið á henni. Síðasta samveran með henni var á af- mælisdaginn hennar 7. ágúst síðastliðinn þegar við systur fórum út að borða með henni, tveim dögum síðar var hún komin á líknardeildina og mikið er ég þakklát fyrir að fá að sitja þar hjá henni síðustu dag- ana og sjá hvað hún á yndisleg og góð systkini sem umvöfðu hana ást og umhyggju. Inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra, kæra fjölskylda. Blessuð sé minning Kolbrúnar Sævars- dóttur. Guðmunda Auður Auðunsdóttir. Yndislega frænka mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að fylgjast með Kol- brúnu frá fæðingu. Í huga minn kemur skemmtileg minning frá barnæsku hennar. Ég var í heimsókn og Kolbrún átti að vera sofnuð, hún hafði læðst út úr rúminu sínu og fundið sér stað þar sem hún sá á sjón- varpið. Myndin var svo fyndin að þessi elska gleymdi sér og fór að skellihlæja. Það yljar að hugsa til áranna þegar við Jón- ína systir og mamma bjuggum saman með dætur okkar í Hvassaleiti. Kolbrún var alltaf svo dugleg að leika við litlu frænkur sínar. Eftir að hafa búið saman var tenging okkar sterk og styrktist meira eftir fráfall Jónínu. Ég dáðist að dugnaði hennar í námi, starfi og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Alltaf tilbúin að bæta við sig þekkingu og lét ekkert stoppa sig. Við áttum margar góðar stundir saman á heimili mínu, kíktum á kaffihús, fórum í leikhús og fyrir tveimur árum vorum við saman á Tenerife. Það var alltaf svo gaman í kringum Kolbrúnu, stutt í bros og hlátur. Það var ótrúlegt að fylgjast með æðruleysi hennar í erfiðum veikindum. Hún var svo mikil hetja, sá alltaf björtu hliðarnar og reyndi að halda sínu striki og njóta skemmti- legu stundanna með dásamleg- um vinkonum og systkinum. Við systurnar áttum yndislega stund með henni á veitingahús- inu Sjálandi, aðeins tveimur dögum áður en hún lagðist inn á líknardeildina. Tilefnið var að halda upp á afmælið hennar. Elsku Stefán, Eva og börnin þín, Margrét, Jóhannes, Frið- rik, Linda og fjölskyldur, miss- ir ykkar er mikill. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Hvíl í friði, elsku frænka mín. Kristín (Stína). „Heyrðu, ég kem bara með ykkur!“ Ég var nú ekki alveg að búast við þessu þegar ég, vorið 2018, sagði frænku minni frá ævintýraferð sem ég var að fara í ásamt vinkonu minni. Nokkrum vikum síðar vorum við lagðar í́ann, þrjár vinkonur í algjörlega ógleymanlegri hjóla- og gönguferð um Norð- ur-Ítalíu. Fyrirvari var eitthvað sem þvældist ekki fyrir Kol- brúnu og fjórða stigs krabba- mein ekki heldur. Þvílík hetja og fyrirmynd. Við Kolbrún erum systra- dætur og næstum jafnöldrur. Eftir að hafa alist upp á Sel- fossi til átta ára aldurs flutti Kolla í höfuðborgina og kom það því í hennar hlut að sýna okkur frænkum sínum frá Sel- fossi menninguna í borginni. Ófáar voru þær bíóferðirnar sem við frænkur skelltum okk- ur í. Með hugmyndaflugi sínu og röggsemi kom Kolbrún okk- ur oftar en ekki inn á bannaðar myndir í bíóhúsum bæjarins. Þar voru ýmis áður óþekkt trix notuð. Ekki þótti okkur systr- um heldur neitt leiðinlegt að fá þessa veraldavönu frænku til okkar austur fyrir fjall og eru ógleymanlegar jólaheimsókn- irnar til föðurafa og –ömmu Kolbrúnar þar sem risastórar macintosh-dósir voru bornar á borð ásamt öðru gúmmelaði. Kolbrún frænka mín var glæsileg kona og mikill fagur- keri. Hún naut þess fram á síð- asta dag að gera fínt í kringum sig og kaupa sér falleg föt og skó. Fyrir fimmtugsafmælið sitt hafði hún fengið sér afar fallega skó en ekki alveg eins þægilega, „ætli það sé ekki hægt að láta staðdeyfa á sér ökklana?“ spurði hún mig, lausnarmiðuð sem fyrr. Hvað við höfum hlegið oft og mikið að þessari hugmynd hennar. Í lífinu erum við samferða allskonar fólki, ég tel mig hafa verið mjög heppna að eiga frænku og vinkonu í Kolbrúnu sem var svo sannarlega litríkur karakter sem hafði skoðanir á flestu. Hún talaði um átakafæl- ið fólk, þ.e. fólk sem þorði ekki að halda skoðunum sínum á lofti og taka samtalið. Nokkrum sinnum varð ég vitni að því þegar Kolbrún átti í rökræðum við fólk um hin ýmsu málefni. Á sama tíma og ég hálfvorkenndi viðmælendum hennar dáðist ég að frænku minni sem var afar rökföst og hnikaði aldrei með skoðanir sínar. Hún var engum lík og ég er afar þakklát fyrir hressandi samtölin og samveru- stundirnar með henni. Systkinum og öðrum ástvin- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Birna Gerður Hermannsdóttir. Kolbrún er ástvinum sínum og vinum harmdauði. Hún varð bara 56 ára. Kolbrún kom inn í okkar fjölskyldu með mömmu sinni um átta ára aldur þegar Jónína og Gunnbjörn bróðir tóku saman. Það varð mikill samgangur milli fjölskyldnanna enda við með börn á sama aldri. Við Jónína urðum góðar vin- konur og milli okkar ríkti mikill trúnaður gegnum veikindi hennar en hún var bara liðlega fimmtug þegar hún lést af völd- um krabbameins eftir áratugar baráttu. Það var því sárt að horfa á Kolbrúnu takast á við það sama. Á uppvaxtarárum barnanna minna voru nítján ungmeyjar að vaxa úr grasi hjá okkur systkinunum en stelp- urnar urðu mun fleiri en strák- arnir og urðu líka hinir mestu kvenskörungar. Kolbrún varð snemma dugnaðarforkur. Þegar hún fór að æfa frjálsar íþróttir gaf hún sig alla í það verkefni eins og í allt annað sem hún átti eftir að setja sér markmið um í lífinu. Umsagnir vinkvenn- anna úr íþróttunum bera henni fagurt vitni. Kolbrún ákvað að ganga menntaveginn. Hún byrjaði á að fara í skiptinám til Bandaríkjanna, lærði síðan lög- fræði, bætti við nám sitt í Kaupmannahöfn tveimur árum seinna og um aldamótin nam hún alþjóðleg mannréttindi í Lundi. Kolbrún átti glæsilegan starfsferil sem er vitnisburður um hæfileika hennar og kosti. Hún varð saksóknari og hér- aðsdómari og það sýnir traustið sem hún naut að hún var valin setudómari við Hæstarétt fyrir þremur árum. Sama ár og hún var skipuð héraðsdómari árið 2012 greindist hún með krabba- mein. Kolbrún lét baráttuna við meinið í engu aftra sér frá að starfa, upplifa og njóta enda mjög félagslynd og vinmörg. Hún ferðaðist eins og hún gat á þessum árum, líka á framandi slóðir, og tók yngri systkini sín með í minnisverð ferðalög er- lendis og eins hana Freyju systurdóttur sína, sem var henni mjög kær. Kolbrún var yngri systkinum sínum afskap- lega góð og mikilvæg stóra systir og börnin hennar Evu nutu hennar á einstakan hátt. Sumar fer hallandi og á síð- ustu vikum hafa þrjár merk- Kolbrún Sævarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.