Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI Í áraraðir hefur þú fjallað um lestr- arkennslu á Íslandi (sjá t.d. Morgun- blaðið 4. febrúar 2014 og Ísland í dag, 7. september 2020). Þú hefur áhyggjur af slakri stöðu ís- lenskra barna og ungmenna í lestri, einkum stráka, og vísar til dalandi gengis á PISA- prófum frá árinu 2000. Í sömu andrá hnýtir þú iðulega í Byrj- endalæsi en segir ekki hvað það er í aðferðinni sem fer fyrir brjóstið á þér. Þar af leiðandi er erfitt að bregðast við þessari sérkennilegu gagnrýni. Ég hef ítrekað kallað eftir upplýsingum frá þér um þessa gagnrýni í tölvupósti og óskað eftir samtali við þig án árangurs. Gagnrýni þín er því órök- studd. Frammistaða ís- lenskra barna á PISA-prófunum bendir ekki til þess að aðdáun þín á hljóðaaðferðinni sé á rökum reist. Íslend- ingar hafa þekkt að- ferðina í meira en 100 ár (Jón Þorkels- son, 1908) og frá árinu 1932 var hún kennd öllum kenn- aranemum (Gísli Magnússon, 1972). Í skýrslu sem unnin var fyrir menntamálaráðu- neytið (Auður M. Leiknisdóttir o.fl. 2009) er fullyrt að hljóðaað- ferðin sé ríkjandi í lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum og að sáralítil formleg læsiskennsla eigi sér stað eftir að yngsta stigi grunnskóla lýkur. Það bendir því flest til að 90-100% þeirra barna sem tóku PISA-prófið á árunum 2000 til og með 2015 hafi lært að lesa með hljóðaaðferðinni. Skólar gátu fyrst innleitt Byrjendalæsi haustið 2006 en þann vetur voru innan við 10 skólar sem tóku upp aðferðina. Þeirra nemendur tóku PISA-prófið 2015 (sjá töflu). Kjarninn í hljóðaaðferðinni er að ná tökum á sambandi stafa og hljóða og umskrárfærni. Í þeirri aðferð vinna nemendur aðallega með einfalda færni sem gerir litlar kröfur um rökhugsun. Þeir læra einn staf í einu og sjá ekki merk- ingarbæran texta fyrr en seint og síðar meir. Aðferðin einkennist af tæknilegum áherslum. Fyrir þær sakir, meðal annars, hefur aðferð- in sætt gagnrýni (Resnick og Res- nick, 1992; Rumelhart, 1977). Í síðustu viku kom sex ára nemandi sem ég þekki heim með lesefni. Það var á þessa leið: I I I I, i i i i, L L L L, l l l l. il il il il. Ó Ó Ó Ó, ó ó ó ó. Ló Ló Ló Ló, ló ló ló ló. Lóló, Óli, Lóló, Óli, Lóló, Óli. Í þessum „texta“ er ekkert sam- hengi og engin merking. Það er misskilningur að halda því fram að hljóðaaðferðin sé ein um að leggja áherslu á samband stafs og hljóðs. Það er gert ítarlega í samvirkum aðferðum í læsis- kennslu (e. balanced approach og integrat- ed approach) þar sem Byrjendalæsi á rætur sínar. Slíkar aðferðir eru vel þekktar meðal læsisfræðinga og byggðar á víðtækum rannsóknum. Í bók- inni Hið ljúfa læsi (Rósa Eggertsdóttir, 2019) er gerð grein fyrir báðum þessum aðferðum. Á sviði lestrar og læsis verða framfarir eins og á öðrum svið- um skólastarfs. Að ná tökum á sambandi stafs og hljóðs og um- skráningu er einungis anddyri þess að vera læs. Til að geta mætt kröfum þjóðfélagsins um flókna læsisfærni þarf því meira að koma til. Samvirkar að- ferðir, og þar með Byrjendalæsið, hafa mætt þessum kröfum. Í sam- virkum aðferðum er læsiskennslan sett í merkingarbært samhengi svo nemandinn sjái tengsl talmáls og ritmáls. Auk umskráningar er lögð rík áhersla á orðaforða, blæ- brigði máls, margvíslegar lesskiln- ingsaðferðir, greiningu á textum og ritun. Þetta og meira til ein- kennir Byrjendalæsið. Í Töflu 2 er gerður samanburður á helstu þátt- um lestrarkennslunnar á milli Byrjendalæsis og hljóðaaðferð- arinnar. Hljóðaaðferðin var kærkomið barn síns tíma fyrir nær hundrað árum. Á þeim tíma sem liðinn er hefur rannsóknum fjölgað gríð- arlega, einkum síðustu fjóra ára- tugina. Þekking á árangursríku námi og kennslu læsis hefur auk- ist að sama skapi. Samvirkar að- ferðir hafa reynst farsæll farvegur nýja starfshætti við læsiskennslu. Í mestu vinsemd bendi ég þér á kynningarmyndband um Byrj- endalæsi en þar má sjá hvernig staðið er að kennslu stafs og hljóðs í Byrjendalæsi, sjá slóð https://tinyurl.com/y3nuejd2/. Eftir Rósu Eggertsdóttur »Hermundur fullyrðir að hljóðaaðferð sé besta kennsluaðferð í lestri og deilir á Byrj- endalæsi. Kallað er eftir rökstuðningi frá Her- mundi. Rósa Eggertsdóttir Höfundur er fv. sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og er höfundur Byrjendalæsis. rosa@ismennt.is Áætlað hlutf. Ár BL-nemenda 2000 0% 2003 0% 2006 0% 2009 0% 2012 0% 2015 10-12% 2018 50% Tafla 2 Sérkenni byrjendalæsis og hljóðaaðferðar Byrjenda- læsi Hljóða- aðferð Nemendur læra til fullnustu samband stafs og hljóðs já já Nemendur læra að skrifa stafinn samhliða námi á staf og hljóði hans já já Merkingarbær texti er nýttur við kennslu stafs og hljóðs já nei Nemendur læra tvo samliggjandi stafi í orði á viku já nei Nemendur læra einn staf á viku nei já Stafir kenndir í fyrirfram ákveðinni röð nei já Kennari velur stafi til að kenna já nei Hljóðvitund er mikilvægur þáttur í lestrarnáminu já já Hljóðkerfisvitund er æfð áður en stafakennsla hefst nei já Hljóðkerfisvitund er æfð samhliða stafakennslu já nei/já Við innlögn á stöfum er stuðst við hljóðsögur nei já Gæðatexti er lagður til grundvallar kennslu á staf og hljóði já nei Vinnubækur og verkefnablöð fylgja kennslu stafs og hljóðs nei já Einstaklingsvinna með stafi og hljóð er ríkjandi nei já Samvinna nemenda með stafi og hljóð þeirra er ríkjandi já nei Nemendur æfa stafi, hljóð og rithátt á fjölbreyttan hátt já já Stuðst er við sérútbúnar námsbækur nei já Opið bréf til Hermund- ar Sigmundssonar um lestrarkennsluaðferðir Tafla 1 Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson (VÞV) ritar grein í Morgunblaðinu fimmtudaginn 3. sept- ember sl. um flugvöll í Vatnsmýri. Greinin vekur óþægilegar minningar frá árum Vilhjálms í áhrifastöð- um hjá Reykjavík- urborg og frá sam- skiptum Samtaka um betri byggð (BB) við borgaryfirvöld á þeim tíma. Efnistök VÞV gætu bent til þess að hann hyggi e.t.v. á endurkomu í pólitíkina, jafnvel með atkvæðum flugvallarvina. Hann þræðir í öllu falli slóð þröngra sér- og sýndar- hagsmuna. Hann virðir faglegar niðurstöður að vettugi og sniðgengur víðtæka almannahagsmuni. Full ástæða er til að hressa ögn upp á þekkingu og heimssýn VÞV og hans nóta. Vatnsmýrarsvæðið var fært úr Seltjarnarneshreppi til Reykjavíkur þann 1. janúar 1932 vegna fyrir- sjáanlegs og yfirvofandi skorts á heppilegu byggingarlandi í ört stækkandi höfuðborg. Fordæmalaus og fjandsamleg yfirtaka ríkisins 6. júlí 1946 á svæð- inu undir flugvöll til leigufrírra af- nota fyrir ríkisstyrkt flugfélag (Flugfélag Íslands, áður Flugfélag Akureyrar, síðar Air Iceland Con- nect) var óréttmæt og án lagastoðar. Engin skilgreind þjóðarnauðsyn lá fyrir. Hvorki voru greiddar skaða- bætur né lóðarleiga. Í stað NÝRRAR MIÐBORGAR kom flugvöllur. Reykvíkingar glöt- uðu þá besta mannvistar- og þróun- arsvæði sínu og yfirráðum yfir allri lofthelgi á Nesinu vestan Elliðaáa. Skipulagsvald borgarinnar færðist til ríkisins og forsendur borgar- skipulags, byggðarþróunar, sam- félags og stjórnsýslu gjörbreyttust. Stjórnlaus útþensla borgarinnar (Urban Sprawl) tók við og glænýtt þéttbýli fyrir aðflutta landsbyggð- arbúa spratt upp á áður óbyggðu landi umhverfis Reykjavík. Höfuð- borgarsvæðið varð til. Uppsafnað tjón af því að skipta út miðborg fyrir flugvöll er ólýsanlegt fyrir Reykvíkinga, ís- lenskt samfélag og þjóðarhag. M.a. eru bílaeign, samgöngu- kostnaður, mengun og útblástur CO2 hvergi meiri en hér. Langvarandi og stöð- ugan landflótta a.m.k. 500 vel menntaðra Ís- lendinga að meðaltali á hverju ári áratugum saman má að verulegu leyti rekja til lélegs borgarskipulags af völdum flugvallar í stað miðborgar í Vatnsmýri. Vegna Vatnsmýrarflugvallar er höfuðborgarsvæðið útþanið, óskil- virkt og dýrt í rekstri. Það bitnar með neikvæðum hætti á öllum þátt- um mannlífs, á lýðheilsu, efnahag, borgarmenningu o.s.frv. Víðátta byggðar dregur úr tækifærum, tekjumöguleikum og öðrum lífs- gæðum landsmanna. Án vafa er landsbyggðarflótti t.d. mun meiri og afdrifaríkari en ella hefði orðið án flugvallar í Vatnsmýri. Aðeins með róttækri þéttingu byggðar í og við Vatnsmýri geta borgarbúar og aðrir landsmenn stað- ið við alþjóðlegar skuldbindingar um minnkun á losun CO2 fyrir 2030. Með NÝRRI MIÐBORG í Vatns- mýri vænkast hagur borgarbúa og annarra landsmanna mjög. Allar for- sendur byggðar og borgarskipulags vestan Elliðaáa gjörbreytast þegar Reykvíkingar endurheimta loks loft- helgina yfir Nesinu. Flest eða allt sem áður fór úrskeiðis getur þá færst til betri vegar. Misnotkun VÞV og annarra flug- vallarvina á hugtakinu „sjúkraflug“ til þess eins að festa flugvöll í Vatns- mýri er auðvitað vítaverð. Í sjúkra- flutningum á Íslandi koma flugvélar sjaldnast við sögu og þá aðeins í ein- um af fjórum þáttum sjúkraflutn- ings. Hinir þrír þættirnir eru flutn- ingur sjúklings að ökutæki, akstur að flugvelli og akstur frá flugvelli að sjúkrastofnun. Notkun þyrlu minnk- ar hnjask sjúklings, styttir flutnings- tíma og styður batahorfur. Þvert gegn fullyrðingum VÞV eru í Hvassahrauni kjöraðstæður fyrir flugvöll, sem byggja má upp í mark- vissum áföngum, allt frá innanlands- flugvelli upp í mjög stóran milli- landaflugvöll, skv. þörfum samfélagsins á hverjum tíma, sbr. t.d. úttekt Airport Research Center ARC árið 2000, skýrslu Rögnunefnd- arinnar í júní 2015 og Áfangaskýrslu starfshóps um framtíð Reykjavík- urflugvallar í nóvember 2017. Flugvellir í Vatnsmýri og á Mið- nesheiði voru byggðir á hernaðar- forsendum seinni heimsstyrjaldar án nokkurra undangenginna rann- sókna, nánast með því að smella fingri. Þeir eru báðir á röngum stað m.t.t. hagsmuna íslensks nútíma- samfélags, hvor með sínum hætti. Þeir sanna báðir þá kenningu að koma megi upp flugvelli nánast hvar sem er enda eru hátt í tvö þúsund „alþjóðaflugvellir“ víðsvegar um jörðina, m.a. á báðum heimskauta- svæðunum, í hitabeltinu, við sjávar- strendur og á hásléttum. Hin fordæmalausa og fjandsam- lega yfirtaka ríkisins á Vatnsmýr- arsvæðinu er jafnandstyggileg og ófyrirgefanleg á árinu 2020 og hún var þann 6. júlí 1946. Í ramma gild- andi laga er réttur Reykvíkinga til að krefja ríkið skaðabóta fyrir ódæðið löngu fyrndur en réttur þeirra til að krefjast eðlilegrar lóðarleigu fyrir borgarlandið undir flugvellinum er enn í fullu gildi. Landtakan 1946 var framkvæmd í skugga mikils misvægis atkvæða og hefur henni verið viðhaldið í 74 ár án bóta og lóðarleigu, einkum fyrir til- styrk Akureyringa og samherja þeirra á landsbyggðinni með tvöfalt vægi atkvæða. Samkvæmt sam- komulagi borgar og ríkis frá 24. október 2013 skal flugvöllur nú loks víkja úr Vatnsmýri eigi síðar en 31. desember 2022 eða innan 852 daga (m.v. 1.9. 2020). Eftir Örn Sigurðsson » Í stað miðborgar kom flugvöllur. Reykvíkingar glötuðu þá besta mannvistar- og þróunarsvæði sínu og yfirráðum á allri loft- helgi vestan Elliðaáa. Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt. arkorn@simnet.is Borgarstjóri í framboð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.