Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream * The New Mutants SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Mér finnst skemmtilegast þegar verk bjóða upp á vítt litróf í tilfinn- ingaskalanum. Þetta er allt saman svolítið vandræðalegt og fyndið, en þarna er líka tregi og einmanaleiki sem svífur yfir. Eftir því sem verk- inu vindur fram og við kynnumst þessu fólki betur, því lengra köfum við inn í sálar- tetur þess og þar með opnast á kvikuna. Við sjáum inn í sál- ina, sem er bæði fallegt, sorglegt og stundum svo- lítið kómískt,“ segir María Reyndal um leikritið Upphaf, sem hún leik- stýrir og frumsýnt verður í Kass- anum í Þjóðleikhúsinu á morgun, laugardag 19. september. „Í þessu verki erum við stödd á miðnætti heima hjá Guðrúnu fram- kvæmdastjóra að nýloknu innflutn- ingspartíi í glæsilegri íbúð hennar í Vesturbænum. Hún er um fertugt, einhleyp kona, og einn af gestunum hefur orðið eftir, Daníel, maður á svipuðu reki. Hann er fráskilinn fað- ir sem býr tímabundið hjá móður sinni. Þau eru ókunnug en það liggur í loftinu að þau hafa áhuga hvort á öðru og eru að reyna að ná saman þessa nótt, en það gengur á ýmsu. Þetta er létt og skemmtilegt leikrit, en undirtónninn er alvarlegur,“ seg- ir María og bætir við að hlutverkin tvö séu í höndum þeirra Kristínar Þóru Haraldsdóttur og Hilmars Guðjónssonar. Hefðu gefist upp á Tinder Upphaf er nýtt verk eftir David Eldridge sem frumsýnt var í Lond- on fyrir þremur árum. Fyrir vikið er í verkinu komið þó nokkuð inn á samskipti fólks í netheimum, á sam- félagsmiðlunum þar sem fólk upp- lifir allskonar tilfinningar út frá því hvernig einhver bregst eða bregst ekki við skilaboðum á þeim vett- vangi. „Mér finnst skemmtilegt núna á covid-tímum að vera með verk þar sem einhleypt fólk er að reyna að nálgast hvort annað í stofunni heima hjá öðrum aðilanum. Það gengur nokkuð brösuglega, kannski vegna þess að fólk er vanara því að vera í samskiptum eða viðreynslum á Tinder eða öðrum netmiðlum, þar sem það getur verið í einhverjum hlutverkum. Þegar Guðrún og Daní- el eru tvö ein eftir í rýminu, augliti til auglitis, þá reyna þau til þrautar. Þau hefðu eflaust ekki gert það á samfélagsmiðlum, þar hefðu þau örugglega gefist fljótt upp. Þau hefðu ekki reynt svona lengi í net- heimum, því þau eru með mjög ólík- an bakgrunn og eru í ólíkri stöðu í lífinu. Í verkinu er dregin upp mynd af Guðrúnu sem sterkum fram- kvæmdastjóra, sjálfstæðri konu með flotta nýja íbúð og í góðri stöðu. Hún þarf í rauninni ekkert á manni að halda í sínu lífi, eins og hún segir sjálf. Hann er aftur á móti fráskilinn og brenndur með forsögu, þannig að þau eru ekki tvítugir krakkar að hoppa upp í rúm, heldur er miklu meira í húfi hjá þessu fólki. Þau eru á miðjum aldri og með heilmikinn pakka sem gerir þeim erfitt fyrir, hvort þau eigi að hrökkva eða stökkva. Óttinn við nánd og skuld- bindingu þvælist fyrir þeim sem og óttinn við að vera berskjaldaður. Svo er það efinn og hugrekkið, hvort eigi að þora að sýna veikleika, þrátt fyrir að verða mögulega hafnað. Við sjáum í gegnum verkið mismunandi hliðar á þessu fólki, í lok verks sjáum við allt aðra mynd af þeim en í upp- hafi verks.“ Þekktir Íslendingar nefndir Hvernig gekk að staðfæra breskt leikrit að íslenskum samtíma? „Þýðandinn Auður Jónsdóttir hef- ur unnið frábært verk í staðfæringu, en við leggjum líka í púkkið á æfing- um. Mér finnst spennandi að gera verkið að okkar íslensku sögu og margir þjóðþekktir Íslendingar koma fyrir í samtölum Guðrúnar og Daníels. Þannig leyfum við áhorf- endum að nálgast verkið eins mikið og hægt er tilfinningalega.“ Eruð þið ekkert hrædd um að þetta nafngreinda fólk í litla íslenska samfélaginu fyrtist við að vera sett inn í leikritatexta? „Nei, ég held að það sé engin hætta á því, ekkert af því sem þau segja um þetta fólk er illkvittnislegt.“ Æfðu fyrst á skæpinu Á einum stað í verkinu er covid nefnt á nafn, var það meðvitað gert til að færa verkið til dagsins í dag? „Heimurinn er svo breyttur að það er í raun ekki hægt að fjalla um nútímann án þess að taka covid inn í myndina. Vissulega er það pínu snú- ið og við reynum að hafa þetta tíma- lausan nútíma. Verkið fjallar um tvær einhleypar manneskjur sem eru að nálgast hvor aðra, en með covid-kröfu um eins metra fjarlægð milli ókunnra er harla erfitt fyrir einhleypa að athafna sig. Þráin eftir nánd og löngunin til að tengjast ann- arri manneskju verður einmitt enn sterkari á covid-tímum. Þessi veira hefur ýtt undir einmanaleika og ein- angrun fólks, svo verkið er eins og skrifað inn í samtímann, þótt það hafi fyrst komið fram áður en veiran breytti heiminum. Verkið á fyrir vik- ið ótrúlega vel við núna,“ segir María og bætir við að sér finnist mjög viðeigandi að fá að opna Þjóð- leikhúsið aftur með þessu verki, eftir að húsið hefur verið lokað í rúmlega hálft ár. „Okkur finnst virkilega gaman að fara aftur af stað og það er spenn- ingur í fólki. Þetta er líka þannig leikrit að nánd við áhorfendur er mikil, sem er skemmtilegt. Við höf- um verið að æfa þetta verk frá því í vor á skæpinu, með myndsímtölum, af því við máttum ekki hittast vegna covid. Okkur fannst mjög erfitt til lengdar að æfa með þeim hætti og kættumst þegar við máttum hittast og æfðum þá með tveggja metra millibili leikaranna. Við erum rosa- lega glöð núna að mega loks snert- ast.“ Hrökkva eða stökkva? Ljósmynd/Hörður Sveinsson Tvö eftir partí Kristín Þóra og Hilmar í hlutverkum sínum í Upphafi.  Upphaf frumsýnt í Kassanum á morgun  Vandræðalegt og fyndið en líka tregablandið  Óttinn við nánd og skuldbindingu þvælist fyrir persónum María Reyndal Ólöf Kristín Sig- urðardóttir hefur verið endurráðin til fimm ára sem forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. „Undir hennar stjórn hefur tek- ist að styrkja hlutverk Lista- safns Reykjavíkur sem öflugan og breiðan vettvang lista,“ er í tilkynn- ingu um ráðninguna haft eftir Örnu Schram, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs borgarinnar, í rök- stuðningi fyrir endurráðningunni. Enn fremur hafi Ólöf á undan- förnum árum byggt upp öflugt teymi starfsmanna og saman hafi þau óhikað farið nýjar og ótroðnar slóðir. Undir hennar stjórn hafi hvert aðsóknarmetið af öðru verið slegið og hún hafi sérstaklega lagt sig fram um að sinna nærsamfélag- inu og höfða til íslenskra gesta. Ólöf Kristín hóf störf haustið 2015 og var þá valin úr hópi níu umsækj- enda. Ólöf Kristín Sigurðardóttir Ólöf endurráðin forstöðumaður Mjöll Snæsdótt- ir fornleifafræð- ingur fer í svo- kallaðri „föstudagsfléttu Borgarsögu- safns“ í dag kl. 12.10 til 13 með gesti um Land- námssýninguna í Aðalstræti. Segir Mjöll frá rúst landnáms- skálans frá 10. öld sem fannst árið 2001 og er varðveittur á sínum upprunalega stað. Norðan við skál- ann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða síðan fyrir 871 og er hann meðal elstu mannvistar- leifa sem fundist hafa á Íslandi. Mun Mjöll segja frá uppgreftrinum og fornleifarannsókninni í kring- um hann. Leiðsögnin er ókeypis og allir eru velkomnir svo lengi sem hús- rúm, fjarlægðarmörk og fjöldatak- markanir leyfa. Frá Landnáms- sýningunni. Segir frá rúst landnámsskálans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.