Morgunblaðið - 18.09.2020, Side 25

Morgunblaðið - 18.09.2020, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 ✝ Guðbjörg Jóns-dóttir, oftast kölluð Didda, fæddist 15. maí 1924 á Eskifirði. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Boðaþingi 6. sept- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru Jón Valdi- marsson kennari og hreppstjóri, f. 4.5. 1891, d. 11.9. 1946, og Her- dís Kristín Pétursdóttir hús- freyja, f. 18.12. 1892, d. 4.2. 1946. Jón og Herdís giftust 17.5. 1919 og fluttu það ár til Eski- fjarðar. Guðbjörg á fjóra bræð- ur: Garðar Pétur, f. 19.2. 1920, d. 10.3. 2002, Valdimar Ragnar, f. 28.2. 1922, d. 9.1. 2008, Hann- es Guðna, f. 4.9. 1927, og Sig- mar Grétar, f. 20.2. 1929, d. 21.8. 2010. Guðbjörg giftist 2. júní 1948 Steinari Steinssyni, véltækni- fræðingi og skólameistara Iðn- skólans í Hafnarfirði, f. 14.10. 1926, d. 16.5. 2015. Börn þeirra eru: 1) Þór, f. 27.10. 1948, maki Aníta Knútsdóttir, f. 2.1. 1949. Börn: a) Sonja, f. 7.6. 1976, maki Martin Afzelius, f. 22.11. 1973. Börn: Teitur Þór, f. 2013, og Guðberg, f. 25.5. 1984, maki Hlín Árnadóttir, f. 1.8. 1984. Börn: Una Lovísa, f. 2012, Heiða, f. 2013, og Bergur Árni, f. 2015. Fjölskylda Guðbjargar flutti til Reykjavíkur 1937 og lauk hún skólagöngu sinni í Ingi- marsskóla. Jafnframt æfði hún fimleika í ÍR og elskaði að dansa. Guðbjörg starfaði um hríð á skrifstofu Sláturfélags Suðurlands. Hún stundaði nám við Als husholdningsskole í Danmörku árið 1946. Árið 1949 flutti hún til Odense í Dan- mörku þar sem Steinar stundaði nám. 1953 flutti fjölskyldan til Íslands. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík en frá 1954 í Kópa- vogi þar sem þau reistu sér hús í Holtagerði. Á árunum 1957- 1964 bjó fjölskyldan öll sumur á Raufarhöfn þar sem Steinar var framkvæmdastjóri Síldarverk- smiðju ríkisins. Guðbjörg starf- aði þá m.a. við launaútreikninga á skrifstofu verksmiðjunnar. Guðbjörg var síðan heimavinn- andi húsmóðir. Tók þátt í starfi Rauða krossins við bókasafn sjúklinga á Landakotsspítala. Útför Guðbjargar fer fram frá Kópavogskirkju að við- stöddum nánustu ættingjum og vinum í dag, 18. september 2020, klukkan 13. Streymt verð- ur frá vef Kópavogskirkju, https://youtu.be/- iKICgN4Cbk/. Virkan hlekk má nálgast á https://www.mbl.is/andlat/. Þórunn Sara, f. 2015. b) Stefán Þór, f. 22.10. 1980, maki Ólöf Birna Magn- úsdóttir, f. 16.2. 1977. Börn: Snædís Elín, f. 2012, Snæv- ar Þór, f. 2015, og Jökull Kári, f. 2018. 2) Margrét, f. 23.7. 1950, maki Kristján Sigurður Kristjáns- son, f. 24.3. 1950. Börn: a) Gréta Björk, f. 5.2. 1973, maki Jón Haukur Arn- arson, f. 5.10. 1971. Börn: Krist- ín Sara, f. 2005, Katrín María, f. 2008, og Elín Lára, f. 2010. b) Þórdís Heiða, f. 22.10. 1974, maki Bragi Valdimar Skúlason, f. 26.8. 1976. Börn: Inga Mar- grét, f. 2005, Þórdís, f. 2010, og Brynja, f. 2013. 3) Erla Björk, f. 2.11. 1955, maki Björn Jakob Tryggvason, f. 7.9. 1955. Börn: a) Steinar, f. 31.3. 1979, maki Elín Elísabet Jörgensen, f. 20.10. 1978. Börn: Guðbjörg Erla, f. 2006, Björn Ísak, f. 2008, Hilmir Steinn, f. 2011, og Katrín Sara, f. 2014. b) Halldór, f. 30.3. 1981, maki Berglind Guðmunds- dóttir, f. 5.6. 1979. Börn: Hekla Sóley, f. 2009, Egill Snær, f. 2012, og Saga Björt, f. 2016. c) Ég kveð með söknuði elsku tengdamóður mína eftir 52 ára kynni. Man enn daginn sem ég sá hana fyrst. Við Þór kynntumst sumarið 1968, hann nýstúdent og á leið til Kaupmannahafnar í nám um haustið. Hann bauð mér heim til mömmu og pabba þá um sumarið. Ég stóð á tröppunum í Holtagerði og Didda kom til dyra. Hún horfði rannsakandi á mig og eftir smá- stund færðist bros yfir andlitið og hún bauð mér inn. Hún samþykkti stúlkuna og ávallt síðan höfum við verið góðar vinkonur. Mér er líka sérstaklega minnisstæður kærleikurinn á milli Diddu og Steinars, hann var allt- umlykjandi og svo fallegur. Didda stjórnaði sínu heimili með miklum myndarskap og eru veislurnar minnisstæðar, sérstaklega jólin þegar hún var búin að búa til margar tegundir af síld, búa til le- verpostej eftir danskri konung- legri uppskrift frá hússtjórnunar- skólanum á Als og svo gómsætar terturnar. Allt tilbúið fyrir jólaballið í Holtagerði með allri fjölskyldunni og alltaf var dansað í kringum stóra jólatréð sem náði upp í loft og alltaf kom jólasveinninn í heim- sókn. Þau elskuðu líka að bjóða vinum heim í veislur og þá vorum við börn og tengdabörn fengin til að koma og búa til matinn og upp- varta gestina, því þá gátu þau sinnt sínum gestum og þurftu ekkert að stússa í eldhúsinu. Mér eru líka minnisstæðar bæj- arferðirnar okkar tengdamömmu, við kíktum í fatabúðir og fundum oft eitthvað fallegt á hana. Feng- um lánaða heim kjóla og svo hélt hún tískusýningu heima í stofunni og Steinar sagði sína skoðun, hvaða kjóll honum fannst falleg- astur og hann varð þá auðvitað fyrir valinu. Við fórum líka stund- um á kaffihús og þá bragðaði hún í fyrsta skipti swissmocca og eftir það var það alltaf uppáhaldskaffi- drykkurinn. Hún var listakona í höndunum, hún prjónaði og heklaði m.a. dásamlega fallega kjóla handa litlu stúlkunum, barnabörnunum sínum, og teppi á hjónarúm okkar Þórs. Listaverkin sem hún bjó til úr grænlenskum glerperlum eru okkar mestu gersemar í dag, jóla- og páskaskraut. Hún slípaði og skar til íslenska steina svo úr urðu dásemdar listaverk. Undi sér vel í bílskúrnum hjá Steinari við slíp- irokkinn sinn. Endalaust væri hægt að rifja upp fleiri minningar en fyrst og fremst er ég þakklát fyrir hversu góð og ástrík tengdamóðir hún var og hversu góð og kærleiksrík amma hún var og gaf börnum okk- ar hafsjó af góðum minningum og var þeim góð fyrirmynd. Kveð þig með söknuði og þakklæti. Þín tengdadóttir, Aníta. Oft er talað, í gríni, um að tengdamæður séu það versta í tengslaneti hvers eiginmanns. Það kann að vera að tengdamæður geti verið til vandræða, en það átti allavega ekki við um mína tengda- móður, Guðbjörgu Jónsdóttur, sem ætíð var kölluð Didda. Diddu kynntist ég 1976 þegar ég fór að ná nokkrum árangri við að heilla dóttur hennar, Erlu Björk. Mér til mikillar furðu þekkti Didda til mín og fræddi mig á því að hún og móðir mín höfðu verið saman í Als husholdn- ings skole í Danmörku, veturinn 1946, en augljóslega ekki verið mikill samgangur milli okkar, enda nokkurt basl við að láta enda ná saman í barnmörgum fjöl- skyldum. Didda hafði greinilega tileinkað sér ýmislegt frá Als. Henni tókst gjarnan að búa til veislumat úr hversdagslegu hráefni, en þá skipti sósan ekki minnstu máli, mér fannst hún stundum aðalat- riðið. Heimsfrægir, meðal allra sem þekktu Diddu vel, voru síld- arréttirnir, sem hún lagaði af list. Að ekki sé talað um leynilegu kon- unglegu lifrarkæfuuppskriftina, sem aldrei er kölluð annað en le- verpostej. Þá eru mér minnisstæð sunnudagslærin og -hryggirnir með ómótstæðilegri sósu. Já, það var gott að koma í mat til Diddu. Didda var dugleg handavinnu- kona og þrautseig. Á tímabili varði hún miklum tíma við sauma, þ.e. að sauma saman litlar, mjög litlar, perlur og bjó þannig til mikið af jóla og páskaskrauti auk háls- kraga, eins og notaðir eru á Græn- landi. Þetta gaf hún oft þakklátum börnum sínum og barnabörnum. Ekki var minna lagt í steinaslípun. Þegar búið var að ferðast um land- ið, aðallega Austfirði, og hálffylla bílinn af grjóti var tekið til við vinnsluna heima í Holtagerði. Steinar sá um að saga steinana og Didda pússaði og slípaði eins og enginn væri morgundagurinn – verkið tók líka marga daga, og ár- angurinn góður. Rennisléttir og glansandi steinar, sem manni fannst mjúkir viðkomu. Ég er líka þakklátur fyrir góðar ferðir okkar Erlu Bjarkar með Diddu og Steinari til Bandaríkj- anna í þjóðgarðaheimsóknir og til Danmerkur í víkingaleit, þar sem allir nutu náttúru, sögu og góðs fé- lagsskapar. Nú hefur Didda loks fengið hvíldina, sem hún hefur beðið eftir í nokkurn tíma. Hún enda hætt að geta gert nokkurn hlut, orðin nær blind og átti erfitt með að fylgjast með lífinu. Það var ekki hennar stíll. Hún var orðin hissa á að fá ekki að fara til Steinars í sumar- landið. Að leiðarlokum er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að tilheyra Diddu. Ættmóður sem er umhug- að um velferð allra meðlima fjöl- skyldunnar, styrkir þá, styður og hvetur til allra góðra verka. Vertu sæl mín kæra tengda- móðir – og góða ferð á næsta stig. Björn Jakob Tryggvason. Elsku amma Didda. Nú eruð þið afi loks saman á ný. Síðustu árin hafa verið þér erfið og við vitum að þú ert frelsinu feg- in, en þetta er samt alveg jafn sárt fyrir okkur sem höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa þig hjá okkur ögn lengur þó við höfum ekki fengið að hitta þig jafn mikið þetta árið eins og síðustu. Barnabarnabörnin bera mis- mikið skynbragð á missinn en við barnabörnin ásamt mökum vitum hvílíkur gleðigjafi hér var á ferð. Það var alltaf gaman að sitja í sóf- anum í Holtagerði og hlusta á sög- urnar þínar af uppvaxtarárunum á Eskifirði, hvernig hjólið hans pabba þíns var alltof stórt fyrir litla stelpu en þú lést þér það samt duga. Ekki má gleyma húsmæðra- skólanum í Danmörku sem hélt að Öxar við ána væri þjóðsöngur okk- ar og viðbrögðum þínum við þeirri hneisu. Í Holtagerði bjóst þú til ynd- islegt heimili þar sem ykkar börn, barnabörn og barnabarnabörn komu saman við hvert tækifæri. Umhyggja þín fyrir fjölskyldunni hefur verið okkur næring í gegn- um áratugina og límt saman kyn- slóðirnar í óteljandi skötuveislum, þorrablótum og jólahátíðum þar sem ávallt voru skemmtanir við hæfi og kræsingar á boðstólum. Við munum lengi minnast þess að syngja og dansa kringum jólatréð og bíða spennt eftir jólasveininum sem alltaf mætti með látum. Á Þorláksmessu fylltist húsið af ætt- ingjum og vinum hvort sem fólk borðaði skötu eða saltfisk og á bóndadag var krýndur Holtó- þorrakappi eftir æsispennandi þrautakeppni þar sem afi var dómari og þú einhvern veginn allt- af í toppbaráttunni. En þó maturinn hafi verið góð- ur þá eru varanlegu minningarnar tengdar listaverkunum sem þú bjóst til úr perlum og steinum, eitthvað sem við sem börn og ung- lingar kunnum kannski ekki að meta en er okkur sem fullorðnu fólki ómetanlegt. Á hverju heimili Holtófjölskyldunnar eru jólatrén skreytt með þínu handverki og að sjálfsögðu haft hátt uppi svo barnabarnabörnin séu nú ekki að toga í sundur englana og bjöllurn- ar. Jóladagur er ekki lengur í Holtó, Þorláksmessa og bónda- dagur ekki heldur. Tímarnir breytast og við með en það sem þú byggðir er grunnurinn að því hver við erum í dag, þú kenndir okkur að rækta fjölskyldutengslin og þó þú sért nú horfin á braut stöndum við eftir svo miklu ríkari fyrir vik- ið. Elsku amma. Takk fyrir minn- ingarnar, við elskum þig. Stefán, Ólöf og börn Steinar, Ella og börn, Guðberg, Hlín og börn. Elsku amma kvaddi okkur í friðsæld 6. september. Hún er okkur svo mikil fyrirmynd – val- kyrjan í broddi fylkingar og mun ávallt lifa með okkur. Amma fimleikakona og amma dansari þreyttist aldrei á að segja okkur sögur af æfingum og sýn- ingum sem hún tók þátt í. Amma handavinnusnillingur prjónaði og heklaði sparikjólana á okkur frænkuskottin svo við vor- um allar þrjár í stíl um jólin. Síðan hafa dætur okkar notið þess að klæðast þessum tímalausu flíkum á stórhátíðum og á dansmótum. Amma saumaði líka forláta teppi með nöfnum og fæðingardögum allra afkomenda sem haft var und- ir jólatrénu ásamt útprjónuðu jólasveinafjölskyldunni. Amma keypti og sá um skírnarkjólinn sem mörg barnabarnanna voru skírð í. Í kjólinn saumaði hún nöfn og skírnardagsetningar þeirra. Sá kjóll er enn til í dag og safnar á sig nöfnum barnabarnabarna. Í seinni tíð tók amma upp perlu- saum og hnýtti saman perlur í alls kyns gersemar sem nú prýða heimili okkar um jól og páska. Við frænkurnar fengum oftar en ekki líka gersemar í stíl, perlukraga til að skreyta kjólana okkar, háls- men, hárskraut og nælur. Amma listaverkakona og amma steinasafnari elskaði íslenska steina og ferðaðist um landið í leit að fallegum steinum. Hún bjó til úr þeim dýrgripi sem marka stór- afmæli og stóráfanga allra í fjöl- skyldunni. Hún skráði sig í Iðn- skólann og lærði þar steinaslípun og hönnun. Tók meðal annars þátt í nemendasýningum og hafði gam- an af. Amma bakari sem bakaði fyrir okkur vöfflur með ljónasírópi, frosnu tertuna og dönsku að- ventueplakökuna. Eplakakan var borin fram með heitu súkkulaði, sem mátti alls ekki kalla kakó! Amma var líka alltaf með fullkom- ið nesti sem slegið var upp á ull- arteppi í ófáum ferðalögum sem við frænkurnar fengum að upplifa á hverju sumri. Ferðir í Hvalfjörð- inn, í berjamó eða sigla með Akra- borginni. Amma sultugerðarkona, já garðurinn í Holtó skartaði rifs- berja- og sólberjarunnum. Við fylltum hverja skálina á fætur annarri sem borin var inn í eldhús og umbreytt í dásemdarhlaup (kallað sillí í Holtó), sultur og saft í stórum stíl. Amma veisluhaldari sá um jóla- böll, þorrablót, skötuveislur, rót- arýveislur og afmælisveislur þar sem vinir og vandamenn komu saman og áttu góða stund í Holta- gerðinu. Stundum fengum við menntaskólapíurnar að upparta í veislunum. Þá var nú gaman. Amma stílisti átti kjóla, hatta, uppháa hanska eða skartgripi til að lána okkur fyrir menntaskóla- böllin. Og amma sem gaf okkur „eitthvað gamalt“ til að hafa í brúðkaupum okkar. Amma langamma sem átti allt- af eitthvað gotterí og nóg af sög- um fyrir barnabarnabörnin sem kíktu í heimsókn. Hún var líka alltaf til í að mæta á tónleika og viðburði hjá þeim og taka þátt í þeirra lífi. Elsku amma Didda, við erum svo þakklátar fyrir að fá að hafa þig svona lengi hjá okkur og læra svona mikið af þér. Við erum þakklátar fyrir að börn okkar hafa fengið að kynnast þér og kalla þig langömmu. Við munum sakna þín sárt en gleðjumst jafnframt yfir því að þú fáir nú að vera með afa. Þínar ömmustelpur, Gréta Björk, Þórdís Heiða og Sonja. Það er liðin vika. Þegar ég heyrði að þú hefðir fengið að fara komst bara að hjá mér gleði fyrir þína hönd, léttir eftir langa bið sem loks var á enda hjá þér. Það komst engin sorg að og mér fannst það svo eðlilegt og svo undarlegt á sama tíma. Af hverju saknaði ég þín ekki? Við höfum órjúfanlega tengingu sem byggðist upp á áratugum af vænt- umþykju, kærleika og samvinnu. Þið afi höfðuð alltaf mikið að- dráttarafl og öllum barnabörnum þótti gott að fá að vera hjá ykkur. Þegar hin fóru út í bílskúr með afa að vinna var eitthvað við þig sem hélt í mig. Eitthvað sem fékk mig til að vera frekar með þér, aðstoða þig í eldhúsinu, tína upp perlur af gólfinu, njóta samveru okkar tveggja. Ætli það sé tengi sem myndaðist þegar ég var á leik- skólaaldri og við fórum hringinn okkar – lékum á leikvellinum, keyptum snúð í Þórsbakaríi og röltum svo heim og gúffuðum í okkur. Það var svo geipilega gam- an. Þú hefur alltaf átt svo stóran hlut af hjarta mínu sem er kannski ástæðan fyrir því að ég valdi að fara í Menntaskólann í Kópavogi. Til að vera nær þér og ykkur afa. Til að hafa afsökun til að fara reglulega í heimsókn, borða með ykkur, ryksuga húsið og stundum gista. Þú ert svo brosmild í minning- unni og það er svo gott að faðma þig og hlusta á allar sögurnar þín- ar. Öngullinn sem festist í augn- lokinu, nautið sem stakk þig í gegnum kinnarnar og sveiflaði þér í hringi, berjaferðirnar með vin- konum og bræðrum þínum á Eski- firði, leiðinlegi íbúðareigandinn sem þið leigðuð af í Reykjavík, þegar þið stálust út frá Als Hus- holdningsskole, hvernig embætt- ismennirnir reyndu að koma í veg fyrir að þið byggðuð í Holtó og endalausar aðrar. Allt fram á síð- ustu samverustund komu fram nýjar sögur sem ég hafði aldrei heyrt áður. Nú er liðnar næstum tvær vik- ur frá því þú fékkst að fara. Sökn- uðurinn er ólýsanlegur. Hvað ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kveðja þig en hvað ég hefði vilj- að kveðja þig aftur. Hver ljúfsárt það er að vita að þú sért komin á vit forfeðra þinna. Hvenær fæ ég aftur að finna fyrir svona hlýju og kærleik? Halldór Björnsson. Guðbjörg Jónsdóttir ✝ Jenný Júl-íusdóttir, hús- móðir og bóndi í Árhvammi í Öxna- dal, fæddist á Grund á Svalbarðs- strönd 14. mars 1934. Hún lést á Akureyri 9. sept- ember 2020. Hún var dóttir hjónanna Júlíusar Jóhannessonar, f. 1893, d. 1969, og Herdísar Þor- bergsdóttur, f. 1891, d. 1965. Jenný giftist Guðmundi Heið- mann Jósavinssyni, f. 8. maí 1931, þann 7. desember 1967. Foreldrar hans voru Jósavin Guðmundsson, f. 1888, d. 1938, og Hlíf Jónsdóttir, f. 1897, d. 1972. Börn Jennýjar og Guð- mundar eru: 1) Heiðar Karl, f. þeirra eru Hákon, Herdís og Herborg. 6) Júlíus Geir, f. 1965, kvæntur Selmu Vigfúsdóttur, f. 1967, börn þeirra eru Heiðar Geir, Vigfús Geir og Jenný. 7) Guðmundur Arnar, f. 1971, kvæntur Ingibjörgu Þórð- ardóttur, f. 1972, börn þeirra eru Anna Margrét og Þórður, áður átti hann Júlíus Fannar. Systkini Jennýjar eru Auður, f. 1919, d. 2013, Heiður, f. 1921, d. 2012, Ingvi, f. 1923, d. 1995, Hlynur, f. 1925, d. 2004, Gunn- ur, f. 1927, d. 1984, Haddur, f. 1928, d. 2011, Þrúður, f. 1930. Útför Jennýjar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 18. sept- ember 2020, klukkan 10.30. Streymt verður frá útförinni á Facebook, Jarðarfarir í Ak- ureyrarkirkju-Beinar útsend- ingar – https://www.facebo- ok.com/utfariraakureyri/. Virkan hlekk á streymi má finna á https://www.mbl.is/ andlat/. 1952, kvæntur Unni Elvu Halls- dóttur, f. 1959, börn þeirra eru Hallur Geir, Jenný Dögg og Sigur- björg. 2) Hlíf, f. 1954, gift Jóni Þóri Óskarssyni, f. 1954, barn þeirra er Guðmundur Örn. 3) Þórarinn, f. 1955, kvæntur Sig- ríði Jónu Gísladóttur, f. 1954, börn þeirra eru Reynir Davíð, d. 2005, Eva Rakel, Valur Smári og Sindri Heiðmann. 4) Ingvi Rúnar, f. 1957, kvæntur Rannveigu Björgu Árnadóttur, f. 1958, börn þeirra eru Heiðdís Ösp, Inga Jenný og Atli Þór. 5) Ólöf, f. 1962, gift Sveinbirni Guðmundssyni, f. 1960, börn Í uppskriftabókinni minni stendur: Randalína – Jenný. Þetta er uppskrift að bestu ran- dalínu sem ég hef bragðað og hana fékk ég aðeins í Árhvammi. Er ég fór í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað tók ég þessa upp- skrift með mér og ætlaði heldur betur að læra að baka randalín- una hennar Jennýjar. Baksturinn mistókst auðvitað, ég gleymdi að taka inn í myndina að þessa ran- dalínu gerði enginn eins vel og Jenný. Fyrir þrjátíu árum, kynntist ég þeim eðalhjónum Jennýju og Guðmundi í Ár- hvammi. Þar með eignaðist ég ekki aðeins tengdaforeldra, reyndar til skamms tíma, heldur hófst þá dýrmæt vinátta sem ríkt hefur ætíð síðan. Árlega barst mér jólakort úr Árhvammi sem mikil tilhlökkun var að opna og lesa. Er við hitt- umst á förnum vegi var heldur betur gleði. Ætíð hlýr faðmur, vináttan og hlýhugurinn skein úr augum þeirra hjóna og mikið hlegið. Þau voru áhugasöm um mína fjölskylduhagi og velferð, spurðu ávallt um syni mína og fylgdust vel með okkur sem mér þótti afar vænt um. Nú skilja leiðir. Ég votta Guðmundi og Heiðari, Hlíf, Þórarni, Ingva, Ólöfu, Júlíusi, Arnari og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð. Megi góður Guð fylgja ykkur og styrkja. Far þú í friði, elsku Jenný, og takk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Sigrún Björnsdóttir. Jenný Júlíusdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.