Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
GLÁMUR
Dvergarnir R
Dvergurinn Glámur
er 35 cm á hæð,
vegur 65 kg og er með
innsteypta festingu fyrir 2“ rör
Öflugur skiltasteinn
fyrir umferðarskilti
60 ára Jóhanna Ríkey
fæddist á Sólvangi í
Hafnarfirði en býr
núna í miðbæ Reykja-
víkur. Jóhanna er
húsgagnasmiður að
mennt og hefur starf-
að
hjá Á. Guðmundssyni í 27 ár en hún
heillaðist af smíðum á unga aldri.
Helsta áhugamál hennar í dag er golf
sem hún hefur stundað mikið frá árinu
2008.
Maki: Valgerður Ólafsdóttir launa-
fulltrúi, f. 1965.
Foreldrar: Sigurður Ágúst Finnbogason
húsasmiður, f. 1939 og Guðríður Ein-
arsdóttir húsmóðir, f. 1938. Þau búa í
Hafnarfirði.
Jóhanna Ríkey
Sigurðardóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
HrúturMundu að það er ekki allt gull sem
glóir og lífshamingjan felst ekki bara í efn-
islegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir
nokkra daga getur þú skoðað ferðaplön á
ný.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú lítur feiknavel út í augum annarra
um þessar mundir. Íhugun mun hjálpa þér
að taka réttar ákvarðanir þegar kemur að
lausn á flóknu vandamáli.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur haft mikið að gera að
undanförnu og ert ef til vill annars hugar.
Hafðu það í huga þegar þú situr undir
gagnrýni góðs vinar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er orðið tímabært að þú hafir
samband við vini þína þótt þeir hafi látið
vera að hafa samband við þig. Vertu
óhræddur við nýjar hugmyndir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að vera reiðubúinn að beita
þínum innri styrk gegn tilfinningum og
ásókn annarra. Sjáðu til þess að þú fáir út-
rás fyrir sköpunargleði þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú færð snjalla hugmynd um
hvernig losa má vinnustaðinn við óþarfa
og drasl. Haltu ótrauður áfram því árang-
urinn mun ekki láta á sér standa.
23. sept. - 22. okt.
Vog Taktu það ekki illa upp þótt vinir þínir
séu þér ekki sammála í öllu. Gættu þess
að missa ekki sjónar á takmarki þínu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Alvaran hefur ráðið ríkjum hjá
þér og nú er orðið tímabært að þú veitir
svolítilli gleði inn í líf þitt. .
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur svo margt á þinni
könnu að hætta er á því að hlutirnir fari úr
böndunum. En nú sannast að þolinmæðin
þrautir vinnur allar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu ekki óvænta atburðarás
kippa undan þér fótunum heldur stattu
fastur fyrir og haltu þínu striki ótrauður.
Vertu vakandi fyrir nýjum tækifærum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur orku og kraft til að
hella þér út í það sem þú ætlar að gera í
dag. Farðu ekki of varlega því allt sem þú
byrjar á mun vinnast vel.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Viljirðu búa við áframhaldandi vel-
gengni máttu í engu slaka á. Verkefnin
munu leika í höndunum á þér.
hönnun í Ráðhúsinu og í safnbúð
Þjóðminjasafnsins. „Vörurnar fengu
strax góðar viðtökur svo að núna sel
ég þær sjálf og hægt er að sjá úrvalið
á facebooksíðu KúMen.“
hluti. „Mér finnst það vera virðing við
dýrin að nýta allt en ekki bara urða.“
Þórdís Halla hefur tekið þátt í ýms-
um sýningum og verið með vörurnar
til sölu til dæmis hjá Handverki og
Þ
órdís Halla Sigmars-
dóttir fæddist 18. sept-
ember 1970. Hún er
uppalin í vesturbæ
Kópavogs og hefur verið
búsett þar mestan hluta ævinnar.
Þórdís varð stúdent frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík og útskrifaðist
sem smíðakennari frá KHÍ 1995.
Eftir námið starfaði hún í 19 ár við
Kársnesskóla sem umsjónar- og
smíðakennari auk þess að sinna
skálavörslu nokkur sumur hjá
Ferðafélagi Íslands í Langadal í
Þórsmörk.
Skóli og menntun skipa stórt hlut-
verk í lífi Þórdísar og sterkar taugar
lágu til Kársnesskólans því það var
hennar gamli grunnskóli og einnig
hafði hún verið alla tíð í Skólakór
Kársness sem hinn merki kórstjóri
Þórunn Björnsdóttir leiddi. „Hún
var alveg frábær og miklu meira en
kórstjóri. Við vinkonurnar í kórnum
lítum allar á hana sem mikilvægan
hlekk í uppeldi okkar.“ Því má bæta
við að Þórdís Halla gekk síðar í Dóm-
kórinn og var þar í 20 ár, en þar var
stjórnandi eiginmaður Þórunnar,
Marteinn H. Friðriksson, sem nú er
látinn.
Árið 2016 ákvað Þórdís Halla að
breyta til og hefur hún starfað sem
verkefnastjóri hjá Janusi endurhæf-
ingu síðan, auk þess að sinna sínu
eigin fyrirtæki. „Árið 2010 stofnaði
ég handverksfyrirtækið KúMen og
smíða skart og nytjahluti úr horni og
beinum svo sem ermahnappa, snaga
og hálsmen. Efniviðurinn er aðallega
hreindýrs- og kindahorn sem ég hef
sankað að mér í mörg ár. Ég deili
verkstæði með föður mínum sem er
gullsmiður og nýti verkstæðið hans á
kvöldin og um helgar.“ Þórdís segir
að áhuginn á því að nýta bein í hand-
verk hafi mest orðið til af því að efni-
viðurinn var beint fyrir framan hana.
„Pabbi átti fullan kassa af gömlum
hornum sem hann hafði notað í gull-
smíðinni þegar það var í tísku. Einn
daginn datt mér í hug að það gæti
verið gaman að nota þau sem efnivið
og umbreyta þeim í einhverja hluti.“
Hún bætir við að einnig hafi hún ver-
ið heilluð af þeirri hugmyndafræði
umhverfissiðfræðinnar að nýta alla
Þórdís Halla stundaði nám í heim-
speki við Háskóla Íslands frá 2009-
2012 og tók svo aftur upp þráðinn árið
2019 og lauk MA-námi í umhverfis- og
náttúrusiðfræði í júní sl. „Þar samein-
aði ég áhuga minn á heimspeki og
handverki og rannsakaði hvernig hug-
ur og hönd hafa víxlverkandi áhrif í
lokaritgerð minni: Tálgun, tal og
hugsun.“ Í kjölfarið tók Þórdís Halla
þátt í sýningunni Smáspeki/
Minisophy í Ásmundarsal í ágúst.
„Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í
heimspeki og Katrín Ólína Péturs-
dóttir hönnuður höfðu samband við
mig og spurðu hvort ég vildi vera með
í þessari samsýningu, sem ég og gerði.
Ég var einn dag og tálgaði með gest-
um sýningarinnar. Hugmyndin var að
taka heimspekina úr þessum fræði-
lega turni og tengja betur við hvers-
daginn, og hafa þetta næði að velta
hlutunum fyrir sér meðan maður
vinnur.“
Helstu áhugamál Þórdísar Höllu
allt sem tengist handverki og heim-
Þórdís Halla Sigmarsdóttir – 50 ára
Vinnustofan Þórdís Halla deilir vinnustofunni með föður sínum, gullsmiðnum Sigmari Ólafi Maríussyni.
Sameinar heimspeki og handverk
Systurnar Efri röð f.v.: Bella (Berg-
laug), Þórdís Halla, Áslaug. Neðri
röð f.v.: Sigrún og Hanna
Synirnir Þórdís Halla með sonunum
Hákoni Þorra (t.v.) og Víkingi (t.h.)
Magnússonum.
50 ára Anna Ósk er
fædd og uppalin í
Keflavík en býr núna í
Árbæ í Reykjavík. Anna
Ósk er deildarstjóri
mannauðsdeildar í
utanríkisráðuneytinu.
Anna Ósk hefur áhuga
á þjóðfélagsmálum, íþróttum, útivist,
hlusta mikið á hlaðvörp, lestur og sam-
veru með fjölskyldu og vinum.
Maki: Helgi Skúlason, flugstjóri hjá Atl-
anta, f. 1964.
Börn: Kolbrún Jóna, f. 2001 og Skúli
Sturla, f. 2006.
Foreldrar: Kolbeinn Pálsson versl-
unarmaður, f. 1934, d. 2007 og Kolbrún
Sigurðardóttir skrifstofumaður, f. 1939.
Hún býr í Keflavík.
Anna Ósk
Kolbeinsdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Anika Elín
Andradóttir fæddist í
Reykjavík 25. nóv-
ember 2019.
Hún vó 3.302 g og var
50 cm löng.
Foreldrar hennar eru
Andri Heimir Frið-
riksson og María Rós
Arngrímsdóttir.
Nýr borgariBörn og
brúðhjón
Hægt er að senda
mynd og texta af
slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á
islendingar@mbl.is