Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 isti en um leið hispurslaus og lá aldrei á skoðun sinni. Þessir eiginleikar hennar í bland við góðar gáfur nýttust henni vel á farsælum starfsferli hennar en hún gegndi hinum fjölbreytt- ustu störfum á vettvangi lög- fræðinnar. Á tímabili sinnti hún lögmennsku, hún starfaði hjá lögreglunni, var saksóknari en síðustu tíu ár ævinnar var hún héraðsdómari við góðan orðstír. Á þeim tíma var hún m.a. köll- uð til setu í Hæstarétti sem varadómari. Eftir að Kolla hafði fengið sinn skapadóm fyrir nokkrum árum kom ekki síður í ljós úr hverju hún var gerð. Æðrulaus og kjörkuð. Dró ekkert undan þegar hún var spurð út í heilsu- far sitt en svo laus við víl og væl. Síðast ávarpaði hún okkur félaga sína á þrjátíu ára út- skriftarafmæli okkar í febrúar sl. og það með þeim stæl, að þeir sem ekki þekktu til hefðu ekki áttað sig á því að þar fór svo alvarlega veik manneskja. Við ótímabært fráfall Kollu erum við rækilega minnt á það að okkur er skammtaður tími sem við skulum nota vel og njóta. Um þá nálgun við lífið var hún afar gott fordæmi. Um leið og við kveðjum hana með djúpum söknuði gleðjumst við yfir þeirri gjöf sem samvist- irnar við hana reyndust okkur samferðamönnum hennar. Fyrir hönd útskriftarárgangs lagadeildar HÍ 1990, Karl Axelsson. Síðan við Kolla kynntumst árið 1985 í HÍ höfum við verið hluti af lífi hvor annarrar, en tengst æ meir hin síðari ár. Við bjuggum í námunda hvor við aðra og hittumst reglulega og vorum vinkonur. Þegar hún fór að taka þátt í Forsetastofu, tengslaneti kvenna sem við báðar erum hluti af, hittumst við enn reglulegar. Kolla var góður greinandi, sá ávallt báðar hliðar mála og átti það til að benda manni góðfúslega á „hina“ hliðina þegar mál voru rædd, meira að segja stundum svolítið hvasst. Það var einnig gott að leita til hennar með lög- fræðileg málefni. Hún var rétt- sýn og ég man enn þegar fram kom í samtali okkar fyrir margt löngu og hún var saksóknari, hve hún hafði réttindi sakborn- inga ofarlega í huga. Hún þoldi illa óréttlæti, vildi jöfnuð í sam- félaginu enda hafði hún sjálf þurft að brjótast áfram af eigin rammleik. Hún hafði samúð með þeim sem minna mega sín. Allt þetta gerði hana efalaust að góðum dómara. Kolla var góður vinur vina sinna, var félagslynd og dugleg að hóa fólki saman, halda mat- arboð og veislur og minnisstæð er humarveisla sem hún bauð tengslanetskonum til og opin hús sem hún var lengi með á Menningarnótt þegar hún bjó í Þingholtunum. Fimmtugsaf- mælið hennar var veglegt og í hennar anda, haldið við sjóinn á Kársnesinu og hún glæsileg eins og alltaf í litríkum æðis- legum kjól. Hún lagði mikið upp úr að hafa vandaða hluti í kringum sig, klæddist litríkum fötum sem fóru vel við dökkt litarhaft- ið og tindrandi augun. Hárið alltaf óaðfinnanlegt. Aðrir munu segja frá ætt og uppruna Kollu. Fyrir mér var hún sterk, öflug, dul en með hjartað á réttum stað. Hún passaði vel upp á yngri systkini sín enda hafði hún gengið þeim í móðurstað þegar móðir þeirra lést rúmlega fimmtug fyrir rúmum tuttugu árum. Ég kveð hana með söknuði, þakka öll árin okkar saman, hlátur og fliss og veit að hún er nú laus úr viðjum sjúkdómsins sem hún barðist lengi við en hafði betur að lokum. Með kærri kveðju frá öllu mínu fólki. Steinunn Halldórsdóttir. Kveðja frá Dómarafélagi Íslands „Sæll. Velkominn. Tala við þig seinna.“ Þannig nokkurn veginn voru fyrstu kynnin af Kolbrúnu Sævarsdóttur þar sem hún gekk brosandi og rösklega fram hjá mér með nokkur kíló af málsskjölum í fanginu. Þetta var í haustbyrj- un 2015 og þrátt fyrir að dag- skrá vetrarins væri þung var andinn í Héraðsdómi Reykja- víkur léttari en hann hafði verið lengi. Uppgjörið við hrunið var langt komið og starfsfólkið í húsinu gat nú séð fram á eitt- hvað sem líktist venjulegri vinnuviku í fyrsta skipti í mörg ár. Við Kolla kynntumst fljót- lega betur þegar ég var settur í hóp með henni og öðrum dóm- ara til að klára nauðasamninga Glitnis, Landsbankans og Kaupþings. Þáverandi dóms- stjóri gerði okkur þá vel ljóst að ef við klúðruðum þessu verk- efni væri hætt við að bati efna- hagslífsins undanfarin ár færi fyrir lítið og þá yrði okkur helst um kennt. Kolla tók þessu hins vegar öllu af stakri yfirvegun og það var fljótséð hversu auð- velt hún átti með að höndla pressu. Kolla hafði áður átt glæstan feril sem saksóknari og hún hafði sannarlega ekki kom- ið inn í dómarahlutverkið gegn- um verndað umhverfi. Vinnudagarnir urðu lengri meðfram því að almanaksdag- arnir styttust en við hugguðum okkur þó við það að markið væri augsýn. Þá yrðum við að fagna. Rétt fyrir jólin og um svipað leyti og nauðasamning- arnir kláruðust breyttist hins vegar allt. Krabbameinið sem Kolla hafði greinst með fyrir nokkrum árum hafði tekið sig upp og nú á þann hátt að ekki yrði aftur snúið. Það er stundum sagt um fólk sem veikist alvarlega að það takist á við veikindi sín af mik- illi reisn. Um Kollu voru það vissulega orð að sönnu. Og samt gerði Kolla svo miklu meira. Hún hélt áfram að deila með okkur heilræðum milli þess sem hún kom okkur til að hlæja og gekk á undan með góðu fordæmi við að afla sér nýrrar þekkingar. Persónulega þótti mér dýrmætast að Kolla hikaði aldrei við að segja hug sinn hreint út ef maður leitaði álits hennar á einhverju máli. Það er ótrúlega mikilsverður eiginleiki á vinnustað þar sem almennt er ekki kostur á að ræða mál utanhúss. Hugrekki Kollu og heilindi munu lifa í minningu okkar um ókomna tíð. Hennar er og verður sárt sakn- að. Kjartan Bjarni Björgvinsson. Við andlát Kolbrúnar Sæv- arsdóttur er mér efst í huga innilegt þakklæti fyrir að hafa notið bjartrar vináttu hennar í tvo áratugi. Kolbrún var af- burða lögfræðingur eins og glæsilegur starfsferill hennar ber vitni um og sóttist jafnan eftir því að takast á við nýjar áskoranir sem henni var trúað fyrir. Kolbrún var eldklár, rök- föst, víðsýn og hugmyndarík. Hún var dugleg að fá vini sína með sér í hin ýmsu ævintýri og uppátæki. Með Kolbrúnu hef ég átt margar ógleymanlegar stundir, bæði hér heima og í heimsborginni Kaupmannahöfn þar sem hún var á heimavelli eftir að hafa búið þar í nokkur ár. Í mörg ár vorum við ná- grannar í miðbænum og nýtt- um okkur þá óspart nálægðina við hina ýmsu veitingastaði og stundum staði eins og Ölstof- una. Hvar sem Kolbrún fór var hún allra kvenna glæsilegust, hún geislaði af lífsgleði og eng- inn komst í hálfkvisti við hana hvað smekk varðaði. Kolbrúnu Sævarsdóttur varð mikið úr líf- inu. Elsku vinkona, ég kveð þig með kærri þökk fyrir allt. Guð blessi minningu þína. Guðrún Björg Birgisdóttir. Elsku besta Kolla mín er farin. Þó að vitað væri hvert stefndi á ég erfitt með að átta mig á þessu og undanfarna viku hafa birst mér óteljandi minningar. Nú þarf að þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman og varðveita minning- arnar. Vinátta okkar byrjaði á bókasafninu í Lögbergi fyrir 35 árum. Á móti mér sat stelpa sem las mikið, sökkti sér í bækurnar en maulaði jafnframt nammi úr skrjáfandi poka frá morgni til kvölds. Þetta var Kolbrún, dökkeyg, grönn og leggjalöng, með fallegt breitt bros. Árin fimm í lagadeildinni renna saman í huganum; Lög- berg, Þjóðleikhúskjallarinn, próflestur hjá Maju, eróbik- tímar, Borgin alltaf með Kollu. Árgangurinn okkar í lagadeild- inni ákvað snemma að safna fyrir veglegri útskriftarferð. Það var gert tæpum tveimur árum fyrir útskrift og gekk svo vel að við greiddum þriggja vikna ferð til Asíu og áttum af- gang. Þessi ferð var okkur Kollu hjartans mál. Við keypt- um bókina „Turen går til Thai- land“ hálfu ári fyrr og allar kaffipásur fóru í planlagningu. Eftir útskrift hélst þessi vin- skapur. Við þurftum að taka stöðuna hvor á annarri reglu- lega og ræða allt milli himins og jarðar. Kolla var hluti af fjölskyldu minni, hún þekkti Valdimar og Kötlu frá fyrsta degi og fylgdist með þeim af ást og alúð. Kolla var hörkutól. Hjá lög- reglunni og sem saksóknari vann hún mikið við fíkniefna- mál og seinna kynferðisbrota- mál. Erfið mál sem taka á marga. Kolla var stundum reið eða döpur yfir málum en yf- irleitt gat hún skilið vinnuna frá sínu lífi. Í einu erfiðu fíkni- efnamáli fékk hún þannig skila- boð frá sakborningum að mér var ekki rótt. Ég lagði til að hún flytti til mín meðan á mál- inu stæði. Hún taldi það óþarfa. Þá lagði ég til að hún fengi sér hund. Þá hló hún hátt og hristi hausinn yfir mér! Það var hægt að ræða allt við Kollu, hún var inni í stjórn- málum, las mikið og fór oft í leikhús. En framar öllu hafði hún áhuga á lögfræði. Hún fylgdist mjög vel með dóms- málum, frumvörpum og allri umræðu tengdri lögfræði. Allt þetta – og óbilandi áhugi á ferðalögum og fötum! Við náð- um nokkrum frábærum ferðum saman. Sú fyrsta var með Ellý á laganemaviku í Köben en aðrar góðar voru Taílandsferð- in, áramótaferðin okkar með Halldóri til Egyptalands og „skóferðin mikla“ til Wash- ington með Sonju, þegar Kolla keypti sér 17 skópör. Kolla fór í margar ferðir með Lögfræð- ingafélaginu, m.a. til Indlands og Suður-Afríku. Eitt árið vildi hún fara til Kína en þar sem tíminn hentaði ekki helstu ferðafélögunum fór hún ein. Það var ekta Kolla mín. Við misstum aldrei þráðinn. Þegar við bjuggum hvor í sínu landinu síðastliðin ár voru sím- tölin á sunnudögum extra löng. Okkar eigið „Silfur“, „Sprengi- sandur“ og „Smartland“ – allt krufið til mergjar. Kolla gafst ekki auðveldlega upp eins og sást nú í lokin. Hún var með plön nánast fram á síðasta dag. Í júlí skoðuðum við íbúðir, hún sýndi mér nám- skeið sem hana langaði á og eitt af síðustu skiptunum sem við töluðum saman var hún á leið heim í Grænuhlíð. Eftir sit ég með langa listann yfir það sem við ætl- uðum að gera saman. Ásta Valdimarsdóttir. Kolbrún Sævarsdóttir, þessi fallega vinkona okkar, er fallin frá í blóma lífsins. Kolla var al- gjör valkyrja; bráðklár, gler- hörð, eiturfyndin og skemmti- leg. Lögfræðingur, lögmaður, saksóknari, dómari. Þrátt fyrir ábyrgðarmikil störf, sem hún gegndi af mikilli alúð, var húm- orinn sjaldan fjarri. Kolla var rík kona, af ættingjum og vin- um. Hún elskaði systkini sín og systkinabörn takmarkalaust og auðvitað kisurnar sínar. Hún sinnti líka vinum sínum vel og satt að segja er erfitt að finna nokkurn sem átti jafn marga góða vini og Kolla. Við vinkon- urnar, sem köllum okkur Lax- konur, kynntumst Kollu í laga- deild Háskóla Íslands, en kynnin urðu mun nánari þegar út í lífið kom, eftir skóla, enda vorum við ekki á sama náms- ári. Þá var nú margt brallað og meðal annars stofnuðum við veiðifélagið Laxkonur. Til að byrja með var lax- og silungs- veiðin kannski ekki aðaláhuga- málið þótt við tækjum auðvitað nokkur köst. Meiri áhersla var lögð á góðan mat og heitan pott, hlátur og dans, glaum og gleði. Með árunum færðist kannski aðeins meiri alvara í veiðiskapinn, en gleðin og góða skapið var þó ávallt í fyrirrúmi. Sennilega er ein skemmtileg- asta veiðiferðin okkar þegar við sóttum Miðfjarðará heim í fyrsta skipti, auðvitað á „off- season“, því við tímdum ekki að eyða miklum pening í veiði- leyfi. Þá náði Kolla sínum fyrsta laxi. Reyndar höfðu Kolla og ein önnur okkar, fæddar sama dag og sama ár, tekið smá Vandráðskast á leið- inni í Miðfjarðará, þær voru dálítið utan við sig og misstu af skiltinu við afleggjarann að Miðfjarðará, rétt norðan við Holtavörðuheiðina. Enda voru þær líka að tala voða mikið saman. Þeim þótti þó ferðin heldur löng en pulsuðu sig upp á Blönduósi og snéru til baka. Mikil gleðilæti brutust út í veiðihúsinu í Miðfjarðará þegar „drottningarnar“ loksins mættu. Fyrir fjórum árum héldum við síðan allar saman upp á 20 ára afmæli Lax- kvenna, með pomp og prakt á Akureyri. Það var ekki leið- inleg helgi. Margt fleira var brallað og líf okkar lágu saman á marga vegu. Við kynntumst Kollu ekki bara sem góðum vini heldur líka sem miklum fagmanni sem kunni þá list að halda vinskap og faglegheitum aðskildum. Sumar okkar mættu henni sem lögmenn við borð dómarans og kynntust þar hörðum en sanngjörnum dómara, aðrar voru líka dóm- arar og gátu þá leitað ráða hver hjá annarri, enn aðrar kenndu með henni við laga- deild Háskólans á Bifröst þar sem hún gat sér afskaplega gott orð sem kennari í refsi- rétti og sakamálaréttarfari í meistaranámi til laga. Margs er að minnast og fyrir það er- um við þakklátar. Kolla naut sérhvers dags og í þeim skiln- ingi varð hún gömul. Hún lifði lífinu lifandi til hinsta dags og barðist við meinið af alveg ein- stöku æðruleysi. Far vel, elsku Kolla, við hittumst hinum meg- in. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til þinna nán- ustu, ekki síst til Evu, Stefáns, Möggu, Frikka, Jonna, Lindu, Freyju, Eldgríms og Gunn- björns. Þínar vinkonur – Laxkonur: Ástríður Grímsdóttir, Ingibjörg Ingvadóttir, Linda Bentsdóttir, Sól- veig Bentsdóttir, Þor- björg Inga Jónsdóttir. Ég kynntist Kollu vorið 2006. Sameiginleg vinkona hafði hvatt hana til að koma á hestbak með okkur. Reiðtúrinn varð hinn eftirminnilegasti. Kolla varð lítið sem ekkert samferða okkur. Reið í farar- broddi, stoppaði stundum, spurði ráða og hélt svo áfram. Hún þekkti lítið til hesta- mennsku en henni fannst gam- an á hestbaki. Þetta var Kolla, óhrædd, tókst á við verkefnin og oftast í fararbroddi. Auðvit- að lá beinast við að fara saman á Löngufjörur um haustið. Ógleymanleg ferð, það sem fór í taugarnar á flestum fór ekki endilega í taugarnar á Kollu, hún dró fram spaugilegu hlið- ina og endaði hópurinn í hlát- urskasti. Samband okkar Kollu var þétt, við heyrðumst reglu- lega en einnig var hún dugleg að heimsækja mig þar sem ég bjó úti á landi. Hún var brotin og ráðvillt þegar hún fékk fyrstu greiningu en þá hafði ég nýlega gengið í gegnum þetta erfiða verkefni með mágkonu minni og sótti hún styrk í mína reynslu. Það var því mikil gleði þegar verkefnið var yfirstaðið og bjartir tímar framundan. En meinið tók sig upp og átt- um við þá langt samtal. Hún var ekki sátt en stutt í húm- orinn eins og venjulega. Kolla var lífskúnstner og lifði lífinu svo sannarlega í núinu. Hún hélt uppteknum hætti að ferðast um heiminn og njóta lífsins. Hún skráði sig í nám í HÍ og naut þess að vera aftur orðin námsmær. Ég verð að viðurkenna að ég dáðist oft að þessum krafti sem hún bjó yf- ir. Síðustu mánuðina varð sam- bandið því miður stopulla. Þeg- ar ég sat hjá henni í síðasta skipti rétt eftir að hægt var að hittast í miðju covid-fári þá sagði ég henni að pabbi hefði greinst með krabbamein og að hann ætti einungis nokkrar vikur eftir. Við ræddum lífið og dauðann og mikilvægi þess að njóta og gera það sem væri gefandi og uppbyggjandi í líf- inu. Kolla, þú skildir eftir marg- ar skemmtilegar uppákomur sem ég skemmti mér enn við að segja frá og hlæja að. Það var öllum ljóst að þið Eva systir þín voruð nánar, hún og dóttir hennar voru þér afar kærar og þegar litlu drengirnir bættust í hópinn varstu svo stolt og lífið nánast fullkomið. Missir þeirra er mikill. Mínar dýpstu samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Kæra Kolla, takk fyrir allt, þín verður sárt saknað. Þín vinkona, Hulda. Kolbrún Sævarsdóttir ✝ Jónína Ingi-björg Árna- dóttir fæddist í Keflavík 6. sept- ember 1957. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 29. ágúst 2020. Foreldrar henn- ar voru Árni Björgvinsson og Íris Sveinbjörnsdóttir (látin). Systkini Jónínu: Indíana, El- ín, Skafti og Don Ómar. Jónína giftist 26. des. 1978 Ólafi Þórði Björnssyni, f. 19. nóv. 1956. Börn þeirra eru: 1) Íris Þóra, sambýlismaður Elv- ar Ágúst Ólafsson, dóttir Bogga í fiskvinnslu á Akureyri. Þau Óli bjuggu hjá fóstur- móður Ninnu Boggu þangað til þau fluttu á Suðurnesin, fyrst til Keflavíkur, svo Ytri- Njarðvíkur. Árið 1986 fluttu þau á Kirkjubraut 8, Innri-Njarðvík, og hafa búið þar síðan. Ninna Bogga vann ásamt vinkonu sinni sem matráðs- kona í Slippnum í Ytri-Njarð- vík í um 20 ár og í samlokugerð um tíma, svo í Flugeldhúsinu. Síðustu ár hefur Ninna Bogga verið hjartasjúklingur, oft þurft að fara á sjúkrahús en náð sér aftur. Útförin fer fram frá Kefla- víkurkirkju föstudaginn 18. september 2020 klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur við- staddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https:// youtu.be/1Nrxy6VUQs/. Virk- an hlekk á slóð má nálgast á https://www.mbl.is/andlat/. þeirra Elva Björg. 2) Árni Björn, kvæntur Karen Rúnarsdóttur, börn þeirra Na- talía Nótt og Daní- el Dagur. 3) Arn- grímur Anton, kvæntur Lovísu Hilmarsdóttur, börn þeirra Styrm- ir Marteinn, Bjart- mar Breki og Ey- rún Nótt. Jónína Ingibjörg, alltaf köll- uð Ninna Bogga, ólst upp á Ak- ureyri hjá fósturforeldrum sín- um, Jónínu Sæmundsdóttur og Arngrími Antoni Benjamíns- syni. Þau eru bæði látin. Eftir grunnskóla vann Ninna Í dag verður lögð til hinstu hvílu elskuleg tengdadóttir, Jón- ína Ingibjörg Árnadóttir, alltaf kölluð Ninna Bogga. Hún kom til okkar ung að ár- um og varð fljótt ein af fjölskyld- unni og góður lífsförunautur Ólafs sonar míns. Þau eignuðust þrjú yndisleg börn og sex yndisleg barnabörn, sem elskuðu mömmu sína og ömmu, enda var hún dugleg að halda utan um hópinn sinn og systkini sín. Hún var mjög gestrisin og var oft fjölmennt við eldhúsborðið. Oft talaði hún um hvað ná- grannar sínir væru góðir. Við mig tengdamömmu sína var hún einstaklega góð og nota- leg, vildi allt fyrir mig gera, enda naut ég oft samverustunda með henni og fjölskyldunni. Ég sakna Ninnu Boggu minn- ar. Vertu Guði falin mín kæra. Þangað til næst. Þín tengda- móðir, Þóra Sigríður Jónsdóttir (Tóta). Jónína Ingibjörg Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.