Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Öryggiskerfi 01:04 100% SAMSTARFSAÐILI Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á firmavorn.is HVARSEMÞÚERT Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir hyggst leggja það til við heil- brigðisráðherra að öllum skemmti- stöðum og krám á höfuðborgar- svæðinu verði lokað í dag og staðirnir verði lokaðir um helgina. Staðan verði svo endurmetin eftir helgi. Tillagan mun ekki ná yfir matsölustaði sem eru með vínveit- ingaleyfi. Sóttvarnalæknir og almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra ákváðu síðdegis í gær að greina frá nafni veitingastaðarins þar sem talið er að margt fólk hafi verið út- sett fyrir kórónuveirusmiti, í sam- ráði við eigendur staðarins. Um er að ræða The Irishman Pub, á Klapparstíg 27, en fólkið var sam- ankomið á barnum að kvöldi föstu- dagsins 11. september. Útbreiðsla kórónuveirunnar hef- ur verið mikil undanfarna daga og í gær höfðu 38 smit greinst þrjá sól- arhringa þar á undan. Aðeins ellefu þeirra sem greindust voru í sótt- kví. Tólf smitanna tengjast Irish- man Pub og hafa yfirvöld beðið þá sem voru á staðnum milli klukkan 16 og 23 föstudaginn 11. september að fara í sýnatöku. Það geta þeir gert í dag með því að skrá sig á vefnum Heilsuveru. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vínveitingastaður Greint var frá því að fjölda smita mætti rekja til föstudagskvöldsins 11. september á Irish Pub. Skemmtistöðum verði lokað yfir helgina  38 smit á þrem- ur sólarhringum  Ellefu í sóttkví Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni Beðið eftir mótefnamælingu Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna 15.6.-16.9. 546 einstaklingar eru í sóttkví 2.206 staðfest smit 84 eru með virkt smit Heimild: covid.is 17,7 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 240.177 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 142.189 sýni 20 15 10 5 0 Nýgengi innanlands: júní júlí ágúst september 2.122 einstak-lingar eru í skimunarsóttkví Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Auðvitað má alltaf gera betur en miðað við aðstæður og fjármagn þá hefur verið rífandi gangur í þessu síðustu ár,“ segir Helga Lára Þor- steinsdóttir, deildarstjóri safna- deildar RÚV. Mikið hefur áunnist við stafræna yfirfærslu og skráningu hljóð- og myndbandasafns Ríkisútvarpsins á liðnum árum. Greint var frá því í Morgunblaðinu árið 2014 að hluti safnsins lægi undir skemmdum en nú horfir til betri vegar. Stór breyting varð á þegar tek- ið var í notkun tæki sem leyfir yfirfærslur á fjórum segulböndum og fjórum geisla- diskum í einu og hljóðmaður var ráð- inn í fullt starf við þær yfirfærslur í safninu. Mikið starf er unnið við að frum- skrá segulbönd sem ekki eru að- gengileg í gagnagrunni að sögn Helgu auk þess sem búið er að skanna inn meginhluta spjaldskrár safnsins, bæði skráningu á sjón- varpsefni og útvarpsefni. „Dagskrárgerðin hefur í auknum mæli verið að nýta þessar heimildir og endurspegla þá vinnu sem lagt hefur verið í í safninu,“ segir hún og vísar til þátta á borð við Glans á Rás 1 og sjónvarpsefnis sem finna má í efnisflokknum Gullkistunni í spilara RÚV. Horfir til betri vegar Helga segir að segulbönd í safni RÚV séu um 72.500. Í lok árs 2017 höfðu 2.300 af þeim verið færð yfir á stafrænt form. Núna er fjöldi yfir- færðra segulbanda kominn í rúm- lega 10.000. „Hvert segulband er yf- irfært í rauntíma en hægt er að yfirfæra fjögur samtímis,“ segir Helga. Dagskrárefni útvarpsins á geisla- diskum er 12.800 diskar. Í lok árs 2017 höfðu 3.100 diskar verið yfir- færðir en nú er búið að setja 6.700 á stafrænt form. Þá eru 28.000 spólur með sjónvarpsefni í safninu. Árið 2017 höfðu 5.300 spólur verið yfir- færðar á stafrænt form. Nú hafa 10.400 spólur verið yfirfærðar og gerðar aðgengilegar stafrænt. Alls eru ríflega 3.000 filmur úr safni RÚV í Kvikmyndasafni Íslands. Um 500 á enn eftir að yfirfæra. „Með nýjum skanna í Kvikmynda- safni Íslands bindum við vonir við aukið samstarf um skönnun á þeim filmum úr safni RÚV sem enn á eftir að yfirfæra á stafrænt form. Unnið er að því að bæta aðbúnað um film- urnar í Kvikmyndasafninu þessa dagana,“ segir Helga sem bætir því við að verið sé að taka í gagnið nýja skjalageymslu hjá RÚV og tryggja betur aðbúnað skjala og gagna með tilliti til öryggismála, t.d. hita- og rakastigs, en nýtt skjalakerfi var innleitt árið 2018 og ráðinn skjala- stjóri. Nýtt brunakerfi er í skjala- geymslunni. Aukinn kraftur settur í varðveislu  Vinna við stafræna yfirfærslu hljóð- og myndbandasafns RÚV tekur kipp Morgunblaðið/Kristinn RÚV Hugað að menningarverðmæt- um í safni stofnunarinnar. Helga Lára Þorsteinsdóttir Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Stjórn Eflingar lýsir andstöðu sinni við þátttöku Alþýðusambands Ís- lands í yfirlýsingu sem sambandið undirritaði ásamt Icelandair og Samtökum atvinnulífsins í gær. Í yfirlýsingu ASÍ, Icelandair og SA má segja að grafin sé stríðsöxin frá kjaradeilu flugfreyja og Ice- landair í sumar. Þegar ekkert gekk né rak í þeim viðræðum sagði Icelandair öllum flugfreyjum félagsins upp og gaf það út að samið yrði við annað félag en Flugfreyjufélag Íslands, aðildar- félag ASÍ, um störf flugfreyja. Stuttu síðar náðist samkomulag milli Icelandair og Flugfreyjufélags- ins og voru flugfreyjur endurráðnar. Ljúka öllum deilum sín á milli Sammælast aðilar um að aðgerðir Icelandair hafi ekki verið í samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja við- hafa og Icelandair telji nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samn- ingsrétt starfsfólks. Einnig segir í yfirlýsingunni að aðilar séu sammála um að ljúka öll- um deilum sín á milli, en áður hafði ASÍ sagst myndu stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna aðgerðanna, sem það taldi ólöglegar. Lára V. Júl- íusdóttir sagði í samtali við mbl.is í júlí að hún teldi uppsagnir Iceland- air ekki ólöglegar en fordæmalaus- ar. Veiti enga lagalega tryggingu Í tilkynningu Eflingar segir að með yfirlýsingunni hafi ASÍ tekið þátt í hvítþvotti brota Icelandair og Samtaka atvinnulífsins á vinnu- markaðslöggjöf með því að kalla þau „brot á samskiptareglum“. Bendir Efling á að umrædd yfir- lýsing veiti enga lagalega vernd eða tryggingu gegn því að önnur fyrir- tæki muni síðar beita sömu aðför- um. „Alþýðusamband Íslands átti að draga Icelandair og Samtök at- vinnulífsins til fullrar ábyrgðar fyrir Félagsdómi vegna brota þeirra líkt og áður var samþykkt í miðstjórn ASÍ. Þannig hefði verið staðinn sómasamlegur vörður um réttindi launafólks.“ Efling gagnrýn- ir þátttöku ASÍ  ASÍ tekið þátt í hvítþvotti brota

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.