Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Vefverslun komin í loftið! mostc.is Gerið verðsamanburð FULL BÚÐ AF NÝJUM OG FALLEGUM VÖRUM 6.990 kr. Kjólar Sýslumanninum í Vestmannaeyjum, Arndísi Soffíu Sigurðardóttur, hefur verið falið að stýra tilraunaverkefni sem gengur út á að efla og þróa sam- vinnu sýslumanna, lögreglu, félags- þjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við heimilisofbeldi. Verkefnið hefur fengið fimm millj- óna króna styrk frá félags- og barna- málaráðherra og dómsmálaráðherra og var það innsiglað með athöfn í Landlyst í Vestmannaeyjum í gær. Þann dag hófst jafnframt vinnustofa í Eyjum, og lýkur í dag. Þar er sam- an komið fagfólk til ræða hvað betur megi fara í verkferlum og sam- skiptum á milli stofnana ríkis og sveitarfélaga sem höndla með mál- efni barna. Á vinnustofunni flytja erindi m.a. þær Eliza Reid forsetafrú, Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjöl- skyldusviðs hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Berglind Ósk Filipusdóttir, sérfræðingur á ráð- gjafar- og fræðslusviði Barnavernd- arstofu, og Sigríður Björk Guðjóns- dóttir ríkislögreglustjóri. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Arndís Soffía Sigurðardóttir tekur við styrknum frá ráð- herrunum Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni. Styrkja verkefni um aukna vernd barna Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Við erum ánægð með viðtökur, þátt- taka á kynningarfundi og göngu var mikil og við merkjum að fólk almennt er spennt fyrir þessu nýja íbúða- svæði. En eins og títt er þegar eitt- hvað nýtt kemur fram eru skoðanir skiptar og þeir eru vissulega til sem telja svæðið ekki vel til þess fallið að byggja á því íbúðir,“ segir Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulags- sviðs Akureyrarbæjar. Áform eru uppi um nýja íbúða- byggð norðaustan við Krossanes- braut, ofan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Þar stendur til að byggja allt að 280 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, par- húsa og einbýlishúsa. Með því er ver- ið að taka ónotuð svæði innan núver- andi byggðar og skipuleggja þau. „Skipulag þessa nýja íbúðahverfis hefur verið í vinnslu frá árinu 2017 en við erum núna að kynna drög að til- lögu um þetta svæði,“ segir Pétur Ingi. Bæjarbúum gafst kostur á að kynna sér drögin í Menningarhúsinu Hofi en þar var tillagan sett fram á myndrænan og aðgengilegan hátt. Starfsfólk bæjarins og skipulagsráð- gjafi voru á svæðinu, sögðu frá og svöruðu spurningum, auk þess sem íbúar gátu komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Þá var boðið upp á gönguferð með leiðsögn um nýja hverfið þar sem greint var frá helstu hugmyndum og uppbyggingu á svæðinu. Um 65 og 70 manns mættu í göng- una og áhugi göngufólks fyrir svæð- inu var greinilega mikill. „Við leggj- um mikla áherslu á að kynna tillöguna vel og fara fjölbreyttar og sumpart óvenjulegar leiðir til þess að eiga samtal við íbúa um framtíðar- uppbyggingu. Við erum mjög ánægð með þennan áhuga íbúa og skynjum ekki annað en að fólk taki því fagn- andi að fá þarna nýtt íbúðasvæði. Það er langt síðan boðið hefur verið upp á slík svæði í norðurhluta Akureyrar, áherslan hefur undanfarna nær tvo áratugi verið í Nausta- og Haga- hverfi í suðurhluta bæjarins,“ segir Pétur Ingi ennfremur. Hann bendir einnig á að land sé mikilvæg auðlind. „Þétting byggðar er líka vistvænn kostur, fellur t.d. betur að umhverfissjónarmiðum en að dreifa byggðinni og taka landbún- aðarland undir nýtt hverfi.“ Holtahverfi norður verður skipt upp í alls fimm áfanga og hefur þegar verið hafist handa við einn þeirra, en nú stendur yfir smíði á litlum ein- býlishúsum sem reist verða á lóð ofan smábátahafnar þar sem býlið Byrgi stóð áður. Fyrstu tvö húsin af fjórum eru nú í smíðum og væntir Pétur Ingi þess að þeim verði komið fyrir eins fljótt og auðið er. Húsin eru ætluð sem tímabundið úrræði fyrir heim- ilislausa og segir hann mikilvægt að horfa til þess að allir hópar sam- félagsins séu velkomnir á nýtt svæði. Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Bæjarbúar mættu í Hof og kynntu sér nýja Holtahverfið, ofan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Kynna nýtt hverfi  280 íbúðir verða í blönduðu Holtahverfi á Akureyri  Skipt niður í fimm áfanga  Fyrstu húsin eru í smíðum Kynning Farinn var göngutúr um hverfið í fylgd Péturs Inga. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Mikil eftirvænting er meðal þeirra sem hafa ánægju af tölvuleikja- ástundum eftir að Playstation kynnti nýjasta útspil sitt, leikjatölv- una Playstation 5, í fyrradag. Play- station 4 kom út árið 2013 og að sögn Ólafs Jóelssonar fram- kvæmdastjóra Senu, sem heldur ut- an um sölu á tölvunum hérlendis, hafa selst um 50 þúsund Playstation 4-tölvur á Íslandi. Sony framleiðir Playstation og kemur fram í kynningu frá fyrir- tækinu að tölvan komi á markað 19. nóvember í Evrópu. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér eftir kynn- inguna og í spjallsamfélögum á ís- lenskum samfélagssíðum finnur maður fyrir gríðarlegri spennu. Þetta er því stórviðburður og mað- ur finnur það á eigin skinni,“ segir Ólafur. Í kynningunni komu m.a. fram tilmæli um að tölvan með diskadrifi myndi kosta um 500 evrur eða sem nemur 81 þúsund krónum. Tölva án diskadrifs, sem er fyrir þá sem nálgast tölvuleiki sína eingöngu á netinu, mun hins vegar kosta nær 400 evrum eða sem nemur 64 þús- und krónum. Dýrara á Íslandi Aðspurður segir Ólafur að um sé að ræða einhvers konar meðal- verð í kynningunni. Líkur séu á að verðið verði hærra hér á landi sök- um þess að virðisaukaskattur er hærri á Íslandi en víðast hvar ann- ars staðar. „Í þessum tölvuleikja- iðnaði er gjarnan mikið stríð á milli XBox og Playstation og XBox var búið að leggja línurnar með útgáfu- degi og verði og nú kemur Sony í kjölfarið,“ segir Ólafur. Að sögn hans hefur Playstation verið með markaðsráðandi stöðu í Evrópu og Asíu. Hins vegar hefur XBox átt Bandaríkjamarkað. „Microsoft, sem framleiðir XBox, hefur til að mynda algjörlega huns- að Ísland sem markaðssvæði og sú tölva er ekki seld hér,“ segir Ólafur. Hann segir að meginbreytingin sem verður með Playstation 5 sé mun raunverulegri grafík í leikjunum en í eldri tölvum og vinnslan sé hraðari en áður. „Biðin eftir því að leikir hefjist þegar kveikt er á tölvunni er engin og hægt verður að hefja leik samstundis á sama stað og hætt var áður,“ segir Ólafur. Finna fyrir atvikum í leiknum Að sögn hans er því spáð að Playstation muni einnig höfða betur til næstu kynslóðar en XBox. „Play- station 5 verður með nýja stýri- pinna þar sem leikmenn finna fyrir atvikum í leiknum. T.a.m. ef þú ert að skjóta úr byssu og svo hættir hún að virka þá mun takkinn á fjar- stýringunni einnig standa á sér. En svo losnar hann aftur um leið og búið er að laga byssuna,“ segir Ólafur. Nýja tölvan frá Playstation veldur spenningi  50 þúsund Playstation 4-tölvur á Íslandi AFP Playstation Spenna er vegna út- gáfu Playstation 5-leikjatölvunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.