Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 z cube hilla 70x70 kr. 39.500 „ÞVÍ MIÐUR ERU FJÖLVÍTAMÍNIN MEÐ JÁRNINU UPPSELD.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... þegar mánudagur er eins og föstudagur. ÉG ER KRÚTT OG ÞÚ… JAH, ÞÚ ERT ÞÚ VORU ÞETTA GULLHAMRAR EÐA MÓÐGUN? VÁ! HVAÐAN KEMUR ALLT ÞETTA FÉ? KLANK LOTTÓINU! VANNSTU Í LOTTÓINU? NEI! VIÐ RÆNDUM VINNINGSHAFANN! „EF ÞETTA NÆR EKKI ATHYGLI HANS ER KANNSKI BEST AÐ RASSSKELLA HANN MEÐ STEFNUNNI.” speki, en einnig les hún mikið og hefur gaman af allri útiveru með fjölskyld- unni. „Síðustu tíu árin hef ég stundað zumba sem líkamsrækt en ekki síður sem geðrækt, þar sem skemmtileg tónlist og hreyfing fær mann til að gleyma stað og stund.“ Fjölskylda Eiginmaður Þórdísar Höllu er Hrólfur Ingi Skagfjörð Eggertsson málarameistari, f. 16.6. 1965. For- eldrar hans eru Eggert Jóhannsson, f. 24.9. 1935, og Jóhanna Birna Hrólfs- dóttir, f. 2.6. 1942, d. 6.9. 2017, bændur í Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði. Áður var Þórdís Halla gift Magnúsi Erni Hákonarsyni, f. 4.1. 1970. Börn Þórdísar og Magnúsar eru Hákon Þorri, lögfræðinemi í HÍ, f. 15.1. 1997, og Víkingur Óli, nemi við MH, f. 17.2. 2001. Börn Hrólfs frá fyrra sambandi eru Anton, f. 15.6. 1999, og Jóhanna Birna, f. 2.12. 1992, sem er gift Har- aldi Theodórssyni og eiga þau börnin Þórarin Sölva, f. 2012, og Steinunni Margréti, f. 2014. Systkini Þórdísar Höllu eru Sigrún Ása Sigmarsdóttir upplýsingafræð- ingur og listakona, f. 10.6. 1957, Berg- laug Selma Sigmarsdóttir Schmidt gullsmiður og tómstundafræðingur, f. 29.6. 1959, Svanur Mar Sigmarsson, f. 21.8. 1963, d. 29.6. 1964, Hanna María Sigmarsdóttir Luden fatahönnuður, f. 7.8. 1965, og Áslaug Sigmarsdóttir nemi, f. 21.3. 1984. Foreldrar Þórdísar Höllu eru Sig- mar Ólafur Maríusson, f. 8.3. 1935, gullsmiður ættaður frá Hvammi í Þistilfirði, og Þórdís Jóhannsdóttir frá Eiði á Langanesi, f. 21.3. 1937, d. 3.1. 1982, húsmóðir. Sigmar fór síðar í sambúð með Ragnheiði Ríkharðs- dóttur f. 24.8. 1956 frá Þórshöfn. Hún býr í Reykjavík. Þórdís Halla Sigmarsdóttir Jóhanna Sigfúsdóttir húsfreyja í Hvammi í Þistilfi rði Aðalsteinn Jónasson bóndi í Hvammi í Þistilfi rði Sigrún Aðalsteinsdóttir frá Hvammi í Þistilfi rði Sigmar Ólafur Maríusson ættaður frá Hvammi í Þistilfi rði, gullsmiður í Kópavogi Maríus Jósafatsson bóndi og verkamaður á Langanesi Ólöf Jóhanna Sigmundsdóttir húsfreyja í Fjallalækjarseli í Þistilfi rði Jósafat Sigmundur Gíslason bóndi í Fjallalækjarseli í Þistilfi rði Þórdís Sæmundsdóttir húsfreyja í Heiðarhöfn á Langanesi Sigurður Guðmundsson útvegsbóndi í Heiðarhöfn á Langanesi Berglaug Sigurðardóttir húsfreyja á Eiði á Langanesi Jóhann Gunnlaugsson bóndi á Eiði á Langanesi Þorbjörg Daníelsdóttir húsfreyja á Eiði á Langanesi Gunnlaugur Jónasson bóndi á Eiði á Langanesi Úr frændgarði Þórdísar Höllu Sigmarsdóttur Þórdís Jóhannsdóttir frá Eiði á Langanesi, síðar húsfreyja í Kópavogi Baldur Hafstað sagði á feisbók-arsíðunni að erlendir fréttarit- arar hefðu komið að máli við sig og spurt sig um kvenráðherrana og hann hefði talið sér skylt að verða við bón þeirra, - „Spurt og svarað um kvenráðherrana“: Katrín? Úfinn siglir sjó. Svandís? Fetar brautir hálar. Áslaug? Þeysti á þyrlu og jó. Þórdís Kolbrún Reykfjörð? Skálar. Alltaf er gott að rifja upp stökur Kristjáns Fjallaskálds um haustið: Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða; nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. Fölna grös en blikna blóm, af björkum laufin detta; dauðalegum drynur óm dröfn við fjarðar-kletta. Allt er kalt og allt er dautt, eilífur ríkir vetur, berst mér negg í brjósti snautt en brostið ekki getur. Mér hefur alltaf þótt gaman að þessu erindi Kristjáns sem ber yf- irskriftina „Misskilningur“: Misskilur heimur mig, misskil ég einnig hann, sig skilið síst hann fær, sjálfan skil ég mig ei; furða er því ei þótt okkar hvorugur skilji skaparann. Og svo kannski eðlilegt í fram- haldi af þessu að Kristján skuli fara um Andskotann svofelldum orðum: Þótt allir lasti Andskotann, það aldrei skal ég gera: þetta er soddan gentleman, ég senn fer hann að þéra. Hannes Arnórsson Vatnsfirði orti: Ráði sá sem ráðið hefur fyrri, það sem þykir barni best barnið tíðum skaðar mest. Kristján H. Theodórsson segir frá því, að fyrrverandi stöðvarstjóri Flugfélagsins á Akureyrarflugvelli hafi gefið eftirmanni sínum eft- irfarandi heilræði, að sögn: Þá útlendingar æmta mest, og athugasemdir gera vilja. Alltaf það mér þótti best að þykjast bara ekkert skilja. Gömul vísa í lokin ort á vökunni og stjarnan er sjöstjarnan: Áðan kom ég út á hlað, enginn maður þess mig bað, í hádegis stóð þá stað stjarnan sem að mark er að. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kvenráðherrum og haustrigningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.