Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 27
börn og fjölskylda. Ég votta ykkur
djúpstæða hluttekningu mína. Því
meir sem við missum, því verð-
mætari verður okkur minningin.
Maggnús Víkingur
Grímsson.
Það var á vordögum árið 1996
sem nokkrir vinnufélagar á skrif-
stofu Ölfushrepps ákváðu að
leggja land undir fót og labba
Laugaveginn saman. Þessi ganga
varð upphafið að ferðahópnum
okkar sem við höfum kallað
„Labbakútarnir“. Á þessum árum
sem liðin eru síðan höfum við farið
saman í göngu- og hjólaferðir inn-
anlands eða erlendis flest ár. Nú
hefur stórt skarð verið höggvið í
þennan hóp. Davíð okkar yndis-
legi ferðafélagi hefur lagt upp í
lengri ferð, án okkar.
Davíð hafði einstaklega góða
nærveru og þægilegri og betri
ferðafélaga var ekki hægt að
hugsa sér.
Alltaf jákvæður og glaður og
áhugasamur um allt í kringum sig.
Hann var ratvís og glöggur og var
einn af kortamönnunum í hópnum
sem réðu ráðum sínum á götu-
hornum meðan restin af hópnum
beið eftir úrskurði um hvert ætti
næst að halda.
Það var sama hvað kom upp á,
hvort sem var í okkar hópi eða hjá
öðrum ferðalöngum í kringum
okkur.
Davíð var alltaf kominn til að
redda hlutunum. Festa keðju sem
hafði dottið af, pumpa í dekk eða
festa skrúfu. Alltaf svo nærgætinn
og hjálpsamur, lét sig hlutina
varða og leysti vandamálin fljótt
og vel. Þá vildi hann oftast vera
aftastur í hópnum til þess að hann
hefði nú yfirsýn yfir hópinn sinn.
Oft spurði hann okkur: „Hvar er
Ella?“ ef hún var ekki innan sjón-
máls því hún var svo sannarlega
þungamiðjan í lífi hans og svo fjöl-
skyldan hans öll.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum okkar góða fé-
laga og þökkum fyrir samfylgd og
vináttu í gegnum árin.
Að eiga allar þessar góðu minn-
ingar er okkur dýrmætt.
Elsku Ella og fjölskylda. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar.
Hans verður sárt saknað.
Guðmundur og Auður,
Guðni og Hrönn,
Sigurður og Sigríður.
Stórt skarð er höggvið í vina-
hópinn. Í dag kveðjum við vin okk-
ar Davíð O. Davíðson.
Davíð kynntist ég í gegnum
æskuvinkonu mína og systur hans
Dúnu þegar þau fluttu til Þorláks-
hafnar, ég þá 9 ára og Dúna 10 ára.
Oft og tíðum vorum við vinkon-
urnar á heimili þeirra systkina og
við Dúna þá á þeim aldri að stríða
Davíð sem þá var unglingur. Það er
svo ekki fyrr en í öðrum bekk í
gaggó sem ég kynnist Davíð sem
persónu en hann var þá kominn í
hljómsveit í Þorlákshöfn sem hét
og heitir enn HEAD, eða eftir upp-
hafsstöfum félaganna, Hjartar,
Einars, Adda og Davíðs.
Við stelpurnar, nokkrar vinkon-
ur, fengum að vera heima hjá Hirti
og systir hans Ellu þegar okkur
vantaði félagsskap vinanna. Þar
var oft mikið hlegið, spilað á gítar,
hlustað á plötur og ýmislegt brall-
að sem unglingurinn geymir í
hjarta sínu.
Eftir skólalok í grunnskóla
skildi leiðir og við fórum öll hvert í
sína áttina. Árið 1984 eða um fjór-
tán áum síðar hittist þessi hópur
aftur á heimili mínu og var eins og
við hefðum ekki skilið nema í
nokkrar vikur.
Gítarinn, söngurinn, grínið og
gleðskapurinn var allur á sínum
stað, engu var gleymt og allt dregið
upp. Félagsskapurinn fékk heitið
„HEAD-hópurinn“. Nánast á
hverju ári síðan höfum við hist, ým-
ist með börnin okkar eða án þeirra,
allt eftir því hvað stóð til. Davíð var
einn stólpinn sem HEAD-hópur-
inn byggði á. Davíð var einstakur
öðlingur.
Alltaf glaður, alltaf jákvæður,
alltaf til í glens, en alltaf til staðar
sem vinur. Ég man ekki eftir því að
hafa heyrt Davíð hallmæla nokk-
urri manneskju heldur ætíð gleðj-
ast yfir velgengni annarra, hvort
sem var í leik eða starfi. Við í
HEAD-hópnum höfum haft að
leiðarljósi að fjarvera um HEAD-
helgi verði ekki afsökuð með neinu
nema að vera kominn undir græna
torfu. Núna er þetta svo kald-
hæðnislegt. Til stóð að HEAD-
hópurinn hittist nú 16. til 18. októ-
ber nk.
Elsku Davíð. Þú ert fyrstur í
hópnum til að hafa lögmæt forföll
og kveðja en þú væntanlega fylg-
ist áfram með okkur þótt út um
annan glugga sé. Við munum ætíð
í framtíðinni sakna þín og veru
þinnar með okkur. Takk fyrir allt,
vináttu og tryggð þína.
Elsku Ella og fjölskylda. Megi
allar góðar vættir styrkja ykkur í
sorginni. Það er stórt skarð eftir
þar sem Davíð var.
Með söknuði,
Ástríður Grímsdóttir.
Það var áfall að fá þær fréttir að
Davíð bróðir lægi þungt haldinn
inn á spítala og þyngra en tárum
taki að þurfa að kveðja hann. Dav-
íð var þremur árum eldri en ég.
Það kom fljótt í ljós að hann var
stóri bróðir minn sem ég leit upp
til. Allt sem hann gerði reyndi ég
líka að gera og áttum við mikla
samleið á barnsárum þar sem við
ólumst upp við Ljósafoss og Efra-
Sog. Þar var heimurinn skoðaður
og saman uppgötvuðum við lífið og
tilveruna. Úlfljótsvatn, Þingvalla-
vatn og náttúran í kring var leik-
vangur okkar. Veiða, klífa kletta
og leita að huldufólki sem við trúð-
um að byggju þar, ýmist í hlut-
verki indíána, kúreka eða álfa.
Hver dagur var ævintýri út af fyr-
ir sig. Davíð heyrði einhvern tím-
ann að gullskip Úlfljóts hefði verið
grafið í hól við heimili okkar og því
grófum við og grófum djúpa holu
inn í hólinn því Davíð var viss um
að skipið væri þar. Davíð var upp-
finningamaður og allt sem hann sá
og heyrði þurfti hann að prófa.
Reif tæki í sundur og setti aftur
saman. Eitt sinn fór hann í bíó á
myndina Mary Poppins og eftir
það var hann fullviss um að við
gætum flogið á regnhlíf. Ég var
viss um að ég dytti út í vatnið en
ég efaðist aldrei um að hann gæti
flogið. Það fór svo að hvorugt okk-
ar gat flogið og brotlentum við
bæði. Davíð var líka óskaplega
mikill snyrtipinni og herbergið
hans alltaf í röð og reglu. Hann
hafði gaman af því að teikna eða
byggja flugvélamódel. Ég man
eftir því að læðast inn í herbergið
hans og skoða og rannsaka það
sem hann var að fást við. En hann
sá alltaf ef einn hlutur hafði færst
til og þá var hann ekki sáttur. Eft-
ir það flutti fjölskyldan til Þorláks-
hafnar og við tóku unglingsárin.
Davíð eignaðist góðan vinahóp og
tónlistin fór að skipa stóran sess í
hans lífi. Sérstaklega minnisstætt
þegar hann byrjaði að læra á gítar
og þá voru það lög með Shadows
sem hann drakk í sig og spilaði af
krafti. Davíð var náttúrubarn og
drakk í sig allt sem umhverfið
hafði upp á að bjóða. Hann þekkti
flest fjöll og fuglategundir. Við
systkinin höfum notið þess að eiga
saman yndislegar stundir í sum-
arbústaðnum við Útey. Hans
verður sárt saknað í systkina-
hópnum. Davíð var mjög laghent-
ur. Það má segja að hvað sem
hann tók sér fyrir hendur þá lék
allt í höndunum á honum. Sama
hvort hann fór á skíði, hestbak, að
róa eða spila á gítarinn. Það gladdi
okkur þegar hann kynntist eigin-
konu sinni, Elínu Björgu og
byggðu þau sér fallegt heimili. Þar
stóðu dyr þeirra alltaf opnar öllum
í fjölskyldunni. Það var alltaf hægt
að leita til Davíðs sama hvað gekk
á og hann sjálfur vildi aldrei gefast
upp. Honum þótti óskaplega vænt
um okkur systkini sín og var ávallt
góður við okkur eins og alla í
kringum hann. Hann var einstak-
lega geðgóður og ljúfur maður. Ég
gæti margt upp talið hér sem ég
mun geyma með mér um æsku-
minningar og samleið okkar en
fyrst og fremst er ég þakklát fyrir
öll góðu samtölin, stuðninginn og
vinskapinn okkar alla tíð. Við Alli
og allur systkinahópurinn viljum
votta Ellu, Einari Erni, Olav Veig-
ari, mökum og barnabörnum okk-
ar dýpstu samúð.
Ástrún S. Davíðson.
þína og hláturinn sem ég elska
svo mikið.
Þitt barnabarn,
Elísabeth Granneman.
„Ólafía, hvar er Vigga?“ söng
ég lítill snáði og auðvitað átti ég
við hana frænku mína í Kára-
nesi sem er samofin æskuminn-
ingum mínum. Nú er þessi
hjartahlýja, káta vinkona mín
horfin á vit annarrar tilveru.
Ég mun hafa verið mjög ung-
ur, u.þ.b. tveggja ára, og hún þá
um fermingu þegar mamma fór
fyrst með mig í eftirdragi í
Kjósina til að kenna konunum í
kvenfélaginu kjólasaum. Víst er
að þá hafi frænka verið fengin
til að hafa auga með mér og
enn var hún til staðar þegar ég
sex ára kom fyrst til sumar-
dvalar í Káranes.
Myndir birtast í huga mér:
Allir sem gátu tóku til hendinni
því rifja þurfti heimatúnið eftir
rigningar, taka saman hey og
galta og raka dreif. Hestar og
menn og sólskin kóróna þessa
hugljúfu mynd. Þar tók frænka
til hendinni, einkum við að raka
dreifina. Sundmót hjá Ung-
mennafélaginu. Frænka stingur
sér til sunds í sjóinn neðan og
innan við Laxanes. Ungur mað-
ur birtist gjarnan að kvöldlagi
að heimsækja heimasætuna á
bænum.
Seinna gifting og barneignir
og frænka kemur í sveitina með
sveinana sína í heimsókn og
systkini hennar einnig með sín
börn svo að stundum voru mörg
barnabörn í heimsókn. Á sumr-
in tóku Ólafía og fleiri systkini
hennar þátt í heyskap og hirð-
ingu og þá var fjör og mikið
gaman. Seinna minnist ég heim-
sókna með Halla frænda til
frænku.
Þannig liðu árin og verkefnin
breyttust. Veru minni í Kára-
nesi lauk um 12 ára aldurinn og
samfundum við frænku fækk-
aði. En við hittumst öðru hvoru
og mér bárust reglulega kveðj-
ur frá henni með föður mínum
sem minntist hennar oft vegna
þægilegrar samveru og kæti.
Heimsókn í sumarbústaðinn
þeirra Eiríks nærri réttinni
sem var við Hjarðarholt hvar
ég minnist minnar fyrstu „rétt-
arferðar“ um miðja síðustu öld.
Við hjónin minnumst með þakk-
læti heimsóknar Lólóar með
Kristínu móður sinni til okkar.
Þá voru dætur okkar tvær
komnar í heiminn og við áttum
þar með þeim dýrmæta stund.
Alltaf mætti maður sama við-
mótinu hjá Ólafíu frænku, húm-
orísk og brosmild. Í huga mér
er og verður hún æ með bros á
vor og því fylgir dillandi hlátur.
Þetta er minn fjársjóður og ég
er þakklátur fyrir að hafa feng-
ið að kynnast svo góðri og
skemmtilegri frænku á lífsleið-
inni.
Eiríki og fjölskyldu hans
sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur okkar hjóna og systk-
ina minna.
Einar Long Siguroddsson.
Lóla var einstök. Hún var
hlý, skemmtileg, brosmild,
kímnigáfan rík. Hún var frænd-
rækin og hafði einlægan áhuga
á fólki. Fylgdist alla tíð vel með
ættingjum sínum og sýndi þeim
áhuga og hlýju. Sá áhugi og
hlýja náði reyndar lengra en í
frændgarðinn. Tengdir aðilar
fengu líka að njóta þess kær-
leika.
Það var okkur systrum lán
og gæfa að eiga Lólu að sem
frænku. Enginn reyndist okkur
betur en Lóla föðursystir. Þeg-
ar móðir okkar féll frá ung að
aldri, þá brást Lóla við með því
að flytja inn til Nonna bróður
um tveggja ára skeið og annast
okkur systur ásamt sínum eigin
börnum. Það var ómetanleg
hjálp ungum föður og litlum
systrum. Þar kom einnig við
sögu hinn ljúfi Eiríkur sem
ætíð hefur staðið þétt við hlið
sinnar konu í gegnum æviskeið-
ið. Saman áttu þau 5 börn sem
öll líkjast foreldrum sínum að
kostum og bera þeim góðan
vott.
Lólu þótti afar vænt um
Nonna bróður og sá kærleikur
var gagnkvæmur þó að það
væru ekki endilega höfð um það
mörg orð þeirra á millum. Fas
og bros þeirra beggja bar þess
einlægan vott þegar þau hitt-
ust.
Lóla og Guð voru góðir vinir.
Hún setti sitt traust á Guð,
kristilegan kærleik og eilíft líf.
Nú sjáum við þau systkin sam-
an fyrir okkur í annarri vídd,
brosa hvort til annars á sinn
kankvísa hátt. Lóla með sitt
kærleiksríka bros, sátt með sitt
æviskeið og Nonni bróðir á
sama hátt kíminn með blik í
auga.
Það er gott að eiga góða að
og fyrir það þökkum við systur
einlæglega.
Svo viðkvæmt er lífið sem
vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Kristín Jónsdóttir
Hjördís Jónsdóttir.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020
✝ Magnús Álfs-son fæddist í
Reykjavík 7. jan-
úar 1935. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Fellaskjóli 9.
september 2020.
Foreldrar hans
voru Guðrún
Magnúsdóttir, f. 5.
júlí 1894, d. 5.
mars 1969, og Álf-
ur Arason, f. 9.
október 1897, d. 22. maí 1983.
Magnús var yngstur af 11
systkinum þau eru, Ingibjörg, f.
1916, d. 2009, Sigurður Aron, f.
1918, d. 1998, Sigríður, f. 1920,
d. 2007, Ólöf, f. 1922, d. 2004,
Magnea, f. 1923, d. 1987, Guð-
rún, f. 1926, d. 2010, Svein-
björn Óskar, f. 1927, d. 1927,
Jón Óskar, f. 1929, d. 2020,
Ágústa, f. 1932, og Sigurbjörg,
Þórðardóttur, f. 31. október
1986, börn þeirra eru Victor
Líndal, f. 2011, Halldóra Lín-
dal, f. 2013, og Camilla Líndal,
f. 2019. 2) Valgeir Þór Magn-
ússon, f. 9. ágúst 1967, kvæntur
Ingibjörgu Sigurðardóttur, f.
22. febrúar 1968, börn þeirra
eru a) Helga Sjöfn, f. 31. ágúst
1985, b) Sigurður Heiðar, f. 30.
júlí 2002.
Magnús var uppalinn á Berg-
þórugötu í Reykjavík, en flutt-
ist til Grundarfjarðar og bjó
þar öll sín búskaparár. Hann
sinnti ýmsum störfum, var
kokkur á sjó, vann í verslun,
var verkstjóri í fiskvinnslu og
umsjónarmaður við sundlaug
og íþróttahús Grundarfjarðar.
Magnús verður jarðsunginn
frá Grundarfjarðarkirkju í dag,
18. september 2020, klukkan
13. Streymt verður frá útför-
inni: https://youtu.be/
Sk0Yei_Cl2w/. Virkan hlekk á
streymi má nálgast á https://
www.mbl.is/andlat/.
f. 1935, d. 1935.
Hinn 25. maí
1957 kvæntist
Magnús Aðalheiði
Magnúsdóttur frá
Kirkjufelli við
Grundarfjörð, f. 29
janúar 1932, d. 3.
febrúar 2007. Börn
þeirra eru: 1) Guð-
rún Magnúsdóttir,
f. 4 júlí 1961, í
sambúð með Þresti
Líndal Gylfasyni, f. 14 febrúar
1956. Börn þeirra eru a) Sigrún
Líndal Þrastardóttir, f. 2. febr-
úar 1981, sambýlismaður henn-
ar er Finnbogi Guðmundsson, f.
16. janúar 1979, börn þeirra
eru Brynjar Daði, f. 2004, Birg-
itta Rún, f. 2008, og Katrín
Heiða, f. 2012. b) Magnús Lín-
dal Þrastarson, f. 17. ágúst
1983, kvæntur Höllu Maríu
Elsku afi/langafi hefur nú
kvatt þessa jarðvist. Okkur
langar að minnast hans með
nokkrum orðum. Afi/langafi var
mikill barnakarl og hafði unun
af því að vera í kringum barna-
börnin sín og barnabarnabörn-
in.
Heima hjá honum var alltaf
til ís og fengu krakkarnir alltaf
eins mikinn ís eins og þau vildu
og fengu foreldrarnir litlu um
það ráðið.
Hann var alltaf til í að gera
eitthvað með þeim eins og
mála, lita, spila, horfa á teikni-
myndir og fleira. Þegar við fjöl-
skyldan komum í heimsókn til
hans á Hlíðarveginn var alltaf
tekið á móti okkur með heims-
ins besta hakki og spagettí, já
hann afi/langafi var góður
kokkur.
Hann hafði gaman af því að
fara með okkur í fjöruna við
Kirkjufell og tína skeljar og
steina og voru Birgitta og Katr-
ín ánægðar með steinasafnið
sem hann gaf þeim. Hann var
mikill húmoristi og hafði gaman
af því að stríða aðeins.
Brynjar, Birgitta og Katrín
sögðu langafa sinn vera töfra-
mann, hann gat látið peninga
hverfa og koma úr eyrunum á
þeim og eins gat hann tekið
þumalfingurinn á sér í sundur
og Brynjar reyndi mikið að
læra þetta hjá langafa sínum.
Afi/langafi var mjög músík-
alskur og söng mikið og var oft
mikið stuð í kringum hann.
Hann var alltaf til í að verja
tíma með okkur fjölskyldunni
og keyrði langa vegalengd til að
vera með okkur í bústað. Það
var erfitt fyrir okkur að vera
svona langt í burtu frá honum
og geta ekki heimsótt hann í
hverri viku en fyrir vikið voru
stuttu heimsóknirnar okkar
innihaldsríkar og skemmtileg-
ar.
Það verður skrítið að koma
til Grundarfjarðar og hitta afa/
langafa ekki þar.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Elsku afi/langafi, mikið rosa-
lega munum við sakna þín en
minningarnar munu fylgja okk-
ur áfram. Takk fyrir allt og allt.
Sigrún, Brynjar Daði,
Birgitta Rún og Katrín
Heiða.
Magnús Álfsson
✝ Ómar Berg-mann Lár-
usson fæddist á
Akranesi 27. nóv-
ember 1955. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
urlands 8. sept-
ember 2020.
Foreldrar hans
voru Lárus Jón
Engilbertsson, f.
23. maí 1924, d.
11. september 2001, og Gunn-
hildur Bergmann Benedikts-
dóttir, f. 17. mars 1927, d. 12.
mars 2015.
Systkini Ómars eru: Val-
gerður Olga, f. 1958, gift
Bjarna E. Gunnarssyni, Bene-
dikt Gunnar, f. 1961, giftur
Guðbjörgu S. Baldursdóttur, og
Eðvarð Rúnar, f.
1963.
Ómar ólst upp á
Akranesi. Hann fór
í Gagnfræðaskóla
Akraness og síðan
í Iðnskólann á
Akranesi og lærði
þar blikksmíði og
starfaði við það til
æviloka, lengst af
hjá Blikksmiðju
Guðmundar Hall-
grímssonar.
Útför Ómars fer fram frá
Akraneskirkju 18. september
2020 kl. 13 og verður athöfn-
inni streymt af vef Akra-
neskirkju (www.akranes-
kirkja.is) Virkan hlekk á
streymið má finna á https://
www.mbl.is/andlat/.
Ómar Bergmann Lárusson
blikksmíðameistari, af vinnu-
félögum kallaður Ommi Lár er
jarðsunginn í dag.
Ommi hefur verið hluti af
mínu lífi og fjölskyldunnar allr-
ar ansi lengi.
Hann var einn af fyrstu
starfsmönnunum í blikksmiðj-
unni hans pabba, Blikksmiðju
Guðmundar, byrjaði árið 1975
og starfaði þar þar til nýlega,
þegar veikindi Omma bundu
enda á það. 45 ár eru langur
tími og í raun nær öll starfsævi
Omma.
Ommi var eldklár húmoristi
og ótrúlegur hæfileikabolti.
Músíkalskur með afbrigðum og
hafsjór fróðleiks um tónlist,
spilaði á gítar, munnhörpu og
fleira, frábær ljósmyndari og
síðast en ekki síst afburða
flinkur blikksmiður.
Það var afskaplega gott að
vinna með Omma, ég man
hreinlega ekki eftir að hann
hafi skipt skapi en þolinmæðin
óendanleg, það hefur ábyggi-
lega tekið á að hafa 10 ára
pjakk að grallarast í kringum
hann, innan um stórvarasamar
vélar og tæki. Ommi var óspar
á góð ráð og leiðbeiningar þeg-
ar maður var að byrja að vinna
í blikkinu og alltaf var hægt að
leita til hans ef maður lenti í
vandræðum með einhverja
smíði, yfirleitt lumaði Ommi þá
á einhverju töfrabragði til að
leysa málið.
Þegar upp komu flókin og
vandasöm verkefni í blikk-
smiðjunni sem kröfðust vand-
aðra vinnubragða var lendingin
yfirleitt: “Ommi reddar því“ og
ávalt græjaði Ommi það, ekki
með æsingi eða stressi heldur
yfirvegun og útsjónarsemi.
Það var heiður að fá að vera
vinnufélagi og vinur Omma Lár
og sendi ég Edda, Gunna og
Olgu og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Finnbogi Rafn
Guðmundsson.
Ómar Bergmann
Lárusson