Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera   k Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Stigahlíð 28, Reykjavík, fnr. 203-1030, þingl. eig. Guðrún Margrét Þrastardóttir, gerðarbeiðendur Stigahlíð 28,húsfélag og Reykja- víkurborg, þriðjudaginn 22. september nk. kl. 10:00. Lágholtsvegur 9, Reykjavík, fnr. 202-4770, þingl. eig. Margrét Sif Hafsteinsdóttir og Júlíus Viðar Axelsson, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður, Reykjavíkurborg og Skatturinn, þriðjudaginn 22. september nk. kl. 11:00. Dísaborgir 3, Reykjavík, 50% ehl., fnr. 223-5489, þingl. eig. Justyna Malgorzata Kozak, gerðarbeiðendur Abdelaziz Mihoubi og Aur app ehf., þriðjudaginn 22. september nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 17. september 2020 Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Eiðsvallagata 20, Akureyri, fnr. 214-5765, þingl. eig. Klara Sólrún Hvannberg Hjartard og Sigurður Óli Jónsson, gerðarbeiðendur Akur- eyrarbær og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 22. september nk. kl. 10:00. Laugartún 23, Svalbarðsstrandarhreppi, fnr. 216-0504, þingl. eig. Sig- urður Hreinn Hjartarson og Bryndís Hafþórsdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi eys, þriðjudaginn 22. september nk. kl. 13:50. Hvanneyrarbraut 57, Fjallabyggð, fnr. 213-0551, þingl. eig. Anna Hulda Júlíusdóttir, gerðarbeiðandi Fjallabyggð, fimmtudaginn 24. september nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 17. september 2020 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Bæjarstjórn Akraness samþykkti á 8. september s.l. að auglýsa eftirtaldar tillögur í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010: Deiliskipulag Garðabrautar 1 Tillaga að nýju deiliskipulagi sem tekur aðeins til lóðarinnar við Garðabraut 1, á lóðinni stendur félagsheimili KFUM og KFUK. Í skipulaginu felst m.a. að rífa núverandi byggingu. Lóðin er stækkuð inn á vegstæði Garðabrautar um 339,0m², breytt lóð verður 3.424,0 m². Skilgreindir eru byggingarreitir fyrir tvö íbúðarhús fjögurra og sjö hæða með alls 20-30 íbúðum, hálfniðurgrafna bílageymslu sem tengist báðum íbúðarhúsum. Deiliskipulag Stofnanareits – Kirkjubraut 39 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna lóðarinnar nr. 39 við Kirkjubraut. Í tillögunni felst m.a. að í stað hótels er heimilt að byggja í íbúðarhúsnæði, með verslun og þjónustu á fyrstu hæð og bíla- og geymslukjallara. Hámarks nýtingarhlutfall fer úr 1,56 í 1,90. Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is frá og með 22. september 2020 til og með 6. nóvember 2020. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipu- lagstillögurnar er til og með 6. nóvember 2020. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 8.30-12.30, nóg pláss.Stólaleikfimi í Hreyfisal kl. 9.30. Zumba Gold kl. 10.30. Bingó kl. 13.30-14.30, spjald- ið kostar 250 kr. Kaffi kl. 14.45-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411- 2702. Allir velkomnir. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Stólajóga með Hönnu kl. 9. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17.15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 411-2600. Boðinn Hádegismatur kl. 11.20-12.30. Línudans kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10. Gönguferð um hverfið kl. 10.30. Bíó í setustofunni kl. 13. Opið kaffihús 14.30- 15.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall við hringborðið kl. 8.50-11. Skráning á þátttökulista fyrir vetrarstarfið er á skrifstofunni kl 8.50-16. Thai Chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhóp- ur MZ kl. 12.30-15.30. Hæðargarðsbíó kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30- 15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari uppl. í s. 411-2790. Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með- læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Dansleikfimi kl. 9.30 og 10.15 Stjörnuheimilið. Smiðja opin kl. 13–16. Allir velkomnir. Gerðuberg 3-5 Föstudagur kl. 8.30-16. Opin handavinnustofa kl. 10- 12. Prjónakaffi (Háholt) kl. 10-10.20 Leikfimi gönguhóps (sólstofu) kl. 10.30 Gönguhópur um hverfið kl. 13-16. Bókband með leiðbeinanda kl. 13-15. Kóræfing (Háholt). Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 13 tréskurður. Heitt á könnunni kl. 9 til kl. 15.30. Gullsmári Handavinna kl. 9. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður og tálgun kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa- vinna, opin vinnustofa kl. 9-16. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Brids í handa- vinnustofu kl. 13. Bíósýning ,,Maður sem heitir Ove" kl. 13.15. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9. í Borgum. Gönguhópar ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll. Hannyrðahópur í Borgum hittist kl. 12.30 í listasmiðju, og vöfflukaffi kl. 14.30 til 15.30. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag. Allir velkomnir í Borgir og á Korpúlfs- staði. Minnum á alla skráningarlista sem liggja frammi í Borgum á hin ýmsu námskeið og viðburði. Samfélagshúsið Vitatorgi Dönsum okkur inn í helgina með léttri dansleikfimi í morgunsárið, kl. 9.30. Í framhaldi af því hittist föstu- dags-spjallhópur í handverksstofu, kl. 10-11.30. Eftir hádegi verður Handaband í handverksstofu milli kl. 13-15.30. Vöfflukaffið verður einnig á sínum stað kl. 14.30. Hlökkum til að sjá ykkur og bjóðum góða helgi! Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Syngjum saman í saln- um á Skólabraut kl. 13. Spilað í Króknum kl. 13.30 og brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Nauðungarsala Smá- og raðauglýsingar Í dag kveð ég góða vinkonu og samstarfsfélaga til 15 ára. Ég er svo sem ekkert að meðtaka þetta ennþá og bíð bara eftir að sjá hana mæta, brosandi og með ný plön í vinnunni eða sögur af barna- börnunum sem áttu hug hennar allan og nýja húsinu sem þau Friðrik voru að kaupa. Kynni okkar Guðnýjar Helgu hófust í september 2005 þegar ég byrjaði hjá KPMG. Þá var ég send út í fyrirtæki eftir að hafa unnið í einn mánuð og hitti hana í fyrsta skiptið og ég var um leið handviss um að ég væri komin á réttan stað í lífinu með svona skemmtilegan leiðbein- anda, sem hún Guðný Helga var. Leiðir okkar lágu líka sam- an í gegnum Vestmannaeyjar en fljótlega kom í ljós að ég hafði unnið með pabba hennar, sem hafði kennt pabba mínum bifvélavirkjun, og þá fannst Guðnýju Helgu svo flott að hún væri að kenna mér. Guðný Helga hafði mikinn metnað í að opna útibú í Eyjum og að sjálfsögðu vorum við mættar til Eyja í febrúar 2014 og flögguðum KPMG-fána við hátíðlega athöfn og fannst svo gaman að vera loksins búnar að opna skrifstofu í Eyjum. Á hverri þjóðhátíð hitti ég hana á laugardeginum þar sem við fórum yfir hvað gerðist á föstudeginum og var hún alltaf með skemmtilegar sögur af vinafólki eða ættingjum sem hún hafði dregið til Eyja til að upplifa þjóðhátíð með henni. Guðný Helga var alltaf já- kvæð og gat alltaf snúið leið- indamálum í uppbyggilega hluti. Hún horfði ætíð á björtu hliðarnar og kom með góðar at- hugasemdir, þannig að alltaf vildi maður bæta sig. Guðný Helga Guðmundsdóttir ✝ Guðný HelgaGuðmunds- dóttir fæddist 22. nóvember 1968. Hún lést 5. sept- ember 2020. Útför Guðnýjar Helgu fór fram 17. september 2020. Ég hef alltaf dáðst að Guðnýju Helgu og hennar fjölskyldu því þeim tókst á skemmti- legan hátt að tvinna saman vinnu og fjölskyldulíf með aðstoð stór- fjölskyldunnar. Guðný þurfti iðu- lega að stinga af á vertíðum því syn- irnir áttu afmæli á þeim tíma. Hún nefndi oft hlæjandi að framkvæmdastjórinn væri nú ekkert ánægður með hvað hún hafði planað barneignir illa út frá vinnunni. Á móti kom að börnin áttu yndislega ömmu og afa sem voru alltaf til taks. Friðrik var hennar stoð og stytta og sá allra besti eiginmaður og félagi sem ég hef séð. Þótt Guðný Helga hafi fengið erfiðar fréttir um páskana þá vantaði ekki bjartsýnina í sím- tölunum sem við áttum. Lítið var um hittinga vegna Covid en frekar voru það símtöl um vinnu og vini og hvenær við myndum hittast næst og halda partí fyrir hæðina! Hún lofaði mér nefnilega partíi þegar hún væri búin að ná sér og það yrði sko í nýja húsinu þeirra Frið- riks! Ég kvaddi hana með þeim orðum og ég biði spennt eftir því og við skyldum finna tíma sem fyrst. Aldrei hefði ég trúað að við myndum ekki hittast aft- ur og hvað þá spjalla saman um lífið og veginn og hvað væri að gerast. En þótt Guðný Helga sé búin að kveðja þetta líf, þá trúi ég að ég muni hitta hana aftur og við tökum þá partíið sem við sáum fyrir okkur og skálum brosandi fyrir öllu því skemmtilega, því þannig man ég eftir elsku Guðnýju Helgu minni og þannig mun ég muna eftir henni. Elsku Friðrik og aðrir að- standendur, ykkar missir er mikill. Mínar dýpstu samúðar- kveðjur til ykkar allra og megi minningin lifa um ókomna tíð. Sigríður Soffía Sigurðardóttir. Enn man ég þeg- ar ég sá Þóru fyrst. Hún var ásamt vin- konu sinni, systur vinkonu minnar, á skautum á Tjörninni. Hún var glæsileg og ógleymanleg 10 ára stelpu. Síðar kynntumst við í félagsskap kvenna sem hittist fyrir meira en 30 árum, Lellunum svoköll- uðu, og stundaði leikfimi árla dags í Kramhúsinu. Þar var Þóra elst okkar og áhugasöm um að rækta líkamann, alltaf brosandi, kurteis og prúð og bar með sér gott uppeldi og góða menntun. Hún var glæsileg og bar aldurinn vel og hikaði ekki við að taka þátt í að sýna dans á samkomum í Kramhúsinu og auðvitað tróð hún upp með okk- ur í gleðskap og veislum félag- anna. Og enn var hún í æfingu og dansaði við Björgólf á 90 ára afmæli sínu. Ávallt fengum við góðar við- tökur á heimili þeirra hjóna. Eitt sinn þegar hún bauð heim eftir Þóra Hallgrímsson ✝ Þóra Hall-grímsson fædd- ist 28. janúar 1930. Hún lést 27. ágúst 2020. Útför Þóru fór fram 4. september 2020. leikfimi leið okkur svo vel við spjall og hlátur, að komið var fram á kvöld þegar haldið var heim. Þóra var fag- urkeri og var heim- ili þeirra hjóna fal- legt og bar vott um smekkvísi hennar, myndarskap og rausn. Í samtölum okkar kom oft fram hversu annt henni var um vini sína og vildi ávallt fylgjast með hag okkar og líðan. Hópurinn hefur ferðast mikið innan lands og utan og oftar en ekki var Þóra með. Hún var góð- ur og rólegur ferðafélagi og kom tungumálakunnátta hennar okk- ur oft vel. Þegar aldurinn tók að færast yfir og danssýningar og leikfimi heyrðu sögunni til mynduðum við spilaklúbb. Í bridsinu var Þóra síður en svo viðvaningur. Þar kunni hún sitt fag, var vön að spila brids og varð liðtækur félagi okkar. Dáðist ég oft að minni hennar og útsjónarsemi við spilaborðið. Við munum sakna Þóru og minnumst góðrar vinkonu. Við sendum Björgólfi og fjölskyldu samúðarkveðjur. María V. Heiðdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.