Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Undankeppni EM kvenna B-riðill: Bosnía – Danmörk.................................... 0:4  Danmörk 18 stig, Ítalía 18, Bosnía 15, Ísrael 4, Malta 4, Georgía 0. F-riðill: Ísland – Lettland...................................... 9:0 Svíþjóð – Ungverjaland ........................... 8:0 Staðan: Svíþjóð 4 4 0 0 24:1 12 Ísland 4 4 0 0 20:1 12 Slóvakía 4 1 1 2 2:9 4 Ungverjaland 5 1 1 3 5:17 4 Lettland 5 0 0 5 2:25 0 Pepsi Max-deild karla FH – Víkingur R....................................... 1:0 ÍA – Valur.................................................. 2:4 Staðan: Valur 14 11 1 2 34:14 34 FH 13 8 2 3 26:17 26 Stjarnan 12 6 6 0 20:10 24 Breiðablik 13 7 2 4 29:21 23 Fylkir 14 7 1 6 21:20 22 KR 12 6 2 4 23:17 20 HK 14 5 2 7 24:30 17 Víkingur R. 13 3 5 5 19:21 14 KA 13 2 8 3 11:14 14 ÍA 14 4 2 8 31:36 14 Grótta 14 1 4 9 12:29 7 Fjölnir 14 0 5 9 13:34 5 Lengjudeild karla Keflavík – Fram ....................................... 1:1 Grindavík – Leiknir R.............................. 1:1 Staðan: Fram 16 9 6 1 35:21 33 Keflavík 15 9 4 2 45:22 31 Leiknir R. 16 9 3 4 36:21 30 ÍBV 16 6 8 2 26:19 26 Þór 16 8 2 6 30:27 26 Grindavík 15 5 8 2 30:26 23 Vestri 16 6 5 5 22:22 23 Afturelding 16 5 3 8 32:27 18 Víkingur Ó. 16 4 4 8 21:35 16 Þróttur R. 16 3 3 10 13:30 12 Leiknir F. 16 3 3 10 16:34 12 Magni 16 2 3 11 17:39 9 2. deild kvenna Álftanes – Hamar ..................................... 2:2 Staðan: HK 13 10 0 3 42:10 30 Grindavík 12 8 2 2 30:10 26 FHL 12 7 2 3 29:21 23 Hamrarnir 13 5 3 5 18:20 18 Álftanes 11 5 2 4 21:27 17 Hamar 12 3 2 7 17:31 11 ÍR 13 2 4 7 25:34 10 Sindri 12 3 1 8 16:29 10 Fram 12 2 4 6 22:38 10 Evrópudeild UEFA 2. umferð: Astana – Buducnost................................. 0:1  Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik- inn með Astana. Bodö/Glimt – Zalgiris Vilnius ............... 3:1  Alfons Sampsted kom inn á hjá Bodö/ Glimt á 72. mínútu. Gautaborg – FC Köbenhavn .................. 1:2  Ragnar Sigurðsson var ekki í 18 manna hópi Köbenhavn. CSKA Sofia – BATE Borisov ................. 2:0  Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE. Mura – AGF.............................................. 3:0  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 75 mínúturnar með AGF. Viking – Aberdeen .................................. 0:2  Axel ÓskarAndrésson lék fyrstu 75 mín- úturnar með Viking frá Stavanger. Honvéd Búdapest – Malmö..................... 0:2  Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá Malmö á 79. mínútu og skoraði seinna mark liðsins á 86. mínútu. England Deildabikarinn, 2. umferð: Burnley – Sheffield United............ (1:1) 6:5  Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli hjá Burnley á 15. mínútu og útlit fyrir að hann hafi slasast á hné.  Olísdeild karla Þór Ak. – FH......................................... 19:24 Grótta – Stjarnan ................................. 25:25 Fram – Afturelding.............................. 27:27 Staðan: Afturelding 2 1 1 0 51:49 3 Valur 1 1 0 0 33:30 2 ÍBV 1 1 0 0 38:31 2 KA 1 1 0 0 23:21 2 Selfoss 1 1 0 0 27:26 2 Haukar 1 1 0 0 20:19 2 FH 2 1 0 1 54:52 2 Fram 2 0 1 1 48:50 1 Stjarnan 2 0 1 1 51:52 1 Grótta 2 0 1 1 44:45 1 Þór Ak. 2 0 0 2 41:48 0 ÍR 1 0 0 1 31:38 0 Meistaradeild karla Motor Zaporozhye – Barcelona......... 25:30  Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona. Danmörk Tvis Holstebro – Skanderborg .......... 34:27  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk fyrir Tvis Holstebro.   FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valur og FH eru í tveimur efstu sæt- unum í Pepsi Max-deild karla eftir sigra í frestuðum leikjum í gær. Valsmenn lögðu Skagamenn á Akra- nesi, 4:2, og FH-ingar sigruðu Vík- inga í Kaplakrika, 1:0. Þar með er forysta Valsmanna orðin átta stig en það eru FH-ingar sem eru komnir á hæla þeirra, renndu sér uppfyrir Stjörnuna og Breiðablik og eiga leik til góða á Hlíðarendaliðið. Þótt Valsmenn hafi komist í 3:0 á Akranesi í gær sluppu þeir með skrekkinn því Skagamenn gerðu til- kall til vítaspyrnu undir lokin þar sem þeir hefðu fengið færi á að jafna metin í 3:3. „Tilfinningin á Akranesi í leikslok var sú að heimamenn hefðu verið rændir stigi. Þeir voru undir á flest- um sviðum fótboltans í fyrri hálfleik og virtust hreinlega ekki eiga mögu- leika í toppliðið en sýndu klærnar eftir hlé og það án lykilmanna,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Patrick Pedersen skoraði tvö marka Vals og hefur nú gert 11 mörk í deildinni. Það stefnir í bar- áttu hans, Stevens Lennons (13) og Thomas Mikkelsens (12) um marka- kóngstitilinn. Pedersen hefur nú gert 66 mörk í deildinni og er kom- inn í 23. sætið yfir markahæstu leik- mennina í sögu hennar.  Haukur Páll Sigurðsson er orð- inn fjórði leikjahæstur í sögu Vals í deildinni. Hann fór uppfyrir Magna Blöndal Pétursson í gærkvöld og spilaði sinn 191. leik fyrir Val í deild- inni.  Skagamenn hafa nú fengið á sig 28 mörk í síðustu átta leikjum og að- eins unnið einn þeirra. Hélt upp á 100. leikinn FH-ingar áttu oft í vök að verjast gegn frískum Víkingum í Kapla- krika en stóðu þá af sér með sterk- um varnarleik og góðri markvörslu Gunnars Nielsens. Færeyingurinn hélt upp á 100. leik sinn í deildinni með fínni frammistöðu. Víkingar skora ekki mörk þótt þeir eigi hvað eftir annað hina fín- ustu leiki gegn toppliðum deild- arinnar. Enginn virðist geta stutt við bakið á Óttari Magnúsi Karls- syni. Ef hann skorar ekki eru litlar líkur á að þeir komist á blað.  Hjörtur Logi Valgarðsson skoraði sigurmark FH og hann kemst ekki á blað á hverjum degi, hvað þá hverju ári. Þetta er hans sjöunda deildamark á fimmtán árum í meistaraflokki, á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Jafnframt hefur hann nú í fyrsta sinn skorað tvö mörk á sama tímabilinu.  Hjörtur Logi átti ekki að hefja leik en hann kom í stað Péturs Við- arssonar sem fann fyrir stífleika í læri í upphitun og varð að hætta við þátttöku í leiknum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skallar Varnarmenn FH voru sterkari en sóknarmenn Víkinga í návígjum og hér hefur Hörður Ingi Gunnarsson betur gegn Kwame Quee. Sluppu með skrekkinn  Átta stiga forskot Vals og FH í ann- að sætið  Víkingar skora ekki mörk ÍA – VALUR 2:4 0:1 Patrick Pedersen 6. 0:2 Sigurður Egill Lárusson 23. 0:3 Patrick Pedersen 31. 1:3 Brynjar Snær Pálsson 75. 2:3 Gísli Laxdal Unnarsson 80. 2:4 Kaj Leo i Bartalsstovu 90. M Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Lasse Petry (Val) Patrick Pedersen (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – 5. Áhorfendur: Ekki gefið upp. FH – VÍKINGUR R. 1:0 1:0 Hjörtur Logi Valgarðsson 43. MM Guðmundur Kristjánsson (FH) M Guðmann Þórisson (FH) Gunnar Nielsen (FH) Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) Hörður Ingi Gunnarsson (FH) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Halldór J. S. Þórðarson (Vikingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Kwame Quee (Víkingi) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 6. Áhorfendur: 403.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. EVRÓPUDEILDIN Kristján Jónsson kris@mbl.is KR er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 2:1-tap fyrir Flora í 2. umferð keppninnar á Lilleküla- leikvanginum í Tallinn, höfuðborg Eistlands, í gær. Þar með eru öll fjögur íslensku liðin úr leik í keppn- inni þetta árið. KR-ingar byrjuðu reyndar í Meistaradeild Evrópu eins og eist- neska liðið. Flora og KR töpuðu bæði í 1. umferð Meistaradeild- arinnar og færðust því yfir í Evr- ópudeildina. Flora er komið áfram í 3. umferð og leikur gegn Floriana frá Möltu í næstu viku. KR-ingar urðu fyrir mótlæti í upphafi leiks. Fyrst þurfti Finnur Orri Margeirsson að fara meiddur af velli strax á 5. mínútu en hann togn- aði væntanlega. Mínútu síðar tók Flora forystuna. KR-ingar töpuðu boltanum á miðsvæðinu og Flora náði hraðri sókn sem leikmenn liðs- ins útfærðu vel. Miðherjinn Rauno Sappinen náði að keyra inn í teiginn og potaði boltanum utarlega í hægra hornið. KR-ingar voru ósáttir við dóm- gæsluna á 12. mínútu en þeir töldu sig þá hafa jafnað leikinn. Þeim tókst að koma boltanum í markið hjá Flora og það gerði Ægir Jarl Jón- asson af stuttu færi. Markið var dæmt af vegna rangstöðu en Ægir fylgdi vel eftir aukaspyrnu sem markvörður Flora varði frá Krist- jáni Flóka Finnbogasyni. Dómurinn gæti hæglega hafa verið rangur. Kristján Flóki skaut hátt yfir úr góðri stöðu þremur mínútum síðar og Igonen markvörður Flora lokaði vel á Atla Sigurjónsson á markteign- um eftir góða sókn KR á 24. mínútu. Á 36. mínútu tók KR hornspyrnu. Leikmenn Flora náðu að koma bolt- anum út úr teignum og fengu skyndisókn. Leikmenn KR voru fljótir að skila sér til baka og leik- menn Flora hægðu ferðina. Boltinn var þá sendur á Michael Lilander sem er greinilega með góða skot- tækni. Hann lék vaða nokkuð fyrir utan teig og skoraði með föstu skoti neðst í vinstra hornið. Eistnesku meistararnir voru því 2:0 yfir að loknum fyrri hálfleik þótt KR-ingar hafi verið töluvert með boltann. Tíu KR-ingar skoruðu Flora hefur unnið 18 af 20 leikjum sínum í eistnesku deildinni og liðið kunni ágætlega að vinna úr þeirri stöðu sem upp var komin í síðari hálfleik. Svo virtist sem möguleikar KR-inga væru úr sögunni á 58. mín- útu þegar Ægi var vísað af velli en hann fékk þá gula spjaldið í annað sinn í leiknum. Íslandsmeisturunum tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki skoraði laglegt skallamark eftir að Kennie Chopart sendi aukaspyrnu inn á vítateig Flora. Besta færi KR til að jafna kom í uppbótartíma en Stefán Árni Geirs- son skallaði yfir af markteig eftir góðan undirbúning Kristins Jóns- sonar og Óskars Arnar Haukssonar sem kom inn á sem varamaður hjá KR. Ísland gæti misst sæti Úrslit íslensku karlaliðanna í Evr- ópukeppnum félagsliða hafa gert það að verkum að staða Íslands á styrkleikalista félagsliða í Evrópu er orðin tvísýn. Væntanlega skýrist það ekki fyrr en í dag eftir útreikn- inga UEFA hvort Ísland heldur fjórum sætum í Evrópukeppnum félagsliða. Eftir að hafa fallið um ellefu sæti á tveimur árum er sú hætta fyrir hendi að Ísland fái þrjú sæti í keppn- unum. Breytingin myndi þá taka gildi sumarið 2022 eða þegar Evr- ópukeppnir félagsliða keppnis- tímabilið 2022-2023 fara af stað. KR-ingar fara nú í fimm daga vinnustaðasóttkví en í gærkvöldi var leikur Breiðabliks og KR enn á dag- skrá í Pepsí Max-deildinni næsta sunnudagskvöld. Öll íslensku liðin úr leik  Flora sló KR út í Tallinn  Slæm byrjun gerði KR-ingum erfitt fyrir  Ægir Jarl fékk brottvísun  Mark Kristjáns Flóka í síðari hálfleik dugði ekki til Ljósmynd/Þórir Tryggvason Þungbúnir Bjarni Guðjónsson og Rúnar Kristinsson máttu sætta sig við tap.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.