Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 10

Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 10
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Karlalandsliðið í knattspyrnu leikur þrjá landsleiki á Laugardalsvelli á einni viku eftir um hálfan mánuð. Völlurinn er í góðu standi miðað við álag undanfarið og hefur Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri, ekki miklar áhyggjur af vellinum að svo stöddu . Hann segist þó fylgjast vel með langtímaveðurspám. Kristinn sagði í gær að á síðustu fjórum vikum hefði talsvert álag ver- ið á vellinum með þremur lands- leikjum kvenna og karla og þeim fylgdu jafnan æfingar liða og dóm- ara. Hann segir að frá því í byrjun ágúst hafi verið unnið að undirbún- ingi fyrir leiki haustsins og sá dagur ekki liðið að ekki væri eitthvað unnið í vellinum. Miðað við aðstæður megi segja að völlurinn sé á áætlun og segist Kristinn hafa rætt við að- standendur landsliðsins um æfinga- álag þegar nær dregur landsleikj- unum í október. Sleginn nokkrum sinnum „Hærra hitastig, eins og útlit er fyrir, mun hjálpa okkur og við von- umst eftir rigningu um helgina,“ segir Kristinn. „Í dag og í gær bár- um við áburð á völlinn, sáðum fræi og gerðum við sár. Völlurinn var sleginn á miðvikudag og fram að leik verður hann sleginn nokkrum sinn- um. Ekki bara til að losna við grasið heldur ekki síður til að halda lífi í grasinu og gera munstur í völlinn.“ Fyrsti leikurinn í landsleikjatörn haustsins verður fimmtudaginn 8. október þegar Rúmenar koma í heimsókn. Um umspilsleik fyrir Evrópukeppnina næsta sumar er að ræða og leika sigurvegararnir rúm- um mánuði síðar, 12. nóvember, gegn annað hvort Búlgaríu eða Ung- verjalandi. Í þeim leik verður sæti í úrslitum Evrópukeppninnar í húfi. Aðeins þremur dögum eftir Rúmeníuleikinn koma Danir í heim- sókn sunnudaginn 11. október og á miðvikudeginum, 14. október, verða Belgar gestir í Laugardalnum. Þess- ir tveir leikir eru í Þjóðadeildinni. Landsleikirnir verða þó ekki síð- ustu leikir ársins á Laugardalsvelli. Úrslitaleikur í mjólkurbikar kvenna fer fram á vellinum 6. nóvember og karlarnir leika til úrslita tveimur dögum síðar, svo fremi sem kórónu- veikin setji ekki strik í reikninginn. Morgunblaðið/Eggert Laugardalsvöllur Algeng vorverk hafa verið unnin á vellinum undanfarið og svo verður fram að landsleikjunum. Vel fylgst með lang- tímaspám í Laugardal  Sá, vökva og bera áburð á völlinn  Landsleikjatörn Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Nemendur ná æ betri tökum á fjar- námi og kennarar hafa verið opnir fyrir breytingum á starfsháttum sín- um,“ segir Steinunn Inga Óttars- dóttir, skólameistari Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. „Vissulega kemur ekkert í staðinn fyrir staðnám og samskipti, en til lengri tíma litið þætti mér fráleitt að nýta ekki reynslu og þekkingu sem við höfum öðlast nú á veirutímanum til breytinga eða frekari framþróun- ar á skólastarfi.“ Eðlilegur árangur Um 530 nemendur eru við FVA og í þessari viku hafa nemendur í bók- námi allir setið heima. Fyrirlestrum kennara er varpað út á netið og vinna við verkefni og skil á þeim eru rafræn. Verklegar greinar við skól- ann hafa nú í vikunni hins vegar ver- ið kenndar á staðnum, svo og áfang- ar á starfsbraut. Trésmíði, málm- iðnir og rafvirkjun eru í sérstökum verknámsbyggingum þar sem vel er gætt að sóttvörnum og fjarlægðar- mörkum og samskiptum fólks er haldið í lágmarki. Sjúkraliðanám er svo að stórum hluta kennt í fjar- kennslu, rétt eins og hefð er fyrir. Ekki er ljóst enn hvernig skólastarfi í næstu viku verður háttað. Þau mál skýrast um helgina en skólameist- arinn segist vongóð um að hægt verði að hefja staðnám að nýju. „Við hófum haustönnina hér í skól- anum með blöndu af fjar- og stað- námi en fórum fljótlega yfir í stað- nám fyrir alla. Þegar smit af Covid 19 kom upp í líkamsræktarstöð hér á Akranesi í síðustu viku færðum við okkur yfir í fjarkennslu og höfum verið þannig þessa vikuna, hvert sem framhaldið verður. Að færa sig aftur í fjarkennslu var lítið mál og þar bjuggum við að reynslu frá vorönn- inni. Útkoman þá var ágæt og árang- ur nemenda mjög svipaður því sem gerist við eðlilegar aðstæður,“ segir Steinunn Inga. „Fjarnám hentar fjölda nemenda og er ágæt ögun og þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum. Aðra skortir ef til vill aðhaldið og sakna hefðbundinnar kennslu og alltaf er hætta á því að einhverjir heltist úr lestinni.“ Skrúfað fyrir félagslífið Skrúfað hefur verið fyrir allt fé- lagslíf í FVA sem er þó alltaf stór hluti af námi og starfi í framhalds- skóla. Sem dæmi má þar nefna að leiksýningu nemendafélagsins hefur verið frestað tvívegis. Fyrst í mars þegar samkomubann var sett á og svo aftur nú á haustönninni, en í kvöld, 25. september, átti að frum- sýna nýstárlega uppfærslu á hinu sí- gilda verki Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Æfingar stöðvuð- ust hins vegar meðan nokkrir leik- aranna eru í sóttkví, en nú er stefnt á frumsýningu í Bíóhöllinni á Akranesi 9. október næstkomandi. Bóknám allt í fjarkennslu  Starfsháttum breytt í FVA  Verknemar eru einir í stað- námi  Reynslan verði nýtt  Þjálfun í sjálfstæðri vinnu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólameistari Fjarnám hentar mörgum, segir Steinunn Inga. Viðhorf til íslensku Málræktarþing Íslenskrar málnefndar verður haldið laugardaginn 26. september í fyrirlestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu og verða viðhorf til íslensku í brennidepli. Verið öll velkomin! DAGSKRÁ 13.00 Setning og ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar 13.10 Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2020 13.20 Sigríður Sigurjónsdóttir: Viðhorf ungra Íslendinga til íslensku á tímum stafræns málsambýlis við ensku 13.40 Finnur Friðriksson: „Já, þá fær maður hærri einkunn í íslensku, ef maður talar rétt.“: Íslenskt mál í augum nemenda og kennara. 14.00 Anna Vilborg Einarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir: Tungumál í ferðaþjónustu 14.20 Kelsey Hopkins: Að ofreyna sig við að reyna að vanda sig: Athugun á almennri umræðu um málvöndun í Facebook-hópnum Málvöndunarþátturinn 14.40 Afhending viðurkenningar Íslenskrar málnefndar 2020 14.50 Kaffiveitingar Fundarstjóri: Steinunn Stefánsdóttir www.ms.is www.islenskan.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.