Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 11
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur
fallist á ósk Vegagerðarinnar um
endurskoðun á þjónustusamningi
um ferjusiglingar á milli lands og
Eyja. Málið snýst um viðbótar-
kostnað vegna meiri mönnunar
skipsins en gert var ráð fyrir þegar
samið var. Vegagerðin telur sig ekki
geta hækkað samningsfjárhæð ein-
hliða, umfram fjárveitingar.
Mikill taprekstur hefur verið á
Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi á
þessu ári. Stjórnendur félagsins,
sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar,
og stjórnendur bæjarins segja að
það stafi af tekjufalli vegna kórónu-
veirufaraldursins og af vanefndum
ríkisins á þjónustusamningi. Herj-
ólfur ohf. gerði í haust kröfu um
rúmlega 400 milljóna greiðslu frá
ríkinu vegna þessa.
Félagið tilkynnti í lok ágúst upp-
sögn allra starfsmanna félagsins.
Þeir láta að óbreyttu af störfum í
lok nóvember.
Fjölgað um sex í áhöfn
Um miðjan mánuðinn óskaði
Vegagerðin eftir viðræðum við Vest-
mannaeyjabæ um endurskoðun á
þjónustusamningi um rekstur Herj-
ólfs, vegna breyttra forsendna. Þar
var eingöngu vísað til kostnaðar
sem orðið hefur vegna meiri mönn-
unar ferjunnar en gert var ráð fyrir.
Í forsendum þjónustusamnings
Vestmannaeyjabæjar og Vegagerð-
arinnar, sem gerður var 2018, kem-
ur fram að miðað var við að níu
menn væru í áhöfn ferjunnar og
áhafnir yrðu þrjár enda var gert ráð
fyrir því að nýja ferjan yrði hag-
kvæmari í rekstri en sú gamla. Tek-
ið var fram að ef mönnun yrði önnur
myndi samningsfjárhæð hækka eða
lækka til samræmis. Samgöngustofa
ákvað síðan að endurskoða mönnun
skipsins og gaf út að lágmarks-
mönnun yrði ellefu. Miðað við þrjár
áhafnir þýðir það sex starfsmönnum
meira en gert var ráð fyrir í samn-
ingi.
Vestmannaeyjabær telur sig eiga
kröfu á að fá þennan mismun bætt-
an og styður lögmaður sem farið
hefur yfir samninginn þann skiln-
ing. Lögmaður sem Vegagerðin leit-
aði til bendir hins vegar á að samn-
ingsgreiðslur séu háðar samþykki
Alþingis og margvíslegum fyrir-
vörum. Vegagerðinni sé ekki skylt
að leggja til hækkun á samnings-
fjárhæð heldur að leita eftir breyt-
ingum á samningum með vísan til
breyttra forsenda.
Það hefur Vegagerðin gert með
bréfi sínu og Vestmannaeyjabær
fallist á. Gera má ráð fyrir að það
leiði til þess að drög að nýjum samn-
ingi verði lögð fyrir fjárveitingar-
valdið. Í ályktun bæjarstjórnar
Vestmannaeyja þar sem ákveðið var
að skipa fulltrúa í starfshóp Vega-
gerðarinnar er lögð þung áhersla á
að það sem kallað er útistandandi
skuldir Vegagerðarinnar við Herjólf
ofh. verði gert upp hið fyrsta. Jafn-
framt að mikilvægt sé að tryggja að
þjónusta Herjólfs verði ekki skert.
Þá er talið mikilvægt að lengja
samningstímann til að gefa rekstr-
arfélaginu möguleika á að ná stöð-
ugleika á ný, eftir þetta óvenjulega
rekstrarár. Núgildandi samningur
rennur út í lok næsta árs.
Í þessum viðræðum verður vænt-
anlega einnig rætt um kröfu Herj-
ólfs ohf. um að samningsfjárhæðir
verði verðbættar samkvæmt þróun
„ferjuvísitölu“ frá maí 2018, þegar
samningurinn var gerður, en ekki 1.
október þegar afhending skipsins
var áformuð en Vegagerðin hefur
miðað við seinni dagsetninguna.
Lögmenn Vestmannaeyjabæjar og
Vegagerðarinnar túlka þetta hvor á
sinn hátt. Lögmaður Vestmanna-
eyjabæjar telur að ákvæðið verði
ekki skilið á annan veg en þann að
grunnvísitalan miðist við undirritun
samninga og fyrsta verðbreyting
eigi að vera 1. október. Lögmaður
Vegagerðarinnar les það út úr
samningnum að viðmiðunardagur
fyrir upphafstíma samningsins og
þá einnig verðtrygging hans miðist
við 1. október.
Tekjufall vegna faraldursins
Herjólfur ohf. hefur orðið fyrir
miklu tekjufalli vegna kórónuveiru-
faraldursins og gerir kröfu um að
ríkið bæti tjónið. Ljóst er að rekst-
urinn er á ábyrgð Herjólfs ofh. og
eigandans, Vestmannaeyjabæjar, og
ekki verður séð að þjónustusamn-
ingurinn veiti baktryggingu ríkisins
fyrir slíku tjóni. Væntanlega þarf
fyrirtækið að leita beint til stjórn-
valda með ósk um slíkt. Það er þá
ríkisstjórnar eða Alþingis að meta
það hvort reksturinn, sem vissulega
er sér á báti í hópi ferðaþjónustufyr-
irtækja og gerður í þeim tilgangi að
tryggja samgöngur við Vestmanna-
eyjar, réttlæti meiri fyrirgreiðslu en
fyrirtækið hefur þegar fengið í al-
mennum ráðstöfunum.
Greiðslur hækka ekki sjálfkrafa
Vegagerðin og Vestmannaeyjabær taka upp viðræður um endurskoðun þjónustusamnings um
ferjusiglingar vegna breyttra forsendna Auknar greiðslur háðar samþykki fjárveitingavaldsins
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferja Herjólfur siglir til hafnar í Vestmannaeyjum á björtum degi. Aftur á móti hrannast upp óveðursský í rekstri.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
www.agustav.is s. 8230014
VERSLUN
VÖNDUÐ ÍSLENSK HÚSGÖGN
Skólavörðustíg 22