Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
Ingólfstorg Ástin svífur yfir vötnum hjá þessu pari sem átti leið um Ingólfs-
torgið í vikunni, í öllu falli gefur konan það til kynna á kápu sinni.
Eggert
Þéttingarstefna
meirihlutans í Reykja-
vík á miðborgarsvæð-
inu og næsta nágrenni
með byggingu háhýsa
og rándýrra íbúða,
samfara því að nánast
engum lóðum hefur
verið úthlutað undir
einbýli, parhús, raðhús
og minni fjölbýlishús í
borginni sl. áratug,
hefur m.a. haft eftir-
farandi afleiðingar:
1. Íbúðaverð í Reykjavík hefur
hækkað í himinhæðir, þannig að nær
útilokað er fyrir ungt fólk að festa
kaup á íbúð, nema með verulegum
stuðningi sinna nánustu. Einungis
hluti ungs fólks býr að slíkum fjár-
stuðningi.
2. Fjöldi Reykvíkinga hefur flutt
úr borginni í nágrannasveitar-
félögin, einnig til Akraness og Sel-
foss, þar sem fjölbreytni lóða er
miklu meiri og íbúðarverð mun hag-
stæðara.
3. Stórtækir byggingaraðilar
stýra að mestu skipulagsstefnu
(leysi) meirihlutans í byggingu íbúð-
arhúsnæðis.
4. Samþykkt stórfelld uppbygging
íbúða í gamalgrónum hverfum, sbr.
innst í Furugerði, þétt við Bústaða-
veg. Í eldra skipulagi m.v. 4-6 íbúðir
en nú samþykktar 35 íbúðir.
5. Byggingarmöguleikar ein-
staklinga eru almennt ekki lengur
fyrir hendi – lóða- og skipulags-
stefna meirihlutans hefur tryggt
það.
6. Þrengt er verulega að Reykja-
víkurflugvelli. Hlíðarendasvæðið,
þar sem þétting byggðar er mikil.
Fyrirhuguð byggð í Skerjafirði
1.300 íbúðir, þar sem
engin bílastæði eru á
yfirborðinu, heldur í
risastórum bílakjall-
ara. Einnig kynnti
meirihlutinn áform um
300 íbúða byggð á reit
Fluggarða á Reykja-
víkurflugvelli, þar sem
flugstarfsemi hófst á
Íslandi og miðstöð
kennslu- og einkaflugs
er nú. Í byrjun júlí sl.
krafðist borgarstjóri
þess af samgöngu-
ráðherra að ÁN TAFAR yrði fund-
inn nýr staður fyrir kennslu- og
einkaflugið. Á hvaða flugvöll á að
vísa kennslu- og einkafluginu? Borg-
arstjóra fer ekki vel að nota orðin
„án tafar“.
Umferðarmál í ólestri
Skipulagsstefna meirihlutans
bitnar ekki síður á umferðarmálum
borgarinnar. Ljóst er að formaður
skipulagsráðs, Sigurborg Ósk Har-
aldsdóttir, hefur lítinn áhuga á því
að Sundabraut verði byggð. Einnig
er hún greinilega á móti því að mis-
læg gatnamót verði byggð á mótum
Reykjanesbrautar og Bústaðavegar
og forðast að tala um mislæg gatna-
mót á þessum stað.
Í borgarráði 21. mars 2017 lögðu
Sjálfstæðismenn fram tillögu um
gerð mislægra gatnamóta á Reykja-
nesbraut/Bústaðavegi. Tillagan var
samþykkt með breytingartillögu
meirihlutans þannig að í stað
orðanna „gerð mislægra“ kom „út-
færsla“. Uppdrættir af þessum
gatnamótum sem liggja fyrir hjá
borgaryfirvöldum sýna mislæg
gatnamót, sem taka fullt tillit til Ell-
iðaárdalsins og Elliðaánna. Sam-
gönguráðherra er margoft búinn að
lýsa þeirri skoðun sinni að á þessum
gatnamótum verði byggð mislæg
gatnamót.
Í samgöngusáttmála ríkis og
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
sem undirritaður var í september
2019, m.a. af Degi B. Eggertssyni
borgarstjóra, er gert ráð fyrir 1.100
m.kr. fjárveitingu árið 2021 í gatna-
mót Reykjanesbrautar og Bústaða-
vegar, sem sýnir svart á hvítu að um
er að ræða mislæg gatnamót. Af ein-
hverjum ástæðum mátti ekki nefna
„mislæg gatnamót“ í samgöngu-
sáttmálanum, heldur einungis
„gatnamót“. Ekki verður séð að rík-
ið leggi fjármuni í borgarlínu ef
meirihlutinn dregur endalaust
ákvarðanatöku sína varðandi þessi
gatnamót, hvað þá ef meirihlutinn,
undir forystu Sigurborgar, fellst
ekki á mislæg gatnamót á þessum
umferðarþungu og hættulegu gatna-
mótum.
Borgarlína skal það vera
Fátt annað kemst að hjá meiri-
hlutanum í borgarstjórn í umferð-
armálum en borgarlína. Næstu 10-
15 árin skal það vera borgarlína með
tugmilljarða kostnaði og stórfelldri
byggingu fjölbýlishúsa meðfram
borgarlínu, þar sem innheimt verða
himinhá lóðagjöld. Er það ungt fjöl-
skyldufólk sem á að kaupa þessar
íbúðir?
Eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
» „Af einhverjum
ástæðum mátti ekki
nefna „mislæg gatna-
mót“ í samgöngu-
sáttmálanum, heldur
einungis „gatnamót“.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Skipulagsstefna í ógöngum
Margar bækur eru
óskiljanlegt þrugl
jafnskjótt og útgáfu-
vökvinn rennur af
þeim og óráð raun-
veruleikans tekur við.
Þannig verður
„Kommónistaávarpið“
aðeins minning um
óráð þess er það rit-
uðu og veruleikafirr-
ingu þeirra, er það
lásu sem trúarrit. Mörg falleg kvæði
voru ort því til dýrðar en skáldin
voru vondir menn.
Þeir sem trúðu
Þannig segir á einum stað um þá,
sem trúðu, „Flest urðu þau fyrir
nokkrum vonbrigðum með „sósíal-
ismann“ en reyndu lengi vel að sýna
skilning á vandamálinu sem tíma-
bundnum erfiðleikum eða utanað-
komandi þrengingum. Þau fóru
snemma að bera saman bækur sínar
skriflega og leita skýringa og kom-
ust smám saman að þeirri sameigin-
legu niðurstöðu að sovéska fyrir-
myndin væri enginn sannur
sósíalismi hvað þá kommúnismi.
Þetta var að því leyti nýstárlegt að
niðurstaðan var ekki sprottin af póli-
tískum fjandskap, heldur miklu
fremur upphaflegri velvild.“
Fyrr á þessu ári kom út bók sem
ber heitið „Draumar og veruleiki“
eftir Kjartan Ólafsson, en við lestur
hennar má ætla að ritið heiti
„Kommónistaandvarpið“. Þar kem-
ur fram að lífsskoðun flestra ís-
lenskra sósíalista var lögð í rúst á
árunum eftir 1950 og ef til vill end-
anlega 1968. Moggalygin var að
mestu sannleikur, en það skyldi
aldrei viðurkennt. „Moggalygin“ var
eftir allt óráð raunveruleikans.
Flestu snúið áhvolf
Verkalýðsrekendur
telja margir hverjir að
skjólstæðingum sínum
sé best borgið með því
að hatast við fyrirtæki
og atvinnurekendur.
Hagnaður og arður er
afrakstur af glæpa-
starfsemi. Þó er það
svo að fyrirtæki sem
hafa hagnaðarmarkmið
hafa einnig getu til að
greiða laun.
Nú er skollið á „alræði öreiganna“
með því að launþegum er gert skylt
að tryggja framtíð sína við öldrun og
örorku með framlagi í lífeyrissjóði.
Þar er í raun fé án hirðis. Eign
þess sem leggur fram af launum sín-
um er ekki skráð, þó „eign og rétt-
indi“ séu metin. Meðferð lífeyris-
eigna annarra ræðst af samvisku og
viti stjórnarmanna í lífeyrissjóðum.
Oft vill það verða svo að „einfaldur
hór er mál sem menn eiga fyrst og
fremst við samvisku sína.“ Ein röng
ákvörðun er eins og einfaldur hór.
Röng ákvörðun stjórnarmanns, sem
byggist á hatri, getur varla talist
einfaldur hór.
Auðmagnið
Hið eiginlega auðmagn er nú í
fárra höndum, það er að segja
stjórnarmanna í lífeyrissjóðum.
Stjórnarmenn lífeyrissjóða eru
bundnar af sömu lögmálum og
stjórnarmenn í fyrirtækjum. Stjórn-
armenn í lífeyrissjóðum eiga aðeins
að gæta hagsmuna sjóðfélaga varð-
andi lífeyri.
Vitfirrtir menn hafa sagt í þing-
ræðum að það sé samfélagsleg
skylda lífeyrisjóða að standa undir
hagvexti í landinu.
Hættulegastir af öllum eru
skuggastjórnendur í lífeyrissjóðum.
Þeir haga sér á þann veg, að hin eig-
inlega stjórn sem á að vera sjálfstæð
í störfum sínum er þvinguð til annar-
legrar niðurstöðu í málum, niður-
stöðu sem er ætlað að tryggja óeðli-
lega hagsmuni. En hagsmuni
hverra? Það er ekki alltaf augljóst.
En víst er að það eru ekki hags-
munir sjóðfélaga.
Niðurstaða úr hlutafjárútboði
Icelandair
Niðurstaðan úr hlutafjárútboði
Icelandair í síðustu viku er um
margt athyglisverð. Niðurstaðan
verður skráð sem traust. Það er
morgunljóst að Icelandair á í erfið-
leikum. Það er einnig ljóst að margir
eru haldnir flugvisku. Þeir eru einn-
ig til, sem eru haldnir þeirri fullvissu
að Icelandair vinni mjög gegn við-
skiptavinum sínum.
Ekki liggur ljóst fyrir hvað hver
og einn þeirra sem skrifaði sig fyrir
hlutum í Icelandair ætlaði sér með
kaupunum. Heldur er ekki ljóst
hverjir eru stórir eða smáir. Miðað
við fjölda áskrifenda virðst sem
„alþýða og athafnalíf“ tengist saman
í útboðinu. Þá er ekki verið að tala
um „alræði öreiganna“.
Niðurstaða hlutafjárútboðsins
sýnir fyrst og fremst trú kaupend-
anna á því að stjórnendur Icelandair
hafi lagt fram trúverðugar áætlanir
á óvissutíma. Stjórnendur Iceland-
air eru hirðar þeirra fjármuna sem
gamlir og nýir hluthafar leggja
fram.
Stjórnendum Icelandair ber að
standa áskrifendum skil á þessum
fjármunum í nálægri framtíð.
Áskriftin byggðist á trausti. Það eru
skyldur, sem lagðar eru á stjórn-
endur Icelandair, að leitast við að
reka fyrirtækið með ásættanlegum
hagnaði. Hinn ásættanlegi hagnaður
gengur að lokum til hluthafa í réttu
hlutfalli við hlutafjáreign.
Alþýðan tengist með beinum
hætti athafnalífinu með hlutafjár-
eign sinni og með óbeinum hætti
með aðild sinni að lífeyrissjóði.
Vernd hluthafa
Það mikla traust sem fram kemur
hjá kaupendum hlutabréfa í Ice-
landair er athyglisvert í ljósi sög-
unnar og því ranglæti sem minni
hluthafar á íslenskum hlutabréfa-
markaði hafa mátt búa við til
skamms tíma. Það er mikið böl og
þyngra en tárum tekur sú meðferð
sem hluthafar máttu þola af stórum
hluthöfum á árunum frá 1998 til
2008. Markaðsmisnotkun og þjónk-
un við stóra hluthafa á kostnað lítilla
hluthafa var regla en ekki undan-
tekning. Forstjórar banka létu skrá
sig að kvöldi fyrir áskrift í hlutafjár-
útboði með því að falsa tímasetn-
ingu, ef hlutabréf höfðu hækkað
innan dags.
Yfirtökuskylda stórra hluthafa
var ekki virt með því að falsa gögn
og fela eignarhald í skattglæpa-
skjólum. Falsaðir ársreikningar
skráðra fyrirtækja, stundum með
beinum lygum, voru lagðir fram og
áritaðir af „virtum“ endurskoðunar-
fyrirtækjum með erlendum nöfnum.
Það voru hluthafar, sem völdu
endurskoðunarfyrirtæki, sem trún-
aðarmenn, en trúnaðurinn var að-
eins við stjórn og stjórnendur.
Skaðabætur, sem þau fyrirtæki
hafa greitt, komu í hlut kröfuhafa en
ekki hluthafa. Slitastjórnir hafa
gætt hagsmuna kröfuhafa en ekki
hluthafa.
Upplýsingaöflun hluthafa þurfti
að fara fram fyrir milligöngu dóm-
stóla þar sem upplýsingar voru
dregnar fram með töngum. Upplýs-
ingaskortur var vernd fyrir þá sem
til saka höfðu unnið. Öfug sönn-
unarbyrgði var ekki í boði. Og
„business judgement rule“ gilti sem
sannleikur fyrir dómgreindarlausa
vesalinga.
Dómsmálum var vísað frá án mál-
flutnings vegna sönnunarbyrðar,
sem lögð var á hlunnfarna hluthafa.
Síðast en ekki síst var afstaða fjöl-
miðla oftar en ekki fjandsamleg at-
vinnulífi, þar sem atvinnulífið á sam-
kvæmt spurningum fjölmiðlamanna
að vinna gegn samfélaginu.
Stjórnvöld hafa ekki unnið úr nið-
urstöðum dómsmála eftir hrun.
Er ástæða til þess að hvetja al-
menning til hlutabréfakaupa við
þessi skilyrði eða má lifa í þeirri trú
að þetta sé liðin tíð?
Draumar, veruleiki og
óráð raunveruleikans
Það er hlutskipti stjórnenda Ice-
landair að stuðla að farsælli framtíð
félagsins. Hluthafar í Icelandair
mega ekki vakna upp við óráð þess
veruleika, sem kommónistar vökn-
uðu upp við á síðustu öld og þrjósk-
uðust við að viðurkenna.
Spakmæli vettvangsins
„Spakmæli frelsa mann frá því að
hugsa, nema þau séu sögðu á raung-
um stað eða rángri stundu, og þá
helst hvorttveggja í senn, gjarnan
með merkissvip og draga niður í sér
röddina.“
Svo er oft með kommónista,
verkalýðsrekendur og lýðsleikjur á
fjármálamörkuðum.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason »Ein röng ákvörðun
er eins og einfaldur
hór. Röng ákvörðun
stjórnarmanns, sem
byggist á hatri, getur
varla talist einfaldur hór.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
„Das Kapital“, verkalýðsrekendur
og lýðsleikjur á fjármálamarkaði