Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Sagan segir að snemma morguns hafi maður gengið inn í Tónverkamiðstöðina í Reykjavík. „Hvað get ég gert fyrir þig?“ spurði afgreiðslumað- urinn. „Ég ætla að fá eitt stykki píanó og nótur með Tunglskins- sónötu Beethovens,“ svaraði maðurinn. Kvöldið áður hafði maðurinn verið á einum af fjöl- mörgum tónleikum Jónasar Ingi- mundarsonar þar sem Jónas út- skýrði með tóndæmum dásemdir og leyndardóma sígildrar tónlistar. Maðurinn hafði hrifist mjög. Draga má sannleiksgildi sögunnar í efa en eitt er víst að fáir hafa á undan- förnum árum vakið meiri áhuga al- mennings á sígildri tónlist en Jónas Ingimundarson með dyggum stuðn- ingi Ágústu Hauksdóttur eiginkonu sinnar. Jónas lætur ekki deigan síga og hefur undirbúið tvö stórvirki í tón- listarflutningi sem flutt verða á þessu ári. Annars vegar í mjög nánu samstarfi við Peter Máté píanóleik- ara þar sem fjöldi píanóleikara hyllir Beethoven með flutningi á öllum pí- anósónötum hans. Skoðun Jónasar er að píanóeinleikstónleikar séu sjaldgæfir í annars fjölbreyttri tón- leikaflóru landsins. Píanóleikarar séu fyrst og fremst samstarfsmenn söngvara og hljóðfæraleikara. Jónas dreymir um að hér geti orðið breyt- ing á enda verkefnaskráin ærin og afar fjölbreytt. Honum finnst einnig að íslenska einsöngslagið hafi ekki þann sess sem það ætti að hafa í ís- lensku þjóðlífi og úr því vill hann líka bæta. Hann hefur með mikilli elju- semi og frábærum undirtektum tón- listarfólks og stjórnenda Hörpu og Salarins í Kópavogi sett saman tvo stórmerkilega tónlistarviðburði með söngvurum og píanóleikurum í fremstu röð. Fyrra verkefnið: Beethoven 250 ára – píanóleikarar á Íslandi flytja allar 32 píanósónötur Beethovens. Tilefni: Að hylla Beethoven með flutningi verkanna. Staðsetning: Salurinn Kópavogi. Tímasetning: September til des- ember 2020 – níu tónleikar alls. Arn- ar Jónsson mun flytja texta milli verka úr bókinni Beethoven í þýð- ingu Árna Kristjánssonar. Síðara verkefnið: Íslenska ein- söngslagið – Draumalandið: Íslensk- ir einsöngvarar og píanóleikarar flytja íslensk einsöngslög eftir 30 höfunda. Tilefni: Söfnun, skráning og virð- ing fyrir íslenskum einsöngslögum. Staðsetning: Eldborg Hörpu. Tímasetning: Þriðjudaginn 1. des- ember 2020. Hugsanlega gætu slíkir tónleikar helgaðir íslenskum einsöngslögum orðið árlegur viðburður á fullveld- isdaginn 1. desember Jónas hefur sagt að hann vilji ekki að athyglinni verði beint að sér í tengslum við þessa tónlistarviðburði heldur að höfundum og flytjendum. Við undirritaðir höfum notið þess ásamt fleirum að aðstoða Jónas við undirbúning þessara tónleika og höfum hrifist af krafti hans og elju. Við viljum halda því fram að þessir tónleikar séu ekki aðeins tónlistar- hylling höfunda og listamanna held- ur einnig óður til óeigingjarns tón- listarstarfs Jónasar sjálfs á liðnum árum. Þess hafa margir fengið að njóta og ekki síst Rótarýhreyfingin. Við viljum því hvetja sem flesta til þess að sækja þessa viðburði, njóta tónlistarinnar og um leið veita Jón- asi viðurkenningu fyrir störf hans með góðri aðsókn að þessum tón- leikum. Margir hafa fengið aukinn áhuga á sígildri tónlist og hugsa hlýlega til Jónasar eftir fjölmarga tónleika hans þótt þeir hafi ekki keypt sér pí- anó og nótur með Tunglskinssón- ötunni. Þess má geta að Tunglskins- sónatan verður flutt á tónleikunum 8. desember. Tónlistarhylling píanóleikara og söngvara Eftir Erlend Hjaltason og Þráin Þorvaldsson »Hann hefur með mikilli eljusemi og frábærum undirtektum sett saman tvo stór- merkilega tónlistar- viðburði með söngv- urum og píanóleikurum í fremstu röð. Erlendur Hjaltason Erlendur er félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur-Austurbær. Þráinn er félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Þráinn Þorvaldsson Það var einu sinni ferðaþjónustufyrirtæki. Ekkert sérstakt og ósköp venjulegt. Greiddi ágætis laun og stóð sig vel og skilaði afgangi. Og allt leit nokkuð vel út en þá féll Wow. Og afkoman versnaði og um áramót- in 2019/20 stóð eftir skattaskuld fyrir vel- gengni ársins áður. Og skyndilega dundi ógæfan yfir: Það hafði fundist mús í kjallara í Wuhan í Kína sem sýkti fólk þar í landi og 4.653 dóu. Ekki gott. Flest lönd í heimi ákváðu að loka öllu sem flokkast undir lífs- gleði, menningu, söng, leiklist, ferða- lögum og samkomum hvers konar. Rétt eins og á tíma galdrafárs og púr- ítanisma. Afkoma hundraða milljóna manna í heiminum öllum rústaðist og milljónir dóu úr hungri og snemm- bærum veiklunum. Stjórnvöld víða um heim prentuðu peninga til að létta undir með þeim sem þau höfðu eyði- lagt afkomuna hjá og sendu rafrænt inn á reikninga fólks. Nema á Íslandi. Á Íslandi þurfti fyrirtækið eða starf- semin að vera eitthvað sem ríkis- valdið kallaði „lífvænlegt“. Ekki var gefin útskýring á því. Ekki ósvipað og í bankaráninu síðasta, þegar fólki var hent út af heimilum sínum, sem það átti allt í einu ekki fyrir. Það þurfti að betla og umboðsmaður skuldara titl- aði suma óráðsíufólk og stjórnmála- menn töluðu um flatskjáskaup. Betl- ararnir þurftu að vera „aðlaðandi“ til að fá hjálp. Það var ekki nóg að vera þurfandi, fólk þurfti að vera verðugt. Íslenska kerfið gengur út á verðug- leika. Fræg er sagan af gömlu kon- unni á tíræðisaldri, sem taldi sig þurfa að komast í umönnun á elli- heimili. Hún var sett í próf og „metin“. Svo kom bréf þar sem mats- nefndin komst að þeirri niðurstöðu að hún væri fullfær um að sjá um sig sjálf. Bréfið barst viku eftir að hún dó. Í Bretlandi Vinur minn rekur fé- lag í Bretlandi. Það land hefur reyndar farið of- fari í Covid-ruglinu, en í apríl, þegar öllum fyrir- tækjum hafði verið lokað þar, fékk hann bréf um að hann gæti fengið lán hjá bankanum með ríkisábyrgð upp á 25% af tekjum fyrra árs. Afborg- unartími sex ár, fyrsta árið greiðslu- frítt. Skilyrði: Engin. Hann sótti um og lánið skilaði sér á innan við sólar- hring. Hann þurfti ekki að sanna gott mannorð, góða afkomu, að fyrirtækið væri „lífvænlegt“. Fyrirtæki í Bret- landi gátu byrjað að greiða hvert öðru útistandandi skuldir og kerfið blotnaði af peningum og kerfið varð blautt. Og það var gott. Þá víkur sögunni til Íslands. Rík- isstjórnin ákvað að loka fyrirtækjum í tilteknum greinum með valdboði án þess að taka á því ábyrgð. Valdboðinu fylgdu engin skilyrði um að þeir sem skulduðu skatta þyrftu ekki að loka. Allir þurftu að loka. Og síðan ákváðu stjórnvöld að bæta fyrirtækjunum tjónið, en bara þeim sem voru „líf- vænleg“. Þau sem höfðu skuldað skatta fengju ekki bætur. Mjög merkileg regla. Við vorum svo ólán- söm að hafa skuldað skatta 31.12. 2019. Hinir „lífvænlegu“ Við vorum sem sagt ekki lífvænleg þó svo að við værum í hagnaði. Við trúðum eiginlega ekki eigin augum. Við vorum eins og margir í ferðaþjón- ustu að byggja upp unga atvinnu- grein og vorum oft á eftir með ým- islegt yfir veturinn sem var svo klárað yfir sumarið. Í sumar ákváðum við að spyrja fjármála- ráðuneytið hvort það gæti verið að engar bætur fengjust fyrir þá sem hefðu skuldað skatta, burtséð frá upphæðum. Væri nóg að skulda 100 þúsund eða tíkall til að falla af listan- um? Í ágúst fengum við loks þau svör að við skyldum bara prófa að borga það sem eftir væri af sköttum og ef það kæmi grænt á umsóknina, þá væri allt í lagi. Þetta var 10. ágúst. Við vorum ekki viss um hvað gera skyldi en ákváðum svo að taka séns- inn, þó svo að ráðuneytið, sem var höfundur reglnanna, treysti sér ekki til að gefa skýr svör. Við tókum prív- atlán fyrir restinni af sköttunum og náðum að gera það í byrjun sept- ember og sóttum um lán og lokunar- styrk. Við fengum alltaf „rautt“ og þegar við höfðum samband við ráðu- neytið aftur, þá kom svarið að við skulduðum enn 11 þúsund krónur. Þannig að það kom rautt. Og við borguðum 11 þúsund krónur en aftur kom rautt. Ráðuneytið ráðlagði okk- ur að tala við skattinn. Við gerðum það en dagarnir liðu. Skatturinn sagði, þá loksins við náðum sam- bandi: Það vantar átta krónur. Og við borguðum átta krónur, sóttum um lokunarstyrk en fengum nei, við vor- um fimm dögum of sein. Sagan um átta krónurnar Eftir Björn Jónasson » Við vorum sem sagt ekki lífvænleg þó svo að við værum í hagnaði, að mati ríkisvaldsins. Björn Jónasson Höfundur er í Félagi smáfyrirtækja og einyrkja. jonassonb@gmail.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? VINNINGASKRÁ 27 12270 23677 31897 43199 50638 63159 70959 60 13031 23730 32062 43503 50829 63259 71009 173 13722 23755 32132 43663 51517 63482 71258 222 13819 23919 32424 43678 51801 63606 71428 328 13850 24388 32537 43731 51934 63618 71953 355 14136 24610 32568 43864 52359 63757 72779 757 14203 24652 32579 43972 52807 64123 72826 1202 14277 24746 33161 44445 52821 64168 73057 1505 14301 25253 33644 44476 52859 64169 73770 1817 14328 25476 33811 44607 53304 64431 73998 1880 15109 25883 34227 44738 53820 64552 74091 2198 15124 26164 34452 44823 54067 64958 74097 2535 15176 26316 34914 44857 54164 65310 74152 2695 15213 26779 35336 44990 54186 65476 74306 2794 15309 26982 35439 45076 54582 65600 74465 3103 16353 27735 36342 45176 54991 66412 74480 3515 16498 27941 36399 45367 55399 66759 75684 4903 16696 28496 36446 45465 55601 66891 75909 5162 16930 28504 36543 45574 56278 67027 76248 5333 17388 28694 37632 45836 56551 67212 77232 5801 17457 28968 37848 45957 56875 67293 77295 5887 17557 29014 37871 46068 57243 67406 77346 5967 17751 29376 37998 46099 57541 67594 77520 6360 18119 29552 38000 46388 58164 67604 77858 7916 19189 29672 38021 46821 58729 67658 78095 8012 19883 30170 38087 47447 58741 67699 78311 8045 20761 30208 38900 47520 58855 67849 78547 8079 20921 30407 39011 47778 59550 68178 79035 8871 21342 30425 39032 47800 60723 68429 79275 9250 21790 30500 39910 48427 60759 68715 79502 10189 21926 30690 40840 48677 60932 69064 79926 10418 22345 31028 41110 48888 61094 69224 11047 22763 31506 41242 49300 61697 69310 11195 22866 31686 42045 49839 61852 69701 12024 23156 31693 42377 49934 61936 69871 12047 23248 31702 43040 50097 62516 69944 12244 23380 31891 43144 50591 62911 70135 883 8645 16146 25292 37573 45761 56502 72471 1900 8703 18307 25432 37656 48075 57156 72689 2380 9062 18633 25596 38438 48342 57803 72795 2427 9752 18797 26552 39521 49039 59292 73417 2554 11138 19567 26769 40724 49585 59453 74411 3348 12350 20063 27320 40806 50006 59732 76640 5320 12428 20436 29964 41318 50184 61502 76874 5775 12616 20946 30059 41837 50534 64301 78104 6044 13276 21664 34472 41978 51435 64790 79889 6780 14282 21882 34584 44358 52326 66728 6851 15327 22817 35387 44917 52852 69083 7628 15377 23184 36236 45263 53257 70592 8414 15408 23357 37281 45758 56213 71527 Næsti útdráttur fara fram 1. okt 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 13861 15472 33979 64201 73840 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 366 10556 33392 42949 61292 67160 3907 17372 38841 51853 61862 67899 6854 26420 41180 54304 62508 72256 9520 33253 41411 60779 64991 75818 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 2 6 4 6 21. útdráttur 24. september 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.