Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
✝ Svala VatnsdalHauksdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 4.
ágúst 1939. Hún
lést 11. september
2020 eftir skamm-
vinn og erfið veik-
indi. Svala var
dóttir Hauks
Högnasonar bif-
reiðarstjóra, fædd-
ur 7. júlí 1912, lát-
inn 13. apríl 1993, og Jóhönnu
Jósefsdóttur húsmóður, fædd 2.
október 1912, látin 2. nóvember
1982. Systkini Svölu voru: Pét-
ur Jóhannesson Haraldsson,
fæddur 26. júní 1933, látinn 27.
janúar 2004, Ölver Hauksson,
fæddur 11. september 1943, lát-
inn 25. september 2018. Eft-
irlifandi er Sigurður Högni
Aron Hansen, Sunna Lind Löv-
dal, maki Pétur Róbert Sig-
urðsson, börn þeirra eru Apríl
Ósk og Emilía Nótt, og Gabríel
Bjarkarson. 3) Jóhanna Inga
Jónsdóttir, maki Hólmgeir
Austfjörð. Börn þeirra eru Óli
Bjarki Austfjörð, maki Lísa
Guðbjörnsdóttir, Svala Björk
Hólmgeirsdóttir, maki Logi
Snædal Jónsson, barn þeirra
Jóhanna Björk Logadóttir, og
Jón Ævar Hólmgeirsson.
Svala ólst upp í austurbæ
Vestmannaeyja, á ættaróðalinu
Vatnsdal, og lauk hefðbundinni
skólagöngu í Vestmanneyjum.
Svala starfaði við verslunar-
störf á sínum yngri árum, en
síðar sem hannyrðakona og
leiðbeinandi við dvalarheimilið
Hraunbúðir. Áhugamál Svölu
tengdust fyrst og fremst fjöl-
skyldunni, heimaslóðunum,
gönguferðum, náttúru, gælu-
dýrum og umönnun þeirra.
Útför Svölu fer fram frá
Landakirkju Vestmannaeyjum í
dag, 25. september 2020, og
hefst kl. 13.
Hauksson, fæddur
17. janúar 1948,
kvæntur Margréti
Brandsdóttur, bú-
settur í Vest-
mannaeyjum.
Eiginmaður
Svölu var Jón
Hauksson lögmað-
ur, fæddur 8. maí
1943, látinn 6. júlí
2008. Þau voru
gefin í hjónaband
21. september 1968. Börn Svölu
og Jóns eru: 1) Haukur Jóns-
son, maki Björg Jóhannsdóttir.
Börn þeirra eru Svala Guðný
Hauksdóttir og Fanney Bjarg-
ardóttir. Stjúpdóttir: Auður
Tinna Hlynsdóttir, börn: Kol-
brún Sunna og Þóra Mist. 2)
Bjarki Jónsson, maki Ósk
Gunnarsdóttir, börn þeirra eru
Geta mömmur ekki dáið? Jú,
svo sannarlega, en þegar var lít-
ill hugsaði ég svona vegna þess
að mamma var súperman eins
og flestar mömmur eru, ég var
alinn upp á þeim tímum þegar
konur unnu meira heima og þess
vegna vorum við systkinin
kannski dekruð meira en gerist í
dag. Mamma einhvern veginn
náði að gera alla hluti, hún vakn-
aði alla morgna með okkur og
bjó til nesti o.fl., hún var alltaf
til staðar fyrir okkur, hreinlega
allan sólarhringinn.
Mamma var mikill dýravinur
og á heimilinu áttum við ketti,
páfagauka, fiska, hunda, kanínu
og meira að segja lunda sem við
fundum olíublautan á sínum
tíma og lifði hann hjá okkur í
eitt og hálft ár. Mamma var klár
í höndunum og allt sem hún
gerði var gert af vandvirkni, hún
meðal annars saumaði, málaði
og gerði fleiri hluti.
1998 tók ég bestu ákvörðun
lífs míns, ákvörðun sem flestir
vita hver er, en eftir þá ákvörð-
un flutti ég á höfuðborgarsvæðið
og augljóslega minnkuðu sam-
skiptin, þ.e.a.s. ferðirnar til
Eyja, en við töluðumst reglulega
við í síma og alltaf gaman að
heyra í mömmu, hún var vin-
mörg og mikil fjölskyldumann-
eskja, oftast fullt hús af fjöl-
skyldumeðlimum, vinum og
ættingjum. Auðvitað hefði ég átt
að reyna að finna meiri tíma
með mömmu minni en alltaf er
hægt að vera vitur eftir á, því
miður. Eitt skiptið af mörgum
sem ég heimsótti þig á Landspít-
alann sagði ég við þig að ég elsk-
aði þig og sá þá gleði í þér þrátt
fyrir þessi ömurlegu veikindi
sem þú þurftir að ganga í gegn-
um. Þar sem þú ert núna er
pottþétt yndislegur staður, því
betri mömmu var ekki hægt að
hugsa sér.
Góða ferð, mamma mín,
sjáumst seinna.
Þinn sonur,
Bjarki.
Elsku mamma mín. Hvernig
kveð ég þig í síðasta skipti? Í
sinni barnalegu trú vonar maður
og vill hafa foreldra sína hjá sér
um aldur og ævi. En því miður
er það ekki svo, og þegar höggið
kemur, og veruleikinn blasir við
og þú ert horfin á braut, þá
verður allt svo tómt. Hvernig
þakka ég þér fyrir alla ástina og
umhyggjuna sem þú gafst mér
og börnunum mínum alla ævi?
Hvernig get ég sýnt þér hve
mikið ég elskaði þig? Alltaf
varstu til staðar fyrir mig. Þú
varst ekki bara mamma mín og
amma barnanna minna þriggja,
þeirra Óla Bjarka, Svölu og
Jóns, og stolt langamma Jó-
hönnu litlu, þú varst langbesta
vinkona mín. Við sögðum hvor
annarri allt, og alltaf mætti ég
og börnin ást og skilningi hjá
þér. Þú varst einstök, vildir öll-
um vel og varst ótrúlegur dýra-
vinur. Ef þú vissir um eitthvert
dýr sem átti erfitt, þá varðstu að
bjarga því, og oft var heimilið
okkar eins og húsdýragarður
eftir ættleiðingar ýmissa dýra-
tegunda.
Engum leiddist í kringum þig
og þú leist á alla sem jafningja.
Það sem ég hef lært af þér í
gegnum ævina er manngæska
og náungakærleikur. Þú varst
vinur vina þinna og elskaðir
barnabörnin þín út af lífinu,
enda voru þau mjög háð þér og
dugleg að koma til þín. Alltaf
var borðið hlaðið bakkelsi, og
pönnukökurnar þínar voru best-
ar í heimi að sögn krakkanna og
vina þeirra. Þú bakaðir heimsins
bestu rjómatertu sem þú skírðir
„Geiratertu“ því þú vissir að
Geiri minn elskaði hana.
Það er lán í þessu lífi að eiga
mömmu fyrir sálufélaga, og
aldrei slettist upp á vinskapinn,
og varð hann bara sterkari með
árunum. Þú varst minn klettur,
og skyggðir þú á Heimaklett
með þinni vernd og ást. Það er
skrýtið að geta ekki heimsótt þig
eða talað við þig oft á dag, að
minnsta kosti 10 sinnum, og
spjallað um allt og ekkert. Þú
hringdir alltaf til að minna mig á
að horfa á hina og þessa þætti,
sérstaklega séra Brown og Gísla
Martein. Minnist ég nú þessara
símtala með miklum söknuði.
Mikið óskaplega á ég eftir að
sakna þín, og þakka ég fyrir all-
ar þær yndislegu stundir sem
við áttum saman, og allt það
veganesti sem þú gafst mér út í
lífið. Takk fyrir allt og allt elsku
mamma mín, þín dóttir Jóhanna.
Móðir mín kæra er farin á braut,
til mætari ljósheima kynna.
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og
þraut,
og föður minn þekka að finna.
Vönduð er sálin, velvildin mest,
vinkona, móðir og amma.
Minningin mæta í hjartanu fest,
ég elska þig, ástkæra mamma.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Þín dóttir,
Jóhanna.
Elsku mamma, það er svo
stutt síðan veikindi þín uppgötv-
uðust, hetjuleg barrátta, lífsvilj-
inn óþrjótandi til síðasta and-
ardráttar. Augu þín sögðu meira
en orðin þegar nístandi hönd
þess sem ekki varð umflúið þok-
aðist nær, stolt þú mættir sjálfri
þér. Arfleifð þín lifir, barnabörn-
in, góðmennskan, allar góðu
stundirnar. Hús þitt ætíð opið,
umvafið hjartahlýju gestgjafans,
ógleymanlegt þeim sem nutu.
Jákvæðar minningar birtast.
Veisla var gjarnan göldruð fram,
krydduð lífsins gleði, fjörlegir
kaffitímar og á stundum gest-
kvæmt. Jólagjafir sem klæð-
skerasniðnar, hátíðarmatur sem
hefði sómt sér í ævintýrum. Svo
mætti lengi telja, ósérhlífnin var
einstök.
Móðir mín var gegnheil gæða-
kona sem ætíð var tilbúin að
leggja sitt af mörkum. Gæludýr
áttu vísa alúð og skjól. Hún var í
góðu líkamlegu formi, gekk mik-
ið, naut útivistar, ætíð tignarleg
og svo vel til fara að eftir var
tekið. Betri móður er vart hægt
að hugsa sér, æskan, unglings-
og fullorðinsár, ætíð til staðar
sem klettur. Hjálpsemi og
manngæska var henni í blóð bor-
in. Fjölskyldan var stærsta
áhugamálið, að sá fræi, upp-
skera árangur og vellíðan sinna
nánustu veitti henni gleði og þá
ekki síst barnabörnin.
Elsku mamma, ég kveð þig
með einlægu og auðmjúku þakk-
læti, ljúf minning þín lifir áfram.
Ég sakna þín, trúi að þér líði vel,
njótir þín og þinna nánustu
áfram á þann hátt sem þér einni
er lagið.
Þinn sonur,
Haukur Jónsson.
Amma Svala er fallin frá. Hún
var alltaf svöl, flottasta skvísan í
bænum, klædd eins og það hefði
kostað milljónir. Amma var svo
afskaplega góð við mig og vini
mína, sem vildu heimsækja hana
sem oftast. Það var alltaf hægt
að tala við hana um það sem
okkur datt í hug, umræðuefni
skorti aldrei, alltaf svo yndislega
skemmtileg. Við lok 10. bekkjar
unnum við þrjár saman verkefni
sem bar heitið: „Hvers vegna
eru ömmur á eftirlaunum svona
uppteknar?“ Amma Svala var
þar í aðalhlutverki ásamt tveim-
ur öðrum ömmum. Hún var
ómetanleg og átti stóran þátt í
því að við unnum til verðlauna
fyrir frumlegasta verkefnið.
Amma Svala dekraði við mig,
alltaf að gefa sætindi eða pening
til að kaupa þau. Yfirleitt var
hún í góðu skapi, bros hennar
svo fallegt og einlægt, yndisleg
og góð kona. Ég veit ekki um
eina manneskju sem ekki líkaði
vel við hana og dýrum var hún
alltaf mjög góð.
Elsku amma Svala, takk fyrir
allt og hve yndisleg þú varst. Nú
ertu komin til afa, Ölvers og
Asks, ég veit að þér líður vel hjá
þeim, þú átt það skilið.
Svala Guðný Hauksdóttir.
Elsku amma Svala. Orð geta
ekki útskýrt hversu mikið við
elskuðum þig, þú varst besta
amma í öllum alheiminum og við
vitum að englarnir munu líta á
þig sem sína fyrirmynd. Hvíldu í
friði, og við elskum þig lang-
mest.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Óli Bjarki, Svala Björk,
Jón Ævar og
Jóhanna Björk.
Það er erfitt að sitja fyrir
framan autt blað og hugsa til
Svölu. Fram streyma minning-
arnar. Það er eins og það hafi
síðast verið í gær sem ég heyrði
í henni í símanum, heyrði fallegu
röddina hennar, glettnina í mál-
rómnum þegar hún spurði hvort
ég vildi ekki fá mér kaffi með
þeim Hauki.
Ég kynntist Svölu Vatnsdal
Hauksdóttur fyrst þegar ég var
krakki. Við Jóhanna dóttir henn-
ar urðum þá vinkonur. Frá þeim
tíma lifa minningar um fallegt
heimili, góðan mat, hlýjan faðm,
fallegt bros og hlátur.
Leiðir okkar Svölu lágu sam-
an á ný þegar ég hóf samband
við Hauk, son hennar. Þar sem
ég bjó í Kaliforníu áttu flest okk-
ar samskipti sér stað í gegnum
síma.
Þegar við Svala spjölluðum
hvarf aldursmunurinn, við áttum
svo margt sameiginlegt. Tíminn
týndist þegar við skiptumst á
sögum af hundunum, köttunum
og bernskubrekum æskunnar.
Við hlógum að misgáfulegum
stjórnmálamönnum, ræddum
fallega muni, fatakaup og strídd-
um Hauki. Í gegnum símann
myndaðist fallegt samband, og
sterk vinátta.
Svala tók Fanneyju, dóttur
minni, einstaklega vel. Hún
fylgdist með því sem hún tók sér
fyrir hendur og sendi henni
glaðning, hvort sem um var að
ræða jól, afmæli, eða bara eina
af reglubundnum ferðum Hauks
til Kaliforníu. Þegar þær vinkon-
urnar hittust urðu miklir fagn-
aðarfundir og bar Fanney gæfu
til að fá að hitta Svölu nú í ágúst
og kveðja.
Svala var einstakur fagurkeri
og glæsilega til fara hvert sem
tilefnið var. Við mæðgurnar nut-
um góðs af smekkvísi hennar og
gjafmildi. Þeir voru ófáir pakk-
arnir sem Haukur var sendur
með, fylltir fallegum fötum, ís-
lenskum listmunum, sælgæti og
jafnvel heimabökuðum smákök-
um og sultu.
Þegar ég dvaldi í Vestmanna-
eyjum eyddi ég löngum stundum
við eldhúsborðið í Haukabergi,
húsi Svölu. Svala hellti upp á
kaffi og á örskotsstundu
galdraði hún fram kræsingar
sem vel hefðu sómt sér í með-
alfermingarveislu. Svala var fljót
að finna út hvað mér þótti gott,
svo á boðstólum voru oft á tíðum
marenstertur og séríslenskt
gúmmelaði, sem hún gat sér til
að ég saknaði, búandi í Amerík-
unni.
Svala var hreykin af afkom-
endum sínum og vildi allt fyrir
þá gera. Hún naut þess að
nostra við aðra, sama hvort það
voru tví- eða ferfætlingar.
Hlýjuna lagði frá henni, það
fundu barnabörnin, vinir þeirra
og nágrannabörnin, sem komu í
heimsókn og fundu þar góðgæti,
knús og eyra tilbúið að hlusta.
Haukaberg var allt í senn, fal-
legt heimili, félagsmiðstöð og
kaffihús, með kattavinafélag í
kjallaranum, þar sem fjöldi fé-
lagskatta var óræður.
Ég get ekki fylgt Svölu minni
síðustu skrefin hér á jörð. Þess í
stað mun ég klæða mig upp í
einn fallega Desigual-kjólinn
sem hún sendi mér, fá mér
kökusneið og góðan kaffibolla og
fylgjast með á netinu. Hugsan-
irnar um allt sem átti að verða
en ekki varð, heimsóknirnar,
ferðalögin, eru sárar, en eftir lif-
ir minningin um yndislega konu
sem gerði líf allra þeirra sem
hún snerti betra. Elsku Svala,
þín verður sárt saknað.
Elsku Haukur, Bjarki, Jó-
hanna, Siggi og fjölskyldur,
missir ykkar er mikill.
Björg Jóhannsdóttir.
Elsku Svala. Það var yndis-
legt að kynnast þér. Þú varst
falleg að utan og innan. Þú tókst
mig að þér eins og ég væri þitt
eigið barnabarn. Það mátti sjá af
öllum áhuganum sem þú sýndir
því sem ég tók mér fyrir hendur
og kortunum sem þú sendir og
skrifaðir undir „þín amma“. Þú
tókst mig að þér, eins og þú
tókst að þér heimilislausu kett-
ina í Vestmannaeyjum og bauðst
öllum í nýárskaffi. Allt sem þú
gerðir sýndi hvað þú varst góð
og hlý manneskja. Ég er mjög
þakklát fyrir að ég fékk tæki-
færi til að kveðja þig. Heimurinn
væri betri staður ef það væru
fleiri konur eins og þú.
Þín
Fanney.
Svala Vatnsdal
Hauksdóttir
✝ Sölvi RúnarVíkingsson
fæddist á Grund-
arhóli á Hólsfjöll-
um 25. ágúst 1955.
Hann lést á sam-
býlinu Snægili 1,
Akureyri, 18. sept-
ember 2020.
Foreldrar hans
voru Vikingur
Guðmundsson,
bóndi og vöru-
bifreiðastjóri á Grænhóli, Ak-
ureyri, f. 29. maí 1924, d. 11.
jan. 2006, og kona hans Berg-
þóra Sigríður Sölvadóttir hús-
móðir, f. 28. sept. 1932, d. 2.
júní 2008. Hálfsystur Sölva eru
Arnbjörg Anna, f. 1946 (sam-
feðra), og Laufey Björnsdóttir,
f. 1950 (sammæðra).
Alsystkini Sölva eru:
Guðmundur, fv. bóndi í Garðs-
horni, f. 1953, Vignir mál-
arameistari, f. 1954, Elín Mar-
grét ferðamálafræðingur, f.
1956, Jón hjá Össuri, f. 1962,
Guðný Sigríður kennari, f.
1963, Gunnar bifreiðastjóri, f.
1965, og Þórunn Hyrna lög-
fræðingur, f. 1978.
Sölvi ólst upp fyrstu æviárin
á Grundarhóli á Hólsfjöllum
með systkinum sínum. Það var
námskeiða í Hvammshlíð-
arskóla og seinna hjá Símey. Í
uppáhaldi hjá honum voru leik-
listar- og dansnámskeið. Sölvi
var afar áhugasamur um ís-
lenska tónlist og eyddi drjúgum
hluta ævi sinnar fyrir framan
plötuspilarann. Hann hafði
ákaflega gaman af því að
syngja og fór gjarnan upp á
svið og söng ef þess var kostur
eða sýndi dans eða fimleika-
atriði. Hann var flink eft-
irherma. Sölvi stundaði boccia
af kappi og keppti með Íþrótta-
félaginu Eik til margra ára.
Hann vann í fjölda ára á Plast-
iðjunni Bjargi - Iðjulundi við
kertagerð og ýmislegt og einn-
ig við að slá garða en flutti sig
svo í Hæfingarstöðina við Skóg-
arlund, þegar starfsgetan fór
minnkandi.
Sölvi bjó mestan hluta ævi
sinnar heima á Grænhóli. Þeg-
ar heilsu Víkings og Beggu fór
að hraka flutti hann í Eiðsvalla-
götu 34 þar sem eru þjónustu-
íbúðir fyrir fatlaða og bjó hann
þar í rúm 10 ár. Sölvi greindist
með alzheimersjúkdóm árið
2016 og flutti þá fljótlega í sam-
býlið í Snægili 1, þar sem hann
eyddi síðustu æviárunum.
Jarðaförin fer fram í Glerár-
kirkju, Akureyri, í dag 25. sept-
ember 2020, klukkan 10.30 og
verður streymt í beinni útsend-
ingu á FB, Jarðarfarir í Gler-
árkirkju. Virkan hlekk má
nálgast á https://www.mbl.is/
andlat/.
fjölmennt á Hóls-
fjöllum á þessum
árum, mörg börn
og mikið um að
vera. Fljótt kom í
ljós að Sölvi var
með Downs-heil-
kenni og fór hann
ekki í skóla en var
alltaf heima og
lærði af heim-
ilisfólkinu. Hann
var duglegur, glað-
ur og sérstaklega samvisku-
samur drengur. Árið 1962 flutti
fjölskyldan til Akureyrar. Fljót-
lega eftir komuna til Akureyr-
ar bættist í systkinahópinn og
var Sölvi óskaplega pöss-
unarsamur og natinn við litlu
systkini sín og lét vita svo þau
færu sér ekki að voða. Ekki var
hann síður ljúfur og góður við
systkinabörn sín þegar þau
bættust í hópinn.
Víkingur var með búskap og
hjálpaði Sölvi til, til jafns við
hina. Þegar hin systkinin voru
farin að heiman, eða í skólann,
sá Sölvi um að fara í húsin og
gefa.
Sölvi var um tíma á Sólborg,
sem var þá vistheimili fyrir
fatlaða, og hann sótti til
margra ára menntun og fjölda
„Ekki í lagi heima hjá þér?“
sagði Sölvi eins og svo oft áður
þegar ég bölvaði því að ekkert
súkkulaði væri lengur á súkku-
laðirúsínum frá Góu.
Stuttu seinna blasti við mér sú
sjón að félagi Sölvi skilaði rús-
ínunum í skálina eftir að hafa
sogið súkkulaðið af þeim, sem ég
át svo í kjölfarið. Sölvi hristi svo
bara hausinn þegar ég gerði mál
úr þessu, sagði mig ruglaðan og
skildi skömmina eftir hjá mér yf-
ir því að njóta ekki betur þeirrar
gæðastundar sem þessi kvöld-
vaka var eins og allar hinar með
honum og James Bond vini okk-
ar.
Stuttu seinna var James Bond
(Pierce Brosnan) hættur í bresku
leyniþjónustunni og „byrjaður
með Abba“ (þegar hann fór að
leika í Mamma mia) og kom þá
reglulega fyrir á skjánum syngj-
andi kátur og laus við sitt kokteil-
sull og alla „glæpamorðingjana“.
Þessar gæðastundir og aðrar
minningar með honum Sölva
minna á mikilvægi þess að njóta
augnabliksins og láta ekki smá-
vægilegt ergelsi hafa áhrif á dag-
legt líf. Allar stundir með Sölva
voru forréttindi þar sem ætíð var
stutt í gleðina og þær mun ég
varðveita í hjarta mínu með
miklu þakklæti.
Hvíldu í friði elsku vinur.
Ragnar
Sigurðsson.
Sölvi Rúnar
Víkingsson