Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
aða gamall. Vottum við Matthíasi
og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúð.
Hvar sem þú líðandi lítur
hið lága og veika,
kveddu það kærleikans máli
og knýttu það örmum.
Vektu þeim vonir í hjarta,
sem veturinn særir.
Skapaðu gleði út gráti
og geisla úr skuggum.
(JM)
Kristín J. og Katrín Jónína.
Með Erlen Jónsdóttur er
gengin góð og grandvör kona.
Samleið okkar varaði í full 33 ár
og bar aldrei nokkurn skugga á.
Það er ávallt nokkur kvíði, sem
fylgir aðsetursskiptum. Hvernig
verða nágrannar? Erlen bauð
okkur velkomin þegar við tókum
við húsinu okkar, „velkominn Villi
minn!“ Hún þekkti mig frá heim-
sókn minni í Vinnuveitendasam-
bandið þar sem hún starfaði.
Dætur okkar hjóna áttu góðan
samastað á móti ef á þurfti að
halda, fremur lengt í heimsókn-
inni en stytt ef þær þurftu fé-
lagsskap að kvöldi, því þær voru
þá boðnar í mat og máttu velja
hvað væri á borðum. Svo aðstoð-
uðu þær við að bera postulín í eld-
húsið.
Erlen var trú sinni heimasveit,
Mýrdalnum og Vík, þar sem þau
Matthías dvöldu stundum. Jafn-
framt bar hún umhyggju fyrir
öldruðum föður sínum, systur og
bróður.
Mest og best hélt hún utan um
fjölskylduna; eiginmann, syni,
tengdadætur og barnabörn.
Amma mín gaf mér mína stúd-
entshúfu og Erlen sá til þess að
Guðbjartur, stúdent úr mennta-
skóla í Brussel, fengi íslenska
stúdentshúfu. Svona eiga ömmur
að vera.
Erlen var glæsileg kona, réð
sig sem flugfreyju eftir að hafa
svarað spurningunni hvort hún
hefði flogið játandi. Hún hafði
flogið einu sinni til Vestmanna-
eyja! Klæðaburður var óaðfinn-
anlegur og hún vildi keyra á vel
bónuðum bílum! En hún bónaði
þá ekki sjálf! Drengirnir sáu um
það.
Að leiðarlokum þökkum við á
móti í Hlíðarbyggðinni ánægju-
lega samfylgd og allt hennar vin-
arþel. Hlíðarbyggðin er svip-
minni en áður við fráfall Erlenar.
Svo finni ég hæga hvíld í þér,
hvíldu, Jesú, í brjósti mér.
Innsigli heilagur andi nú
með ást og trú,
hjartað mitt svo þar hvílist þú.
(HP Ps. 50,17)
Verði Erlen Guði falin!
Megi minningin um Erlen
Jónsdóttur heiðrast í vitund
þinni.
Auður María, Vilhjálmur
og dætur.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu og samstarfskonu til
margra ára. Þegar við komum til
starfa hjá VSÍ/SA tók á móti okk-
ur yndisleg kona með bros og
hlýju sem var hennar leiðarljós.
Með sínum einlæga áhuga á fólki
og róandi nærveru hafði Erlen
einstakan hæfileika til að láta
fólki líða vel í kringum sig. Það
var eftirtektarvert hvað allt gekk
smurt í kringum hana, allt var
unnið fljótt og örugglega með yf-
irvegun, og skipti þá ekki máli
hvort það var eitthvað sem var
unnið í flýti eða ekki.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um einstaka konu með
skemmtilegan húmor og hlýju
sem umvafði allt.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn og þú
munt sjá að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil
Gibran)
Við sendum Matthíasi, Steinari
Inga, Gísla Jóni og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Arndís, Álfheiður og Jónína.
✝ Birna HaukdalGarðarsdóttir
fæddist 27. sept-
ember 1944. Hún
lést 11. september
2020. Foreldrar
hennar voru Frið-
dóra Gísladóttir og
Garðar Haukdal
Ágústsson.
Birna giftist
Magnúsi Jóhanni
Óskarssyni, sem
lést 7. mars 2020. Börn þeirra
eru: 1) Garðar Haukdal, kvænt-
ur Helle Magnússon, börn
þeirra Guðjón Darri, Emma og
Oliver. 2) Katrín
Haukdal, dætur
hennar Katrín
Viktoría, Nadía,
Inga Birna og El-
ínbet. 3) Friðdóra
Haukdal, gift Rafni
Magnúsi Jónssyni,
dætur þeirra Erna
María og Emelía.
Barnabarna-
börnin eru þrjú:
Aþena Þöll, Logi
Rafn og Þórdís Embla.
Útför Birnu fer fram í Ás-
kirkju í dag, 25. september
2020, klukkan 15.
Margs er að minnast, margs
er að sakna – þessi orð skrifaði
ég í minningargrein um pabba
minn í mars og nú skrifa ég
minningargrein um mömmu
mína og byrja hana eins.
Elsku fallega mamma mín,
það er erfitt að setjast niður og
skrifa minningargrein um þig
þegar mér finnst þú enn vera
hjá okkur ég er enn að taka upp
símann og hringja í þig. Þú
varst alltaf til staðar fyrir okk-
ur. Þú varst alltaf til í að hjálpa
okkur öllum. Þér var annt um
alla okkar vini og fylgdist vel
með öllu sem við vorum að gera
hverju sinni. Alltaf máttu allir
vera heima hjá mér. Brautarás-
inn var alltaf opinn öllum. Þau
eru ófá partíin sem við systk-
inin héldum með leyfi og í óleyfi
en aldrei vorum við skömmuð.
Þú varst alltaf vel tilhöfð,
alltaf fín og alltaf glöð, og við
áttum fallegt heimili. Pabbi var
mikill græjukarl og alltaf til það
nýjasta heima hjá okkur. Þegar
mér fannst ekkert vera til í ís-
skápnum þá fannst þú alltaf
eitthvað til og matur tilbúinn
innan skamms. Ég vildi óska að
ég ætti þennan eiginleika til í
mér.
Það er svo margt sem fer í
gegnum hugann á svona stundu,
margar minningar sem laða
fram bros, og það hjálpar mikið
í sorginni sem er óbærileg. Þol-
inmæði er eitt sem kemur í
hugann gagnvart ömmu- og
langömmubörnunum þínum sem
voru þér allt. Þér fannst mjög
gaman að ferðast, fannst betra
að fara til útlanda og gista á
hóteli en að ferðast innanlands
og gista í tjaldi. Að mæta í
Funafold og svo í Sóló var eins
og félagsmiðstöð fyrir okkur.
Okkur hefur oft verið líkt við
ítalska fjölskyldu þar sem allir
töluðu í einu en þú hlustaðir og
brostir.
Að missa báða foreldra sína
með stuttu millibili er eins og
að vera endalaust í rússíbana og
þú bíður eftir að hann stoppi.
Ég veit að þú saknaðir pabba
mikið og ég trúi því að þið séuð
sameinuð á ný eftir stutt hlé og
styðjið hvort annað eins og þið
gerðuð alla tíð.
Bless elsku besta mamma, ég
sakna þín óendanlega mikið og
þú hefur kennt mér og gefið
mér svo margt sem ég ætla að
halda áfram með á mínu ævi-
skeiði.
Þín dóttir,
Friðdóra Magnúsdóttir.
Takk elsku mamma mín,
takk. Þakklæti er það fyrsta
sem kemur í hugann þegar ég
sit hér og rifja upp minningar
um þig. Ég er svo heppin að
hafa átt þig sem mömmu. Þú
sagðir mér að ég hefði verið ró-
legt og meðfærilegt barn en
sem unglingur lét ég þig hafa
aðeins meira fyrir mér og
reyndi ábyggilega oft á þolrifin.
Ég sé í dag hversu aðdáun-
arverð þolinmæði þín og um-
burðarlyndi gagnvart mér var á
þessum árum. Þú varst sann-
arlega alltaf til staðar fyrir mig
og alveg sama hvaða vitleysu
mér datt í hug að framkvæma
þá komstu mér til bjargar,
leystir málin og stóðst með
mér. Þú varst einnig mjög úr-
ræðagóð, sem hentaði mér ekki
alltaf vel. Sem dæmi þá man ég
alltaf þegar mig langaði að fara
í fyrstu verslunarmannahelgar-
útileguna með vinunum og þú
fékkst þá „frábæru“ hugmynd
að ég mætti fara, en bara ef öll
fjölskyldan kæmi með, þar með
talið amma og afi. Eða þegar ég
fékk loksins að fara ein í útilegu
með vinum mínum og þið pabbi
komuð í „óvænta“ heimsókn.
Annað sem mér dettur í hug er
þegar ég skellti mér ásamt vin-
konu á hallærisplanið og viti
menn; þið pabbi birtust. Mikið
er ég fegin að ekki hafi verið til
snjallsímar á þessum tíma.
Ég er svo þakklát fyrir hve
heimilið þitt (æskuheimili mitt)
var opið fyrir alla. Þar voru all-
ir velkomnir og nutu vinir góðs
af, öllum leið eins og heima hjá
sér. Á unglingsárunum mætti
segja að „Brautó“ hafi verið
eins konar félagsmiðstöð fyrir
vini okkar systkinanna.
Á fullorðinsárum hef ég verið
svo heppin að búa nálægt ykkur
pabba og ég og stelpurnar mín-
ar höfum getað notið þess að
koma við hjá ykkur hvenær sem
er. Ég veit ekki hvernig lífið
getur haldið áfram án þín. Án
þess að hittast hjá þér í Sóló,
gæða okkur á bestu vöfflum í
heimi, spjalla um og takast á
um hin ýmsu málefni er varða
okkur fjölskylduna. Þú hafðir
sannarlega alltaf mikið til mál-
anna að leggja og þótt við vær-
um ekki alltaf sammála um öll
málefni sættumst við alltaf á að
vera sammála um að vera ósam-
mála.
Takk elsku hjartans mamma
mín fyrir að hafa verið besta
mamma í heimi og minningarn-
ar um frábæra mömmu geymi
ég í hjarta mínu.
Bless bless mamma mín.
Þín dóttir,
Katrín.
Elsku amma mín. Það er svo
sárt að þurfa að kveðja þig.
Aldrei bjóst ég við því að þú
myndir fara frá okkur svona
fljótt. Það gleður mig þó að
hugsa til þess að þú yfirgafst
þennan heim í faðmi okkar allra
vitandi það hversu mikið við
elskuðum þig. Þú varst alveg
einstök manneskja, góðhjörtuð,
blíð, einlæg og heiðarleg. Þú
varst alltaf til staðar þegar
reyndi á, tilbúin til að hlusta og
hughreysta. Ég er svo heppin
að eiga fjölmargar minningar
um þig. Dýrmætasta minningin
er þegar við sátum eitt desem-
berkvöld í Funafoldinni og
drukkum jólakaffi saman og þú
sagðir mér frá uppvaxtarárum
þínum og hvernig þið afi kynnt-
ust. Þessa minningu mun ég
ávallt geyma í hjarta mínu. Það
eru forréttindi að hafa átt eins
margar góðar stundir og ég átti
með þér. Það er því með mikl-
um söknuði sem ég kveð þig
elsku amma mín.
Þín
Viktoría.
Það er skammt stórra högga
á milli í fjölskyldunni. Fyrr á
árinu kvaddi fjölskyldan eigin-
mann, föður, tengdaföður, afa
og langafa og í dag móður,
tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu. Fyrir Birnu var fjöl-
skyldan það mikilvægasta fram
á síðustu stund og var það
henni mikilvægt að vera umvaf-
in nánustu fjölskyldu undir það
síðasta. Birnu var mikið í mun
að gera vel við alla og þá sér-
staklega að enginn færi svangur
frá henni. „Má ekki bjóða þér
smá að borða? En skyr eða ban-
ana eða jógúrt; ertu alveg
viss?“ Svona var hún, alltaf að
hugsa um aðra. Ég vil þakka
þér fyrir að vera ætíð til staðar
og hafa gefið af þér yndislega
fjölskyldu.
Hvíl í friði Birna og ég kveð
með þessu ljóði:
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Rafn M. Jónsson.
Það eru margar leiftrandi
minningar sem koma upp í hug-
ann þegar við kveðjum vinkonu
okkar til margra ára. Við
kynntumst fyrir rúmum 50 ár-
um, þá ungar konur í Árbæj-
arhverfi sem var á þeim tíma
nýtt hverfi og langt fyrir utan
bæinn.
Ein verslun var á þessum ár-
um í hverfinu og ekki höfðum
við aukabíla til að flækjast um
bæinn. Myndaðist því mikil og
góð samstaða hjá okkur kon-
unum í blokkinni heimavinnandi
með börn á svipuðum aldri.
Mennirnir okkar unnu á daginn
og langt fram á kvöld eins og
þurfti til að geta eignast sína
fyrstu íbúð, ekki truflaði sjón-
varpið okkur. Hittumst við oft
yfir kaffibolla á kvöldin með
mönnum okkar og oft um helg-
ar var tekið í spil og áttum við
góðar stundir með þeim hjón-
um.
Birna var meiriháttar hús-
móðir og góð mamma, hún var
hógvær og ekki mikið fyrir
skjall og aldrei heyrði ég hana
hallmæla nokkrum manni. Eftir
að við fluttum úr Hraunbænum
minnkaði sambandið eins og
gengur, hittumst samt stundum
í kaffi og var alltaf jafn notalegt
að koma til Magga og Birnu.
Nokkur hjón sem áttu heima
á sama tíma í blokkinni hafa um
nokkurra ára skeið hist í mat-
arboðum og sumarbústaðaferð-
um, þar eru rifjuð upp árin í
Hraunbænum og við skemmtum
okkur vel. Það duldist engum
að Birna hafði í nokkur ár ekki
gengið heil til skógar en hún
bar sig alltaf vel og sagði að
þetta væri allt að koma.
Eftir lát Magnúsar töluðum
við Birna oft saman í síma, hún
hrósaði dætrum sínum og
barnabörnunum og sagðist
sjaldan vera ein því þær væru
svo duglegar að koma í heim-
sókn. Sökum Covid og við báðar
í áhættuhópi vildum við ekki
vera að hittast, ætluðum bara
að knúsast eftir Covid. Það
verður nú bara á öðrum stað.
Elsku Birna mín, ég veit að
Magnús hefur tekið vel á móti
þér, þú saknaðir hans mikið eft-
ir nær 60 ára samveru.
Samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar sem hefur misst svo mik-
ið á stuttum tíma.
Farið í friði kæru vinir Birna
og Magnús, þangað til næst.
Birna Björnsdóttir
Þorgeir Theodórsson
Elsku amma mín. Þá skilja
leiðir okkar að sinni. Mér finnst
alveg ótrúlegt að þetta hafi far-
ið svona og mikið svakalega á
ég eftir að sakna þín. Mig lang-
ar að þakka þér fyrir allt sem
þú gafst. Sem var svo mikið. Þú
varst alveg einstök kona með
hlýjasta hjarta sem ég veit um.
Þakka þér fyrir að halda svona
vel utan um ríkidæmið þitt, án
þín værum við ekki eins og við
erum í dag. Og áfram stækkar
það sem þú og afi byggðuð. Þú
varst þvílík hetja og sýndir svo
mikla þrautseigju og við getum
allar tekið okkur það til fyr-
irmyndar. Elsku amma mín,
takk fyrir fylgdina í gegnum líf-
ið.
Erna María.
Erna María Rafnsdóttir.
Við systkinin eigum öll okkar
minningar um hana Birnu
frænku.
Margar þessar minningar
hefjast á hinum heilaga reit
Arnarnesi við Dýrafjörð, fæð-
ingarstað mæðra okkar. Frænk-
urnar ræddu oft um dvölina hjá
afa og ömmu, ýmist þegar þær
voru á Arnarnesi eða eftir að
þau fluttu hingað suður á jörð
sem var við Úlfarsfellið. Var
þar greinilega oft glatt á hjalla
og ræddu stelpurnar oft um
hina ýmsu hrekki sem þær
stunduðu greinilega mikið, í
stað þess að aðstoða við bú-
störfin eins og afi ætlaðist
örugglega til af þeim. Þegar ég
spurði svo hvar ég hefði alltaf
verið var sama svarið: „Æi, þú
varst svo lítill og við nenntum
ekki að hafa þig með,“ og því er
það svo að ég er ekki viss hvort
er minning mín eða frásögn
þeirra. Birna var þó oft und-
antekning frá þessu. „Nei þú
varst …“ og svo kom eitthvað
mildara en hjá systrum mínum.
Mikill samgangur var milli
heimila og saumaði mamma oft
eins kjóla á systur mínar og
Birnu, bara í mismunandi litum,
enda var Birna mikið viðloðandi
heimilið á Sölvhólsgötu á sínum
tíma.
Sigrún B. og Birna kynntust
bræðrunum Hafþóri og Magn-
úsi á rúntinum margfræga.
Rúnturinn var hringakstur þar
sem skvísur og gæjar „rákust“
hvert á annað. Þarna kviknaði
greinilega neisti milli unga
fólksins, neisti sem leiddi Birnu
og Magga saman, þótt ekki yrði
það strax, enda þær ungar að
árum. Ekkert varð meira úr
þessum kynnum að sinni enda
voru frænkurnar sendar til
Noregs til náms, væntanlega
vegna óþekktar. Glæður fyrstu
kynna virðast hafa blossað upp
við komu Birnu til landsins aft-
ur og dugði sá eldur vel enda
voru þau Magnús saman upp
frá því og áttu saman börn og
buru. Oft hafa þær frænkur tal-
að um hve mikið samband var á
milli fjölskyldnanna þegar við
vorum yngri. Við komum saman
hjá afa og ömmu um jólin og af-
mælisveislur voru fjölmennar.
Þetta hélt töluvert áfram enda
bjuggu síðar allar fjölskyldurn-
ar um tíma í Hraunbænum
nema Gunna, sem bjó í Döl-
unum.
Ég, sá yngsti, man víst
minna, en þó það að Birna var
alltaf í minningunni samanspyrt
við hann Magga sinn, þ.e Birna
frænka, hans Magga. Hún var
alltaf svo blíð við mig sem
krakka, þótt ég væri væntan-
lega ódæll, og svoleiðis var hún
reyndar alla tíð. Móðursystur
mínar höfðu þá reglu að kalla
mig alltaf bæði fornafni og
millinafni. Þessari hefð viðhélt
hún, ein fárra sem eftir eru.
Birna var vinnusöm, vann
m.a. í sendiráði Bretlands og
svo við framleiðslu í opinberum
veislum og öðrum þeim veislum
og viðburðum sem haldin voru í
Rúgbrauðsgerðinni. Naut ég
þess þá stundum er ég var þar
að vera frændi þegar hún var
þar að vinna og hellti í glös fyr-
ir gesti. Eignaðist ég þá oft
nokkur aukaglös svona rétt fyr-
ir lokun sem falin voru fyrir
öðrum. Hún Birna gat líka allt-
af komið manni í gott skap,
bara með hlátrinum sínum.
Hinn gjallandi smitandi hlátur
lyfti öllu andrúmslofti. Bara síð-
ast í erfidrykkju Svanfríðar,
hinnar síðustu Arnarnesssystra,
lyfti hún húmornum með glað-
værð sinni.
Við systkinin þökkum sam-
veruna við hana Birnu, sendum
fjölskyldu hennar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd systkinanna á
Sölvhólsgötu 10,
Höskuldur.
Birna Haukdal
Garðarsdóttir
Elskulegur bróðir minn, frændi okkar
og vinur,
BALDUR RAGNARSSON,
Hjaltabakka 4,
lést á líknardeild Landspítalans 24. ágúst.
Bálför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Ingibjörg Fríða Ragnarsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
VALUR INGÓLFSSON
húsasmiður,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 22. september.
Jarðarför fer fram frá Digraneskirkju 28. september klukan 13.
Jana Maren Valsdóttir Leifur Sigþór Sigurðsson
Íris Ósk Valsdóttir Tómas Haarde
Hanna Ósk Haarde
Margrét S. Ingólfsdóttir
Grímur J. Ingólfsson
María G. Ingólfsdóttir
Ester A. Ingólfsdóttir
Katrín V. Ingólfsdóttir
Hannes G. Ingólfsson
Elísabet I. Ingólfsdóttir
Kári Ingólfsson
Guðjón Ingólfsson
Björk S. Ingólfsdóttir
Lára Ingólfsdóttir
Sólveig Ingólfsdóttir
Svandís Ingólfsdóttir