Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
✝ Jóhann RúnarGuðjónsson
fæddist á Akureyri
5. júlí 1950. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 14. sept-
ember 2020. For-
eldrar hans voru
Guðjón Gunn-
laugsson, f. 18.5.
1917, d. 20.8. 1994,
og Guðrún Jóns-
dóttir, f. 12.8. 1918, d. 28.8.
2007. Systkini hans eru Jón
Trausti, f. 23.12. 1944, Gunn-
steinn, f. 22.11. 1946, Anna, f.
14.2. 1949, Magnús, f. 28.3.
1954, og Ingvar, f. 30.10. 1958.
Dóttir Jóhanns er Guðrún
Eva, f. 18.7. 1978, og maður
hennar er Óskar Pétur Ein-
arsson, dóttir þeirra Jóhanna
Eldey, f. 1.9. 2008, og sonur
þeirra Daníel Orri, f. 14.10.
2012.
Jóhann ólst upp á Akureyri,
hann lauk landsprófi frá Gagn-
fræðaskóla Akureyrar 1966 og
stúdentsprófi frá MA 1970. Þá
liður við Coastwatch – evrópskt
fjöruverndarverkefni 1989-99,
sat í stjórn Náttúruverndar-
félags Suðvesturlands 1984-90,
sat í stjórn Sjálfboðaliðasam-
taka um náttúruvernd 1991-96
og var formaður þeirra 1993-
95, sat í stjórn Alþýðubanda-
lagsfélags Hafnarfjarðar 1983-
88 og var formaður þess 1985-
86. Hann samdi ritið Vistfræði
– æfingar og greinar, útgefið
af menntamálaráðuneytinu
1978. Hann hefur skrifað grein-
ar í blöð og tímarit. Þá þýddi
hann og staðfærði, ásamt Eiríki
Jenssyni, ritið Umhverfisbókin,
útgefið 1996.
Jóhann hafði ótæmandi
áhuga á líffræði, vistfræði og
umhverfisfræði. Hann þekkti
gróður, fugla og náttúrufar og
var oft á tíðum leiðsögumaður í
fjalla- og gönguferðum. Hann
ferðaðist víða, bæði innanlands
og utan, oftar en ekki vegna
starfs síns í alþjóðlegum verk-
efnum.
Útför Jóhanns fer fram í
dag, 25. september 2020,
klukkan 13 í Hafnarfjarð-
arkirkju. Henni verður
streymt: https://live-
stream.com/luxor/johann-
gudjonsson/. Virkan hlekk á
streymi má finna á https://
www.mbl.is/andlat/.
flutti hann til höf-
uðborgarinnar og
hóf nám í líffræði
við HÍ. Hann lauk
BS-prófi 1974 og
prófi í uppeldis- og
kennslufræði 1978.
Hann var líf-
fræðikennari við
Flensborgarskól-
ann frá 1974 og
var einnig deild-
arstjóri í líffræði,
áfangastjóri sem og aðstoð-
arskólameistari í lengri og
skemmri tíma. Hann var
fulltrúi í heilbrigðisnefnd Hafn-
arfjarðarbæjar 1978- 86, for-
maður gróðurverndarnefndar
Hafnarfjarðarbæjar 1986-90,
var verkefnisstjóri Globe-
alþjóðakennsluverkefnis í um-
hverfismálum og stýrimaður
vettvangsnáms í raungreinum á
vegum Endurmenntunarstofn-
unar HÍ 2000-2001. Hann sat í
stjórn Samlífs, samtaka líf-
fræðikennara, frá 1990, var
formaður 1991-93 og aftur for-
maður 1998-2010, var tengi-
Elsku pabbi minn. Ég
ímynda mér að það hefðu ekki
allir feður verið tilbúnir til að
fara með fullt forræði yfir ung-
lingsdóttur sinni árið 1991 en
fyrir þér var það sjálfsagt mál.
Það mætti ef til vill halda að ég
hefði þurft að fullorðnast fljótt
og taka að mér eitthvert
ábyrgðarhlutverk á heimilinu
en ég fékk að vera áhyggjulaus
og þú sást um allt. Þér var allt-
af efst í huga að passa mig og
vernda. Þegar þú fékkst
krabbameinið 1996 vissi ég ekki
einu sinni af því fyrr en seinna
hversu alvarleg veikindi þín
voru. Enda hefði heimurinn
minn hrunið ef þú hefðir horfið.
Ég kynnti þig fyrir kærastan-
um mínum þegar þú lást í
sjúkrarúmi á spítalanum, þá
var Óskar með hanakamb en þú
tókst því nú bara með jafn-
aðargeði. Þið urðuð seinna góð-
ir vinir og sérstaklega fannst
þér alltaf gaman að gefa Óskari
að borða því hann tók hraust-
lega til matar síns.
Ég settist niður, skoðaði
myndir og rifjaði upp minning-
ar, bæði gamlar og nýjar, því-
líkur fjársjóður. Þú varst fyrst-
ur á staðinn þegar Jóhanna
fæddist og þau Daníel voru þér
svo dýrmæt. Sunnudagsmorgn-
ar verða aldrei samir þegar það
vantar þig í morgunkaffi.
Takk fyrir allt, ég sakna þín.
Guðrún Eva.
Ég minnist hér kærs félaga,
Jóhanns Guðjónssonar, líf-
fræðikennara við Flensborgar-
skólann í Hafnarfirði. Hann lét
af störfum vorið 2016 vegna
heilsu sinnar og hafði þá starf-
að við skólann frá 1974 og
gegnt fjölda trúnaðarstarfa.
Jóhann var órjúfanlegur
hluti af þróun skólans og átti
drjúgan þátt í að breyta gagn-
fræðaskólanum og mennta-
deildinni á áttunda áratug síð-
ustu aldar í fjölbrautaskóla.
Við minnumst Jóhanns með
hlýju í hjarta, en í starfs-
mannahópi skólans í dag eru
nemendur hans, síðar sam-
kennarar, sem og aðrir sam-
starfsmenn. Hann var virkur í
félagslífi starfsmanna, trúnað-
armaður, fagstjóri, deildar-
stjóri, aðstoðarskólameistari og
svo mætti lengi telja.
Við minnumst öðlingsdrengs
að norðan. Jóhann var góður
félagi í dagsins önn og naut sín
ávallt vel í kennarahópnum, sat
gjarnan sposkur á svip við
karlaborðið svokallaða, áhuga-
samur um hag fólksins í kring
um sig.
Hann var fræðimaður, kenn-
ari af guðs náð og þrautseigur
þegar kom að því að reyna að
gæða líffræðina lífi í huga nem-
enda sinna.
Fyrir hönd Flensborgarskól-
ans vil ég þakka störf liðinna
ára, einstaka alúð við skóla-
starfið og starfsfólk skólans.
Flensborgarskólinn á Jóhanni
mikið að þakka.
Erla Sigríður Ragn-
arsdóttir, skólameistari
Flensborgarskólans.
Það var um vorið 1975 sem
Flensborgarskóli í Hafnarfirði
útskrifaði sína fyrstu stúdenta.
Við vorum 31 talsins, 23
strákar og átta stelpur. Náms-
brautirnar voru þrjár; mála-
deild, eðlisfræðideild og nátt-
úrufræðideild. Við
stúdentsefnin nutum kennslu
Jóhanns á þessum byrjunarár-
um menntaskóla í Hafnarfirði,
sérstaklega við nemar sem vor-
um á náttúrufræðibraut. Á
þessum árum kenndu okkur
margir ungir kennarar, jafnvel
bara nokkrum árum eldri en
við nemendurnir. Þannig mynd-
aðist sérstakur vinskapur og
væntumþykja á milli kennara
menntadeildar og okkar nem-
endanna. Við áttum ekki bara
samverustundir í kennslustof-
unni heldur einnig utan skóla í
ýmsu félagsstarfi sem styrkti
vináttuna. Við gerðum ýmislegt
okkur til skemmtunar á þessum
árum. Þá má nefna ýmis ferða-
lög og uppákomur með kenn-
urunum. Við fórum í stúdents-
ferðalag til Möltu með viðkomu
í London. Ferð sem var farin
ári áður en við útskrifuðumst.
Eitt sumarið fórum við nokkur
í ferðalag norður í Mývatns-
sveit. Við fréttum af Jóhanni á
heimaslóðum á Akureyri. Við
leituðum hann uppi og fengum
hann með okkur í þetta
skemmtilega ferðalag.
Jóhann var góður kennari og
vakti áhuga nemenda á sínum
fræðum. Á seinni árum hafa
tveir úr nemendahópnum orðið
samkennarar Jóhanns í Flens-
borgarskóla.
Við minnumst Jóhanns með
þakklæti fyrir fræðimennsku
hans og vináttu.
Ég vil fyrir hönd okkar
skólafélaganna senda dóttur
hans og fjölskyldu og öðrum
aðstandendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi
Guð styrkja ykkur á erfiðri
stundu.
Steinunn Guðnadóttir.
Jóhann
Guðjónsson
✝ Helgi S. Krist-insson fæddist
á Stóru-Borg í
Grímsnesi 23. apr-
íl 1937. Hann lést
18. september
2020 á Hjúkr-
unarheimilinu
Víðihlíð í Grinda-
vík. Foreldrar
hans voru Kristinn
Guðmundsson,
Stóru-Borg í
Grímsnesi, f. 29.4. 1899, d.
23.10. 1955, og Vilborg Jóna
Helgadóttir, Gimli, Grindavík,
f. 19.5. 1909, d. 9.12. 1992.
Helgi ólst upp á Stóru-Borg
til níu ára aldurs. Þá flutti fjöl-
skyldan til Grindavíkur, á
Járngerðarstaði. Helgi var
elstur bræðra sinna. Bræður
hans eru: Árni H. Kristinsson,
f. 29. mars. 1939, og Þórir G.
Kristinsson, f. 17. ágúst. 1942.
Hinn 26. desember árið 1959
giftist Helgi Ólafíu Krístínu
Kristjánsdóttur, f. 10.12. 1940,
d. 25.9. 1999. Foreldrar henn-
11.3. 2003. Eiginmaður Elínar
er Hafsteinn Þórir Haraldsson,
f. 6.6. 1973. Börn hans eru
Haraldur Geir, f. 3.11. 1992,
og Ágúst Helgi, f. 1.9. 1999. 3)
Fóstursonur: Þorvaldur Þor-
valdsson, f. 13.5. 1966. Börn
hans eru: a) Saga Rut, f. 13.8.
1996. b) Svava Líf f. 19.11.
2011. Eiginkona hans er Di-
vina Thorvaldsson, f. 28.1.
1972. Langafabörnin eru orðin
12.
Helgi fór ungur að árum að
starfa í Hraðfrystihúsi Grinda-
víkur ásamt því að sinna
skylduverkum sínum við bú-
skap á heimilinu á Járngerð-
arstöðum. Eftir bílpróf fór
hann að vinna fyrir herinn í
nokkur ár við byggingarvinnu
og varð síðan bílstjóri í Þor-
birni. Lengst af starfaði hann
sem verkstjóri í Fiskanesi. Þau
hjónin byggðu sér heimili á
Ránargötu 4. Helgi hafði mik-
inn veiðiáhuga og ferðaðist
mikið þangað til þau hjónin
fengu sér hjólhýsi á Laug-
arvatni. Síðar byggðu þau sér
bústað í Hraunborgum í
Grímsnesi þar sem þau eyddu
mestum frítíma sínum.
Útför Helga fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 25.
september 2020, klukkan 14.
ar voru Kristján
Sigurðsson, Móum
á Skagaströnd, f.
12.12. 1908, d.
28.12. 1996, og
Margrét Sigurð-
ardóttir, Akrahóli
í Grindavík, f.
28.2. 1909, d.
13.10. 1994. Börn
Helga og Ólafíu
eru: 1) Kristín Vil-
borg, f. 6.9. 1959.
Hún giftist Bjarna Guðbrands-
syni, f. 25.8. 1960, d. 22.11.
1991. Börn þeirra eru: a)
Ólafía Helga, f. 8.11. 1978. b)
Guðbrandur Þór, f. 7.2. 1981.
c) Helgi Freyr, f. 17.8. 1986.
Eiginmaður Kristínar er Hall-
grímur P. Sigurjónsson, f. 7.1.
1965. Barn þeirra er Íris Ósk,
f. 22.5. 1997. 2) Elín Margrét,
f. 11.2. 1972. Börn hennar úr
fyrra hjónabandi eru: a) Jó-
hann Sævar, f. 22.8. 1994. b)
Fanney Dís, f. 22.8. 1996, d.
29.10. 2000. c) Kristín Helga, f.
26.4. 1998. d) Brimar Örn, f.
Þá er komið að kveðjustund
elsku afi. Síðustu mánuðir reynd-
ust þér erfiðir. Það átti ekki við
þig að þurfa að vera upp á aðra
kominn og komast ekki leiðar
þinnar. Styrkur þinn var mikill
en þú varst hvíldinni feginn undir
lokin.
Við fjölskyldan kveðjum ein-
stakan afa og langafa sem var
mikil fyrirmynd og góður vinur.
Sterkur, hraustur og hjálpsamur
afi. Alltaf varstu tilbúinn að koma
og aðstoða okkur. Mættur til að
parketleggja og ráðleggja okkur í
einu og öllu. Hugurinn bar þig
hálfa leið þó að líkaminn næði
ekki að fylgja eftir. Alltaf komstu
til að fylgjast með okkur barna-
börnunum í því sem við tókum
okkur fyrir hendur og komst með
þínar hugrenningar um það,
hristir stundum hausinn yfir því
öllu. Það var gaman að fá þig í
heimsókn og ósjaldan komstu við
til að taka hundinn með í göngu.
Lífið mótaði þig í sterkan og
vinnusaman mann og sinntir þú
vinnu þinni af mikilli skyldu-
rækni og sanngirni. Ég var svo
heppin að fá þig sem föðurímynd
og er þakklát fyrir allt það sem
þú gerðir fyrir mig. Ég minnist
með hlýju allra ferðanna í hjól-
hýsið á Laugarvatni þegar ég var
lítil og stundanna sem við áttum á
Ránargötunni. Þú varst ávallt
tilbúinn að taka okkur barna-
börnin inn á heimilið og heimili
þitt var heimili okkar eins og við
Ármann fengum að upplifa þegar
við bjuggum hjá þér.
Það var þér þungt högg þegar
amma fór alltof snemma frá okk-
ur en þú hélst áfram, sjálfstæður
og sterkur. Sumarbústaðnum
sem þið amma byggðuð í Gríms-
nesi hélstu áfram að viðhalda og
hafðir þar alltaf góðan félagsskap
með þér. Það var alveg sama
hvað þú tókst þér fyrir hendur;
það var gert af alúð og natni. Þú
varst svolítið hrjúfur á yfirborð-
inu en undir niðri varstu með
hjarta úr gulli og eftir situr minn-
ing um mann sem var alltaf til
staðar þegar þess þurfti. Elsku
afi, takk fyrir allt saman.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér
(Hallgrímur Pétursson)
Ólafía Helga.
Elsku afi minn, þegar ég
hugsa um minningarnar okkar þá
einkennast þær af hlátri og
sprelli.
Einstaklega góður maður, allt-
af stutt í brosið. Ég minnist þess
þegar við tókum rúnt til Keflavík-
ur seinustu jól og þú sagðir mér
sögur á leiðinni, þér fannst það
ekki leiðinlegt, enda sögumaður
mikill.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar okkar saman, afi minn.
Ég samdi þetta ljóð fyrir þig.
Farinn ertu jörðu frá,
þín ég á eftir að sakna
Amma beið þín og sótti þig
á gullvagninum bjarta.
Hjartað mitt gleymir þér aldrei,
alltaf svo hress, alltaf svo kátur.
Þér fannst ég húmoristi mikill
og ég heyri þinn yndislega hlátur.
Nú færðu þína hvíld, elsku afi
minn.
Með sorg í hjarta ég bið að
heilsa og við sjáumst síðar.
Íris Ósk Hallgrímsdóttir.
Eftir erfið veikindi ertu horf-
inn okkur frá.
Ég er viss um að amma og
Fanney Dís taki á móti þér með
opnum örmum. Þú varst svo
hjálpsamur og vildir öllum vel,
alltaf boðinn og búinn til alls eins
og til dæmis þegar bíllinn bilaði á
leið í bústaðinn, þá varst þú kom-
inn strax að redda málunum.
Alltaf var svo gaman að koma í
sumarbústaðinn til þín, ein sterk
minning þegar ég kom þangað og
við fórum saman í berjamó. Þú
varst svo skemmtilega hreinskil-
inn og með góðan húmor.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku afi minn, ég mun sakna
þín sárt.
Þín
Kristín Helga.
Helgi S.
Kristinsson
✝ Baldur Ragn-arsson fæddist í
Reykjavík 3. sept-
ember 1960. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 24.
ágúst 2020. For-
eldrar hans voru
Ragnar Björnsson
klæðskerameistari,
f. 24. ágúst 1923, d.
27. september 2009
og Auður Jónsdótt-
ir, f. 12. mars 1924, d. 1. nóv-
ember 1992. Systkini Baldurs
eru Smári, f. 1. júlí 1953, d. 4.
janúar 2020 og Ingibjörg Fríða,
f. 8. janúar 1947. Baldur ólst upp
frá 8 ára aldri í Breiðholtinu, tók
stúdentspróf frá
Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti
og kennarapróf frá
Kennaraháskól-
anum 1987. Á náms-
árum sínum fékk
hann mikinn áhuga
á tölvum og var
hann meðal þeirra
fyrstu sem tóku að
sér að nota tölvu-
fræðslu á kennslu-
ferli sínum. Baldur vann hjá
Veðurstofu Íslands frá 1998 til
dauðadags.
Baldur var einhleypur og
barnlaus.
Útför hans fór fram í kyrrþey.
Í síðasta mánuði lést Baldur
Ragnarsson, samferðamaður
okkar á Veðurstofu Íslands um
árabil. Baldur gekk til liðs við
Bjórvinafélag Veðurstofunnar
þann 27. október árið 2000 og
var gjaldkeri þess frá árinu
2001. Starfsmaður sem allir
tölvunotendur Veðurstofunnar
þurftu oft og einatt á að halda
og sem sinnti kvabbi þeirra
með glettni í svip.
Hér skal gerð nokkur grein
fyrir ástæðum þess að Bjór-
vinafélagið á honum margt að
þakka. Hefð er fyrir því að
gjaldkerar félagsins séu ævi-
ráðnir, séu kjölfestan í þessu
stórmerkilega félagi og raunar
einu valdsmenn þess sem eitt-
hvað kveður að. Í stjórnarlausu
félagi eru slíkir embættismenn
gulls ígildi.
Þótt yfirlýstur tilgangur fé-
lagsins væri að kynna og
kneyfa gæðaöl á vikulegum fé-
lagsfundum var annað hlutverk
ekki síður mikilvægt. Hinn fé-
lagslegi þáttur sem fólst í því
að vinnufélagar kæmu saman
einu sinni í viku, veltu af sér
vandamálum hversdagsins og
ræddu hispurslaust um menn
og málefni. Baldur var sér
mjög meðvitaður um þennan
þátt og lagði fram drjúgan
skerf til þess að skapa slíkan
vettvang. Ein birtingarmynd
þess var að hann mætti um
langt árabil á nær hvern ein-
asta reglufund til þess að njóta
samvista við aðra bjórfélaga og
sjá um að allt væri í hinu besta
lagi. Ein forföll voru þó árviss –
þegar blúshátíð var í bænum
tók hann sér frí. Einnig setti
hann heimsmeistara- og Evr-
ópukeppnina í fótbolta, sem og
Ólympíuleikana, í forgang. Þá
má ekki gleyma þætti hans í
árlegum Hátíðarfundi félagsins
þar sem hann var jafnan í for-
ystu fyrir undirbúningi. Einn af
hápunktum þess fundar var
þegar hann gerði grein fyrir
reikningum félagsins eins og
það væri virðulegt fyrirtæki í
Kauphöllinni, afskrifaði eignir
þess eftir kúnstarinnar reglum
og greindi ítarlega frá stöðu á
bankareikningum.
Sá illvígi sjúkdómur sem
hann féll fyrir að lokum átti sér
djúpar rætur, en hann hafði áð-
ur sigrast á honum fyrir mörg-
um árum.
Hann stóð þá keikur og
breytti í engu sínum háttum.
Eftir 20 ára samfylgd kveðjum
við einstakan vin og félaga.
Skarð hans verður vandfyllt.
Fyrir hönd Bjórvinafélags
Veðurstofu Íslands,
Elvar Ástráðsson,
Tómas Jóhannesson og
Barði Þorkelsson.
Baldur
Ragnarsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar