Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
✝ Ásta DíanaStefánsdóttir
fæddist á Hvamms-
tanga 24. mars
1930. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Grund 14. sept-
ember 2020. For-
eldrar hennar voru
Stefán Díómedes-
son sjómaður og
verkamaður, f. 5.
ágúst 1896, d. 26.
sept. 1985, og Karólína Jóhann-
esdóttir húsfreyja, f. 28. okt.
1901, d. 15. okt. 1972. Systkini
Ástu Díönu eru Benedikt Málm-
freð, f. 1. maí 1926 (látinn), Ást-
dís Jóhanna, f. 21. júní 1938 (lát-
in), og Jensína Guðrún, f. 8. des.
1941.
Ásta Díana giftist hinn 3. des.
1960 Guðjóni Sigurjónssyni, f. 9.
sept. 1931, d. 18. ágúst 2017.
Börn þeirra eru: 1) Guðlaug
Birna, f. 7. feb. 1957, dóttir
hennar er Arna Huld Sigurð-
ardóttir (faðir Sigurður Karl
Sveinsson, látinn). Dóttir Örnu
Huldar er Kolbrún Birna (faðir
Þorsteinn Rúnar Kjartansson).
2) Stefán Karl, f. 19. feb. 1959,
börn hans eru Ásrún Mjöll og
Þorsteinn Davíð (móðir Ellý
Alda Þorsteinsdóttir). 3) Ásta
Verzlunarskóla Íslands, þaðan
sem hún lauk verslunarprófi.
Ásta hélt þá á vit ævintýra er-
lendis og fór árið 1952 til Eng-
lands þar sem hún starfaði í
skóla fyrir málhölt börn. Árið
1954 fór hún til Danmerkur þar
sem hún starfaði sem stofustúlka
og á Radiumstationen í Kaup-
mannahöfn. Eftir heimkomu
starfaði Ásta við skrifstofustörf.
Fyrstu árin eftir að Ásta og
Guðjón stofnuðu heimili var
Ásta heimavinnandi enda stækk-
aði fjölskyldan ört. Síðar vann
hún við ræstingar á Bókasafni
Kópavogs þar til henni bauðst
starf bókavarðar og vann við
það til starfsloka. Eftir starfslok
gerðist hún sjálfboðaliði hjá
Rauða krossinum þar sem hún
heimsótti aldraða og félagslega
einangraða íbúa í Kópavogi.
Eins tók hún mikinn þátt í fé-
lagsstarfi aldraðra, s.s. silf-
ursmíði og ritlist. Á árum áður
var Ásta öflug í starfi Urta, sem
var félagsskapur mæðra skáta í
Skátafélaginu Kópum en þar
varð til vinátta sem varði til ævi-
loka.
Árið 2016 flutti Ásta Díana á
hjúkrunarheimilið Grund þar
sem hún lést 14. sept. sl.
Útför Ástu Díönu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 25. sept-
ember 2020, klukkan 15.
Streymt verður frá athöfninni,
https://tinyurl.com/y4gmyaro/.
Virkan hlekk á streymi má nálg-
ast á https://www.mbl.is/
andlat/.
Jóna, f. 23. maí
1961, maki Júlíus
Þór Sigurþórsson,
börn þeirra eru
Rakel (faðir Elías Þ.
Guðmundsson),
Hildur og Ásta Sól-
ey. Börn Rakelar og
maka hennar, Atla
Freys Rúnarssonar,
eru Urður og Flóki.
4) Sigurjón Þór, f.
24. júlí 1962, maki
Jóhanna Hjálmarsdóttir, synir
þeirra eru Guðjón Orri og
Franz. 5) Sigurður Þorsteinn, f.
11. mars 1970, maki Ragnhildur
Þórarinsdóttir, dætur þeirra eru
Thelma Rut (m. Jónatan Jón-
atansson), Embla Ósk og Snædís
Eva. 6) Karólína Rósa, f. 27.
ágúst 1972, maki Helgi Bjarni
Birgisson. Börn þeirra eru
Steiney Þóra (m. Magnús G.
Karlsson), Skarphéðinn Nói og
Eldey Guðrún. Fyrir átti Helgi
Diljá (m. Mikkel Eschen Phil-
lips).
Ásta Díana ólst upp á
Hvammstanga. Hún hleypti
snemma heimdraganum og
starfaði í Versluninni Val á
Blönduósi. Hún fór síðan til
Reykjavíkur og vann við versl-
unarstörf þar til hún hóf nám í
Það var fyrir tæpum 30 ár-
um að ég kynntist Ástu Díönu
Stefánsdóttur, tengdamóður
minni, en þá hafði ég kynnst
Sigurjóni Þór Guðjónssyni, syni
hennar og Guðjóns Sigurjóns-
sonar sem nú er látinn.
Ásta var einstök kona, ljúf,
einlæg, en í senn glettin og
hafði hjarta úr gulli.
Það var stórt heimilið hjá
þeim, sex krakkar sem voru
nefnd fyrripartur og seinni-
partur.
Guðlaug Birna, Stefán Karl,
Ásta Jóna og Sigurjón Þór,
fyrriparturinn - síðan komu
Sigurður Þorsteinn og Karólína
Rósa, seinnipartur.
Eins og gefur að skilja var
mikið líf og fjör, læti og gaura-
gangur, en aldrei heyrði ég
hana hækka róminn. Svo var
viðkvæðið ef einhver sagði ekki
satt, sem kom nú fyrir, þó full-
orðin væru: Spurðu mömmu,
hún veit það, og þá brosti Ásta
sínu fallega brosi, hún vildi
ekki koma af stað látum á milli
þeirra.
Ásta var mjög listræn kona,
saumaði mikið á árum áður,
orti ljóð og þegar hún fór að
hitta vini sína hjá eldri borg-
urum í Kópavogi fór hún í silf-
ursmíði og eru til munir eftir
hana.
Þegar við Siggi komum í bæ-
inn með strákana okkar Guðjón
Orra og Franz var stórfjöl-
skyldunni alltaf boðið í mat, svo
ég tali nú ekki um kaffihlað-
borðin sem hún reiddi fram
eldsnemma á morgnana áður
en farið var í Herjólf, eða í flug
erlendis og ferðafélagarnir áttu
að koma líka.
Ég má til með að segja frá
atviki sem kom upp hjá okkur
Ástu. Hún hringdi í mig og
sagðist vera orðin svo leið á að
gera við fötin fyrir alla krakk-
ana; hún ætlaði að gefa sauma-
vél inn á hvert heimili - við er-
um að tala um sex nýjar
saumavélar.
Ég sagðist ekki þurfa vél, ég
og saumavélar eigum ekki sam-
leið, þarft ekki að senda vél til
okkar. Þú þarft nú að gera við
af strákunum og færð vél.
Næst þegar ég kom í bæinn
beið mín vél.
Barnabörnin sem eru orðin
15 og langömmubörnin þrjú
voru henni mjög kær og fylgd-
ist hún vel með þeim á meðan
heilsan leyfði.
Ásta Díana lést 14. septem-
ber 2020 á Hjúkrunarheimilinu
Grund, þar sem hún dvaldi síð-
ustu árin.
Ég þakka Ástu tengdamóður
minni fyrir samfylgdina.
Kær kveðja í sumarlandið.
Jóhanna.
Elsku amma hefur fengið
hvíldina. Loksins, mætti jafnvel
segja, þar sem að mörg ár eru
frá því að hún greindist með
alzheimer. Það er erfitt að
horfa uppá ástvin sinn þurfa að
kljást við þennan ömurlega
sjúkdóm.
Amma var ein besta mann-
eskja sem hægt er að kynnast.
Hún vildi allt fyrir alla gera og
var einstaklega góð og hlý. Ég
hef ekki tölu á þeim flíkum sem
hún lagaði fyrir mig, en það
hanga enn kjólar inn í skáp
sem hún bjargaði fyrir mig á
snilldarhátt. Hins vegar mátti
nú ekki hafa mikið fyrir henni.
„Ertu viss um að ég sé ekki að
trufla þig … þetta má alveg
bíða.“
Oftar en einu sinni litaði ég á
henni augabrúnirnar og augn-
hárin og í hvert skipti mátti
bara koma smá litur, henni
fannst ég gera þetta aðeins of
ýkt fyrir hennar smekk. En
alltaf fékk hún svarið, „amma,
þetta dofnar strax“. Þetta voru
gæðastundir með ömmu, þó
hún hafi nú nær undantekn-
ingalaust sofnað. En það var
fylgikvilli drómasýkinnar sem
hún hafði þurft að lifa við frá
því hún var unglingur.
Þegar ég horfi til baka og
hugsa til ömmu þá kemur í
hugann ofsalega góður matur,
hunangsmelóna, vínber, bestu
skonsur í heimi (og rauðrófu-
salat með) og amma sofandi við
eldhúsborðið eða í stól. Oftar
en ekki kíkti maður til hennar á
bókasafnið þar sem hún vann
og oft var spennandi að fá að
hanga þar.
Allt samstarfsfólk ömmu var
svo notalegt og okkur leið vel
að koma þangað.
Amma var félagsvera og var
gaman að hlusta á hana tala um
starfið hjá félagi eldri borgara
og auðvitað fannst mér það
mjög merkilegt að amma væri
að keppa í íþróttum/boccia
komin á gamals aldur.
Þegar amma og afi fluttu af
Vallartröðinni, ættaróðalinu, og
yfir í Fannborgina var að sjálf-
sögðu farið yfir allt dótið. Þeir
sem þekktu ömmu vita að hún
átti erfitt með að henda dóti og
reyndi þetta á þolrifin hjá fólk-
inu sem hjálpaði til. En í þess-
um flutningum fannst skírnar-
kjóllinn sem amma var skírð í.
Kjóll, sem er orðinn meira en
hundrað ára, sem móðuramma
og -afi ömmu komu með heim
eftir búsetu í Englandi. Það var
því einstaklega falleg tilhugsun
að geta skírt dóttur mína, lang-
ömmubarnið, hana Kolbrúnu
Birnu, í þessum yndislega kjól.
Og mikið var amma ánægð með
það.
Ég mun alltaf minnast ömmu
með bros á vör þegar/ef ég fæ
mér bollu (áfengisbollu með
ávöxtum í). Hún þreyttist
nefnilega aldrei á því að segja
mér söguna af því þegar ég var
lítil og aðvaraði ömmu að það
væri svo mikið áfengi í ávöxt-
unum þannig að það væri viss-
ara að láta þá í friði.
Það eru þessi litlu atriði sem
hlýja manni um hjartarætur en
skipta samt svo óheyrilega
miklu máli.
Takk, elsku amma, fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og Kol-
brúnu Birnu. Þín verður sárt
saknað. Það hafa eflaust orðið
fagnaðarfundir þarna uppi þeg-
ar þú mættir á svæðið. Bið að
heilsa.
Þín
Arna Huld.
Amma mín var með hlýjasta
og stærsta hjarta sem ég hef
komist í kynni við og faðmur
hennar sá allra mýksti. Ég fór
ekki varhluta af því, enda svo
lánsöm að búa á neðstu hæðinni
hjá henni og afa á Vallartröð-
inni með mömmu fyrstu árin.
Naut ég samvista við ömmu frá
fyrstu tíð og hún skipar stóran
sess í æskuminningum mínum.
Það duldist engum sem
komst í kynni við ömmu hversu
einstök hún var; ljúf, réttsýn,
heiðarleg og hógvær. Fékk ég
oft að heyra frá börnum í bæn-
um hversu lánsöm ég væri að
„góða konan“ á bókasafninu
væri amma mín. Ég varði ein-
mitt ótal stundum með ömmu
þar, bæði á safninu sjálfu sem
og þar sem bókband og við-
gerðir fóru fram. Það var æv-
intýralegt og mikil forréttindi
fyrir bókaorminn mig.
Eftir því sem ég eltist áttaði
ég mig sífellt betur á því að
amma var ekki bara heimsins
best, heldur einnig alveg ótrú-
lega mögnuð og merkileg kona.
Hún var á margan hátt á undan
sinni samtíð. Hún ferðaðist víða
frá unga aldri og ein af ferða-
sögunum fyllir mig alltaf að-
dáun yfir kjarki hennar og
dugnaði. Þegar amma var 22
ára gömul réð hún sig til starfa
í Surrey í Bretlandi. Hún sigldi
með Gullfossi frá Reykjavík til
Edinborgar og þar átti að taka
á móti henni og fylgja henni
alla leið á vinnustaðinn í Sur-
rey. Einhver misskilningur var
um komutímann og enginn beið
á bryggjunni. Amma lét þó ekki
deigan síga og kom sér sjálf á
áfangastað, án þess að hafa fyr-
irfram nokkra hugmynd um
hvernig ætti að fara alla þessa
leið á ókunnugan stað í
ókunnugu landi. Ferðin var í
nokkrum áföngum, með lestum,
bifreiðum og göngu, en á leið-
arenda komst hún. Vinnuveit-
endum hennar brá heldur betur
í brún þegar þessi hugrakka og
sjálfstæða stúlka mætti óvænt
ein síns liðs og reiðubúin til
starfa.
Amma var eldklár, mikil
tungumálamanneskja og viðaði
víða að sér ýmissi þekkingu. Þá
hafði hún margvíslega hæfi-
leika og áhugamál sem hún iðk-
aði. Hún tók myndir af fólki og
náttúru, stundaði dans og
ringó, smíðaði skartgripi, skrif-
aði sögur og orti ljóð, svo dæmi
séu tekin.
Eitt slíkt fékk ég í veganesti
þegar ég flutti til Danmerkur
um tíma, upphafið að svoköll-
uðum Ömmuheilræðum, og
þótti ákaflega vænt um. Amma
var oft framúrstefnuleg í mat-
argerð og framreiddi nýjungar
sem þekktust ekki á þeim tíma.
Hún eldaði þó einnig sígildan
heimilismat, svo sem allra
bestu fiskibollur sem sögur
fara af. Amma var líka mikil fé-
lagsvera. Mér er sérstaklega
minnisstæð veisla sem var
haldin í tilefni af útskrift minni.
Vinir mínir höfðu jafn gaman af
samræðum við ömmu og hún
við þá og allir enduðu saman á
dansgólfinu, amma hrókur alls
fagnaðar.
Amma er mér mikil fyrir-
mynd og það eru forréttindi að
hafa notið leiðsagnar hennar í
lífinu.
Ég er þakklát fyrir að hafa
getað kynnt Urði og Flóka fyr-
ir henni og þykir vænt um að
þau hafi bæði hlotið nafn í
sama kjól og hún. Ég óska þess
að þau erfi mannkosti hennar,
þó ekki væri nema að hluta.
Ég kveð ömmu nú í hinsta
sinn full af söknuði, en jafn-
framt full aðdáunar, virðingar
og þakklætis í hennar garð.
Hjartans þakkir fyrir allt,
elsku yndislega amma.
Rakel.
Ásta Díana
Stefánsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ömmuheilræði
Gáðu að þér gullið mitt,
glys er margt til boða.
Farðu vel með frelsi þitt
og forðastu allan voða.
Velja skaltu vinahóp,
vel og dyggilega.
Varastu bæði vín og dóp,
það veldur mörgum trega.
Margur krókinn makar sinn,
misvel fengnum auði.
Haltu fast um heiður þinn
þó hafirðu minna af brauði.
(Ásta Díana Stefánsd. 2002)
Takk elsku amma fyrir
góðu heilræðin.
Arna Huld, Rakel, Guðjón
Orri, Hildur, Ásrún Mjöll,
Diljá, Franz, Thelma Rut,
Ásta Sóley, Þorsteinn
Davíð, Steiney Þóra,
Embla Ósk, Skarphéðinn
Nói, Snædís Eva, Kolbrún
Birna, Eldey Guðrún,
Urður og Flóki.
✝ VilhelmínaNorðfjörð Sig-
urðardóttir fæddist
á Akureyri 28.
febrúar 1938. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 16.
september 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Ingibjörg Ingi-
marsdóttir, f. 1916,
d. 1976, og Sigurð-
ur Norðfjörð Jónatansson, f.
1915, d. 1939. Fósturforeldrar
hennar voru Hulda Ingimars-
dóttir, f. 1911, d. 1979, og Sig-
urður Jónsson prentari, f. 1905,
d. 1963.
Hálfsystkini Vilhelmínu sam-
mæðra eru Inga Eyfjörð Sig-
urðardóttir, f. 1936, d. 2004,
Margrét Hólmfríður Magn-
úsdóttir, f. 1942, d. 1998, Gunn-
laug Jóhanna Magnúsdóttir, f.
1948, Kristín Pálína Magn-
úsdóttir, f. 1949, María Ingi-
björg Magnúsdóttir, f. 1951, d.
1952, Magnús Jóhannes Magn-
ússon, f. 1954, og Ingi Kristinn
Magnússon, f. 1955.
Uppeldissystur hennar voru
María Sigurðardóttir, f. 1931,
d. 1994, og Bára Sigurð-
ardóttir, f. 1933, d. 2007.
Vilhelmína giftist 19. maí
1956 Hjalta Hjaltasyni, f. 7.2.
1935. Dætur þeirra eru: 1)
Stúlka, f. 23.6. 1955, d. 23.6.
1955. 2) Anna Hulda, f. 5.10.
1956, maki Ólafur
Þorsteinn Ólafsson,
f. 15.9. 1945. Börn
Önnu eru Sigurður
Rúnar Marínósson,
f. 1972, maki Hel-
ena Björk Svein-
björnsdóttir, f.
1975, og eiga þau
saman þrjú börn.
Karen Ósk Hall-
dórsdóttir, f. 1983,
maki Hilmar Kári
Þráinsson, f. 1990. Börn Karen-
ar úr fyrra sambandi eru tvö
og saman eiga þau Hilmar tvö
börn. 3) Sigrún Elva, f. 25.8.
1966, maki Baldur Heiðar
Hauksson, f. 21.10. 1958. Dætur
þeirra eru Birta Ýr, f. 1987,
sambýlismaður Bjarni Helga-
son, f. 1987, og eiga þau saman
eina dóttur. Elva Líf, f. 1993,
sambýlismaður Stefán Óli
Bessason, f. 1992.
Vilhelmína átti fjögur ömmu-
börn og átta langömmubörn.
Vilhelmína ólst upp á Akur-
eyri. Eftir hefðbundna skóla-
göngu starfaði hún við ýmis
störf, þ.á m. í fataverksmiðj-
unni Heklu og ÚA. Mestmegnis
var hún þó heimavinnandi
húsmóðir. Vilhelmína tók einn-
ig þátt í uppfærslum með Leik-
félagi Akureyrar.Útför Vil-
helmínu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 25.
september 2020, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku besta mamma mín,
hlý eins og sólin sem skín.
Án þín væri ég ekki til
allt það besta fyrir þig vil.
Stóðst þig vel í hlutverki þínu,
átt stóran stað í hjarta mínu.
Allt sem þú gerðir, ég ei gleymi,
besta mamman í öllum heimi.
(Sædís Sif Jónsdóttir)
Ég fann það svo sterkt, ég
fann þú komst til mín að kveðja.
Aldrei hef ég fundið svona sterka
tilfinningu fyrir þér elsku
mamma mín, þótt alltaf værum
við nánar, en aldrei eins mikið og
síðustu mánuðina þína.
Í gegnum árin hringdumst við
á stundum oft á dag og alltaf eitt
símtal á kvöldin. Það var nóg að
ég hugsaði um að fara að hringja,
þá hringdir þú og öfugt. Hlógum
við oft að þessu.
Undir það síðasta reyndum við
að halda þessu, en þú áttir orðið
erfitt með það. Yndisleg var
stundin okkar daginn áður en þú
kvaddir, bar ég á þig krem og
dekraði við þig eins og ég gat. Við
hlógum saman og töluðum um
hvað það yrði gott þegar þú
kæmir heim eftir nokkra daga,
héldumst í hendur og horfðumst í
augu.
Það þurfti engin orð því við
vissum báðar að það væri bara til
að fá að kveðja þar, umkringd
ástvinum þínum.
En ferðin þín hefur verið
ákveðin fyrr og náðir þú ekki að
koma heim. Sárt er það að kveðja
þig elsku hjartans mamma mín,
meira en orð fá lýst.
Ég geymi þig í hjarta mínu.
Þín
Sigrún.
Vilhelmína Norð-
fjörð Sigurðardóttir
Elsku Eysteinn.
Ég man ennþá
svo vel daginn sem
ég hitti þig í fyrsta
sinn. Það var falleg-
ur haustmorgunn árið 2011 þegar
þú komst til okkar Úlfhildar á
Nesveginn. Þann vetur hittumst
við æ oftar, yfirleitt þegar þú
komst í mat til okkar. Ávallt varst
þú svo þakklátur fyrir heimboðið.
Okkur þótti gott að fá þig til okk-
ar, þú gast verið hjá okkur tím-
unum saman, horft á fréttir og
spjallað um daginn og veginn.
Eftir því sem árin liðu fjölgaði
ferðunum upp í bústað þar sem
þið Úlfhildur sáuð um matjurta-
garðinn og þú settir iðulega niður
eitt og eitt tré. Þú varst hvergi
jafn rólegur og í Álfalandinu. Þar
vorum við mikið úti, hraðinn lítill
Eysteinn
Þorvaldsson
✝ Eysteinn fædd-ist 23. júní
1932. Hann lést 8.
september 2020.
Útförin fór fram
22. september
2020.
sem enginn og gott
að sitja á pallinum
og fá sér kaffi eftir
góðan vinnudag.
Þú tókst vel á
móti mér frá fyrsta
degi og þó þú settir
ekki alltaf hugsanir
þínar í orð fann ég
ávallt fyrir hlýju frá
þér. Þegar við Úlf-
hildur sögðum þér
frá væntanlegu
barnabarni, í tvígang, varst þú
yfir þig ánægður. Ég sá þig aldrei
glaðari en í kringum Urði og Ey-
stein. Þú ljómaðir allur og hafðir
svo mikla ánægju af því að fylgj-
ast með þeim vaxa og dafna.
Sumir halda að fólk af eldri
kynslóðum sé fordómafullt eða
sýni ekki hinsegin fjölskyldum
skilning. Frá þér fann ég aldrei
fyrir öðru en fordómaleysi og
stuðningi, sem mér hefur alltaf
þótt einstaklega vænt um.
Þakka þér fyrir allar fallegu
stundirnar.
Þín tengdadóttir,
Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir.