Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 40
„Tónskáldið og móðir
hans“ er yfirskrift dag-
skrár í Kaldalóni í Hörpu
í dag, föstudag, kl.
19.30. Er sjónum þar
beint að Sesselju Sig-
valdadóttur og syni
hennar, Sigvalda Kalda-
lóns, sem var eitt þekkt-
asta tónskáld þjóð-
arinnar. Guðrún
Ásmundsdóttir leikkona
er höfundur dagskrár-
innar, sem veitir innsýn
í tímana sem Sigvaldi
lifði og æsku í skjóli
móður sinnar og fólks-
ins sem umvafði hann. Flytjendur eru söngvararnir
Alexandra Chernyshova, Gerður Bolladóttir, Rúnar Þór
Guðmundsson og Þórhallur Barðason og píanóleik-
arinn Einar Bjartur Egilsson.
Dagskrá um Sigvalda Kaldalóns og
Sesselju móður hans í Hörpu í kvöld
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 269. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Valsmenn eru komnir með ellefu stiga forystu í Pepsi
Max-deild karla í fótbolta eftir sannfærandi sigur á FH í
toppslag deildarinnar í Kaplakrika í gærkvöld, 4:1.
Þetta var tíundi sigur Hlíðarendaliðsins í röð. Breiða-
blik komst í þriðja sætið með sigri á Stjörnunni og Fylk-
ir í það fjórða með sigri á Víkingi. Grótta náði óvæntu
jafntefli gegn KR en sex leikir fóru fram í gær. »34
Forysta Vals er orðin ellefu stig
ÍÞRÓTTIR MENNING
heim hafa sömu sögu að segja, að
sögn Guðmundar. Hann leggur
áherslu á að hann hafi alltaf vandað
vel til verka og aldrei verið eins vel
búinn til þess að taka góðar myndir
og nú. „Það að taka portrettmyndir
er sérstakt fag og meira að segja
hef ég aldrei tekið passamynd án
þess að leggja mig 100% fram við
það, en við lifum í breyttum heimi
og fagið gefur eftir eins og svo
margt annað.“
Ræturnar í myndum
Til nánari útskýringar segir hann
að almennt eigi ljósmyndir ekki upp
á pallborðið, þær séu í minna mæli
hengdar upp á vegg eða hafðar til
sýnis heldur séu þær teknar á síma
og spjaldtölvur og settar á facebook
ef vill. „Sorglegust er sú hætta að
sagan týnist þegar símarnir og tölv-
urnar þarfnast endurnýjunar. Þeg-
ar fólk missti allt sitt í bruna áður
fyrr saknaði það ekki síst ljósmynd-
anna, enda segja þær mikla sögu,
þær eru sagan okkar, foreldrar
okkar og forfeður, börnin okkar og
barnabörn. Ræturnar okkar. Ég á
þúsundir portretta sem bíða eftir
því að fara upp á vegg.“
Guðmundur segir að vinnan hafi
gefið sér mikið og hann sé ánægður
með lífsstarfið og þakklátur fyrir
alla viðskiptavinina, en skjótt skip-
ist veður á lofti. Áður hafi vinnan
haft forgang allar helgar og hann
hafi aldrei getað bókað sig í önnur
verkefni fram í tímann. „Staðan er
allt önnur núna en samt tel ég mig
alltaf bundinn í báða skó og hafa
skyldur gagnvart viðskiptavininum.
Ég veit að sumir klóra sér í hausn-
um yfir því, en ég bóka mig til
dæmis ekki í golf með fyrirvara,“
segir hann. Leggur engu að síður
áherslu á að hann sé farinn að njóta
lífsins utan vinnunnar. „Ég mæti
alltaf í vinnuna en ef engar pant-
anir liggja fyrir loka ég stundum
dagpart og fer út að hlaupa eða í
golf, en er alltaf með símann á mér.
Er alltaf viðbúinn þegar kallið kem-
ur.“
Lengi vel vann Guðrún Ellen
Halldórsdóttir, eiginkona Guð-
mundar og hjúkrunarfræðingur,
með honum á stofunni en það er lið-
in tíð. „Hún er í góðu starfi á Land-
spítalanum, en draumur minn er að
kaupa ferðabíl, sem ég auglýsi hér
með eftir, fara um landið og taka
bara myndir mér til ánægju,“ segir
Guðmundur. „Ég hef brennandi
áhuga á ljósmyndun hér eftir sem
hingað til.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Guðmundur KR Jóhannesson hefur
starfað við ljósmyndun í um 40 ár
og fyrir um 20 árum byrjaði hann á
þeirri nýlundu hérlendis að taka
stafrænar myndir á ljósmyndastofu
sinni Nærmynd, sem hann stofnaði
1986. Nú taka nær allir stafrænar
myndir á síma og tölvur og minna
að gera hjá ljósmyndurum, sem
hafa fagið að atvinnu. „Umhverfið
hefur breyst mikið,“ segir hann, en
þakkar um leið fyrir ánægjulegt
lífsstarf.
Tilviljun réð því að Guðmundur
lagði ljósmyndun fyrir sig. Hann
byrjaði sem afgreiðslumaður í
verslun Mats Wibe Lund ljósmynd-
ara og sogaðist hægt og sígandi inn
í fagið. „Ég lærði hjá Mats og þeg-
ar hann hætti rekstri ljósmynda-
stofunnar og fór að einbeita sér að
loftmyndum og átthagamyndum
keypti ég af honum stofuna,“ rifjar
Guðmundur upp. Hann segist alltaf
hafa fylgst vel með og fjárfest í
bestu tækjum á hverjum tíma en nú
séu þau nánast verðlaus. „Enginn
vill nota þessi tæki lengur og ég hef
ekki tekið mynd á filmu í 20 ár.“
Atvinnuljósmyndarar víða um
Ljósmynd gulls ígildi
Guðmundur í Nærmynd atvinnuljósmyndari í 40 ár
Ljósmynd/Guðmundur KR Jóhannesson
Í Nærmynd Líðanin frekar en útlitið skiptir öllu, segir Guðmundur og er alltaf með heitt kaffi á könnunni.