Morgunblaðið - 01.10.2020, Page 2

Morgunblaðið - 01.10.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fyrstu laxaseiðin sem framleidd eru fyrir Fiskeldi Austfjarða í eld- isstöð fyrirtækisins, Rifósi í Keldu- hverfi, eru á leiðinni austur í Beru- fjörð. Brunnbáturinn Dønnalaks sótti 170 þúsund seiði til Húsavíkur og verða þau sett út í kvíar í Beru- firði. Seiðin voru flutt með tankbíl úr Kelduhverfi og dælt í brunnbátinn. Fiskeldi Austfjarða keypti eldis- stöðina og er að byggja hana upp sem og seiðaeldisstöð við Kópasker. Bleikja hefur aðallega verið alin í Rifósi undanfarin ár en því verður hætt og byrjað er að framleiða laxaseiði þar í staðinn. Guðmundur Gíslason stjórnar- formaður segir að búið sé að byggja 1.700 fermetra eldishús með stórum tönkum. Ætlunin sé að byggja upp framleiðslugetu fyrir fjórar milljónir seiða. Segir Guðmundur að mikil þekk- ing sé á svæðinu því þar hafi lengi verið stundað fiskeldi. Einnig mikið af vatni. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fyrstu laxaseiðin flutt frá Rifósi Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mistur eftir Ragnar Jónasson er mest selda kiljan í Þýskalandi þessa dagana samkvæmt vikulegum bók- sölulista Der Spiegel sem formlega verður birtur í dag. Enginn íslensk- ur höfundur hefur áður náð efsta sæti metsölulistans í Þýskalandi. Þrjár bækur á listanum „Það er algerlega óraunverulegt að sjá íslenska bók á toppnum á metsölulista í 80 milljón manna þjóðfélagi. Ég bjóst ekki við að það væri hægt og bæði ég og útgef- endur mínir erum í smááfalli,“ sagði Ragnar í gær. Aðeins er hálfur mánuður síðan Mistur kom út í Þýskalandi og hef- ur bókin siglt hratt upp metsölulist- ann. Hinar bækurnar í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu hafa einnig átt velgengni að fagna í Þýskalandi og verið á metsölulist- anum meira og minna í allt sumar. Dimma kom út í maí og Drungi í júlí og segir Ragnar að sú aðferð að gefa bækurnar út með skömmu millibili hafi greinilega verið góð hugmynd og hitt í mark. Metsölu- listi Spiegel mælir sölu á yfir 4.200 útsölustöðum í Þýskalandi. Dimma komst í annað sæti listans fyrir nokkrum vikum og er nú í fjórða sæti og Drungi fór hæst í þriðja sæti, en er nú í ellefta sæti. Það er fáheyrt að rithöfundur eigi þrjár bækur svo ofarlega á met- sölulista á sama tíma. Áður hafði Arnaldur Indriðason náð öðru sæti listans með Napóleonsskjölin árið 2005. „Ég taldi mig lánsaman að eiga bók í öðru sæti í sumar og gerði mér engar væntingar um að ná einhvern tímann fyrsta sætinu,“ segir Ragnar. Hann segist ekki hafa skýringar á þessum miklu vin- sældum bókanna í Þýskalandi á hraðbergi. „Það er ómögulegt að skýra hvað veldur. Tíu ár eru síðan fyrsta bókin mín kom út í Þýska- landi og fyrstu fimm bækurnar birtust ekki á neinum metsölu- listum. Salan í sumar er stórkost- lega óvænt.“ Ragnar segir að bækur hans hafi verið þýddar á um 30 tungumál og verið samið um rétt að útgáfu þeirra í um 40 löndum. Frakkland hefur hingað til verið stærsti mark- aður fyrir bækur hans, en þar hafa verið seldar um 700 þúsund bækur á fjórum árum. Miðað við söluna í Þýskalandi í sumar gæti sá mark- aður hins vegar fljótlega siglt fram úr Frakklandi. Bækur Ragnars hafa alls selst í hátt í tveimur millj- ónum eintaka í heiminum. Tilnefndur í Bretlandi Greint var frá því í gær að Mist- ur hefði verið tilnefnd sem glæpa- saga ársins í Bretlandi, en verð- launin eru á vegum bóka- hátíðarinnar Capital Crime og Amazon-útgáfunnar. Mistur kom út í Bretlandi í vor. Verðlaunin verða nú veitt í annað skipti og var Ragnar einnig tilnefndur í fyrra fyrir Drunga. Ian Rankin varð þá hlutskarpastur. Ragnar með Mistur í toppsætinu  Íslendingur ekki áður náð efsta sæti metsölulistans í Þýskalandi  „Algerlega óraunverulegt“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Velgengni Bækur Ragnars hafa verið þýddar á um 30 tungumál. Tíu liggja nú á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og er ekki ein- göngu um eldra fólk að ræða þar sem sá yngsti er á þrítugsaldri og sá elsti á sjötugsaldri. Þrír eru á gjör- gæslu. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir segir að innlagnir nú séu ákveðið áhyggjuefni en telur ekki þörf á að herða aðgerðir í sam- félaginu enn sem komið er. Nítján í sóttkví og fjórtán utan „Við erum hlutfallslega ekki kom- in upp í það sem við sáum núna fyrr í vetur en við vonumst til þess að það fari ekki að aukast,“ segir Þór- ólfur um innlagnirnar. „Það virðist ekki vera að veiran sé eitthvað vægari núna en hún var. Það á eftir að koma betur í ljós þeg- ar fram líða stundir.“ 33 ný smit kórónuveiru greindust innanlands á þriðjudag. Af þeim sem greindust voru 19 í sóttkví og 14 utan sóttkvíar. Samtals voru tek- in 2.229 sýni í gær og eru 1.747 í sóttkví. Þórólfur býst við því að daglegum smitum fari hægt fækkandi á næstu dögum. Það velti þó á því að fólk fylgi leiðbeiningum um sóttvarnir og fari ekki út á meðal fólks sé það með einkenni. „Það þarf ekki mikið út af að bregða. Það þarf ekki nema koma upp ein hópsýking í einhverju partíi eða þar sem fólk safnast saman til þess að kúrfan fari upp aftur. Það getur gerst jafnvel þótt við séum með harðar takmarkanir. Þetta fer allt eftir því hvernig fólk fer eftir leiðbeiningum, það er aðalatriðið.“ Veiran ekki vægari nú  Tíu á sjúkrahúsi  Aðalatriði að fara eftir leiðbeiningum Kórónu- veirusmit H ei m ild : co vi d. is Nýgengi innanlands 29. september: 140,7 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 10 einstaklingar eru á sjúkra-húsi, þar af 3 á gjörgæslu 277.139 sýni hafa verið tekin 1.747 einstaklingar eru í sóttkví 551 er með virkt smit og í einangrun Nýgengi, landamæri: 6,3 Isavia tapaði samtals 7,6 milljörðum króna á fyrri hluta ársins en tapaði 2,5 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Inni í upphæðinni í fyrra var 1,9 milljarða niðurfærsla vegna falls WOW air. Tekjusamdráttur móður- félagsins, sem sinnir rekstri Kefla- víkurflugvallar, var upp á 97%, en ef horft er til allra félaga samstæðunn- ar var samdrátturinn 77%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félag- inu sem send var út í gær. Tekjur félagsins á fyrri hluta þessa árs námu 8,6 milljörðum króna. Rekstrartap fyrir fjármagns- liði og skatta (EBIT) var 5,3 millj- arðar og heildarafkoman sem fyrr segir neikvæð um 7,6 milljarða. Handbært fé Isavia er 16,2 milljarð- ar og eigið fé er upp á 32,8 milljarða og eiginfjárhlutfallið 38,1%. Haft er eftir Sveinbirni Indriða- syni, forstjóra Isavia, í tilkynning- unni að afkoman beri veruleg merki um áhrif kórónuveirunnar. „Við höf- um gripið til umfangsmikilla aðgerða til að mæta þessum áhrifum og höf- um m.a. því miður neyðst til þess að segja upp fjölda starfsmanna hjá móðurfélaginu og í Fríhöfninni ásamt því að skerða starfshlutföll starfsmanna hjá samstæðunni. Við búum okkur undir að flugumferð fari jafnvel ekki af stað á ný fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Segir Sveinbjörn að afkomuspá fé- lagsins geri ráð fyrir að heildar- afkoma samstæðunnar verði nei- kvæð um 13-14 milljarða króna á árinu og að heildaráhrif kórónuveir- unnar geti numið 15-16 milljörðum. Hann telur félagið þó standa vel þrátt fyrir þetta. „Aftur á móti er sjóðstaða félagsins sterk og við ráð- um við að vera tekjulaus á Keflavík- urflugvelli fram á næsta vor án þess að sækja viðbótarfjármögnun. Við gerum þó ráð fyrir í okkar áætlunum að sækja nýtt fjármagn inn í félagið til að geta viðhaldið umsvifum okkar til næstu ára.“ Sveinbjörn segist bjartsýnn á framtíðina hjá félaginu og ferðaþjón- ustu á Íslandi. Isavia tapaði 7,6 milljörðum  97% tekjusamdráttur fyrri hluta árs Leifsstöð Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, kveðst bjartsýnn. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.