Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Undirskrift Samkomulagið var undirritað í fjármálaráðuneytinu síðdegis í gær. Trúnaður ríkir um efni þess. Samkomulag hefur náðst í viðræðum ríkisins og sveitarfélaga um fjár- málaleg samskipti sem staðið hafa yf- ir að undanförnu. Var það undirritað í fjármálaráðuneytinu síðdegis í gær. Trúnaður ríkir um efni þess þar til fjármála- og efnahagsráðherra kynn- ir fjárlagafrumvarp næsta árs og nýja ríkisfjármálaáætlun í dag. Þá verður samkomulagið og erfið staða sveitarfélaganna í brennidepli á tveggja daga fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem hefst í dag. Fram hefur komið að mikil um- skipti til hins verra hafa orðið í rekstri sveitarfélaga og mikið tekju- fall blasir við. Frávik í rekstri sveit- arfélaga frá áætlunum líðandi árs námu í ágústlok alls 33 milljörðum kr. Fjármálaráðstefnan verður haldin með breyttu sniði og fer fram á net- inu vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefst á hefðbundinn hátt með ávörpum. Haldnir verða nokkrir ör- fundir og verða fundir sendir út í gegnum fjarfundaforrit á netinu. Nokkrir örfundir verða svo á föstu- dögum í október um þematengd mál- efni. Samkomulag hefur náðst milli ríkis og sveitarfélaga  Kynnt í fjárlagafrumvarpi og á fjármálaráðstefnu í dag 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana LAGERSALA LÍN DESIGN HEFST Á MORGUN KL15.00 ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR FLATAHRAUNI 31 HAFNAFIRÐI Á MÓTI KAPLAKRIKA Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins (ICES) verður heimilt að veiða meira af norsk-íslenskri síld á næsta ári en samkvæmt ráðgjöf þessa árs. Hins vegar hljóðar ráðgjöfin upp á samdrátt í veiðum á makríl og kol- munna miðað við ráðgjöf þessa árs. Ekki er í gildi heildarsamkomulag um stjórnun veiða úr þessum stofnum og hver þjóð hefur sett sér aflamark. Veiðar úr stofnunum hafa verið um- fram ráðgjöf síðustu ár. Góður síldarárgangur Síðustu ár hafa vonir verið bundn- ar við árgang norsk-íslensku síldar- innar frá 2016. Hann hefur staðist væntingar og jafnvel rúmlega það og er gert ráð fyrir að hann komi af þunga inn í veiðina á næsta ári. ICES leggur til að síldaraflinn 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 526 þúsund tonn og er því um að ræða 24% hækkun í tillögum ráðsins um afla á norsk íslenskri síld á næsta ári. Áætlað er að alls verði síldaraflinn í ár um 694 þúsund tonn sem er 32% umfram ráðgjöf. Frá árinu 2013 hafa veiðar umfram ráð- gjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins numið 4-42% á ári. Endurmat í makríl Í makríl leggur ICES til að afli fari ekki yfir 852 þúsund tonn. Ráð- gjöf yfirstandandi árs var 922 þús- und tonn og því er um að ræða tæp- lega 8% lægri ráðgjöf nú. Það skýrist af bæði minnkandi hrygning- arstofni og lægra mati á honum nú en á síðasta ári. Lækkun á ráðgjöf hefði orðið meiri ef ekki hefði komið til endurmat og hækkun á veiðihlut- falli viðmiðunarmarka sem ráðgjöfin byggist á, segir í frétt frá Hafrann- sóknastofnun. Áætlað er að alls verði makrílafli ársins tæplega 1,1 milljón tonn sem er 18% umfram ráðgjöf. Rifjað er upp í ástandsskýrslu um makríl, sem fylgir frétt um ráðgjöf- ina, að hann hafi gengið á Íslands- mið í fæðuleit yfir sumarmánuðina í meira en áratug. Niðurstöður rann- sókna bendi til minnkandi magns makríls innan íslenskrar lögsögu frá árinu 2018. Ástæður þess eru ekki þekktar, segir í skýrslunni. Minnkandi kolmunnastofn ICES leggur til að kolmunnaafli 2021 fari ekki yfir 929 þúsund tonn. Ráðgjöf þessa árs var 1,2 milljón tonn og er því um að ræða 20% lækkun á ráðgjöf. Áætlað er að alls verði kol- munnaafli ársins tæplega 1,5 milljón tonn sem er 27% umfram ráðgjöf. Í ástandsskýrslu um kolmunna seg- ir m.a. um horfurnar: „Nýliðun hefur verið lág undanfarin fjögur ár og er það í samræmi við niðurstöður úr rannsóknaleiðöngrum. Eins er óvissa í mati á nýliðun meiri í ár en undanfarin ár. Stofninn mun því líklega minnka næstu árin og að sama skapi mun afla- mark lækka á komandi árum.“ Áætlaður uppsjávarafl i og ráðgjöf ICES* Þúsundir tonna Ráðgjöf 2020 Áætlaður heildarafl i 2020 Ráðgjöf 2021 Kolmunni Norsk-íslensk vorgotssíld Makríll 694 526 651 1.100 922 852 1.500 1.200 929 * Alþjóðahaf- rannsóknaráðið. Heimild: Hafrann- sóknastofnun. M yn d / H e lg i F re yr Ó la so n Meira af síld, minna af makríl og kolmunna  Ráðgjöf ICES fyrir næsta ár 293 misstu vinnuna í átta hóp- uppsögnum í september. Sjö upp- sagnanna voru hjá ferðaþjónustu- fyrirtækjum. Vinnumálastofnun spáir auknu atvinnuleysi, sem gæti orðið um 12%. Í september er áætlað að atvinnuleysi hafi verið tæp 10%, 8,7% í almennu atvinnuleysi og 0,9% á hlutabótaleið. Það eru þó óstaðfest- ar tölur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að upp- sagnirnar hafi ekki komið á óvart. Aðeins færri misstu vinnuna í hóp- uppsögnum í ágúst en aðeins fleiri í júlí. Spurð hvort líklegt sé að þróun- in verði áfram með þeim hætti að fleiri missi vinnuna segir Unnur: „Okkar spár gera ráð fyrir því að atvinnuleysi muni stíga fram að ára- mótum alla vega, að það verði aukið atvinnuleysi með hverjum mánuðin- um sem líður.“ Gæti farið upp í 25 þúsund Unnur segir að atvinnuleysi gæti farið upp í 12% fyrir áramót. Spár Vinnumálastofnunar bentu áður til að 21.000 yrðu atvinnulausir fyrir lok árs en nú segir Unnur að sú tala gæti farið upp í 25.000. Fólk sem er á hlutabótum er þó inni í þessum töl- um og getur það skekkt myndina. Alls bárust fjórar tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst, þar sem 284 starfsmönnum var sagt upp störfum. Flestum var sagt upp í tveimur fyr- irtækjum tengdum ferðaþjónustu á Suðurnesjum eða 195, 68 í flutninga- starfsemi á Suðurlandi og einum í gistiþjónustu á Vesturlandi eða 21. Uppsagnarfrestur þeirra sem sagt var upp í hópuppsögnum ágústmán- aðar er í flestum tilvikum einn til þrír mánuðir og kemur uppsögnin því til framkvæmda á tímabilinu október til desember. 8.218 starfsmönnum sagt upp í hópuppsögnum á þessu ári Fyrstu átta mánuði ársins hefur 8.218 starfsmönnum verið sagt upp störfum í 125 tilkynningum um hóp- uppsagnir, þar af langflestum í ferðatengdri starfsemi eða u.þ.b. 7.000. Við það bætast þeir 293 starfs- menn sem hefur verið sagt upp í átta hópuppsögnum í september. 293 misst vinnu í hópuppsögnum  Sjö fyrirtæki af átta í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Eggert Vinnumálastofnun Avinnuleysi er sagt geta náð 12% fyrir árslok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.