Morgunblaðið - 01.10.2020, Side 8

Morgunblaðið - 01.10.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Viðskiptaráð Íslands fjallaði ádögunum um launakostnað á Íslandi og skaðsemi atvinnuleysis. Þar kom fram að efnahagslegar forsendur kjarasamninga væru brostnar og að miðað við breytta efnahagsþróun væru verðmætin sem til skiptanna væru hér á landi rúmum 300 milljörðum minni en gert hafi verið ráð fyrir þegar lífs- kjarasamningarnir svokölluðu hafi verið gerðir.    Þetta var svo sett í samhengi viðþá staðreynd að Ísland sé enn hálaunaland þrátt fyrir að krónan hafi veikst og það skýrist af þeim miklu launahækkunum sem hér hafa verið á undanförnum árum.    Þá er bent á að hlutur launþega íverðmætasköpuninni sé hvergi meiri en hér á landi. Ísland var í fyrsta sæti í fyrra þegar hlutur launþega var 61% af því sem fram- leitt var í landinu. Viðskiptaráð metur það svo að líkur séu á að vegna niðursveiflunnar hafi þetta hlutfall hækkað í 64%, sem eykur forskot Íslands.    Viðskiptaráð bendir ennfremur áað jöfnuður launa er mjög mikill miðað við önnur ríki sem við berum okkur saman við og síðast en ekki síst að kaupmáttur hefur aldr- ei vaxið meira hér á landi en á síð- astliðnum fimm árum.    Þeir sem tala linnulítið um arð-rán, kúgun og auðvald láta slíkar staðreyndir ekki trufla sig, en þeir lifa líka í veruleika sem aldrei var, og enn síður er. Veruleikinn sem er og svo hinn STAKSTEINAR Verulega hefur dregið úr kostnaði Alþingis vegna utanlandsferða þing- manna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ferðakostnaður utanlands fyrstu átta mánuði ársins 2020 er 10,5 millj- ónir króna en var á sama tíma í fyrra 25,3 milljónir, samkvæmt upplýsing- um frá Alþingi. Forsætisnefnd þingsins ákvað í mars að fella niður vinnutengdar ferðir þingmanna og starfsfólks Al- þingis frá og með 17. mars út vor- þingið. Sú ákvörðun hefur ekki verið framlengd, enda hefðbundinni þátt- töku í alþjóðastarfi sjálfhætt þegar þingmannafundir og -ráðstefnur hafa færst í rafrænt form að frum- kvæði skipuleggjenda. Á vef Alþingis má sjá tikynningar um þrjá fjarfundi í næstu viku. Birg- ir Þórarinsson, Rósa Björk Brynj- ólfsdóttir og Þórhildur Sunna Æv- arsdóttir taka þátt í fjarfundi eftirlitsnefndar Evrópuráðsþingsins 5. október. Sigríður Á. Andersen tekur þátt í fjarfundi 12+ landfræði- hóps hjá Alþjóðaþingmannasam- bandinu 6. október og Njáll Trausti Friðbertsson og Þorgerður K. Gunn- arsdóttir taka þátt í fjarfundi á veg- um NATO-þingsins um áherslur bandalagsins til 2030 hinn 7. októ- ber. sisi@mbl.is Alþingi hefur sparað milljónir  Þingmenn ekki farið í utanlandsferðir síðan í mars  Nota nú fjarfundabúnað Morgunblaðið/Eggert Alþingi Þingmenn hafa ekki farið til útlanda á fundi síðasta hálfa árið. Sýning í Gallerí Fold 3. - 17. október ÚTHVERFA Opið virka daga 10–18, Laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum MAGGA EDDUDÓTTIR Sýningaropnun kl. 14 laugardaginn 3. október Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Unnið verður með Isavia og ríkis- valdinu að upp- byggingu Egils- staðaflugvallar svo hann uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hans sem fyrsta vara- flugvallar Kefla- víkurflugvallar en um leið hugað að framtíðarmöguleikum vallarins varð- andi vöruflutninga og millilandaflug. Þetta er eitt af fjölmörgum áherslu- atriðum sem koma fram í málefna- samningi Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Oddvitar framboðanna, Gauti Jó- hannesson, D-lista, og Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, undirrituðu í gær málefnasamninginn. Hann var undir- ritaður og kynntur rafrænt til að leggja áherslu framboðanna á að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess. Einnig verða áhrif íbúanna tryggð með heimastjórnum í öllum gömlu sveitarfélögunum. Bryddað er upp á fjölmörgum málum. Aðeins rúmlega hálft annað ár er til stefnu og viður- kenndu oddvitar meirihlutans að ekki tækist að ljúka þeim öllum en mik- ilvægt væri að hefjast handa. Samið er um að sjálfstæðismenn tilnefni fólk í tvö helstu embættin, for- seta sveitarstjórnar og formanns byggðarráðs, en ekki hefur verið gengið formlega frá því hvaða fólk tekur þessi verkefni að sér. Flokkarn- ir tilnefna báðir tvo fulltrúa í helstu ráð og nefndir. Stefán Bogi verður formaður umhverfis- og fram- kvæmdaráðs en sjálfstæðismenn til- nefna formann fjölskylduráðs. Ákveð- ið hefur verið að ganga til viðræðna við Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, um að gegna stöðu sveitarstjóra nýja sveitarfélagsins til loka kjörtímabilsins. helgi@mbl.is Vilja byggja flugvöllinn upp  Björn verður ráðinn sveitarstjóri Gauti Jóhannesson Stefán Bogi Sveinsson Björn Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.