Morgunblaðið - 01.10.2020, Side 10

Morgunblaðið - 01.10.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorun Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur óskað eftir til- boðum í smíði brúar á hringveginum, yfir Jökulsá á Sólheimasandi, end- urgerð vegarins beggja vegna og gerð bráðabirgðavegar. Nýja brúin mun leysa af hólmi einbreiða og hættulega brú. Á álagstímum á sumr- in hafa oft myndast biðraðir við brúna. Samkvæmt útboðslýsingu verður heildarlengd vegkafla á hringvegi um einn kílómetri. Ný brú verður eftir- spennt bitabrú í fimm höfum, alls 163 metrar. Hún verður reist á sama stað og sú gamla, sem verður rifin. Bráða- birgðabrú verður gerð sem vinnu- flokkur Vegagerðarinnar smíðar. Nýja brúin er hönnuð af Verkís. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 2021. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og verða tilboð opnuð þriðjudaginn 27. október nk. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er gamla brúin á Jökulsá á Sólheimasandi austan Skóga eina ein- breiða brúin á leiðinni frá Reykjavík og austur að Kirkjubæjarklaustri. Hún var byggð árið 1967 og er 159 metra löngstálbitabrú með steyptu gólfi byggð í fimm höfum. Eitt af skilgreindum markmiðum í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum þar sem fleiri en 200 öku- tæki fara um á sólarhring að meðal- tali. Samkvæmt tölum Vegagerð- arinnar frá 2018 er brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi með næstmestu um- ferð einbreiðra brúa á landinu (ÁDU) eða 1.875 bílar að meðaltali á sólar- hring. Aðeins brúin yfir Tungufljót norðan Geysis er með meiri umferð. Einbreiðum brúm hefur verið mark- visst fækkað á undanförnum árum. Ljósmynd/Vegagerðin Gamla brúin Er orðin meira en 50 ára gömul og barn síns tíma. Þetta er ein umferðarmesta einbreiða brúin á Íslandi og kominn tími á endurnýjun. Ný brú byggð á Sólheimasandi  Leysir af hólmi gamla einbreiða brú yfir Jökulsá  Biðraðir á annatímum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Byggt verður yfir efstu hæðina á ferjunni Nor- rænu í vetur og verður við það hægt að flytja 100 farþegum meira í hverri ferð. Útsýniskaffi- hús verður gert ofan á efstu hæðinni. Þá fær skipið andlitslyftingu og möguleikar til afþrey- ingar farþega auknir. „Á aðalferðamannatímanum hefur okkur vantað pláss fyrir fleiri farþega. Við höfum ver- ið að skoða síðustu ár hvað best er að gera og niðurstaðan er að byggja yfir efstu hæðina og klassa ferjuna aðeins upp,“ segir Linda Gunn- laugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line á Íslandi. Stígandi í flutningum Með breytingum fást 50 tveggja manna káet- ur, auk nýja kaffihússins. Linda segir að Nor- rænu sé vel við haldið og ýmislegt hafi verið gert síðustu ár til bæta upplifun farþega. Nú hafi verið komið að stærra átaki. Tækifærið hafi verið notað þegar lítið er að gera vegna kórónuveirufaraldursins. Skipið mun taka 1.582 farþega eftir stækk- un, 100 farþegum meira en nú. Uppselt hefur verið yfir háannatímann en einnig eru viðskipti að aukast vor og haust. Linda segir að ef litið er fram hjá þessu ári hafi verið stígandi í aðsókn að Norrænu, sem siglir á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Flestir viðskiptavinir Norrænu komi á eigin ökutækjum og verji miklum tíma á Íslandi, mest á hringferð um landið. Þetta sé því mikil- vægur hópur fyrir ferðaþjónustuna. Unnið verður að breytingum á ferjunni í skipasmíðastöð í Danmörku frá 19. desember til 4. mars. Leigt verður skip til vöruflutninga til og frá Seyðisfirði á meðan en ekki verður boðið upp á neina farþegaflutninga á þessum tíma. Hæð verður bætt ofan á Norrænu  50 káetur bætast við og nýtt útsýniskaffihús  Engir farþegaflutningar í tvo og hálfan mánuð Tölvumynd/Smyril line Norræna Færeyska ferjan verður stækkuð og fær andlitslyftingu. Hún mun líta svona út að loknum breytingum sem lokið verður við í byrjun mars. Hefur skipið verið fullbókað á sumrin. inlega af öllum hlutaðeigandi stétt- arfélögum. Samkvæmt auglýsingu félaganna er kosið um skæruverkföll á mis- munandi dögum í fyrstu og svo alls- herjarvinnustöðvun allra félaganna sem hæfist 1. desember ef samn- ingar hafa ekki þá náðst. Fé- lagsmenn Hlífar greiða atkvæði um vinnustöðvun í formi skæruverkfalla sem hefjast laugardaginn 24. októ- ber. Félagsmenn Félags íslenskra rafvirkja, Félags rafeindavirkja, VM-félags vélstjóra og málmtækni- manna og FIT-félags iðn- og tækni- greina greiða atkvæði í hverju félagi um sig um skæruverkföll sem hefj- ast eiga föstudaginn 16. október. Félagsmenn VR greiða atkvæði Félagsmenn í sex stéttarfélögum sem starfa í álveri Rio Tinto í Straumsvík hefja á morgun at- kvæðagreiðslu um vinnustöðvanir í álverinu sem mun standa í eina viku. Samningaviðræður höfðu staðið yfir frá því í júní í fyrra þegar sam- komulag náðist í mars sl. en það var háð því að álverið og Landsvirkjun semdu um raforkuverð. Ef það gerðist ekki fengju starfsmenn ál- versins ekki 24.000 króna launa- hækkun sem hafði verið lofað frá og með 1. júlí. Þegar ljóst varð að samningur um raforkuverð var ekki gerður féll samkomulagið úr gildi og vísuðu stéttarfélögin deilunni til ríkissátta- semjara í byrjun ágúst. Sáttaumleit- anir hafa ekki skilað árangri og hafa stéttarfélögin því ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um verkfallsað- gerðir. Skærur sem hefjast 16. okt. Í könnun sem gerð var meðal fé- lagsmanna í Hlíf kom fram yfir- gnæfandi stuðningur við aðgerðir til að knýja á um gerð kjarasamnings á grunni Lífskjarasamningsins en yfir 90% þátttakenda vildu grípa til að- gerða. Fyrirkomulag aðgerðanna sem atkvæði eru greidd um er á þá leið að félagar í hverju stéttarfélagi um sig greiða atkvæði sérstaklega um þá vinnustöðvun sem starfsmenn þess félags taka þátt í. Aðgerða- áætluninni er þó stillt upp sameig- um vinnustöðvun í formi skæru- verkfalla sem hefjast mánudaginn 26. október. Öll félögin greiða einnig atkvæði um allsherjarverkfall allra félagsmanna í álverinu sem tæki við af skæruverkföllunum 1. desember, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, sagði í gær að starfsmenn ál- versins hafi lengi beðið eftir að fá lífskjarasamninginn eins og aðrir launþegar en ekki hefur náðst ár- angur á sáttafundum. Spurður um skæruverkföllin sagði hann að verið væri að útfæra þau, iðnaðarmenn- irnir myndu væntanlega leggja nið- ur störf á dagvinnutíma og starfs- menn á helgarvöktum um helgar o.s.frv. Greiða atkvæði um vinnustöðvanir  Skærur í Straumsvík og svo vinnustöðvun 1. desember Morgunblaðið/Árni Sæberg Straumsvík Aðgerðir eru í undirbúningi hjá sex stéttarfélögum í álverinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.