Morgunblaðið - 01.10.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.10.2020, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Nú er kominn sá tími seminflúensan fer að láta ásér kræla. Hægt er aðverjast inflúensunni með árlegri bólusetningu sem gefur um 60-90% vörn gegn sýkingu. Það er því hægt að fá inflúensu þrátt fyrir bólusetningu, en meðal þeirra sem eru bólusettir dregur bólusetn- ingin úr alvarlegum fylgikvillum sýkingarinnar og lækkar dánar- tíðni. Margar rannsóknir styðja bólu- setningar við inflúensu. Vitað er að sjúkdómum fækkar við bólusetn- ingar og að við verndum umhverfi okkar, viðkvæma einstaklinga, börn, aðstandendur og vini með því að láta bólusetja okkur. Áhættuhópar njóti forgangs Árleg inflúensa kemur verst nið- ur á eldri kynslóðinni og fólki með undirliggjandi sjúkdóma með aukn- um fjölda dauðsfalla í kjölfar inflú- ensunnar vegna alvarlegra fylgi- kvilla hennar. Fyrir flesta er inflúensan hins vegar óþægileg veikindi sem ganga yfir á nokkrum dögum án alvarlegra afleiðinga. Við mælum eindregið með að láta bólu- setja sig gegn inflúensu og sótt- varnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningu:  Allir 60 ára og eldri.  Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykur- sýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.  Heilbrigðisstarfsmenn sem ann- ast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.  Þungaðar konur. Jafnframt er minnt á að þeir sem á þurfa að halda geta í leiðinni feng- ið bólusetningu gegn lungnabólgu (pneumókokkasýkingu). Veiran smitast manna á milli með loftbornu úðasmiti, hósta og hnerra en getur einnig smitast við snert- ingu. Almennt er flensan mest smit- andi á fyrstu 3-4 dögum veikinda en sá sýkti getur byrjað að smita um degi áður en einkenna verður vart. Einkenni byrja oftast mjög snögg- lega og vara oftast innan við eina viku en í sumum tilfellum geta veik- indin varað í allt að tvær vikur. Bólusetning besta forvörnin Í þungum faraldri eykst álag á heilbrigðiskerfið og í samfélaginu verður áberandi aukning á fjar- vistum vegna veikinda, frá vinnu og skóla. Dæmigerð einkenni inflúensu eru hár hiti, þurr hósti, hálssærindi, beinverkir og höfuðverkur. Þessi einkenni koma oft snögglega. Sjald- gæfari einkenni geta verið ógleði, uppköst eða niðurgangur en þau eru algengari hjá börnum en full- orðnum. Bólusetning gegn inflúensu er ein besta fyrirbyggjandi aðgerð- in sem við eigum völ á í dag. Hvað á ég að gera til að draga úr líkindum á smiti?  Þvoðu hendurnar oft með vatni og sápu.  Haltu þig fjarri fólki sem er með inflúensu.  Láttu bólusetja þig árlega gegn inflúensu á næstu heilsugæslustöð. Ef þú ert með inflúensu  Drekktu vel af vatni.  Taktu hitalækkandi lyf sem þú færð í apóteki.  Þolinmæði, það tekur líkamann 1-2 vikur að jafna sig á inflúensu.  Haltu þig heima og hvíldu þig.  Vertu heima þar til þú hefur ver- ið hitalaus í einn sólarhring án hita- lækkandi lyfja. Komdu á heilsugæslustöð í bólu- setningu því við erum hér fyrir þig. Morgunblaðið/Hari Heilsuráð Rut Gunnarsdóttir, svæðisstjóri og fagstjóri hjúkr- unar á Heilsugæslunni Hvammi, Hagasmára í Kópavogi Mælt með bólusetningu við inflúensu Unnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sprauta Bragð í baráttunni. Um tvær vegalengdir er að velja í Heið- merkurhlaupinu nk. laugardag. Ríkis- hringurinn er 12 kílómetra hlaup, þar sem þátttakendur verða ræstir klukk- an 12. Klukkan 14 leggja síðan af stað þeir sem hlaupa skemmtiskokk á fjög- urra kílómetra hring sem er nefndur Í faðmi skógarins. Hlaupið hefst við Borgarstjóraplan, sem er nyrst og austarlega í Heiðmörkinni. Skráning er á vefsíðunni hlaup.is. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til Heiðmerkurhlaups. Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir viðburðinum í tilefni af 70 ára afmæli Heiðmerkur, sem minnst hefur verið með ýmsu móti á líðandi ári. Heiðmerkurhlaup Skokk í skógi Hlaup Bætir, hressir og kætir mjög. Teiknisamkeppni, sögustund í Amts- bókasafninu, upplestur úr bókum, fjöl- skylduleiðsögn um listasýningu og hæfaleikakeppni eru meðal viðburða á Barnamenningarhátíð á Akureyri, sem hefst í dag, 1. október, og stendur all- an mánuðinn. Markmiðið er að hvetja ungmenni til virkrar þátttöku í menn- ingarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar og virkja sköpunarkraft. Leiðarljós hátíðarinnar eru fag- mennska, fjölbreytileiki og jafnræði. Hátíð á Akureyri Barnamenning Að fara á fætur og klæða sigá morgnana og nýta tím-ann milli átta og 16 eins ogí hefðbundnum skóla væri gott. Ekki nota rúmið sem vinnu- aðstöðu og nauðsynlegt er að mæta vel í tíma, hvort sem þeir fara fram í gegnum tölvu eða með hefð- bundnum hætti í skólahúsi. – Ábend- ingar námsráðgjafa Menntaskólans við Hamrahlíð eru meðal annars þessar. Vegna smitvarna og kór- ónuveirunnar hefur hluti náms nemenda farið fram utan skól- ans og við þær aðstæður þarf að huga að ýmsu óvenjulegu. Um 1.100 nem- endur eru við skólann, og sam- kvæmt því fyrirkomulagi mæta þeir í skólann fyrir hádegi aðra vikuna og síðdegis hina og það sem út af stend- ur er kennt í gegnum netið. Skóla- húsinu er skipt upp í fimm 200 manna sóttvarnahólf og í kennslu- stundum eru allir með grímu fyrir vitum. Gengur ótrúlega vel „Þrátt fyrir að aðstæðurnar séu óvenjulegar gengur skólastarfið vel,“ segir Fríður Reynisdóttir, náms- og starfsráðgjafi við MH. „Eðlilega finnst krökkunum þetta þó erfitt, sérstaklega nemendum á 1. ári við skólann. Við höfum því fylgst sérstaklega með þeim hópi, leiðbeint þeim og hvatt áfram. Hringt í alla sem eru að byrja í skólanum og sagt að við starfsfólk skólans séum til staðar og viljum hjálpa. Sú endur- gjöf er mikilvæg. Sérstaklega gildir það um nemendur sem eru að koma inn í alveg nýtt umhverfi þar sem þau þekkja kannski ekki hvers vænst er af þeim. Það er alltaf átak að byrja í nýjum skóla og vinna með fólki sem maður þekkir ekki fyrir.“ Íþróttakennsla í MH er nú öll í útitímum. Framan af haustönninni áttu nemendur sjálfir að sinna íþróttunum og skila kennurum sín- um til staðfestingar myndum eða öðrum stafrænum göngum sem staðfestu að þeir hefðu stundað hreyfingu, rétt eins og námsráðgjaf- arnir hafa hvatt til í orðsendingum. Einangri sig ekki „Þegar faraldurinn er að baki er margt úr stafrænni kennslu sem mun nýtast til framtíðar. Skólastarf þar sem nemendur mæta og eru í samfélagi við aðra er þó hið eðlilega og verður áfram,“ segir Fríður, sem í ráðleggingum sínum til nemenda leggur áherslu á gott skipulag. „Einnig að nemendur haldi góðu sambandi við vini sína, einangri sig ekki og reyni eftir megni að halda rútínu í daglegu lífi,“ segir Fríður. sbs@mbl.is Rútínan er mikilvæg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grímuskylda Í Hamrahlíðinni mæta nemendur nú hálfan daginn. Starf í framhaldsskólum er nú með óvenjulegu móti. Námsráðgjafar í MH hvetja krakkana með ráðum og dáð. Til framtíðar litið mun skólastarf breytast eftir reynsluna nú. Fríður Reynisdóttir Hamrahlíð Nemendur eru 1.100. GÆÐADEKKIN ÞÍN FÁST ÓDÝRARI HJÁ OKKUR! E N D U M H V E R T Á L A N D S E M E R M I K I Ð Ú R V A L A F V E T R A R D E K K J U M S F u n a h ö f ð a 6 , 1 1 0 R e y k j a v í k • N j a r ð a r b r a u t 1 1 , 2 6 0 R e y k j a n e s b æ r S í m i : 5 1 9 - 1 5 1 6 Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi Ársalir fasteignamiðlun 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun, 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk Björt og falleg 3ja-5 herbergja íbúð á efstu hæð, ásamt bílskúr. Nánari lýs- ing: Forstofa með flísum á gólfi. Eldhús með hvítri, upprunalegri innréttingu, borðkrók, þvottahúsi og búri innaf. Stofa og borðstofa með parketi á gólfum. Arinn í stofu. Vestursvalir. Nú eru svefnherbergi tvö, en væri hægt að fjölga þeim um tvö til viðbótar. Baðherbergið er flísalagt og með sturtu og innréttingu. Sér geymsla í kjallara og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Nýlega er búið að taka húsið í gegn að utan, svo og gólfefni á stigagangi. Frábært útsýni er frá íbúðinni yfir borgina. Mögulegt að kaupa auka bílskúr. Áhugasamir sem vilja bóka skoðun, vinsamlega hafið samband við Björgvin 892 0667 eða sendið póst á arsalir@arsalir.is Háaleitisbraut 45, 108 Reykjavík OPIÐ HÚS í dag, fimmtudag, kl. 17-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.