Morgunblaðið - 01.10.2020, Page 18

Morgunblaðið - 01.10.2020, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Andrés Magnússon andres@mbl.is Greina má töluverðan áhuga á ís- lensku áhrifafólki í stjórnmálum, viðskiptalífi, stjórnkerfi og réttvísi, þegar litið er yfir þau íslensku nöfn, sem fundist hafa í gagnaleka frá kín- verska fyrirtækinu Zhenhua, og greint hefur verið frá víða um heim undanfarnar vikur. Þar er talið að finna megi persónuupplýsingar um 2,4 milljónir manna, en ekki er talið ósennilegt að þar á meðal séu um 4.000 Íslendingar eða liðlega 1% þjóðarinnar. Meðal þeirra upplýsinga, sem safnað hefur verið í kínverska per- sónugrunninn, eru fæðingardagar, heimilisföng, hjúskaparstaða, stjórnmálaþátttaka, ljósmyndir, ætt- ingjar og notendanöfn á félagsmiðl- um. Þar hefur verið safnað saman upplýsingum af Facebook, Twitter, LinkedIn, Instagram og jafnvel Tik- Tok, í bland við fréttir, dómsupp- kvaðningar og ásakanir. Megnið af upplýsingunum hefur verið skrapað upp af netinu og mega heita opinber- ar upplýsingar, en þó má finna dæmi um upplýsingar, sem virðast hafa verið fengnar úr gögnum, sem ekki eiga að vera opinber, líkt og reikn- ingsupplýsingar, starfsumsóknir eða sálfræðimat. Ekki verður þó séð að það eigi við um hinar íslensku upp- lýsingar. Fundist hafa 411 færslur um Ís- lendinga í þeim gögnum, sem þegar hefur tekist að endurheimta úr Zhenhua-gagnalekanum, en ekki er ómögulegt að fleiri nöfn bætist við. Það er þó tæplega nema brot af þeim upplýsingum, sem fyrirtækið hefur safnað um Íslendinga og milljónir annarra, en aðeins hefur náðst að endurbyggja um 10% gagnagrunns- ins, líkt og lesa má um hér á hægri síðu. Áhrifafólk og ættingjar þess Meðal þeirra, sem krafsaðir hafa verið upp úr grunninum, má nefna fyrrverandi ráðherra á borð við Geir H. Haarde, Gylfa Magnússon, Katr- ínu Júlíusdóttur og Óttar Proppé, sendiherra eins og Stefán Skjaldar- son, Gunnar Snorra Gunnarsson og Kristján Andra Stefánsson og þjóna réttvísinnar líkt og Sigríði Friðjóns- dóttur, Jón H.B. Snorrason og Hrafn Bragason. Þegar litið er til þess fólks, sem þar er að finna, og glöggva má sig á í nafnaskránni að neðan, blasir við að um sumt virðist valið fremur handa- hófskennt og tæplega reist á mikilli þekkingu á íslensku þjóðlífi. Þannig má þar finna fólk, sem látið er fyrir allnokkru, en einnig virðist ritun sumra nafna nokkuð á reiki. Þau hafa verið leiðrétt eftir bestu getu hér að neðan, en eins er rétt að benda á að þar má bæði finna alnafna og algeng nöfn, sem ekki er unnt að segja til um við hvern eigi. Sumt fólk á listanum hefur átt í einhverjum viðskiptum við Kína, stórum sem smáum, en þar má einn- ig sem fyrr segir finna ráðherra, þingmenn, sendiherra, dómara, fjöl- miðlafólk og einnig nokkuð af íþróttamönnum. Jafnframt eru dæmi um fólk sem sætt hefur ákæru eða hlotið dóma fyrir efnahagsbrot, en um það má iðulega sjá tilvísanir til frekari upplýsinga um þau efni. Sá áhugi kann að gefa eitthvað til kynna um þær hvatir, sem liggja að baki gagnasöfnuninni. Mörgum þykir vafalaust óþægi- legt að sjá nafn sitt á listanum, enda erfitt að segja til um í hvaða tilgangi nöfnunum var safnað eða hver vill notfæra sér þær upplýsingar. Þar hlýtur að vekja sérstakan ugg, að fyrirtækið Zhenhua státar sérstak- lega af tengslum sínum við kínversk yfirvöld, bæði herinn og kommún- istaflokkinn þar, sem öllu ræður. Enn óþægilegra er þó sjálfsagt að sjá nöfn barna eða annarra skyld- menna, líkt og finna má ýmis dæmi um. Tvö barna Willums Þórs Þórs- sonar, þingmanns Framsóknar- flokksins, eru meðal nafnanna að neðan, en eins má nefna Þóru Bald- vinsdóttur, eiginkonu Bjarna Bene- diktssonar fjármálaráðherra, og Hjörleif Sveinbjörnsson, eiginmann Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fv. utanríkisráðherra. Rétt er að ítreka, að ekki verður séð af íslensku gögnunum að í þeim felist neinar upplýsingar sem ekki liggja fyrir opinberlega á einhvern hátt. Megnið er auðfundið með leit á vefnum eða með því að gramsa á fé- lagsmiðlum. Einhver hefur samt þurft að hafa fyrir því að finna til nöfn fólksins og skyldmenna þess. Meira en 400 íslensk nöfn  Tekist hefur að finna 411 færslur um Íslendinga í Zhenhua-gagnalekanum  Mögulegt að þær séu tíu sinnum fleiri  Mikið safn upplýsinga um íslenskt áhrifafólk, maka þeirra, börn og ættingja Gögn Lekinn frá Kína hefur vakið ugg víða um heim, frekar vegna þess hve víðtæk gagnasöfnunin hefur verið en að þar séu endilega viðkvæm gögn. A Adam Hermannsson Aðalheiður Sigursveinsdóttir Aðalsteinn Guðmundsson Aðalsteinn Leifsson Alda Viggósdóttir Andie Nordgren Anna Ásgeirsdóttir Anna Gísladóttir Kolbeins Anna Helgadóttir Anna Sveinsdóttir Anna Sveinsdóttir Arna Einarsdóttir Arnar Jónsson Arnbjörn Ólafsson Arndís Guðmundsdóttir Arndís Kristjánsdóttir Aron Friðrik Georgsson Auðbjörg Brynjólfsdóttir Auðunn Atlason Auðunn Eiríksson Auður Finnbogadóttir Á Ágúst Kristinsson Ágúst Pétursson Ágúst Þorvaldsson Ágústa Andersen Álfrún Baldursdóttir Ármann Andrason Árney Daníelsdóttir Árni Jóhannsson Árni Lárusson Árni Pálsson Ársól Björnsdóttir Ásdís Ágústsdóttir Ásdís Ólafsdóttir Áslaug Björnsdóttir Ásta Guðjónsdóttir Ástráður Haraldsson Ástríður Grímsdóttir B Benedikt Skúlason Bergvin Oddsson Bertha Gunnarsdóttir Birgitta Sveinbjörnsdóttir Birkir Kristinsson Birna Bjarnadóttir Birnir Björnsson Bjarkey Gunnarsdóttir Bjarni Bjarnason Björg Siv Friðleifsdóttir Björk Sigurjónsdóttir Björn Björnsson Björn Guðbjörnsson Björn Guðmundsson Borghildur Erlingsdóttir Borghildur Jónsdóttir Bragi Sigurjónsson Bragi Þór Antoníusson Brynhildur Ingimundardóttir Brynhildur Pétursdóttir Brynjar Lúðvíksson Brynjólfur Steingrímsson Brynjólfur Willumsson D Daði Skúlason Dagmar Sigurðardóttir Danielle Neben Dominique Ibsen Dóra Einarsdóttir E Edda Atladóttir Edda Daníelsdóttir Eggert Dagsson Einar Bjarnason Einar Brynjarsson Einar Eiðsson Einar Gíslason Einar Hermannsson Einar Sigurðsson Eiríkur Guðmundsson Elín Jóhannesdóttir Elín Ólafsdóttir Elín Sveinsdóttir Elínborg Sturludóttir Elísabet Friðriksson Ellert Arnbjörnsson Elmar Svavarsson Emma Swift Erla Knútsen Erlendur Magnússon Erna Mathiesen Eva Kolbeinsdóttir Eydís Rúnarsdóttir Eyjólfur Sverrisson F Finnbogi Finnbogason Finnur Magnússon Friðbjörn Ásbjörnsson Friðjón Skarphéðinsson Frímann Ólafsson G Geir H. Haarde Gestur Sveinsson Gissur Þórhallsson Gígja Guðjónsdóttir Gísli Gíslason Gísli Magnússon Gísli Marinósson Gísli Sigurðsson Gloria Zarela Castro Conde Grímur Kristgeirsson Guðbjörg Agnarsdóttir Guðbjörg Róbertsdóttir Guðbjörn Arngrímsson Guðjón Guðmundsson Guðjón Már Guðjónsson Guðlaug Hansdóttir Guðmundur Árnason Guðmundur Björnsson Guðmundur Björnsson Guðmundur Helgason Guðmundur Jónsson Guðmundur Lárusson Pálsson Guðmundur Magnús Hermannsson Guðni Magnússon Guðni Örnólfsson Guðný Einarsdóttir Guðríður Vilhjálmsdóttir Guðrún Arnadóttir Guðrún Guðmundsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Guðrún Jónsdóttir Guðrún Óladóttir Guðrún Sveinbjörnsdóttir Guðrún Þorvarðardóttir Gunnar Arnarson Gunnar Ásgeirsson Gunnar Gunnarsson Gunnar Hallgrímsson Gunnar Hálfdánarson Gunnar Kristjánsson Gunnar Magnússon Gunnar Þorgeirsson Gunnsteinn Snævarr Gyða Stefánsdóttir Gylfi Ásbjörnsson Gylfi Magnússon Gylfi Scheving H Hafliði Björnsson Hafsteinn Júlíusson Hafþór Jónsson Halla Mathiesen Halldór Kristjánsson Halldór Kristjánsson Halldór Þorsteinsson Halldór Þórðarson Halldóra Björnsdóttir Halldóra Filippusdóttir Halldóra Mogensen Halldóra Þorvarðardóttir Hallgerður Gunnarsdóttir Hallgerður Kristjánsdóttir Hallgrímur Gunnarsson Hanna Katrín Friðriksson Hanna Pétursdóttir Hannes Jónsson Hans Jóhannsson Hansína Kristjánsdóttir Haraldur Einarsson Haraldur Pálsson Haraldur Sigurðsson Haukur Claessen Haukur Hauksson Heiða Helgadóttir Heiður Baldursson Heiðveig Hálfdánardóttir Helga Harðardóttir Helga Hjálmtýsdóttir Helga Jónsdóttir Helga Olrich Helga Ólafsdóttir Helga Sigurðardóttir Helgi Friðjónsson Helgi Guðjónsson Helgi Hauksson Herdís Hallmarsdóttir Hermann Ármannsson Hervald Eiríksson Hildur Benediktsdóttir Hinrik Hinriksson Hjalti Þórðarson Hjálmar Skarphéðinsson Hjörleifur Guðnason Hjörleifur Sveinbjörnsson Hjörtur Hjartarson Hlynur Jónsson Hlökk Þrastardóttir Hope Millington Hólmfríður Ólafsdóttir Hrafn Bragason Hrefna Ástþórsdóttir Hrund Árnadóttir Hugi Ólafsson Hörður Jónsson Hörður Zóphaníasson Höskuldur Erlingsson I Inga Arnbjörnsdóttir Inga Eiríksdóttir Ingibjörg Björnsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Ingibjörg Gunnarsdóttir Ingibjörg Hjörleifsdóttir Ingileif Hallgrímsdóttir Ingimundur Sigurpálsson Ingólfur Árnason Ingólfur Baldvinsson Ingólfur Björnsson Ingunn Friðleifsdóttir Íslendingar á kínverska nafnalistanum 20% AFSLÁT TUR AF ÖLLUM SKÓM D’Lites Gleeful Verð: 14.995.-/ 11.995.- Aðalfundur Aðalfundur Vörubílastöðvarinnar Þróttar hf. verður haldinn í húsi félagsins á Sævarhöfða 12, fimmtudaginn 15. okt. nk. og hefst kl. 20:00. Dagskrá aðalfundar skv. 27. gr. laga Vörubílstjórafélagsins Þróttar. Stjórnin. Kínverski nafnalistinn Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.