Morgunblaðið - 01.10.2020, Síða 48

Morgunblaðið - 01.10.2020, Síða 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Mikilvægi C-vítamíns er óumdeilt, en C-vítamín er m.a. þekkt fyrir að stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmis- og taugakerfis ásamt því að draga úr þreytu og lúa. Óhætt að nota á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Bragðgóður munnúði með náttúrulegt kirsuberja- og bláberja bragði. C-vítamín munnúði ásamt andoxunarefnum frá acerola ávöxtnum, B2 vítamíni, seleni og grænu tei. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. C-vítamín munnúði NÝTT Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta það á þig fá þótt það gangi á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekkert að því að leyfa barninu í sér að njóta sín. Prófaðu að víkka út sjón- deildarhringinn og lærðu eitthvað nýtt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregð- ast rétt við. Lukkan mun elta þig á röndum næstu daga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver gæti beðið þig um skoðun þína á einhvers konar hönnun í dag. Liggðu ekki á skoðunum þínum en vertu nærgæt- inn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er ekki góður dagur til þess að skrifa undir samninga eða taka mikilvægar ákvarðanir. Stígðu varlega til jarðar og ígrundaðu málin vel áður en þú gerir nokk- uð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Öðrum kann að virðast erfitt að fylgja þér eftir og finnast þú segja eitt í dag og annað á morgun. Haltu þínu striki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það muna reyna á samböndin í fjöl- skyldunni og þú mátt hafa þig allan við til þess að halda fólkinu saman. Reyndu að sætta deiluaðila. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það að sækjast eftir stöðu gerir hana raunverulega í þínum augum. Leggðu hart að þér og þú munt uppskera laun erfiðis þíns. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagdraumar eru góðir þegar þeir eiga við en hversdagurinn er oft annar og það er hann sem þú átt skoða. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að sýna lipurð, þegar þú vinnur málstað þínum framgang. Það má vera að verkefnin þín séu ekki nógu heillandi í þínum augum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er rétti tíminn til þess að gera langtímaáætlanir fyrir heimilið og vinnuna. Einhver þér eldri og reyndari kann að hjálpa þér í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir kannski að endurskoða af- stöðu þína til málefna sem tengjast heim- ilinu og fjölskyldunni. Hvíldu þig aðeins á hinum stranga dómara innra með þér. B enný Sif Ísleifsdóttir fæddist á Egilsstöðum en ólst upp á Eskifirði. En þótt Benný tilheyrði stórri fjölskyldu voru sjaldnast allir heima. „Pabbi var skip- stjóri á togurum, lengst af á Fá- skrúðsfirði, og eldri systkini mín tínd- ust til mennta eitt af öðru þar til að lokum við mamma vorum einar eftir þegar ég var tíu ára. Mínar glöðustu stundir í æsku voru þegar systkini mín komu í jóla- og sumarleyfi og þegar pabbi kom í land, en að sama skapi þótti mér erfitt að kveðja.“ Benný gekk í grunnskóla á Eski- firði „Ég var í fámennum fyrirmynd- arbekk sem kennarar slógust um að fá að kenna og ég man enn nafna- romsuna sem lesin var upp úr kladd- anum á hverjum morgni. Það situr í mér eins og gömul þula.“ Eins og margir krakkar af fjörð- unum fór Benný í Alþýðuskólann á Eiðum og var þar í tvö ár. Þar kunni hún vel við sig og hefði glöð viljað vera lengur en þar var ekki í boði frekara nám og stúdentsprófi lauk hún því frá Menntaskólanum á Egils- stöðum. „Ég innritaðist í uppeldisfræði við Háskóla Íslands eftir stúdentspróf en hitti ekki á rétta hillu og elti kærast- ann minn og núverandi eiginmann til Lancaster á Englandi þar sem hann stundaði nám í markaðsfræði. Þar úti lauk ég diplómunámi í Youth and Community Studies.“ Eftir að þau komu frá Englandi bjuggu þau í Reykjavík í nokkur ár en fluttu austur í heimahagana vorið 1995, þá þriggja manna fjölskylda en fljótlega voru dæturnar orðnar fjór- ar. „Við vorum á Eskifirði í 11 góð ár en fluttum í Kópavog haustið 2006 og skömmu síðar fæddist sonur okkar. Ég var lengi heimavinnandi, sá um börn og bú. Mig hafði alltaf dreymt um stóra fjölskyldu og gat ekki hugs- að mér að börnin væru lengur en hálfan daginn á leikskóla. Meðan við bjuggum á Eskifirði var ég í fjarnámi í hagnýtri íslensku og reyndar einnig í söngnámi.“ Eftir að fjölskyldan flutti suður settist Benný aftur á skólabekk og kláraði bæði grunnnám og meistara- nám í þjóðfræði við HÍ. „Þar hitti ég jafn mikið á rétta hillu eins og ég hitti á ranga í uppeldisfræðinni tuttugu árum áður. Þjóðfræðin var eins og réttur maður á réttum stað og við smullum eins og ástfangið par. Loka- ritgerðirnar mínar til BA- og MA- prófs fjölluðu um ættarnöfn Ís- lendinga út frá menningar- pólitík og sjálfsmynd.“ Eftir útskrift hefur Benný unnið við skriftir. Hún hefur gefið út tvær barnabækur, Jólasveinarannsóknina og Álfarann- sóknina, og tvær sögulegar skáldsög- ur; Grímu og Hansdætur.“ Fyrsta skáldsaga Bennýjar, Gríma, sem kom út haustið 2018, hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta og nú í ár hreppti hún Hljóðbókaverðlaun Storytel sem besta skáldsagan. Í dag, á afmæl- isdegi höfundar, kemur svo út önnur skáldsaga Bennýjar, Hansdætur. „Vegna kófsins verður ekki boðið til afmælis- og útgáfuhófs í raunheimum en bókin verður fáanleg hjá Forlag- inu í dag á sérstöku tilboðsverði með áritun og heimsendingu á höfuðborg- arsvæðinu en skellt í póst til þeirra sem búa fjær.“ Benný segist engin sérstök afreksmann- eskja í frístundum en þau hjónin gangi sér til heilsubótar, oftast ríkishringinn í hverf- inu en stundum upp á einhverja hóla og fjöll eða meðfram sjó, enda sakni hún sjávarins. „Við erum iðin við ferðalög, utan land- steina þegar það mátti en enn frekar innan- Benný Sif Ísleifsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur – 50 ára Hjónin Benný Sif elti kærastann sinn til Lancaster og nú eru þau hjón. Fagnar afmælinu með nýrri bók Fjölskyldan Öll fjölskyldan samankomin á fermingardegi Baldvins Ísleifs, yngsta afkomandans, þann 22. ágúst sl. Frá vinstri eru: Benný Sif, Sóldís Alda, Særós Eva, Baldvin Ísleifur, Salný Vala, Selma Dagmar og Óskar. Útgáfa Hansdætur kemur út í dag. Til hamingju með daginn 60 ára brúðkaupsafmæli Demantsbrúðkaup eiga í dag Margrét Guðmunds- dóttir og Einar Róbert Árnason. Þau voru gefin saman af séra Garðari Svavarssyni í Laugarnes- kirkju 1. október 1960. Þau verða að heiman á brúð- kaupsdaginn. Demants- brúðkaup 40 ára Guðmundur Bjarki ólst upp á Sel- fossi en býr núna í Kópavogi. Hann er jarðfræðingur og starf- ar sem sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Helstu áhugamálin eru samvera með fjölskyldu, íþróttir, bassaleikur og að njóta íslenskrar náttúru. Maki: Magðalena Ósk Guðmundsdóttir, f. 1979, viðskiptafræðingur. Börn: Bjarki Rúnar, f. 2013, og Rakel Björk, f. 2020. Foreldrar: Ingvar Guðmundsson, f. 1956, húsasmiður og Gíslína Guðrún Jónsdóttir, f. 1955, ritari. Þau búa á Selfossi. Guðmundur Bjarki Ingv- arsson 40 ára Hera ólst upp í Kópavogi en býr í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Hera vinnur á leikskóla í Vogum og er í háskólanámi. Helstu áhugamálin eru samvera með fjöl- skyldu og vinum og á þessum tímum eru gönguferðir í sérstöku uppáhaldi. Maki: Kjartan Ingi Jónsson, f. 1978, kennari í Vogunum. Börn: Stefán Svanberg, f. 2001, Jökull Þór, f. 2007, Þórunn Sif, 2009 og Svan- borg Ósk, f. 2015. Foreldrar: Svanborg Svansdóttir, f. 1962 og Bergur Álfþórsson, f. 1964. Ágúst Jónsson, f. 1959. Svanborg og Bergur búa í Vogunum. Hera Ágústs Bergsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.