Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Mikilvægi C-vítamíns er óumdeilt, en C-vítamín er m.a. þekkt fyrir að stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmis- og taugakerfis ásamt því að draga úr þreytu og lúa. Óhætt að nota á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Bragðgóður munnúði með náttúrulegt kirsuberja- og bláberja bragði. C-vítamín munnúði ásamt andoxunarefnum frá acerola ávöxtnum, B2 vítamíni, seleni og grænu tei. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. C-vítamín munnúði NÝTT Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta það á þig fá þótt það gangi á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekkert að því að leyfa barninu í sér að njóta sín. Prófaðu að víkka út sjón- deildarhringinn og lærðu eitthvað nýtt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregð- ast rétt við. Lukkan mun elta þig á röndum næstu daga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver gæti beðið þig um skoðun þína á einhvers konar hönnun í dag. Liggðu ekki á skoðunum þínum en vertu nærgæt- inn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er ekki góður dagur til þess að skrifa undir samninga eða taka mikilvægar ákvarðanir. Stígðu varlega til jarðar og ígrundaðu málin vel áður en þú gerir nokk- uð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Öðrum kann að virðast erfitt að fylgja þér eftir og finnast þú segja eitt í dag og annað á morgun. Haltu þínu striki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það muna reyna á samböndin í fjöl- skyldunni og þú mátt hafa þig allan við til þess að halda fólkinu saman. Reyndu að sætta deiluaðila. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það að sækjast eftir stöðu gerir hana raunverulega í þínum augum. Leggðu hart að þér og þú munt uppskera laun erfiðis þíns. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagdraumar eru góðir þegar þeir eiga við en hversdagurinn er oft annar og það er hann sem þú átt skoða. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að sýna lipurð, þegar þú vinnur málstað þínum framgang. Það má vera að verkefnin þín séu ekki nógu heillandi í þínum augum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er rétti tíminn til þess að gera langtímaáætlanir fyrir heimilið og vinnuna. Einhver þér eldri og reyndari kann að hjálpa þér í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir kannski að endurskoða af- stöðu þína til málefna sem tengjast heim- ilinu og fjölskyldunni. Hvíldu þig aðeins á hinum stranga dómara innra með þér. B enný Sif Ísleifsdóttir fæddist á Egilsstöðum en ólst upp á Eskifirði. En þótt Benný tilheyrði stórri fjölskyldu voru sjaldnast allir heima. „Pabbi var skip- stjóri á togurum, lengst af á Fá- skrúðsfirði, og eldri systkini mín tínd- ust til mennta eitt af öðru þar til að lokum við mamma vorum einar eftir þegar ég var tíu ára. Mínar glöðustu stundir í æsku voru þegar systkini mín komu í jóla- og sumarleyfi og þegar pabbi kom í land, en að sama skapi þótti mér erfitt að kveðja.“ Benný gekk í grunnskóla á Eski- firði „Ég var í fámennum fyrirmynd- arbekk sem kennarar slógust um að fá að kenna og ég man enn nafna- romsuna sem lesin var upp úr kladd- anum á hverjum morgni. Það situr í mér eins og gömul þula.“ Eins og margir krakkar af fjörð- unum fór Benný í Alþýðuskólann á Eiðum og var þar í tvö ár. Þar kunni hún vel við sig og hefði glöð viljað vera lengur en þar var ekki í boði frekara nám og stúdentsprófi lauk hún því frá Menntaskólanum á Egils- stöðum. „Ég innritaðist í uppeldisfræði við Háskóla Íslands eftir stúdentspróf en hitti ekki á rétta hillu og elti kærast- ann minn og núverandi eiginmann til Lancaster á Englandi þar sem hann stundaði nám í markaðsfræði. Þar úti lauk ég diplómunámi í Youth and Community Studies.“ Eftir að þau komu frá Englandi bjuggu þau í Reykjavík í nokkur ár en fluttu austur í heimahagana vorið 1995, þá þriggja manna fjölskylda en fljótlega voru dæturnar orðnar fjór- ar. „Við vorum á Eskifirði í 11 góð ár en fluttum í Kópavog haustið 2006 og skömmu síðar fæddist sonur okkar. Ég var lengi heimavinnandi, sá um börn og bú. Mig hafði alltaf dreymt um stóra fjölskyldu og gat ekki hugs- að mér að börnin væru lengur en hálfan daginn á leikskóla. Meðan við bjuggum á Eskifirði var ég í fjarnámi í hagnýtri íslensku og reyndar einnig í söngnámi.“ Eftir að fjölskyldan flutti suður settist Benný aftur á skólabekk og kláraði bæði grunnnám og meistara- nám í þjóðfræði við HÍ. „Þar hitti ég jafn mikið á rétta hillu eins og ég hitti á ranga í uppeldisfræðinni tuttugu árum áður. Þjóðfræðin var eins og réttur maður á réttum stað og við smullum eins og ástfangið par. Loka- ritgerðirnar mínar til BA- og MA- prófs fjölluðu um ættarnöfn Ís- lendinga út frá menningar- pólitík og sjálfsmynd.“ Eftir útskrift hefur Benný unnið við skriftir. Hún hefur gefið út tvær barnabækur, Jólasveinarannsóknina og Álfarann- sóknina, og tvær sögulegar skáldsög- ur; Grímu og Hansdætur.“ Fyrsta skáldsaga Bennýjar, Gríma, sem kom út haustið 2018, hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta og nú í ár hreppti hún Hljóðbókaverðlaun Storytel sem besta skáldsagan. Í dag, á afmæl- isdegi höfundar, kemur svo út önnur skáldsaga Bennýjar, Hansdætur. „Vegna kófsins verður ekki boðið til afmælis- og útgáfuhófs í raunheimum en bókin verður fáanleg hjá Forlag- inu í dag á sérstöku tilboðsverði með áritun og heimsendingu á höfuðborg- arsvæðinu en skellt í póst til þeirra sem búa fjær.“ Benný segist engin sérstök afreksmann- eskja í frístundum en þau hjónin gangi sér til heilsubótar, oftast ríkishringinn í hverf- inu en stundum upp á einhverja hóla og fjöll eða meðfram sjó, enda sakni hún sjávarins. „Við erum iðin við ferðalög, utan land- steina þegar það mátti en enn frekar innan- Benný Sif Ísleifsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur – 50 ára Hjónin Benný Sif elti kærastann sinn til Lancaster og nú eru þau hjón. Fagnar afmælinu með nýrri bók Fjölskyldan Öll fjölskyldan samankomin á fermingardegi Baldvins Ísleifs, yngsta afkomandans, þann 22. ágúst sl. Frá vinstri eru: Benný Sif, Sóldís Alda, Særós Eva, Baldvin Ísleifur, Salný Vala, Selma Dagmar og Óskar. Útgáfa Hansdætur kemur út í dag. Til hamingju með daginn 60 ára brúðkaupsafmæli Demantsbrúðkaup eiga í dag Margrét Guðmunds- dóttir og Einar Róbert Árnason. Þau voru gefin saman af séra Garðari Svavarssyni í Laugarnes- kirkju 1. október 1960. Þau verða að heiman á brúð- kaupsdaginn. Demants- brúðkaup 40 ára Guðmundur Bjarki ólst upp á Sel- fossi en býr núna í Kópavogi. Hann er jarðfræðingur og starf- ar sem sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Helstu áhugamálin eru samvera með fjölskyldu, íþróttir, bassaleikur og að njóta íslenskrar náttúru. Maki: Magðalena Ósk Guðmundsdóttir, f. 1979, viðskiptafræðingur. Börn: Bjarki Rúnar, f. 2013, og Rakel Björk, f. 2020. Foreldrar: Ingvar Guðmundsson, f. 1956, húsasmiður og Gíslína Guðrún Jónsdóttir, f. 1955, ritari. Þau búa á Selfossi. Guðmundur Bjarki Ingv- arsson 40 ára Hera ólst upp í Kópavogi en býr í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Hera vinnur á leikskóla í Vogum og er í háskólanámi. Helstu áhugamálin eru samvera með fjöl- skyldu og vinum og á þessum tímum eru gönguferðir í sérstöku uppáhaldi. Maki: Kjartan Ingi Jónsson, f. 1978, kennari í Vogunum. Börn: Stefán Svanberg, f. 2001, Jökull Þór, f. 2007, Þórunn Sif, 2009 og Svan- borg Ósk, f. 2015. Foreldrar: Svanborg Svansdóttir, f. 1962 og Bergur Álfþórsson, f. 1964. Ágúst Jónsson, f. 1959. Svanborg og Bergur búa í Vogunum. Hera Ágústs Bergsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.