Morgunblaðið - 01.10.2020, Side 54

Morgunblaðið - 01.10.2020, Side 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR Hin árlega A! Gjörningahátíð hefst á Akureyri í dag, fimmtudag, og stend- ur fram á föstudag. Þessi fjögurra daga alþjóðlega gjörningahátíð er nú haldin í sjötta sinn og er ókeypis á alla viðburðina. Að þessu sinni fara gjörningarnir fram í Listasafninu á Akureyri, Menningarhúsinu Hofi, Vanabyggð 3 og Sæborg í Hrísey. Aðstandendur hátíðarinnar segja að gætt verði að fjarlægðartakmörkunum og sótt- vörnum og gestum boðið upp á and- litsgrímur og spritt. Valnefnd valdi úr innsendum um- sóknum listamanna og eru fjöl- breyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga á dagskránni. Þátttakendur eru ungir og upprenn- andi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum og leikhúsfólki. Vegna veirufarald- ursins er hátíðin í ár smærri í sniðum en áður og þurftu fjórir erlendir lista- menn að afboða komu sína. Margir ólíkir listamenn Í ár koma fram listamennirnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Anna Richardsdóttir, Egill Logi Jónasson og Hekla Björt Helgadóttir, Halldór Ásgeirsson, Katrín Gunnarsdóttir og Rán Flygenring, Páll Haukur Björnsson, Steinunn Önnu- Knúts- dóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve ásamt Örnu Valsdóttur, Arnbjörgu Kristínu Kon- ráðsdóttur, Brák Jónsdóttur, Freyju Reynisdóttur, Hörpu Björnsdóttur, Silfrúnu Unu Guðlaugsdóttur og Töru Njálu Ingvarsdóttur. Gjörningahátíðin er samvinnu- verkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningar- hússins Hofs, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins, List- námsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri, Vídeólistahátíðarinnar Heim og Kynningarmiðstöðvar ís- lenskrar myndlistar. Dagskrána má sjá á vefnum www.listak.is. Skaftáreldar og sláturtíð Gjörningar hafa verið mikilvægur þáttur listsköpunar Halldórs Ás- geirssonar en hann tekur nú í fyrsta skipti þátt í A!-hátíðinni, með viða- mikinn gjörning í Ketilhúsinu kl. 20 á laugardagskvöldið. Heiti gjörnings hans er „Hvítnaði þá andlit jarðar“ og er heitið sótt í annál frá 1783 þar sem Skaftáreldum er lýst. Halldór segist hafa verið að vinna á árinu verk sem tengjast Skaftáreldum og séra Jóni Steingrímssyni eldklerki og má sjá þau fyrstu á sýningu sem var nýverið opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar. „Gjörningurinn er í framhaldi af því og ég á eftir að vinna meira úr þess- um efniviði og þá í fleiri löndum,“ seg- ir hann og bætir við að það sé sér- kennilegt að vera að vinna úr hamfarasögu Skaftáreldanna nú á tímum heimsfaraldurs. Halldór hefur lengi unnið í verkum sínum og gjörningum með hraun sem hann bræðir og mun gera það nú í Ketilhúsinu en fleiri þættir bætast við. „Sauðkindin kemur við sögu en hún er nú á undanhaldi hjá okkur. Á leiðinni kom ég við í ullarþvottarstöð á Blönduósi að fá ullarreyfi sem ég nota í gjörningnum og hitti þar bændur sem hafa miklar áhyggjur af framtíð sauð- kindarinnar sem fækkar sífellt og það hefur mikil áhrif á sveitirnar. En sauðkindin kemur við sögu, í bland við hraun- bræðsluna. Áhorf- endur verða uppi á svölunum og horfa niður í gryfjuna þar sem ég athafna mig.“ Og í þaul- hugsuðum gjörningnum kemur líka við sögu kjötskrokkur, tólg og þoka, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er ekki impróviserað heldur vinn ég með ákveðin element í út- hugsaðri röð,“ segir Halldór. „Ég byrjaði strax á mínum ferli að vinna með performansa. Svo komu tímabil þar sem ég setti þetta form til hliðar en það kom aftur. Síðast var ég með gjörning í Verksmiðjunni á Hjalteyri 2017. Í gjörningunum verð- ur að vera samtal við viðkomandi stað og stund, auk þess sem grunnatriði eru tími og rými. Nú erum við til að mynda í miðri sláturtíð, það kemur við sögu, sem og Skaftáreldarnir og öll sú dramatík sem er mér mjög hug- leikin. Það verða margar tilvísanir í gjörningnum – og svo kemur í ljós hvernig heppnast.“ Gjörningur Eins og áður verður boðið upp á fjölbreytilega gjörninga á há- tíðinni sem fer fram á Akureyri og í Hrísey. Meðal listamannanna sem koma fram eru Hekla Björt Helgadóttir og Egill Logi Jónasson. Gjörningar tengjast stað og stund  Tæplega tuttugu listamenn koma fram á A! Gjörningahátíð á Akureyri sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag  Fjölbreytilegir gjörningar og leikhústengd verk af ýmsu tagi á fjórum stöðum Halldór Ásgeirsson Skáldsögur eru áberandi á útgáfulista Veraldar fyrir þessi jól, en líka gefur forlagið úr fræðibækur, ljóð og barna- bók. Ein heitir fyrsta skáldsaga Ásdísar Höllu Bragadóttur, en áður hafa kom- ið út eftir hana minningabækurnar Tvísaga og Hornauga. Í Ein segir frá því þegar ung kona, sem starfar í heimaþjónustu, mætir til vinnu í blokk fyrir eldri borgara við Aflagranda blasir við henni óvænt sýn. Inn í sög- una blandast eldri maður í sömu blokk og ungur íslenskur læknir sem berst við að bjarga fórnarlömbum Covid-19- faraldursins í New York. Einnig er væntanleg ný skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem hann nefnir Snertingu. Kristófer, eldri mað- ur í Reykjavík, hyggst loka veitinga- stað sínum í miðbæ Reykjavíkur vegna veirunnar, eftir áratuga farsæl- an rekstur. Sama dag berst honum óvænt vinarbeiðni á Facebook og hann leggur af stað í ferð yfir þveran hnött- inn á vit minninga um ástir, fornar og nýjar, leynd og eftirsjá eftir því sem hefði getað orðið. Konan sem elskaði fossinn eftir Ey- rúnu Ingadóttur segir frá baráttu Sig- ríðar í Brattholti (1871-1957), eins kunnasta náttúruverndarsinna Ís- landssögunnar, sem barðist gegn því á sínum tíma að Gullfoss yrði virkjaður. Eyrún Ingadóttir er sagnfræðingur og hefur um árabil rannsakað ævi og bar- áttu Sigríðar í Brattholti. Ragnar Jónasson snýr aftur til Siglufjarðar í skáldsögunni Vetrar- meini. Bókin segir frá því er lög- reglumaðurinn Ari Þór Arason, sem er söguhetja Siglufjarðarseríu Ragn- ars, þarf að glíma við undarlegt og óhugnanlegt mál, en aðfaranótt skír- dags finnst lík af ungri konu á gang- stétt fyrir framan þriggja hæða hús við Aðalgötuna á Siglufirði. Skömmu síðar skrifar íbúi á hjúkrunarheimili í bænum með æpandi rauðum lit á vegginn í herberginu sínu: Hún var drepin. Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur segir frá því er björgunarsveitir eru miðjan mánuðinn, en í tilkynningu frá Veröld kemur fram að sigurvegarinn sé þjóðþekkt persóna sem ekki hafi áð- ur gefið út slíka bók. Veröld gefur einnig út tvær ljóða- bækur, Skáldaleyfi eftir Sigmund Erni Rúnarsson, en um þessar mundir eru fjörutíu ár síðan hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, og Óstöðvandi skilaboð eftir Ásdísi Óladóttur, sem sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók fyrir aldarfjórðungi. Eina ævisögu gefur Veröld út og það óvenjulega, því Fyrir augliti – Dagatal eftir Úlfar Þormóðsson birtir 730 færslur úr dagbók sem Úlfar hélt á árunum 2018 og 2019. Sviðið er mið- bær Reykjavíkur og samfélag Íslend- inga suður í höfum – en kannski mest andi Úlfars sem fer með lesendur í ferðalag um hugmyndir og atburði líð- andi stundar, allt frá tíðindalausri ferð í matvörubúð til bréfaskipta við unga og efnilega rithöfunda. Margir koma við sögu og það er líka mikið lesið og skrifað. Af fræðibókum og bókum almenns eðlis kom út fjórar bækur. Bók Stein- ars J. Lúðvíkssonar, Brimaldan stríða – Örlagarík skipströnd við Ísland, seg- ir frá nokkrum af örlagaríkustu skip- ströndum sem orðið hafa við Ísland. Í bókinni Hjarta Íslands – Milli fjöru og fjalla skrifa þeir Gunnsteinn Ólafsson og Páll Stefánsson um 62 perlur í land- inu milli fjöru og fjalla. Heilsubók Jó- hönnu – Eiturefnin og plastið í dag- legu lífi okkar eftir Jóhönnu Vilhjálmsdóttur fjallar um þau mann- gerðu eiturefni af ýmsu tagi sem eru orðin hluti af daglegu lífi okkar, fóstur og ungbörn hafa aldrei í sögunni mælst með eins mikið magn eiturefna í sér í móðurkviði og eftir fæðingu. Fjórða bókin, sem er reyndar þegar komin út, er Þegar karlar stranda – og leiðin í land eftir Sirrý Arnardóttur, en í henni ræðir Sirrý við karlmenn á ólíkum aldri, úr ólíkum áttum og með mismunandi stöðu í samfélaginu sem eiga það sameiginlegt að hafa strand- að og upplifað verulega vanlíðan. Yrsa Sigurðardóttir sendir ekki bara reyfara frá sér heldur kemur líka út frá henni barnabókin Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin sem er fyrsta barnabók hennar frá því hún hlaut Ís- lensku barnabókaverðlaunin árið 2003. arnim@mbl.is  Glæpasögur áberandi á útgáfu- lista Veraldar Eva Björg Ægisdóttir Jóhanna Vilhjálmsdóttir sendar inn í Lónsöræfi í leit að hópi fólks sem er saknað. Á sama tíma ger- ast undarlegir atburðir á ratsjárstöð- inni á Stokksnesi. Og á nesinu er gat í sjávarklöpp sem sogar til sín fólk. Næturskuggar er þriðja bók Evu Bjargar Ægisdóttur um lögreglukon- una Elmu og samstarfsmenn hennar. Í bókinni segir frá því er ungur maður lætur lífið í dularfullum eldsvoða á Akranesi og skilur eftir sig niður- brotna fjölskyldu og vini. Um svipað leyti lendir ung kona í mikilli tilfinn- ingaflækju sem vindur upp á sig. Og athafnamenn á Skaganum villast af þröngum vegi dyggða og heiðarleika í starfi og einkalífi. Einnig er væntanleg skáldsagan sem hlaut verðlaunin Svartfuglinn 2020, en Svartfuglinn er samkeppni um verðlaunaspennusögu eftir höfund sem ekki hefur áður sent frá sér spennusögu. Úrslit verða kynnt um Ragnar Jónasson Eyrún Ingadóttir Ásdís Halla Bragadóttir Ólafur Jóhann Ólafsson Morð meðal annars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.