Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 65

Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream * The New Mutants * Unhinged * A Hidden Life SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% Sænski leikstjórinn Roy And-ersson er einn dáðasti kvik-myndahöfundur Svía á 21.öldinni. Einstakur og tragí- kómískur frásagnarheimur hans birtist áhorfendum fullskapaður í þríleiknum um mannlega tilvist, sem samanstendur af kvikmyndunum Söngvar ofan af annarri hæð (2000), Þú sem lifir (2007) og Dúfa sat á grein og hugleiddi lífið og tilveruna (2014). Nýjasta og sjötta kvikmynd And- erssons, Um óendanleikann, var frumsýnd í fyrra og hóf Bíó Paradís almennar sýningar á henni í vor, rétt áður en fyrsta bylgja kófsins skall á. Sýningar á kvikmyndinni eru nú hafnar á ný í þessu íslenska lögheimili listabíósins og er þetta sennilega í fyrsta sinn sem kvik- mynd eftir Andersson er í almennri sýningu hér á landi. Flest fyrri verka hans hafa þó ratað í takmark- aða sýningu á RIFF og öðrum kvik- myndahátíðum. Um óendanleikann sver sig í ætt við áðurnefndan þríleik sem And- ersson er hvað frægastur fyrir. Kvikmyndin samanstendur af rúm- lega þrjátíu senum og er hverri þeirra miðlað í einu samfelldu og óklipptu myndskeiði. Myndavélin er alltaf óhreyfð og mætti kalla nálgun Anderssons á viðfangsefnið mynd- listarlega, þar sem gaumgæfileg uppröðun og samsetning hluta innan kyrrstæðs myndramma býr til heild- stæða fagurfræði. Þó er þetta unnið af mikilli naumhyggju og sjónar- spilið æpir aldrei á áhorfandann. Myndefnið er einatt af ýkja hvers- daglegum toga og er því gjarnan lýst af alviturri kvenkyns sögu- mannsrödd sem mælir í þátíð: „Ég sá ungan mann sem hafði ekki fund- ið ástina“, „Ég sá móður sem átti í vandræðum með skóbúnað sinn“, „Ég sá mann sem hafði gengið á jarðsprengju og var sorgmæddur“ og svo framvegis. Svipmyndir þess- ar eru oftast nær úr sænskum nú- tíma og lýsa í senn eymd, leiðindum og fáránleika sem fyrirfinnst í mannlegri tilvist. Þó sjáum við einn- ig senur úr sögulegri fortíð, til að mynda af Hitler og SS-sveinum í neðanjarðarbyrginu en einnig sigr- aða þýska hersveit í halarófu á leið í vinnubúðir í Síberíu. Upphafsatriðið prýða kona og maður sem ríghalda hvort í annað og svífa í faðmlagi milli skýjaslæðna og undir hljómar engla- kór sem gefur senunni vigt og dramatískan blæ. Um miðbik mynd- ar bregður svífandi parinu aftur fyr- ir í víðari mynd og í ljós kemur að undir flugi þeirra liggur evrópsk stórborg í rústum. Ofbeldi í aldanna rás og arfleifð þess er þar með ætíð undir í myndinni, jafnvel þegar fylgst er með miðaldra manni sem hefur drepið á bílnum rétt fyrir utan Stokkhólm. Samhengi milli atriða mynd- arinnar er lítið, einna helst þema- tískt, og er ekki um línulega frásögn að ræða. Þó koma nokkrar persónur fyrir í fleiri en einu atriði og eiga þær sameiginlegt að vera allar sænskir karlar í eldri kantinum í einhvers konar tilvistarkreppu. Eftirminnilegust þeirra er prest- urinn sem hefur glatað trúnni. Í martröð sinni ber hann kross á bak- inu upp þröngt múrsteinastræti og er hýddur og niðurlægður af sam- ferðafólki sínu. Síðar sjáum við hann drekka messuvínið af stút á meðan á messu stendur og leita ítrekað á náðir sálfræðings vegna guðsmiss- isins. Vandamál prestsins kallast á við prestinn í Vetrarnótt Ingmars Bergmans en í kaldhæðnum heimi Anderssons leitar presturinn úrkula vonar á náðir sálfræðingsins í stað þess að nota mátt bænarinnar. Frásagnarform myndarinnar lík- ist helst meinfyndnum sketsagrín- þætti sem hefur farið í gegnum grá- myglulega síu skandinavíska listabíósins. Myndin er alfarið tekin upp í kvikmyndaveri Anderssons og því allt sem fyrir augu ber með- höndlað og staðsett á meðvitaðan hátt af höfundi þess. Það er líkt og Andersson eimi hversdagleikann í öreindir sínar og spýti honum aftur út í kvikmyndalegum búningi. Þetta veitir myndinni lítillega óraunveru- legt yfirbragð, sem sést hvað greini- legast í förðuninni (leikarar eru ósjaldan málaðir eins og vofur). Þetta er ekki endilega bersýnilegt í fyrstu, heldur fær maður hægt og bítandi tilfinningu fyrir óraunveru- leikanum þegar líður á myndina. Í einni senu fylgist áhorfandinn til að mynda með lest koma og fara. Kona verður eftir á lestarpallinum og bíð- ur vonsvikin eftir að unnustinn taki á móti sér. Á endanum kemur sá á harðaspretti og biðst afsökunar á töfinni og faðmar og kyssir konuna. Þessi svipmynd varir líklega í tvær mínútur en það var ekki fyrr en í enda atriðsins að gagnrýnandi tók eftir því að skýin í bakgrunni mynd- rammans hreyfðust ekki og væru líklega máluð á baktjald. Það sem í fyrstu virðist einfalt er í raun marg- slungið. Helst mætti finna að því í mynd- inni að nokkrar af léttvægari senum hennar, til að mynda af konunni sem elskar kampavín og stúlkunum sem dansa fyrir utan veitingastað, virð- ast vera uppfyllingarefni. Gagnrýn- andi kom á myndina sem nýgræð- ingur í höfundarverki Anderssons og spillti það alls ekki fyrir. Um óendanleikann er í fullkominni lengd (76 mínútur, en Andersson var 76 ára við útgáfu myndarinnar) og í senn fyndin og sorgleg – og alltaf áhugaverð á að líta. Óhætt er að hvetja fólk til að berja hana augum í bíói – og vera þá sem næst tjaldinu. Hvað gerir maður sem hefur misst trúna? Martröð Ein persóna kvikmyndarinnar Um óendanleika er prestur sem hefur glatað trúnni og í martröð sinni ber hann kross á bakinu upp þröngt múr- steinastræti og er hýddur og niðurlægður af samferðafólki sínu. Kvikmyndin er í senn fyndin og sorgleg og alltaf áhugaverð á að líta, að mati rýnis. Bíó Paradís Um óendanleikann/Om det oändliga bbbbn Leikstjórn og handrit: Roy Andersson. Aðalleikarar: Bengt Bergius, Anja Broms, Marie Burman, Amanda Davies. Framleiðslulönd: Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Frakkland. Framleiðsluár: 2019. Tímalengd: 76 mínútur. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.