Morgunblaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Strætóleiðir hér í
Reykjavík heita nöfn-
um og tölum. Ég tek
sem dæmi leið, sem
heitir Sléttuvegur þeg-
ar farið er úr Vestur-
bænum en Eiðsgrandi
þegar farið er í hina
áttina. Leiðin ber samt
alltaf töluna 13. Vega-
gerðin gefur þjóð-
vegum tölur, eins og
sjá má á vef hennar, en lítið fer fyrir
þeim tölum á vegum úti, heldur not-
ar Vegagerðin þar heiti sem hún gef-
ur þjóðvegunum. Heitin eru ekki
alltaf lýsandi. Þannig sýndi Morgun-
blaðið um daginn myndir af vegabót-
um á Suðurlandsvegi og Vestur-
landsvegi. Þetta var nokkurn veginn
á sama stað fyrir ofan Reykjavík, en
hvorki á Suðurlandi né Vesturlandi.
Lögreglan segir frá slysum með
vegaheitum Vegagerðarinnar. Slys
sögð á Biskupstungnabraut reynast
oft vera í Grímsnesi, en á máli Vega-
gerðarinnar er Biskupstungnabraut
frá Sogsbrú milli Ölfuss og Gríms-
ness, og er þá langur vegur eftir í
Biskupstungur. Líkt er með fréttir
af slysum sem sögð eru
hafa orðið á Vestur-
landsvegi. Þau reynast
oft vera á Kjalarnesi
eða í Mosfellssveit, en
hvorugt kallast í venju-
legu tali á Vesturlandi.
Þá eru fréttir af vetr-
arfærð á vegum iðulega
gegn hefðbundnu hér-
aðsmáli. Ég tek sem
dæmi þegar Vegagerð-
in og Útvarpið lýsa
færð á Vopnafjarðar-
heiði. Í ritinu Göngum
og réttum er yfirlit yfir heiðar
Vopnafjarðar. Þar eru nefndar
Hellisheiði, Smjörvatnsheiði,
Tunguheiði, Hauksstaðaheiði, Mæli-
fellsheiði, Hróaldsstaðaheiði og
Sandvíkurheiði, en engin er þar
Vopnafjarðarheiðin. Frá sömu slóð-
um nefni ég fréttir um færð á
Möðrudalsöræfum. Færð þar á ekki
heima í almennum fréttum að vetr-
arlagi, þegar enginn óvitlaus maður
hyggur á ferðir þar, heldur er um að
ræða færð á þjóðvegi 1 um Biskups-
háls og Jökuldalsheiði. Skylt því er
þegar Vegagerðin lýsir færð á Mý-
vatnsöræfum. Þá er um að ræða
þjóðveg 1 milli Mývatns og brúar á
Jökulsá á Fjöllum og hét á hefð-
bundnu máli á Austurfjöllum.
Nú væri ráð, að lögreglan tæki
upp í slysafréttum þann sið frá
Strætó í Reykjavík að nota tölu um
þjóðveginn og svo heiti staðar og
byggðarlags til frekari afmörkunar.
Þá yrði slys á Kjalarnesi sagt slys á
þjóðvegi 1 á Kjalarnesi, en ekki
minnst á Vesturlandsveg, og slys
fyrir ofan Lækjarbotna sagt slys á
þjóðvegi 1 fyrir ofan Lækjarbotna,
en ekki minnst á Suðurlandsveg.
Frásagnir Vegagerðarinnar af færð
fyrir norðan og austan yrðu t.d. af
færð á þjóðvegi 1 fyrir austan Mý-
vatn eða þjóðvegi 1 um Biskupsháls
og Jökuldalsheiði eða þjóðvegi 85 til
Vopnafjarðar, án þess að brengla
hefðbundið heimamál og heiðamál.
Þjóðvegaheiti og strætóleiða
Eftir Björn S.
Stefánsson » Lögreglan og Vega-
gerðin ættu að nota
tölur um þjóðvegina og
hefðbundin heiti, svo
sem þjóðvegur 1 í Mos-
fellssveit, en ekki Vest-
urlandsvegur.
Björn S. Stefánsson
Höfundur er Reykvíkingur.
bstorama@gmail.com
Laugardaginn 17.
október 2020 birtist í
Morgunblaðinu grein
eftir Ólaf Jónsson
skipasmið sem hann
nefnir Dr. Jekyll og
Mr. Hyde. Í þessari
grein setur Ólafur
fram margar rangar
fullyrðingar sem leið-
rétta ber.
Nikita Krústsjov
hélt margar ræður í febrúar 1956 á
flokksþingi Kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna. Ólafur segir það þing
hafa verið númer 10 en svo var ekki.
Flokksþingið var númer 20.
Frægasta ræða Krústsjovs á
flokksþinginu 1956 tók fjórar klukku-
stundir. Í þeirri ræðu fór hann mörg-
um orðum um stjórnarfar Stalíns.
Hann talaði um að ótal margir voru
ranglega teknir höndum á þeim tíma
sem Stalín réð nær öllu í Sovétríkj-
unum. Krústsjov sagði: „Þúsundir og
aftur þúsundir manna voru sendar
nauðugar í fangabúðir. Margir voru
teknir af lífi án undangenginna rann-
sókna og réttarhalda.“ Ólafur segir:
„að Gúlag voru vinnubúðir til refsi-
vistar. Þær voru einfaldlega fangelsi
þeirra Sovétmanna.“ Það er rangt að
halda því fram eins og Ólafur gerir að
í Gúlaginu hafi bara verið sekir af-
brotamenn sem dæmdir voru í fang-
elsi. Ólafur líkir Gúlagi við Litla-
Hraun en sú samlíking stenst ekki.
Ólafur segir: „Mér þykir ólíklegt að
Krústsjov hafi talað um þrælkun
margra milljóna.“ Eigi að síður er sú
staðreynd flestum ljós nú árið 2020
að þarna þræluðu milljónir manna. Í
ræðu Krústsjovs kom skýrt fram að
menn voru sendir í þrælkun án þess
að hafa brotið af sér.
Trotskí var myrtur í Mexíkó 1940
af flugumanni sem gerður var út af
Stalín. Í Mexíkó var ekki dauðarefs-
ing þá. Morðingi Trotskís var dæmd-
ur í 19,5 ára fangelsi. Eftir að hann
var látinn laus árið 1960 fór hann til
Moskvu. Hann sagði ýmislegt í yf-
irheyrslum sem mexíkóska lögreglan
hélt yfir honum að loknu morðinu.
Þessi maður var þjálfaður til verks-
ins. Eitt af því sem sú þjálfun fól í sér
var að hann átti að segja að ódæðinu
loknu að hann væri vonsvikinn fyrr-
verandi fylgismaður Trotskís. Það
gerði hann.
Ólafur lætur liggja að því að rétt
hafi verið að myrða
Trotskí árið 1940 vegna
þess að á milli Leníns og
Trotskís var ósam-
komulag á árunum fyrir
1917. Eigi að síður fagn-
aði Lenín því er Trotskí
gekk til liðs við bolsé-
vika árið 1917. Lenín
gerði m.a.s. þá tillögu
hinn 7. nóvember 1917
að Trotskí yrði í forsæti
stjórnar landsins eftir
að bolsévikar tóku völd-
in. Allan tímann frá 1917 til æviloka
Leníns áttu þeir Trotskí traust og
gott samstarf.
Ólafur talar um réttarhöldin sem
fram fóru í Moskvu árin 1936 og
1938. Hann trúir því að þau hafi verið
réttlát og dómsúrskurðir þeirra rétt-
ir. Rannsóknir margra heiðarlegra
og vandaðra sagnfræðinga hafa ótví-
rætt leitt í ljós að þetta voru sýnd-
arréttarhöld og saklaust fólk var
þvingað til að játa á sig ótrúlegustu
sakir.
Reyndar ætti ekki að þurfa að
vitna til lærðra sagnfræðinga um Gú-
lagið. Í Rússlandi og víðar voru árið
1956 enn á lífi ótal margir sem þurftu
að sitja í þrælkunarbúðum. Ekki
voru þó síður margir sem þá vissu af
nánum ættingjum og vinum sem sak-
lausir höfðu verið teknir af lífi að til-
hlutan Stalíns. Enn er árið 2020
margt fólk þar eystra sem veit sann-
leikann um málið þótt Ólafur kjósi að
afneita honum. Þessi tilraun Ólafs til
að halda því fram að fórnarlömb Stal-
íns hafi engin verið ber vott um að
hann ber enga virðingu fyrir örlögum
þeirra milljóna manna sem Stalín lét
drepa. Þetta virðingarleysi Ólafs
minnir vissulega á málflutning
manna í Evrópu sem halda því fram
að nasistar hafi alls ekki látið drepa
neina gyðinga.
Staðreyndir
og Stalín
Eftir Erling
Hansson
Erlingur Hansson
» „Þúsundir og aftur
þúsundir manna
voru sendar nauðugar í
fangabúðir. Margir voru
teknir af lífi án undan-
genginna rannsókna
og réttarhalda.“
Höfundur þýddi bókina Byltingin
svikin sem kom út á Íslandi nýlega.
Hvar værum við hin
stödd ef við hefðum
ekki þingfólkið til að
leiða okkur og vaka
yfir hverju skrefi okk-
ar? Værum við á hin-
um breiða vegi á leið
til glötunar? Ómögu-
legt er að svara því.
Værum við svífandi
um á skýi í alsælu?
Ómögulegt að svara
því. Líklega geta flestir verið sam-
mála um að það þurfi alls konar lög
eins og t.d. umferðarlög þótt margir
átti sig kannski ekki á samhenginu
að það megi aka á svipuðum há-
markshraða á tvíbreiðum malbik-
uðum vegi og einbreiðum mjóum
malarvegi. Mörg önnur lög en um-
ferðarlögin þarf að öllum líkindum
svo allir séu vinir í skóginum. Svo
er spurning hvort einhver lög séu
óþarfi.
Hundruð ef ekki þúsundir vinnu-
stunda þingfólks hafa farið í það að
ræða hvort einhverjir megi kaupa
bjór á Íslandi og þá hverjir. Frá
áfengisbanninu var það fyrst svo að
enginn mátti flytja til Íslands bjór
og drekka. Svo máttu þeir sem
unnu á flutningstækjum sem fluttu
fólk og vörur til Íslands
hafa með sér bjór inn í
landið og drekka hann.
Þessu næst máttu einn-
ig þeir sem voru far-
þegar í flutningstækj-
unum flytja með sér
bjór inn til Íslands. Að
lokum máttu svo allir
kaupa bjór. Allt fram-
angreint er að sjálf-
sögðu háð aldri. Lík-
lega getur enginn
rökstutt fram-
angreindar reglur um bjórinn,
vegna þess að það er ómögulegt.
Þrátt fyrir það tókst þingfólkinu að
eyða ómældum vinnutíma í þetta
mál.
Annað mál sem hefur fengið
ómælda athygli þingmanna eru
mannanafnalögin. Samkvæmt lög-
unum mega sumir hafa ættarnöfn
en aðrir ekki og svo er einhver
nefnd sem ákveður hvað fólk má
heita og er það mat bæði byggt á
málfræðireglum, smekk og tilfinn-
ingu nefndarmanna. Ekki er nóg
með að þingfólkið leiði okkur af vegi
glötunar heldur gera það og ýmsar
nefndir einnig eins og t.d. manna-
nafnanefnd, fjölmiðlanefnd og
ábyggilega ýmsar fleiri.
Fram á sjónarsviðið kom svo ráð-
herra sem taldi rétt að hafa ekki
eftirlitsmyndavél yfir öllum þáttum
lífs okkar. Taldi rétt að sleppa okk-
ur lausum. Taldi rétt að afnema
mannanafnalögin. Að sjálfsögðu
komu mótbárur. Nú má Sigurður
bóndi heita Sigríður og hann heitir
Sigríður. Heilanum í mér finnst það
svolítið einkennilegt að Sigurður
heiti Sigríður, en á heilinn í mér og
einhverjum þingmönnum sem hafa
ekki nóga aðlögunarhæfni að
ákveða hvað fólk heitir? Er ekki
eðlilegra að fólk ákveði það sjálft
fyrir sig og sín börn? Svo mun heil-
inn í mér örugglega jafna sig á
þessu með Sigurð og Sigríði.
Ég held að þingmenn ættu að
fara að frumkvæði ráðherrans og
samþykkja frumvarp hennar og
leita að fleiri lögum sem má afnema
vegna óþarfleika.
Guðlaun fyrir þingmenn
Eftir Berg
Hauksson
Bergur Hauksson
»Ég held að þingmenn
ættu að fara að
frumkvæði ráðherrans
og samþykkja frumvarp
hennar og leita að fleiri
lögum sem má afnema
vegna óþarfleika.
Höfundur er m.a. lögmaður.
Atvinna