Morgunblaðið - 21.10.2020, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Móar – deiliskipulag
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti
á fundi sínum þann 13. október að auglýsa
deiliskipulagstillögu í landi Móa samkvæmt
40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
m.s.br.
Deiliskipulag fyrir Móa í Hvalfjarðarsveit
tekur til núverandi bygginga sem er íbúðar-
hús og tvö gestahús, auk nýrra bygginga
sem eru 12 gestahús auk tjaldsvæðis,
þjónustuhús, geymslu, og gróðurhús.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu
sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.
Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðar-
sveitar föstudaginn 23.október á milli
10:00 – 12:00.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3,
301 Akranesi, eða á netfangið
skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Móar”
fyrir 4. desember 2020.
Bogi Kristinsson Magnusen
skipulags- og umhverfisfulltrúi
Hvalfjarðarsveitar
skipulag@hvalfjardarsveit.is
Tilkynningar
Notice of Annual General Meeting
JPMorgan Funds
The meeting will be held at the location
and time stated in the right-hand column.
Agenda for Meeting and Shareholder Vote
1 Presentation of the report from Auditors
and Board for the past accounting year.
2 Should shareholders adopt the Audited
Annual Report for the past accounting year?
3 Should shareholders agree to discharge
the Board for the performance of its
duties for the past accounting year?
4 Should shareholders approve the
Directors’ fees for the accounting
year ending 30 June 2021? These are
€86,000 for the Chairman and €68,000
for each independent Director.
5 Should John Li How Cheong, Martin Porter
and Daniel Watkins be reappointed to
the Board for 3 years?
6 Should Marion Mulvey be appointed to
the Board for 1 year?
7 Should shareholders re-appoint
PricewaterhouseCoopers Société
coopérative as Auditors of the Fund
and authorise the Board to agree on
their terms of appointment?
8 Should shareholders approve the
payment of any distributions shown in
the Audited Annual Report for the past
accounting year?
To vote by proxy, use the proxy form at
jpmorganassetmanagement.com/extra.
Your form must arrive at the registered
office, via email, post or fax, by 1800 CET
on Wednesday, 11 November 2020 using the
contact details below:
Email: fundinfo@jpmorgan.com
Fax: +352 2452 9755
Post: 6 Route de Trèves, L-2633
Senningerberg, Luxembourg
To vote in person, attend the meeting
in person.
T H E M E E T I N G
Location Registered office of the Fund
(see below)
Date and time Wednesday,
18 November 2020 at 15:00 CET
Quorum None required
Voting Agenda items will be resolved by
a simple majority of the votes cast
T H E F U N D
Name JPMorgan Funds
Legal form SICAV - Fund type UCITS
Auditors PricewaterhouseCoopers
Société coopérative
Registered office 6, route de Trèves
L-2633 Senningerberg, Luxembourg
Fax +352 2452 9755
Registration number
(RCS Luxembourg) B 8478
Past accounting year 12 months ended
30 June 2020
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 - Kaffi kl.14:30, kaffi og
kökusneið á 450kr.- Bókaspjall kl.15:00 - Vegna fjöldatakmarkana
verður að skrá fyrirfram á viðburði til þess að tryggja fjarlægðarmörk
og fjölda í hverju rými. Við minnum fólk á mikilvægi sóttvarna og að
það er grímuskylda í Samfélagshúsinu. Nánari upplýsingar og
skráning í síma 4112701 / 4112702.
Árskógar Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Spænskukennsla kl. 14.
Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Það
þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600.
Boðinn Lokað er fyrir félagsstarf í Boðanum, opið er fyrir
hádegismat með fjöldatakmörkunum, vinsamlega hringið í síma 441-
9922 til að panta mat eða að fá aðrar upplýsingar.
Breiðholtskirkja Allt starf eldri borgara fellur niður í október vegna
aðstæðna í þjóðfélaginu. Kæru vinir farið varlega og Guð blessi ykk-
ur. Sjáumst hress og kát þegar við getum hist aftur. Kveðja, Steina
djákni.
Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf fyrir eldri borgara verður í Bústaða-
kirkju í október vegna covid-19. Guð blessi ykkur öll og við sjáumst
hress þegar að öllu er óhætt. Hólmfríður djákni.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Línudans fellur niður í dag. Upplestrarhópur Soffíu fellur niður í dag.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tálgað með Valdóri kl. 13:00-16:00.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu.
Nánari upplýsingar i síma 411-2790.
Garðabæ Kæru gestir, íþrótta og félagsstarfið okkar er lokað tíma-
bundið en Jónshús er opið með fjöldatakmarkana sem er 20 manns í
rými. Minnum á grímuskyldu í Jónshúsi og muna að halda áfram upp
á 2 metra regluna. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á face-
booksíðu okkar https://www.facebook.com/eldriborgararfelagsstarf-
gardabaer
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn
og allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30-12:30.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9:45. Framhaldssaga kl. 10:30. Handavinnuhópur 13:00-16:00.
Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu kl. 9:00 til 13:00 í Borgum
þátttökuskráning liggur frammi. Gönguhópar kl. 10 gengið frá Borg-
um mismunandi styrkleikar. Kaffiveitingar kl. 14:30 til 15:30 með
skráningu. Förum varlega virðum allar sóttvarnarreglur.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er bókband á sínum stað bæði fyrir
hádegi, kl. 9-13 og eftir hádegi, frá kl. 13-17, í smiðju 1. hæðar. Eftir
hádegi verður einnig hlustað á hlaðvarp í handverksstofu en í þetta
sinn ætlum við að heyra meira um Joe Biden. Við minnum á að
grímuskylda ríkir í félagsmiðstöðinni. Dagskrá fer fram með þeim
hætti að hægt sé að tryggja sóttvarnir. Verið velkomin til okkar á
Lindargötu 59.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kæru vinir. Vinsamlegast athugið að fyr-
irhuguðu afmæli Vitatorgsbandsins sem halda átti í dag er frestað um
óákveðinn tíma vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Vantar þig
dekk?
FINNA.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Bílar
Nýr Ford Transit 18 manna BUS
Tilbúinn með mæli og leiðsögukerfi.
Langt langt undir listaverði.
Verð m.v. hópferðaleyfi 4.790.000,-
án vsk.
-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, og tek að
mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ Reynir Bjarna-son, fæddist
24. janúar 1945.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 8. október
2020.
Foreldrar hans
voru Bjarni
Bjarnason, f. 21.
janúar 1913, d. 21.
febrúar 1980, og
Þorbjörg Margrét
Guðbjartsdóttir frá Hvallátrum
í Rauðasandshreppi, f. 30. júní
1912, d. 5. maí 2012.
Systkini hans eru Sigurbjörg
Erla Bjarnadóttir, f. 23. mars
1942, gift Ásgeiri Sigurðssyni,
og Guðbjartur
Bjarnason, f. 13.
ágúst 1947, kvænt-
ur Sharon Fudge.
Hann var
ókvæntur og barn-
laus. Hann ólst upp
í Litla-Skerjafirði
á Þjórsárgötu og
bjó með móður
sinni þar til hann
keypti sér íbúð á
Nýbýlavegi í Kópa-
vogi. Reynir fór að vinna hjá
Flugfélagi Íslands fyrst sem
sumarmaður árið 1961 en árin
þar urðu 53.
Útför hans fór fram í kyrþey
15. október 2020.
Kær bróðir er fallinn frá.
Reynir ólst upp í Skerjafirðinum
við eril og gný flugvélanna á
Reykjavíkurflugvelli, sem seiddu
huga hans löngum. Hann fór
snemma að vinna fyrir sér eins og
títt var um fólk á hans aldri, bar
út blöð, var sendill í Nýbúð í
Skerjafirði, vann við uppskipun á
fiski hjá Togaraútgerðinni og var
sumarstarfsmaður hjá Smjörlík-
isgerðinni Ljóma, svo nokkuð sé
nefnt.
Sextán ára gamall fór Reynir í
sumarvinnu hjá Flugfélagi Ís-
lands á Reykjavíkurflugvelli og
þaðan varð ekki aftur snúið.
Starfaði hann þar síðan alla sína
starfsævi, í full 53 ár, til ársins
2014, lengst af sem verkstjóri í
hlaðdeild Flugfélagsins. Hann
undi sér vel í vinnunni, enda
störfin fjölbreytileg og mann-
skapurinn skemmtilegur, og þar
eignaðist hann sína bestu vini og
kunningja. Margir þeirra voru
slyngir bridsspilarar og átti
spilamennskan vel við Reyni. Tók
hann þátt í bridsmótum hér
heima og erlendis um árabil, og
hafði af því mikla ánægju, og
margar ferðir átti hann með
vinnufélögum sínum í sólskinið
suður á Spáni.
Reynir var einnig áhugamaður
um stangveiði og renndi fyrir sil-
ung víða um land. Gjarnan lá
hann við í fellihýsi sínu eða húsbíl
á þessum ferðum, í völdum hópi
góðra vina. Mörg sumur lá leið
hans vestur að Hvallátrum, en
þar áttum við systkinin sameig-
inlegan hlut í Húsabæ II í vest-
ustu byggð landsins, þar þótti
honum gott að dvelja og dytta að
húsi og lóð. Reynir hafði mikinn
áhuga á og gott auga fyrir bílum.
Skipti hann reglulega um farar-
skjóta, þótt aldrei byndi hann
trúss við eina tegund fram yfir
aðra. Reyni þótti gaman að fara á
sjó og átti nokkra smábáta í rás
áranna. Síðasta bátinn átti hann í
félagi við Kristin, granna sinn á
Látrum, og veiddu þeir sér þorsk
í soðið.
Reynir var rólyndismaður að
upplagi, hægur í fasi og jafnlynd-
ur. Hann var mikill prívatmaður
og þótti gott að vera út af fyrir
sig. Gjarnan stytti hann sér
stundir yfir góðri bók, og sjón-
varpið var honum líka drjúg af-
þreying.
Síðustu árin fór heilsa Reynis
að láta undan af völdum sykur-
sýki, en banamein hans var inn-
vortis krabbamein, sem uppgötv-
aðist viku fyrir andlát hans.
Reynir tók örlögum sínum af
stillingu og æðraðist ekki yfir
hlutskipti sínu. Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 8. október sl., 75
ára að aldri.
Bálför Reynis verður gerð inn-
an skamms og duftker hans jarð-
sett í leiði Margrétar móður hans
í Kópavogskirkjugarði. Fjöl-
skylda hans þakkar samúð og
vinarhug við andlát hans og út-
för.
Erla Bjarnadóttir.
Samstarfsmaður minn í næst-
um hálfa öld, Reynir Bjarnason,
er látinn. Með honum er genginn
einn af eftirminnilegustu mönn-
um í fjölmennu starfsliði Flug-
félags Íslands hf. og Flugleiða.
Reynir hóf störf í hlaðdeild Flug-
félags Íslands á vordögum árið
1961, þá aðeins 16 ára að aldri.
Hann brást ekki þeim vænting-
um sem til hans voru gerðar.
Hann var afar dagfarsprúður
maður, duglegur og útsjónar-
samur með afbrigðum. Honum
voru seinna falin trúnaðarstörf
sem hann sinnti af mikilli prýði.
Reynir var afbragðs briddsspil-
ari og tók þátt í mörgum mótum á
vegum Flugleiða og seinna Ice-
landair um margra ára skeið
ásamt samstarfsmönnum sínum
með góðum árangri. Ég þakka
Reyni fyrir góða viðkynningu og
samstarf og votta ástvinum hans
mína dýpstu samúð. Góður
drengur er fallinn frá. Veri hann
að eilífu Guði falinn.
Aðalsteinn Dalmann
Októsson.
Reynir
Bjarnason
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar