Morgunblaðið - 16.11.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 16.11.2020, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 6. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  270. tölublað  108. árgangur  MARGIR KOMNIR MEÐ BÍTLASTÍLINN UNDIRBÚA ÚT- FLUTNING TIL KÍNA HRÆSVELGUR OG JÖTUNN Í ARNARHAM FJALLALAMB 10 ÖRNINN UM ALDIRNAR 28HÁRSKERAR 4 Morgunblaðið/Sigurður Bogi MR Skólastarfi eru áfram skorður settar.  Bekkjakerfi sem gildir í Mennta- skólanum á Akureyri vinnur með því að ná sem flestum nemendum í hús á næstu dögum, fara með þeim yfir námsefni og aðstoða þá fyrir próf. Tilgangurinn er að ljúka haustönn á „jákvæðan hátt“ segir Jón Már Héðinsson skólameistari. Ný reglugerð sem tekur gildi um miðja vikuna breytir í raun litlu um takmörk sem gilda um sótt- varnir í framhaldsskólum. Nú mega allt að 25 manns koma sam- an í einu rými, sé tveggja metra fjarlægð milli fólks. Í MR bjóða húsakynni ekki upp á slíkt. Þá mega stórir nemendahópar ekki blandast saman svo í MH verður kennslan óbreytt. »2 Önn ljúki jákvætt Langar biðraðir hafa myndast fyrir utan versl- anir á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Ein- ungis tíu manns er hleypt inn í flestar verslanir og því þurfa aðrir að bíða þar til röðin kemur að þeim. Aðspurður segir Gestur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Elko, að auðveldlega væri hægt að tryggja fjarlægðarmörk þótt fleirum væri hleypt inn í verslanir. Hann virði þó reglur yfirvalda. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, tekur í sama streng. Segir hún að það gagnist lítið að láta fólk standa þétt saman í röð utan við verslanir. »2 Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Viðskiptavinum gert að bíða í röð utandyra  Búist er við að 16.000 manns stundi nám í Há- skóla Íslands á vormisseri sem er fjölgun um 1.000 nemendur frá því sem nú er. Veru- leg fjölgun hefur að undanförnu orðið í kennara- námi og hjúkrunarfræði, fögum þar sem vantað hefur fólk. „Alltaf þegar stór áföll verða í samfélaginu fjölgar í háskólanámi,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Á næsta ári fær skólinn skv. fjárlagafrumvarpi um 24 milljarða króna en rektor gerir sér vonir um að tekið verði tillit til fjölgunar nemenda í auknum framlögum. »11 Mikil fjölgun í HÍ Jón Atli Benediktsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Faraldurinn hefur áhrif á lestrar- venjur landsmanna og hafa þeir lesið og hlustað á að meðaltali 2,5 bæk- ur á mánuði í ár, miðað við 2,3 á mánuði í fyrra. Kemur þetta fram í lestrar- könnun Mið- stöðvar íslenskra bókmennta, en Ís- lendingar fagna í dag jafnframt Degi íslenskrar tungu. „Það er ánægjulegt að fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en á öðrum tungumálum,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, og bætir við að mik- il umræða um bókmenntir að und- anförnu hafi góð áhrif á greinina. Notkun hljóðbóka fór einnig vax- andi í faraldrinum. Um 36% þeirra sem hlusta helst á hljóðbækur sögð- ust hlusta meira nú en fyrir farald- urinn og 18% þeirra sem lesa að jafn- aði hefðbundnar bækur sögðust lesa meira nú en áður. Kom einnig fram að svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en aðrir hópar og sami hópur notar bókasöfn í mestum mæli. Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungu- málum, miðað við könnun fyrra árs, en aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags bókaút- gefenda, bendir á að það kunni að skýrast af fjölda háskólanema sem lesa námsbækur á erlendu máli. Spurt var hvar lesendur fengju hugmyndir að lesefni. Flestir sögðust fá hugmyndir frá vinum eða ættingj- um, eða 51,6%, næstflestir (37,9%) frá umfjöllun í fjölmiðlum. „Þetta sýnir okkur hversu mikilvægt það er, að við séum með stöðugt samtal og umfjöll- un um bókmenntir og það skilar sér í meiri lestri,“ segir Hrefna. Íslendingar lesa fleiri bækur nú en áður  Fleiri lesa bækur á íslensku  Dagur íslenskrar tungu MÚtlit fyrir góð bókajól »6 Hrefna Haraldsdóttir Guðmundur Úlfar Jónsson, formað- ur Flugvirkjafélags Íslands, segir að viðræður um nýjan kjarasamning flugvirkja Landhelgisgæslunnar verði að byggja á aðalkjarasamningi félagsins. Þá kemur ekki til greina að gera nýjan samning, sem ekki fylgir aðalkjarasamningi. „Við erum bara með einn aðal- kjarasamning fyrir flugvirkja á Ís- landi. Þeir vilja hætta að fylgja hon- um og semja algjörlega nýjan samning hjá Gæslunni. Það getur aldrei komið til greina,“ segir Guð- mundur, sem kveðst að öðru leyti vera tilbúinn að ræða hagræðingu. „Það hefur staðið þeim til boða að ræða allar hagræðingar.“ Þrátt fyrir verkfall flugvirkja er ein þyrla Gæslunnar enn útkallshæf. Þó er ljóst að líkur á bilun aukast eft- ir því sem verkfallið dregst á lang- inn. »4 Segja hagræðingu koma til greina  Verkfall flug- virkja Gæslunnar stendur enn yfir Morgunblaðið/Þorgeir Þyrla TF-GRÓ er og hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.