Morgunblaðið - 16.11.2020, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020
✝ GuðmundurÓlafsson var
fæddur í Reykjavík
10. janúar 1930.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Mörk
3. nóvember 2020.
Foreldrar Guð-
mundar voru hjónin
Steinunn Jónína
Þorláksdóttir hús-
freyja, f. 1903, d.
1973, ættuð úr
Húnaþingi, og Ólafur Ágúst Guð-
mundsson skósmiður, f. 1894, d.
1970, ættaður af Suðurlandi.
Systir Guðmundar var Sólveig
Erla, f. 1928, d. 1994.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
mundar er Sigurbjörg Jóns-
dóttir, húsfreyja og síðar ritari, f.
11. janúar 1936, en þau giftust
árið 1956. Foreldrar Sig-
urbjargar voru Jón Guðni Gunn-
ar Pétursson vélstjóri, f. 1895, d.
1981, og Guðbjörg Ólafsdóttir
húsfreyja, f. 1894, d. 1970.
Börn Guðmundar og
arskóla sem barn. Hann stundaði
nám í Menntaskólanum í Reykja-
vík og lauk þaðan stúdentsprófi
vorið 1950. Leiðin lá síðan í
tannlæknanám við Háskóla Ís-
lands, þaðan sem hann útskrif-
aðist árið 1957. Meðfram há-
skólanámi starfaði Guðmundur
við leigubílaakstur hjá Bifreiða-
stöð Steindórs, þar sem leiðir
hans og Sigurbjargar lágu sam-
an. Að námi loknu hóf hann störf
sem tannlæknir, fyrst sem að-
stoðartannlæknir en frá árinu
1959 á eigin stofu, sem lengst af
var til húsa í Suðurveri í Reykja-
vík. Þar starfrækti hann tann-
læknastofu allt til starfsloka árið
2000.
Útför Guðmundar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
16. nóvember 2020, klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni
https://www.facebook.com/
groups/3440139652735070
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Sigurbjargar eru 1)
Ólafur Ágúst verk-
fræðingur, f. 1955.
2) Nína Kolbrún
hjúkrunarfræð-
ingur, f. 1957, maki
Kristján Krist-
jánsson tæknifræð-
ingur, f. 1955. Börn
þeirra eru a) Sig-
urbjörg Ósk, f.
1991, sonur hennar
og langafabarn
Guðmundar er Elmar Trausti, f.
2016. b) Anna María, f. 1994. 3)
Pétur Ingi tæknifræðingur, f.
1959, maki Guðbjörg Gunn-
arsdóttir landfræðingur, f. 1957.
Börn hans eru a) Þórður, f. 1988
b) Sólveig, f. 1990. 4) Bryndís
hagfræðingur, f. 1968, maki
Gunnar Bachmann viðskipta-
fræðingur, f. 1964. Börn hennar
eru a) Agnes Eyja, f. 1993 b) Guð-
mundur, f. 1997.
Guðmundur ólst upp á heimili
foreldra sinna við Grettisgötu í
Reykjavík og gekk í Austurbæj-
Elsku pabbi, þá er kveðju-
stundin runnin upp eftir langt og
gott æviskeið. Síðustu árin þó í
skugga Alzheimers-sjúkdóms sem
smám saman tók þig frá okkur
fjölskyldunni. En við leiðarlok
streyma minningar fram. Minn-
ingar um föður með sterkan per-
sónuleika, myndarlegan mann og
strangan föður sem vildi hafa röð
og reglu á heimilinu. Jafnvel líka á
annarra heimilum. Kom varla í
heimsókn án þess að herða nokkr-
ar skrúfur, stilla ofna eða laga eitt-
hvað sem var úr lagi gengið. Ávallt
traustur þegar erfiðleikar steðj-
uðu að og tilbúinn að hlaupa undir
bagga með næstum hvað sem var
á meðan heilsan leyfði.
Minningar frá barnæsku um
sunnudagsbíltúra, um ferðalög
með mömmu og pabba um sveitir
landsins í sumarfríinu. Kenndi
mér að þekkja landið mitt. Pabbi
alltaf undir stýri, þar leið honum
vel og hafði unun af að keyra góða
bíla. Allra mest ameríska kagga
sem hann eignaðist nokkra í gegn-
um tíðina. Eyddi líka löngum
stundum í bílskúrnum í Fossvog-
inum við að dytta að og bletta í.
Minningar um heimsóknir til Erlu
föðursystur á Grettisgötuna, þau
voru náin systkini alla tíð og allar
góðu stundirnar þar koma upp í
hugann. Þar var skrafað og sung-
ið. Glens og gleði.
Pabbi með bók í hönd. Hann
leyfði góðum bókum að halda fyrir
sér vöku langt fram á nætur. Best
ef það voru ævisögur eða sagn-
fræði af einhverju tagi. Og þegar
hann varð afi, hvað hann hafði
gaman af að segja börnunum sög-
ur af fólki og atburðum. Rifjaði
upp sögur úr sveitinni þar sem
hann dvaldi hjá frændfólki sínu á
sumrin sem barn. Hann átti góðar
minningar frá æsku. Brá sér í
hlutverk hinna ýmsu karaktera og
frásagnargáfan var geislandi.
Pabbi við píanóið, leikandi eftir
eyranu hvaða lag sem var, bara
það lag sem sótti að honum í það
og það skiptið. Því fylgdi alltaf hlý
tilfinning að hlusta á pabba spila.
Jafnvel eftir að veikindin höfðu
tekið frá honum bæði minni og
samræðufærni þá settist hann við
hljóðfærið og tónlistin flæddi und-
an fingrunum, alveg eins og áður.
Það voru góðu stundirnar.
Þannig man ég þig elsku pabbi
ávallt. Takk fyrir allt og allt.
Þín
Bryndís.
Ein eftirminnilegasta minning-
in um hann afa sem okkur dettur í
hug er þegar við fórum hluti af
fjölskyldunni í sundlaugina á
Borg, í einni af ferðum okkar um
landið. Þar er að finna rennibraut
sem er einstaklega há og brött.
Þessi blessaða rennibraut var að-
alfjörið hjá barnabörnunum og
fórum við heilmargar ferðir. Við
krakkarnir reyndum svo að draga
foreldrana í rennibrautina með
misgóðum árangri, enda þorðu
ekki allir í jafn svakalega braut.
Afi stendur þá upp og gengur í átt-
ina að rennibrautinni, okkur til
mikillar furðu, enda maðurinn að
nálgast áttrætt og við aldrei séð
hann renna sér. Þegar hann var
kominn niður og staðinn upp, þá
klöppuðu allir sundlaugargestirn-
ir fyrir honum að hafa sýnt slíkan
hetjuskap.
Þetta lýsir afa fremur vel, hann
var uppfullur af karlmennsku og
kjarki.
Það var alltaf huggulegt að
koma í heimsókn til ömmu og afa.
Afi spilaði ósjaldan á píanóið á
meðan maður slappaði af í sófan-
um, hann hafði sérstaklega gott
tóneyra og kunni á öll hljóðfæri
milli himins og jarðar.
Oft sást til hans dytta að hlut-
um, smyrja lamir, pússa, mála og
þess háttar. Hann var einstakt
snyrtimenni og vandvirkur við öll
sín störf. Hann kláraði heilu
krossgáturnar á mettíma, þuldi
upp ljóðabúta sem hann hafði lagt
á minnið án nokkurrar fyrirhafn-
ar, hlustaði á útvarp sem búið var
að stilla upp í öllum hornum heim-
ilisins og teiknaði skissumyndir á
eldhúsborðinu með kaffinu. Ef
hann ætlaði sér að ná aðdáun
barnabarnanna þá lék hann til
dæmis þá list að láta fingurna
leika um kertaloga.
Vonandi höfum við systur lært
eitthvað til verka af þér, elsku afi.
Við eigum eftir að sakna þín mjög
mikið.
Ástarkveðja frá
Önnu Maríu og
Sigurbjörgu (Diddu).
Elsku afi minn. Nú hefur þú
kvatt og haldið á annan friðsælan
stað þar sem þú getur leikið djass
á píanó og sungið fyrir þá sem þar
dvelja. En þau heppin. Tókstu
ekki örugglega harmonikkuna og
klarínettið með þér líka? Þér var
svo ótalmargt til lista lagt, enda
hef ég oft montað mig af því að
eiga svona músíkalskan afa. Ég er
oft spurð að því hvort foreldrar
mínir séu tónlistarfólk. Nei, segi
ég, en afi minn er tannlæknir og
sjálflærður músíkant sem spilar á
fimm hljóðfæri og söng í Smá-
rakvartettinum í Reykjavík á
sjötta áratugnum. Ótrúlegt. Þú
sýndir tónlistarnáminu mínu
ávallt áhuga og sóttir tónleika til
þess að sjá mig spila. Ég er þér
þakklát fyrir það, þú varst mér án
efa fyrirmynd og veittir mér inn-
blástur. Ég mun minnast stund-
anna sem við áttum saman í eld-
húskróknum í Sóltúninu, allra
þeirra skipta sem þú spilaðir eins
og engill fyrir okkur ömmu á
píanóið, langlokuljóðsins sem við
sömdum saman í gestabók í sum-
arbústað, hvernig þú heimtaðir
alltaf að skoða í mér tennurnar í
hvert skipti sem ég kom í heim-
sókn (mér til mikils ama), hvernig
þú laumaðist til þess að bera á illa
förnu skóna mína á meðan ég dúll-
aðist með ömmu, hvernig þú
hreinsaðir úr eyrunum þínum með
lykli (umhverfisvænn), hvernig þú
hlóst svo sást í fallega skarðið á
milli framtannanna þinna. Ég
mun sakna þín elsku afi Bóbi.
Hvíldu í friði. Við sjáumst þegar
við sjáumst. Ég elska þig.
Þín
Agnes Eyja.
Við Guðmundur erum systra-
synir. Tíu ár aðskilja okkur í aldri,
en það kom aldrei í veg fyrir að
Guðmundur, Solveig Erla systir
hans og foreldrar þeirra voru
órjúfanlega tengd mínum fyrstu
og ljúfustu bernskuminningum.
Foreldrar Guðmundar, Ólafur
Guðmundsson skósmiður og kona
hans Jónína Þorláksdóttir, áttu
húsið að Grettisgötu 70, og í skjóli
þeirra áttu ég og Sigurbjörg systir
mín okkar góðu bernskuár vegna
einstakrar nærgætni og kærleiks
frændfólksins. Við áttum með for-
eldrum okkar heima á efstu hæð
hússins, en dyr Nínu frænku, hæð
neðar, stóðu okkur ætíð opnar og
góðar eru bernskuminningarnar.
Þrátt fyrir aldursmun öðluðust
Guðmundur og Erla trúnaðar-
traust okkar, og með Erlu og
Diddu systur minni varð til ein-
stök vinátta sem entist meðan
báðar lifðu. Ég leit mjög upp til
þessa glæsilega frænda míns, og
ávallt höfum við báðir fundið fyrir
nánum skyldleika; nánast bróður-
þeli.
Guðmundur var góðum náms-
gáfum gæddur og því lá beint við
hin hefðbundna leið gegnum
Menntaskólann í Reykjavík og
Háskóla Íslands þar sem hann
nam tannlækningar, sem hann
stundaði alla ævi, lengst af á eigin
tannlæknastofu. Guðmundur var
aðlaðandi og glæsilegur ungur
maður og eignaðist góða vini þótt
aldrei væri hann félagslyndur.
Hans nánasti vinur var Jón Har-
aldsson, tannlæknir og arkitekt.
Á námsárum sínum ók Guð-
mundur leigubifreið hjá Steindóri.
Það varð honum mikil gæfa því á
símanum hjá Steindóri vann ung
og falleg stúlka, Sigurbjörg Jóns-
dóttir. Með þeim tókust ástir, og
betri lífsförunaut hefði ekki verið
hægt að hugsa sér. Þau eru nú bú-
in að njóta samvista langt yfir sex-
tíu ár, nánast nótt sem dag. Guð-
mundur var mikill heimilis- og
fjölskyldumaður og mjög heima-
kær.
Guðmundur hafði mikla tónlist-
argáfu og góða söngrödd og söng
með Stúdentakórnum. Carl Bil-
lich, sá mikli snillingur, stjórnaði
og æfði kórinn. Svo vildi til að Bil-
lich var á þessum tíma með viku-
legan tónlistarþátt í útvarpinu.
Hann kom að máli við fjóra söngv-
ara úr kórnum um að stofna kvart-
ett til að koma fram í þættinum.
Það varð úr og Smárakvartettinn í
Reykjavík varð til. Billich radd-
setti allt lagavalið. Vinsældir
kvartettsins náðu langt út fyrir
hinn vikulega þátt og lögin voru
mikið leikin í útvarpi. Raunar allt
til þessa dags. Fljótlega voru
nokkur laganna gefin út á plötum
sem seldust vel. Þær urðu um síðir
tæknilega úreltar og 1986 réðust
félagarnir í endurútgáfu og úr
varð frábært tveggja platna al-
búm með gömlu lögunum auk
nokkurra nýrra sem þeir tóku
upp.
Ekki er að efa að starfið í Smá-
rakvartettinum hefur verið Guð-
mundi til mikillar ánægju á sínum
tíma. Tónlist var það snar þáttur
af áhugaefnum hans og hæfileik-
um. Þetta voru góðir félagar og
Guðmundur var trygglyndur og
vinafastur. En fjölskyldan var
honum allt. Hann var ákaflega
traustur og áreiðanlegur fagmað-
ur sem aldrei mátti vamm sitt vita.
Ég þakka Guðmundi fyrir
frændsemi, vináttu og kærleik alla
tíð, og votta Sigurbjörgu, börnum
þeirra, tengda- og barnabörnum
mína dýpstu samúð.
Sverrir Sveinsson.
Kveðja frá Tannlæknafélagi Ís-
lands
Enn er höggvið skarð í hóp fé-
laga Tannlæknafélags Íslands.
Kollega Guðmundur Ólafsson lést
á hjúkrunarheimilinu Mörk
þriðjudaginn 3. nóvember, níræð-
ur að aldri. Eftir að Guðmundur
lauk menntaskólanámi frá MR
1950 lá leiðin í Tannlæknadeild
Háskóla Íslands. Tannlæknanám-
ið fór fram í tveimur herbergjum á
þriðju hæð gömlu háskólabygg-
ingarinnar undir handleiðslu pró-
fessors Jóns Sigtryggssonar, Jó-
hanns Finnssonar tannlæknis og
Guðmundar Hraundal tannsmíða-
meistara. Þar var staðið við tann-
læknastólana sex fyrir hádegi og
prófessorinn þéraður. Eftir há-
degið var unnið á tannsmíðastofu
hjá Guðmundi Hraundal. Á þeim
árum útskrifuðust þrír kandidatar
ár hvert. Árið 1957 útskrifuðust
með Guðmundi þeir Kjartan
Ólafsson og Stefán Yngvi Finn-
bogason og ári eftir þeir Guð-
mundur Árnason, Guðrún Gísla-
dóttir og Sigrún K. Tryggvadóttir.
Nú eru allir þessir mætu kollegar
fallnir frá nema Guðmundur
Árnason sem virðist ekki taka ald-
ursbreytingum eins og aðrir
menn.
Eftir tannlæknanám starfaði
Guðmundur sem aðstoðartann-
læknir í Reykjavík hjá Theodór
Brynjólfssyni, Inga Val Egilssyni,
Hauki Clausen og Birni Br.
Björnssyni. Segja má að Guð-
mundur hafi fengið sína fyrstu
handleiðslu í tannlækningum hjá
þekktustu kollegum þess tíma og
þar var grunnurinn lagður. Hann
rak eigin tannlæknastofu í Reykja-
vík frá 1959 til 2000, þegar heilsan
brást, lengst af í Suðurveri.
Guðmundur var virkur í fé-
lagsstarfi Tannlæknafélagsins og
sat í ýmsum nefndum. Hann hafði
unun af söng og á námsárunum
söng hann með Stúdentakórnum,
en einnig söng hann 1. bassa í
Smárakvartettinum í Reykjavík.
Að sögn söng 2. bassa Jón Har-
aldsson, tannlæknir og arkitekt,
oft nefndur tannhauser, sem var
samtíða Guðmundi í tannlækn-
anámi en útskrifaðist ári áður, eða
1956. Sem betur fer er enn að
finna góða söngmenn í Tann-
læknafélaginu sem vonandi helst
um ókomna tíð.
Það er mikilvægt að ungir tann-
læknar í dag séu meðvitaðir hverj-
ir vörðuðu veginn í tannlækning-
um hér á landi og voru
aðalhvatamenn í Tannlæknafélag-
inu í rúmlega 90 ára sögu þess.
Á þessum tímamótum vil ég
fyrir hönd Tannlæknafélags Ís-
lands þakka Guðmundi Ólafssyni
samfylgdina og votta eiginkonu
hans Sigurbjörgu Jónsdóttur og
ættingjum samúð. Blessuð sé
minning hans.
Svend Richter.
Guðmundur Ólafsson
Elsku pabbi okkar, tengdafaðir, bróðir,
mágur, afi og langafi,
KRISTJÁN ÞÓR ÞÓRISSON,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
9. nóvember. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. nóvember
klukkan 15. Vegna fjöldatakmarkana geta
bara nánustu ættingjar verið viðstaddir útförina.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.
Anna Þuríður Kristjánsdóttir
Þorgerður Kristjánsdóttir Sigurður St. Jörundsson
Kristín Þóra Kristjánsdóttir
Sif Kristjánsdóttir Trausti Þór Ósvaldsson
Þóra Þórisdóttir Grétar Samúelsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
SIGURRÓS BALDVINSDÓTTIR,
Miðbraut 18, Seltjarnarnesi,
lést á hjartadeild Landspítalans
laugardaginn 31. október. Útförin fer fram
frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn
18. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins
nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á
slóðinni: https://livestream.com/luxor/sigurros
Fyrir hönd barnabarna og langömmubarna,
Guðrún Íris Þórsdóttir Ásgeir Ásgeirsson
Baldvin Þórsson Ingibjörg Jóhannsdóttir
Í litlu samfélagi
sérhæfra myndlist-
armanna munar
stórlega um hvern
þann sem heltist úr lestinni
langt um aldur fram. Sérhæf-
ing hans getur verið svo ein-
stök og nátengd persónu hans,
að ekki verður með góðu móti
fyllt upp í það skarð sem hann
skilur eftir sig. Pétur Bjarna-
son myndhöggvari var um
margt sér á parti, ekki síst fyr-
ir yfirburðaþekkingu á málm-
steypu og bronssteypu sérstak-
lega. Hann varð sér úti um þá
þekkingu í Belgíu, fyrstur ís-
lenskra myndlistarmanna, og
hugðist hafa af steypunni at-
vinnu meðfram myndlistinni.
Fram að því hafði nær öll
bronssteypa fyrir Íslendinga
farið fram erlendis. En Pétur
sá einnig fyrir sér hvernig
virkja mætti bronssteypu í
myndlistarlegum tilgangi,
þannig að hún væri ekki ein-
asta aðferð til að fjölfalda form-
ynd – t.d. portrettmynd - held-
ur mætti nota ýmsa eiginleika
bronsins, áferð þess, tónbrigði
og ýmsa slysni og tilviljanir
bræðslunnar, til að koma á
framfæri tilfinningum og hug-
myndum.
Í minni skúlptúrum sínum
fann Pétur sér gjarnan svig-
rúm á mörkum myndlistar og
hönnunar. Ýmis þekkjanleg
fyrirbæri úr hversdagslegu
umhverfi, ekki síst ílát af ýms-
um toga, voru sett í brons-
meðferð, þar sem þau tóku á
sig nýjar myndir, urðu mýkri
og áferðarríkari, leystust að
hluta upp í frumeiningar sínar,
þökk sé náttúru bronsmiðils-
ins.
Í stærri verkum sínum fyrir
opinbera aðila, t.d. „partner-
skipinu“ við Sæbraut, „Farinu“
við Pollinn á Akureyri og „Fyr-
Pétur
Bjarnason
✝ Pétur Bjarna-son fæddist í
Reykjavík 20. sept-
ember árið 1955.
Hann lést 26. októ-
ber 2020.
Útför Péturs fór
fram í kyrrþey.
ir stafni“ við höf-
uðstöðvar Eim-
skips í Sundahöfn,
fann Pétur sér ein-
faldar og marg-
ræðar einingar,
gjarnan samfellur,
til að draga fram
megininntak þeirr-
ar sögu sem verkin
spretta af. Þannig
eru vængirnir
tveir í „Farinu“
samnefnari fyrir flugsögu Ak-
ureyringa, tvö samstæð/and-
stæð „segl“ í skúlptúrnum við
Sæbraut tákn fyrir farsæla
samvinnu Íslands og Banda-
ríkjamanna í áraraðir. Og risa-
vaxið stefnið í Sundahöfn segir
í knöppu og mikilúðlegu formi
sögu þessa „skipafélags allra
landsmanna“, sem Eimskip
sannarlega var.
Ég hafði nokkra milligöngu
um tvö þessara verka og minn-
ist Péturs alla tíð með hlýju.
Hann var fríðleiksmaður með
einstaklega þægilega nærveru,
brosmildur, glaðvær og einlæg-
ur. Feginn hefði ég viljað vinna
með honum að fleiri skúlptúr-
verkefnum.
En sökum illvígs sjúkdóms,
sem sótti á Pétur rúmlega fer-
tugan og varð honum að lokum
að aldurtila, tókst honum ekki
að rækta myndlist sína eins öt-
ullega og hann hefði viljað.
Seinni árin fór mikið af tíma
hans í íhlaupavinnu tengda
starfsbræðrunum, lifandi og
látnum. Hann var fenginn til
viðgerða og viðhalds á verkum
þeirra, auk þess sem hann
hljóp undir bagga þegar efnt
var til bronssteypu á portrett-
um. Inn á milli tókst Pétri að
miðla þekkingu sinni til yngri
myndlistarmanna með kennslu
við Myndlista-og handíðaskól-
ann og Listaháskólann.
Þegar talað var við Pétur um
hagi hans, fór aldrei á milli
mála hvar þungamiðjan í til-
veru hans lá, nefnilega heima í
Ásbúð hjá Sigríði konu hans og
börnum þeirra. Þangað sendi
ég einlægar samúðarkveðjur.
Aðalsteinn
Ingólfsson.