Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lífshorfur fólks á Norðurlöndum sem fær krabbamein eru með þeim bestu í heiminum og hafa batnað á síðasta 25 árum. Þetta kemur fram í nýrri samanburðarrannsókn sem byggð er á gögnum úr krabba- meinsskrám á Norðurlöndum. Krabbameinsfélag Íslands heldur utan um krabbameinsskrána hér á landi. Halla Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags- ins, sagði að Ísland stæði sérstak- lega vel hvað varðar lífshorfur fólks, sem fengið hefur lungnakrabbamein eða endaþarmskrabbamein, fimm árum eftir greiningu. Hún sagði að þrátt fyrir almennt góðan árangur væri ástæða til að skoða stöðu hér á landi út frá svona góðum saman- burðarrannsóknum, rýna til að sjá hvort einhverjir veikleikar kynnu að vera hér, til að geta gert betur. „Þar vil ég nefna bæði brjósta- krabbamein kvenna og blöðruháls- kirtilskrabbamein karla, sem eru al- gengustu krabbameinin hjá körlum og konum. Lífshorfur þeirra sem fá þessi mein hér á landi eru í lægri kantinum í norrænum samanburði. Þrátt fyrir að vera í lægri kantinum í norrænum samanburði er árang- urinn í meðferð þessara krabba- meina hér á landi mjög góður á heimsvísu.“ Halla sagði að stórbættur árangur Dana varðandi krabba- mein vekti mikla athygli. „Danir stóðu lengi verst Norðurlandaþjóða í mörgu varðandi krabbamein. Þeir tóku sig mjög mikið á með skipulögðum hætti. Hafa gert krabbameinsáætlanir og sett skýr markmið um hverju á að breyta til batnaðar og hvernig. Hafa sett fram áætlanir með tímasettum og fjármögnuðum markmiðum. Sú aðferðafræði hefur greinilega skilað árangri,“ sagði Halla. Krabbameins- áætlanir annars staðar á Norður- löndum hafa gefið mjög góða raun. Krabbameinsáætlun var samþykkt hér og innleidd í upphafi síðasta árs, sem var gott fyrsta skref. „En mér vitanlega er ekki búið að forgangs- raða ákveðnum markmiðum í krabbameinsáætluninni, tímasetja þau og fjármagna. Ef ekki er gerð aðgerðaáætlun þá er þetta til lítils,“ sagði Halla. Hún sagði að Danir hefðu meðal annars skipulagt reglulega skimun fyrir krabbameini í ristli og enda- þarmi. Lengi hefði verið beðið eftir slíku hér á landi. „Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi með skipulegum hætti er komin misjafnlega langt á veg hjá öllum norrænu þjóðunum nema hér. Skim- unin getur komið í veg fyrir slíkt krabbamein og ef það greinist snemma verður meðferðin ekki jafn þung og ella. Það er brýnt að gera þetta vegna þess að við missum rúmlega einn á viku hér á landi úr ristilkrabbameini.“ Færri greind í faraldrinum Vísbendingar eru um að færri krabbamein hafi greinst í kórónu- veirufaraldrinum hér á landi, líkt og víða um lönd, en endranær. Halla sagði að engin teikn væru um að krabbameinum væri að fækka en þetta benti til þess að krabbamein hefði ekki verið greint. Mikil um- ræða er um þetta víða varðandi áhrif Covid-19 á aðra sjúkdóma. Ástæða færri greindra krabbameina er líklega sú að fólk bíði lengur en ella með að leita læknis í faraldr- inum. „Við höfum áhyggur af þessu því þetta getur þýtt að þegar meinin greinast verði þau lengra gengin en ella. Eins getur þetta valdið meira álagi á heilbrigðiskerfið eftir að far- aldrinum léttir,“ sagði Halla. Morgunblaðið/Eggert Krabbameinsfélagið Er með leitarstöð, fræðslustarf og heldur einnig utan um krabbameinsskrána fyrir Ísland. Lífshorfur hér eru með því besta sem þekkist  Norræn samanburðarrannsókn á krabbameinum Halla Þorvaldsdóttir Sóttvarnaráðstöfunum á landamær- um Íslands verður fram haldið í óbreyttri mynd þar til 1. febrúar á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Þar var enn fremur tekin sú ákvörðun að frá og með 10. desember verði vottorð um að fólk hafi sýkst af kórónuveir- unni og að sýking sé afstaðin tekin gild og veiti undanþágu frá þeim kröfum sem annars eru gerðar. Næsta ákvörðun um fyrirkomulag á landamærum verður tekin eigi síð- ar en 15. janúar, að því er fram kem- ur á vef forsætisráðuneytisins. Farþegar munu því áfram geta valið á milli þess að fara í tvær sýna- tökur með fimm daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Sex af tíu þegar í sóttkví Þá var tilkynnt að tíu innanlands- smit hefðu greinst við skimun á und- angengnum sólarhring og sjö á landamærum Íslands. Af þeim sem greindust innanlands voru sex þegar í sóttkví. 232 eru í einangun, og fækkaði þeim aðeins um einn á milli daga. 318 eru í sóttkví, og 52 á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við mbl.is í gær að þau af- brigði veirunnar sem borist hefðu hingað til lands skiptu tugum. Hins vegar væri engin ástæða til þess að ætla annað en þau bóluefni sem hefðu verið þróuð gegn kórónuveir- unni hefðu sömu virkni gagnvart öll- um afbrigðum hennar. vidar@mbl.is Óbreyttar varnir til 1. febrúar nk.  Bóluefni dugi gegn öllum afbrigðum Kórónu- veirusmit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands: 48,5 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 232 eru með virkt smit og í einangrun 318 einstaklingar eru í sóttkví 52 eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu Nýgengi, landamæri: 10,6 10 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 26 einstaklingar eru látnir Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Efnahags- og framfarastofnunin OECD virðist hvorki hafa kynnt sér aðstöðu bakara- iðnarinnar né að- gengi að námi og nemasamningum þegar stofnunin lagði til að lög- gilding yrði lögð af við starfshóp um bætt eftirlit með lögum um handiðnað. Þetta segir Sigurbjörg Sigþórsdóttir, formaður Landssambands bakara- meistara. Á fimmtudaginn fór fram fundur þar sem fulltrúar OECD kynntu nið- urstöður 6. kafla skýrslu um sam- keppnismat á íslenskri ferðaþjón- ustu og byggingariðnaði. Fundinn sat áðurnefndur starfshópur og for- menn meistarafélaga í handiðnaði. Eins og áður hefur verið greint frá er í skýrslunni lagt til að afnema skuli löggildingu bakara og ljós- myndara. Sigurbjörg segist hafa spurst fyrir á fundinum hvers vegna bakarar séu teknir fyrir í skýrslu um ferðaþjónustu og byggingariðnað. Þá hafi lögfræðingur Samkeppniseftir- litsins, sem veitti OECD ráðgjöf við vinnu við skýrsluna, sagt ástæðuna vera gamalt mál sem tengist rekstri Sætra synda. Sami lögfræðingur við- urkenndi á fundinum að fyrirtaka bakara væri heldur handahófskennd, að sögn Sigurbjargar. Bakarar telja það grafalvarlegt ef leggja eigi niður löggildingu heillar atvinnugreinar vegna gamals máls einnar mann- eskju sem löngu sé gleymt og grafið. Engar samkeppnishindranir Þá segir Sigurbjörg að fulltrúar OECD hafi farið með rangt mál þeg- ar því var haldið fram að hvergi í Evrópu væri bakaraiðn lögvernduð en hið rétta er að hún er lögvernduð í tíu Evrópulöndum. Einnig hafi bak- arar bent á að engin samkeppnis- hindrun væri í aðgangi að greininni. Hver sem er getur sótt bakaranám og aldrei hefur komið til þess að nemar fái ekki samning, heldur hefur eftirspurn oft verið meiri en framboð á nemum. Þessi útskýring kom full- trúa Samkeppniseftirlitsins á óvart og því spyrja bakarar sig hver trú- verðugleiki vinnubragða við skýrsl- una er ef bakarar séu af handahófi dregnir inn í skýrslu um ferða- manna- og byggingariðnað og gam- alt mál verði til þess að svo miklar breytingar eigi að verða á starfsum- hverfi þeirra. Ekki var leitað til Landssambands bakarameistara og óskað eftir upp- lýsingum um starfsumhverfi iðnar- innar. Árið 2013 gaf OECD út skýrslu um starfsmenntun á Íslandi þar sem segir: „Sterkt iðnnámskerfi er innan löggiltra starfsgreina og byggist á árangursríku jafnvægi milli starfsþjálfunar á vinnustað og utan hans og skýrum valkostum um framhaldsmenntun til iðnmeistara- réttinda eða eftir öðrum leiðum.“ Bakarar gagnrýna skýrslu OECD  OECD kynnti sér ekki aðstöðu bakaraiðnarinnar né samkeppnisaðstæður hennar í aðdraganda sam- keppnismats  Bakarar furða sig á að vera teknir fyrir í skýrslu um ferðaþjónustu og byggingariðnað Morgunblaðið/Hari Bakstur Bakari er lögverndað starfsheiti á Íslandi en OECD telur það óþarft. Lögverndun bakara er í tíu Evrópulöndum. Sigurbjörg R. Sigþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.