Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
Flóttamannastraumur til Evr-ópu hefur verið mikill á liðn-
um árum og á meginlandinu hafa
áhyggjur vaxið mjög að undan-
förnu og umræður um að grípa
þurfi til hertra aðgerða sömuleið-
is. Landamæri
þykja of opin, ekki
aðeins ytri landa-
mæri heldur einnig
þau innri, enda
eiga flóttamenn
greiða leið á milli
landa hafi þeir
komist inn á
Schengen-svæðið,
sem flest ríki Evrópusambandsins
eru á og Ísland einnig.
Morgunblaðið sagði fréttir afþví í vikunni að umsækj-
endum sem hlotið hafa alþjóðlega
vernd í öðrum ríkjum en sækja
engu að síður um slíka vernd hér
á landi hefði fjölgað mikið á und-
anförnum mánuðum. Sem dæmi
hefði 71 Palestínumaður af þeim
73 sem sótt hefðu um alþjóðlega
vernd hér á landi í september og
október þegar fengið slíka stöðu í
öðrum Evrópuríkjum. Umsækj-
endur frá Palestínu eru nú orðnir
fjölmennastir þeirra sem sækja um
vernd hér á landi.
Þeir sem svo er ástatt um eigaekki rétt á vernd hér, en
engu að síður fer í gang ítarleg
skoðun á málum þeirra hér sem
getur tekið langan tíma og orðið
til þess að þeir ílengist hér að
óþörfu.
Dómsmálaráðherra hyggstleggja fram frumvarp til að
stytta afgreiðslutíma þessa fólks
hér. Eins og hún bendir á þá er
þetta mikilvægt enda taka þessi
mál lengri tíma hér en í öðrum
löndum, sem er ekki ásættanlegt
fyrir Ísland og verður óhjákvæmi-
lega til þess að fólk komi hingað
þó að það eigi ekkert erindi og
valdi hér óþarfa kostnaði.
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Brýnt frumvarp
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Malasíski kaupsýslumaðurinn Vincent Tan hefur
ekki áhuga á því að byggja lúxushótel á Fiskislóð í
Örfirisey. Faxaflóahafnir bentu á þessar lóðir sem
mögulegan kost um leið og tekið var neikvætt í
óskir Tans um að byggja hótelið á Miðbakkanum.
Í umsögn Magnúsar Þórs Ásmundssonar,
hafnarstjóra Faxaflóahafna, til skipulagsfulltrúa
Reykjavíkur vegna umsóknar Tans bendir hann á
að Faxaflóahafnir eigi aðrar lóðir sem gætu hent-
að undir hótelstarfsemi. Aðspurður segir Magnús
að um sé að ræða lóðirnar Fiskislóð 33-37 í vestur-
hluta Örfiriseyjar. Þessar lóðir eru milli bíla-
þvottastöðvarinnar Löðurs og olíubirgðastöðv-
arinnar, gegnt húsi Forlagsins, bókaútgáfu.
Magnús segir í umsögninni að þessar lóðir séu
óbyggðar með óhindruðu útsýni. Faxaflóahafnir
sjái sóknarfæri í auknum byggingarheimildum í
Vesturhöfn Gömlu hafnarinnar með því að hækka
nýtingarhlutfall lóðanna úr 0,5 í 1,0 og jafnvel
meira á einhverjum lóðum.
Lóðirnar á Fiskislóð eru í eigu Faxaflóahafna
en þeim hefur verið úthlutað, þ.e. lóðarleigusamn-
ingur er á bak við þær. Magnús segir að uppbygg-
ing þar verði væntanlega ekki nema að undirlagi
lóðarhafa. „Það er hins vegar svo að aðilinn sem
hefur áhuga á hótelbyggingu á Miðbakkanum hef-
ur ekki áhuga á þessari staðsetningu,“ segir
Magnús. sisi@mbl.is
Tan vill ekki byggja á Fiskislóð
Morgunblaðið/sisi
Fiskislóð Lóðirnar sem hafnirnar benda á eru
óbyggðar og með óheft útsýni yfir Faxaflóann.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Nær sex milljónir króna hafa safn-
ast í góðgerðarverkefni á vegum
verslunarkeðjunnar Nettó. Verk-
efnið ber heitið „Notum netið til
góðra verka“ en í því felst að 200
krónur af hverri pöntun í netversl-
un Nettó renna til góðgerðarmála.
Verkefnið fór af stað fyrir um
þremur vikum og mun standa yfir
út nóvembermánuð. Þá hafa þús-
und viðskiptavinir komið með til-
lögur að góðgerðarverkefnum í
gegnum heimasíðu verslunarinnar.
„Það er einkar ánægjulegt að sjá
hversu margir hafa tekið þátt í
þessu verkefni og það er greinilegt
að fólk hugsar hlýlega til annarra á
tímum sem þessum. Menntamál og
mannúðarmál hafa verið vinsælli
en aðrir málaflokkar til að byrja
með en hver veit nema það breytist
enda lýkur könnuninni ekki fyrr en
í lok mánaðarins,“ segir Gunnar
Egill Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri verslunarsviðs Samkaupa.
Hafa safnað á sjöttu
milljón króna
Morgunblaðið/RAX
Nettó Góðgerðarverkefni fyrirtækisins hefur gengið mjög vel til þessa.