Morgunblaðið - 21.11.2020, Side 11

Morgunblaðið - 21.11.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er svo sem ekki búið að væsa um mann en þetta var orðinn langur tími og löngu komið gott. Allt í allt eru þetta þrír mánuðir á árinu sem við höfum þurft að hafa lokað,“ segir hárgreiðslumaðurinn Jón Aðalsteinn Sveinsson, Nonni Quest. Nonni rekur Quest – Hair, Beer & Whisky Saloon efst á Laugavegi. Stríður straumur viðskiptavina hef- ur verið á stofuna frá því um miðja viku þegar slakað var á sóttvarna- reglum og hárgreiðslufólki var leyft að taka aftur til starfa. Nonni er hins vegar í þeirri óvenjulegu stöðu að hárgreiðslustofan hans er síður en svo hefðbundin. Fram til þessa hefur gestum boðist að kaupa sér bjór eða viskí til að dreypa á meðan á heim- sókn á stofuna stendur. Á tímum þegar barir eru lokaðir veit Nonni því ekki í hvorn fótinn hann á að stíga og furðar sig á því regluverki sem barir og veitingastaðir búa við. „Ég rek hársnyrtistofu, heildsölu og bar hér og er með leyfi fyrir þessu öllu. Hluti af upplifuninni hér hefur verið að fá sér bjór eða viskí meðan þú ert í klippingu. En nú veit maður ekki hvað má og hvað ekki,“ segir Nonni. Hann segir að ekki hafi enn reynt mikið á þetta þar sem reglur um grímunotkun hafi þegar breytt stemningunni á staðnum. „Það snar- fækkaði í þessum hóp um leið og grímuskyldan var sett á enda ekki enn búið að finna upp grímu sem hægt er að drekka í gegnum. Það gæti reyndar verið arðbært,“ segir hann í léttum tón. Þekkir veitingamenn sem þjást Nonni segir að þó lítið sé að gera á Quest-barnum í dag hugsi hann til vina sinna í veitingageiranum og þeir eigi alla hans samúð. „Löggjöfin er enn svo rosalega gamaldags og ég hugsa að það sé kominn tími til að nútímavæða hana. Litlir barir eins og RVK Brewing mega ekki hafa opið í þessu ástandi en stórir barir sem eru með eldhús mega hafa opið. Það er fáránlegt hvað þetta þarf að vera svart og hvítt. Ég þekki margt fólk í veit- ingabransanum og það þjáist.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óvissa Hárgreiðslumaðurinn Nonni Quest mundar græjurnar fyrir framan barinn á hárgreiðslustofu sinni. Miklar annir hafa verið á stofunni í vikunni en lítil stemning er meðal gesta fyrir viskídrykkju með grímu fyrir andlitinu. Undrast gamaldags lög um áfengissölu  Nonni Quest með óhefðbundna hárgreiðslustofu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum mjög ánægð með við- brögð fólks og það hefur sýnt skiln- ing á þeirri stöðu sem við vorum í. Við fengum líka góðar tillögur sem nýtast til úrbóta,“ segir Jón Axels- son, framkvæmdastjóri Skólamatar. Fyrirtækið er stórtækt á veit- ingamarkaði og segir Jón að Skóla- matur sjái 12.500 manns fyrir mat í hverju hádegi á 60 stöðum. Þegar kynnt var í upphafi mánaðar að skólastarf yrði skert vegna sótt- varnareglna þurfti að endurskipu- leggja allt starf fyrirtækisins. Brös- uglega gekk í upphafi en Jón segir að nú sé starfsemin komin í réttan farveg á ný. Náðu tökum á ástandinu „Við fengum að vita á sunnudegi að ekki væri hægt að skammta mat í matsal daginn eftir eins og verið hafði. Þá þurftum við að leggja hausinn í bleyti með okkar fólki og redda matarbökkum. Þetta gekk ekki nógu vel fyrsta daginn en svo tókum við næsta skref og náðum hægt og rólega tökum á ástandinu. Í dag fá nær allir matinn skammt- aðan á disk en ekki í bakka. Mis- jafnt er þó eftir skólum hvort borð- að er í skólastofunni eða í matsal,“ segir framkvæmdastjórinn. Talsverð umræða spratt upp á samfélagsmiðlum um máltíðina sem reidd var fram í bakka þennan fyrsta dag. Myndir voru birtar af tómlegum bökkum með þremur kjötbollum án meðlætis og þótti mörgum nóg um. Jón kveðst harma hvernig þetta fór af stað en telur að fyrirtækinu hafi verið nokkur vor- kunn enda fyrirvarinn enginn. „Þetta var kaos-ástand. Sósan fór ekki með í bakkana. Þetta gekk ekki vel í upphafi en okkar sérfræðingar í rekstri mötuneyta og skólastjórn- endur hafa lagað þetta saman,“ seg- ir hann. Barist um matarbakkana Þessi ófyrirséða staða að skammta þurfti börnum mat á bökkum leiddi líka til óþarfa mat- arsóunar og var ekki í samræmi við nútímakröfur um umhverfisvernd. „Það var barátta milli veitinga- manna um þessa bakka og um tíma stefndi í að þeir myndu klárast í landinu,“ segir Jón og lýsir ánægju með að ekki sé lengur þörf á bökk- unum. Börnin fá ekki lengur matinn á plastbökkum  Skólamatur með 12.500 í fæði á dag  Erfiðleikar að baki Morgunblaðið/Eggert Matur Krakkar fá nú hádegismat í matsal eða í skólastofunni sinni. Guðmundur Fylkisson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, hlaut í gær viðurkenn- ingu Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, árið 2020 fyrir störf í þágu barna og ungmenna sem eru í vanda og þá nálgun sem hann hefur í samskiptum sínum við þau. „Guðmundur leggur sig fram um að nálgast ungmenni af virðingu og nærgætni til að auka ekki á vanlíð- an þeirra og skaða. Þrátt fyrir að hann starfi fyrir lögregluna á höf- uðborgarsvæðinu aðstoðar hann við leit að börnum alls staðar að af landinu. Guðmundur leggur sig fram um að var- ast staðalímyndir því börnin sem hann leitar að eru á ýmsum aldri og með mis- munandi bak- grunn og bak- land þeirra missterkt,“ segir í tilkynningu Barnaheilla. Samtökin veita árlega viður- kenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasátt- mála SÞ 20. nóvember. Hlaut viðurkenningu Barnaheilla Guðmundur Fylkisson Skipholti 29b • S. 551 4422 SKOÐIÐ LAXDAL.IS DRAUMAJÓLAGJÖF VÖNDUÐ OG HLÝ DÚNÚLPA Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.isEngjateigi 5 // 581 214 // hjahrafnhildi.is SKOÐIÐ hjahrafnhildi.is SKÓR Í ÚRVALI HJÁ HRAFNHILDI Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Teygjubuxurnar komnar aftur . . .- 5 liti - Str. s/m-xxL/xxxl 4 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.