Morgunblaðið - 21.11.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.11.2020, Qupperneq 27
Ef ég væri nemandi í framhalds- skóla væri myndin sem blasir við kennara í fjarkennslu sú sama og fylgir þessari grein. Dökkur flötur með nafni, ég væri nefnilega ekki í mynd. Kannski heyrir kennarinn mig svara já þegar hann les upp eða ég set í kommentakerfið að ég hafi verið í vandræðum með hljóðið en ég sé mætt. Vissuð þið að ég get skráð mig inn sem Vala í gegnum tölvuna og sem Gunnar í gegnum símann? Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að mæta í tíma eins og í dag. Kannast eitthvert foreldri við að barn fylgist með tíma uppi í rúmi? Eða er jafnvel að spila tölvuleik á meðan kennarinn fer yfir kynningu? Í kerfinu eru börnin hins vegar skráð mætt og stjórn- endur skólanna segja að brottfall sé lítið og að námið gangi vel. En velflestir kennarar sjá varla framan í nem- endur eða jafnvel heyra. Að nemendur skili verkefnum og mæti er einn mæli- kvarði á að skólastarfið gangi vel en skólinn er bara svo miklu meira. Fjarkennsla skilar minni árangri Foreldrar sjá hins vegar annan veruleika. Þeir draga frá gluggatjöld- in svo krakkarnir sitji ekki í myrkri, segja þeim að sitja við skrifborð en ekki vera uppi í rúmi og hvetja þau til að klæða sig og fara út yfir dag- inn. Já og stappa í þau stálinu þegar verkefnin verða þung og reyna að að- stoða eftir bestu getu. Ný hollensk rannsókn um áhrif Covid sýnir að fjarnám skilar minni árangri, jafnvel engum. Það er áhyggjuefni. Þá er ljóst að aðstæður framhaldsskóla- nema eru misjafnar, þau eru að læra við nýjar aðstæður og það hefur áhrif á einbeitingu og námsárangur. Við munum líklega ekki vita áhrif þessa tímabils á framhaldsskólanema að fullu fyrr en þau eru löngu komin á vinnumarkað, þ.e. ef þau skila sér öll þangað. Það getur ekki talist gott ef krakkar falla af braut. Það eru þúsundir Íslendinga atvinnu- lausar í dag, það snertir án nokkurs vafa ein- hverja unglinga. Það er einmitt á tímum sem þessum sem þau þurfa öryggi skólaumhverfis, hitta kennara og skóla- félaga. Skólaumhverfið er einn mikilvægasti þáttur í félagslegum þroska nemenda og til að halda utan um þau í náminu. Nú er lag að opna Það eru gríðarleg vonbrigði að flestir skólastjórnendur hafi ákveðið að opna ekki skóla. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem opnuðu skóla sína. Í nokkrum skólum var ný önn að hefjast, prófin eru afstaðin og samt er fjarnám þar til nýtt ár geng- ur í garð. Svo virðist sem lítill hvati hafi verið til að endurskipuleggja nýja önn með það að marki að fá krakkana inn í skólann. Það er ein- mitt tækifæri núna, þegar smitin hafa farið niður og áður en jólaösin hefst. Við vitum nefnilega ekki hvernig mál standa eftir áramót. Skólarnir sem voru að hefja nýja önn í vikunni eru í lykilstöðu að fá nemendur inn í skól- ann til að mynda tengsl næstu fjórar vikurnar. Það gæti breytt áformum þeirra sem eru að gefast upp í dag. Brottfall er einn mælikvarði en hvernig nemendur skila sér út úr skólum er besti mælikvarðinn. Mér er þó fyrirmunað að skilja að kenn- urum finnist skemmtilegt að kenna andlitslausum skjám í stað þess að hafa og sjá nemendur inni í stofu. Tæknin mun nefnilega aldrei leysa mannlega hluta skólaumhverfisins af hendi. En kannski munu kennarar ekki bara skrifa börnin út úr kerfinu heldur einnig sig sjálfa með því að mæta ekki til kennslu þegar þörfin fyrir þá hefur aldrei verið meiri. Myndin er þó heldur dekkri fyrir nemendur. Viðspyrna skóla í kórónuveiru- faraldri verður án efa stór þáttur í ákvörðunartöku 10. bekkinga í vor þegar þeir velja sér framhaldsskóla. Skyldi verða breyting á vinsældum skóla? Eftir Völu Pálsdóttur Vala Pálsdóttir Höfundur er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Dökk mynd nemenda Fjarkennsla Vegna Covid-19 er þetta staða flestra nemenda nú um stundir. » Skólarnir sem voru að hefja nýja önn í vik- unni eru í lykilstöðu að fá nemendur inn í skólann til að mynda tengsl næstu fjórar vikurnar 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Biðröð Góði hirðirinn hefur opnað verslun við Hverfisgötu og þar mynduðust strax biðraðir vegna fjöldatakmarkana. Eggert Það hriktir í stoðum þjóð- arbúsins og stefnir í mesta samdrátt í út- flutningi í tugi ára. Nauðsynlegt er að hlúa að samkeppnis- hæfni þeirra at- vinnugreina sem geta veitt við- spyrnu enda má hagkerfið ekki við frekari skakkaföllum. Orkusækinn iðn- aður hefur verið öflug stoð í efnahag Íslands allt frá því stjórnvöld ákváðu að reisa þá stoð með markvissum hætti fyrir rúmlega hálfri öld. Sú stoð skilaði 240 milljörðum króna inn í hagkerfið á síðasta ári, til raforkukaupa, í launa- greiðslur, í opinber gjöld og í kaup á vörum og þjónustu af fyrirtækjum í nærsamfélaginu. Það er því áhyggjuefni að dregið hefur úr samkeppnis- hæfni orkusækins iðnaðar sem meðal annars birtist í því að sex af níu stórnotendum raf- orku nýta ekki afkastagetu sína til fulls á þessu ári. Hafa bæði álver og gagnaver dregið úr raforkukaupum. Það yrði mikið áfall ef tvær stoðir hag- kerfisins gæfu eftir á sama tíma, orkusækinn iðnaður og ferðaþjónusta. Viljum við að orkusækinn iðnaður dafni áfram hér á landi með tilheyr- andi störfum, verðmæta- sköpun, gjaldeyristekjum og þekkingu? Ef svarið er já, þá er verk að vinna. Samtök iðn- aðarins munu ekki láta sitt eft- ir liggja í þeim efnum. Verðmæti, fjárfest- ingar og störf Orkusækinn iðnaður hefur þróast talsvert á síðustu ára- tugum og orðið fjölbreyttari. Álver, kísilver, gagnaver og aflþynnuverksmiðja kaupa nú raforku og framleiða verðmæti sem skila mikilvægum gjald- eyristekjum. Uppsafnað fram- lag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar nemur um 2.100 milljörðum króna frá því orkusækinn iðnaður komst á laggirnar. Fjárfesting stórnot- enda raforku nemur um 1.600 milljörðum króna á þessum tíma. Orkusækinn iðnaður skapar beint um tvö þúsund vel launuð störf auk fjölda ann- arra óbeinna og afleiddra starfa. Virðiskeðja orkunnar hefst við virkjunina og endar þegar útflutningstekjur iðnfyr- irtækja skila sér til landsins. Grafalvarleg staða orkusækins iðnaðar Staða orkusækins iðnaðar var orðin alvarleg áður en heimsfaraldur kórónuveiru skall á. Stærstu iðnfyrirtækin töpuðu samtals 40 milljörðum árið 2019. Á sama tíma högn- uðust stærstu orkufyrirtækin um 32 milljarða samkvæmt fréttum Viðskiptablaðsins. Af- kastagetan er ekki nýtt til fulls sem þýðir að eftirspurn raf- orku er minni en áður. Þá eru horfur á lágu orkuverði erlend- is en aukin fjárfesting í vind- orku á Norðurlöndum, ásamt öðrum þáttum, mun auka framboð á orku umfram eft- irspurn. Samkeppnishæfni Ís- lands á þessu sviði hefur versnað og er það áhyggjuefni nú þegar viðspyrnu er þörf. Umbætur framundan Í byrjun október kynnti ráðherra orkustefnu. Sú stefna gefur góð fyrirheit og mark- ar ákveðin tímamót þar sem hún er unnin af fulltrúum allra flokka og vís- ar veginn fram á við. Stjórnvöld koma að orku- markaði á ýmsa vegu en í meg- indráttum má nefna þrjá þætti: eignarhald á orkufyrirtækjum, mótun regluverks og eftirlit. Þessir þrír þættir þurfa að endurspegla stefnuna og því er mikið umbótastarf framundan. Samkeppnishæfni orkusæk- ins iðnaðar byggist á mörgum samverkandi þáttum og er ekki nóg að líta eingöngu til raf- orkuverðs. Stuðningur við rannsóknir og þróun, stærðar- hagkvæmni og nálægð við markaði hafa áhrif sem og nið- urgreiðslur, styrkir, ívilnandi skatta- og gjaldaumhverfi og uppbyggingarstyrkir. Reglu- verkið hefur líka áhrif. Reglu- verkið eins og það er í dag býð- ur notendum ekki upp á nægilegan sveigjanleika, sem hægir á vexti nýrra greina. Þessu er auðvelt að breyta. Orkuþekking leysir loftslagsvanda Uppbygging orkusækins iðn- aðar hefur skapað þekkingu hér á landi sem nýtist annars staðar til þess að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Þannig geta íslensk fyrirtæki hjálpað öðrum ríkjum að ná sínum markmiðum í loftslags- málum með nýtingu endurnýj- anlegrar orku og skapað um leið verðmæti hér á landi. Þetta gæti orðið okkar helsta framlag til heimsins á næstu árum ef rétt er á málum haldið og var Grænvangur, sam- starfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs um orkuþekk- ingu og grænar lausnir, meðal annars stofnaður í því skyni. Verði ekki frekari uppbygging í orkusæknum iðnaði má búast við því að þessi dýrmæta þekk- ing hverfi með tímanum þannig að við höfum minna fram að færa til heimsbyggðarinnar. Snúum vörn í sókn Orkuauðlindir landsins geyma mikil verðmæti, að því gefnu að einhver sé reiðubúinn að kaupa orkuna og búa til verðmæti úr henni. Með skýrri sýn um framtíð orkusækins iðnaðar, sem endurspeglast í eigendastefnu opinberra orkufyrirtækja, umbótum á regluverki þar sem horft er til aukins sveigjanleika og með umbótum á eftirliti má snúa vörn í sókn, verja verðmæt störf og mikilvægar gjaldeyris- tekjur á þessum viðsjárverðu tímum og hvetja til fjárfest- inga til framtíðar. Mikið er í húfi. Eftir Sigurð Hannesson » Það yrði mikið áfall ef tvær stoðir hagkerfisins gæfu eftir á sama tíma, orkusækinn iðnaður og ferðaþjónusta. Sigurður Hannesson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Áfall ef önnur útflutningsstoð brestur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.