Morgunblaðið - 21.11.2020, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudag-
inn 22. nóvember verður streymt á
Facebook-síðu kirkjunnar frá helgi-
stund í kirkjunni. Streymið hefst kl.
11.
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Org-
anisti er Hákon Leifsson. Hafsteinn
Þórólfsson mun annast söng.
Sunnudagskólinn verður í streymi á
Facebook-síðu kirkjunnar. Hefst hann
kl. 9.30. Umsjón er í höndum Ástu Jó-
hönnu Harðardóttur og Hólmfríðar
Frostadóttur. Undirleikari er Stefán
Birkisson.
HALLGRÍMSKIRKJA | Helgistund
sunnudag kl. 11 á vef Hallgrímskirkju,
www.hallgrimskirkja.is.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Vegna
ástandsins mun messa falla niður
sunnudaginn 22. nóvember. En við
bendum á heimahöfn kirkjunnar sem
er ohadisofnudurinn.is.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi-
stund í streymi á Facebook-síðu Sel-
tjarnarneskirkju kl. 11. Sr. Bjarni Þór
Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stef-
ánsson er organisti. Sigurður Vignir
Jóhannsson syngur. Svana Helen
Björnsdóttir og Sæmundur Þor-
steinsson lesa ritningarlestra og bæn-
ir. Sveinn Bjarki Tómasson er tækni-
maður. Bænastund í streymi á
Facebook-síðu Seltjarnarneskirkju
miðvikudaginn 26. nóvember kl. 12.
ORÐ DAGSINS:
Ég er góði hirðirinn
(Jóh. 10)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Þorgeirskirkja við Ljósavatn.
✝ GuðbjörgKarlsdóttir
fæddist 22. mars
1940 í Borg í Reyk-
hólasveit. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans 10. nóv-
ember 2020. For-
eldrar hennar voru
hjónin Karl Árna-
son og Unnur Hall-
dórsdóttir á
Kambi. Systkini
Guðbjargar eru þau Sumarliði,
Jóhanna, Sumarliði, Sigrún
Dúna, Halldór og Björgvin
Karlsbörn. Sumarliði eldri og
Jóhanna eru látin.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
bjargar er Kristján Sigvaldi
Magnússon, f. 13. desember
Kambi árið 1946 og þar bjó hún
allt til ársins 1960 er hún hóf að
búa með Kristjáni eiginmanni
sínum í Gautsdal.
Guðbjörg var í Héraðsskól-
anum á Núpi og síðar Hús-
stjórnarskólanum á Blönduósi.
Starfaði sem ung kona á vöggu-
stofu í Reykjavík, við aðhlynn-
ingu í Noregi og vann á Hótel
Bjarkalundi nokkur sumur.
Lagði stund á handverk og
hannyrðir alla tíð, var ein af
stofnendum fyrirtækisins Val-
felds og var virk í starfi Hand-
verksfélagsins Össu.
Útför Guðbjargar fer fram
frá Reykhólakirkju í dag, 21.
nóvember 2020 kl. 13. Vegna
aðstæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir útför-
ina. Streymt verður frá athöfn-
inni og má nálgast streymið á
youtube.com undir Reykhóla-
kirkja.
Virkan hlekk á streymi má
einnig finna á:
https:/www.mbl.is/andlat/.
1935 að Skógum í
Þorskafirði. Þau
gengu í hjónaband
hinn 20. janúar
1961 og bjuggu
alla sína búskap-
artíð í Gautsdal.
Börn þeirra eru
Magnús, Karl, Unn-
ur Björg, Bryndís
og Eygló Baldvina
Kristjánsbörn og
fósturdóttirin
Bryndís Gyða Jónsdóttir Ström.
Hún lést árið 2006. Barnabörn-
in eru fimm og barnabarna-
börnin fjögur.
Guðbjörg bjó í Borg til sex
ára aldurs ásamt foreldrum sín-
um og systkinum sem þá voru
fædd. Fjölskyldan flutti að
Elsku amma.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar,
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þegar tími minn á jörðu hér,
liðinn er þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Mugison og Björgvin Halldórsson)
Það er svo sárt að sakna þín,
en elsku amma ég veit að nú
dansar þú um, syngur og endur-
nýjar kynnin við ættingja og vini
í sumarlandinu.
Ást mín til þín lifir um ókomna
tíð.
Þín
Íris Ósk.
Árin líða, öldur falla
yfir lífsins töp og feng.
Heill sé þeim sem ævi alla
eiga vorsins bjarta streng.
(Ingibjörg Þorgeirsdóttir)
Elsku mamma mín.
Takk fyrir mig.
Þinn óendanlegi og óskilyrti
kærleikur hefur fylgt mér allt
mitt líf og ást þín mun lifa í huga
mér og hjarta uns minni jarðvist
lýkur og við hittumst á ný.
Leiðin til þroska er að þrauka hér
þó þjaki sorg og tregi.
Finna máttinn í sjálfum sér
og sættast við lífsins vegi.
(Guðbjörg Karlsdóttir)
Þín dóttir
Bryndís.
Elsku mamma mín.
Mér þykir svo undurvænt um
þig og það er sárt að þurfa að
kveðja.
Þú ert kletturinn minn, vinur
minn, en umfram allt einstök
manneskja sem vildir heiminn
betri og bjartari fyrir alla.
Þegar ég loka augunum sé ég
þig fyrir mér hrausta, glaða, með
svolítið kankvísan svip og bros
í augunum, þannig mun ég
ætíð minnast þín.
Helgar stjörnur, háreist fjöll
himininn og sæinn,
líka norðurljósin öll
og ljúfa vestanblæinn
og allt sem fagurt augað sér
á ævilöngum vegi
bið ég kveðju að bera þér
bæði á nótt og degi.
(Páll Ólafsson)
Elsku mamma.
Hjartans þakkir fyrir allt.
Þín
Eygló Baldvina.
Amma var fullorðin kona þeg-
ar við komum í heiminn. Við
þekkjum ekki lífið án hennar og
það er sárt að sjá á eftir henni.
Tilveran er fátæklegri nú þegar
hún er farin. Við erum ekki ein
um þá skoðun, það þorum við að
fullyrða, því ömmu elskuðu allir
sem henni kynntust. Það er svo
sem ekkert skrítið, því sama
hverju hún raðaði á borðið þegar
maður kom í heimsókn að Gauts-
dal, gaf hún aldrei meira af neinu
en ást og kærleika. Það fundu all-
ir sem til hennar komu. Amma
var alltaf til í að gera eitthvað
með okkur barnabörnunum þeg-
ar við vorum krakkar, hvort sem
það var að spila á spil, hoppa í
polla eða sulla í vaskinum. Einnig
las hún og söng fyrir okkur rétt
fyrir svefninn. Hún huggaði okk-
ur ef okkur leið ekki vel, amma
var alltaf til staðar. Við fengum
að heyra frá henni að hún elskaði
okkur af öllu hjarta og hún nýtti
hvert tækifæri til að faðma okkur
þétt að sér og segja hversu stolt
hún væri af okkur: við skildum
það ekki endilega sem lítil börn,
fannst það á köflum asnalegt sem
unglingar en þótti óskaplega
vænt um það með vitinu og ár-
unum, enda var sú tilfinning
gagnkvæm. Eins og amma elsk-
aði okkur þá elskuðum við hana.
Og hún var jafn elskurík og alltaf
þegar við kvöddum hana í síðasta
skipti, kannski aldrei eins og ein-
mitt þá. Tilveran er sannarlega
fátæklegri nú þegar hún er farin.
Þangað til næst, elsku amma,
Gauti, Hrefna, Arnar.
Elsku Gugga okkar. Þær eru
margar góðu minningarnar sem
koma í hugann þegar rifjaðar eru
upp samverustundir liðinna ára.
Yndisleg systir sem alltaf átti
hlýjan og skilningsríkan faðm
fyrir lítinn bróður og þó árin liðu
og fjarlægðin á milli yrði lengri
þá var alltaf sami kærleikurinn
og umhyggjan sem einkenndi
sambandið. Seinna meir þegar
fjölskyldan stækkaði fengum við
öll að njóta umhyggju þinnar og
góðvildar í okkar garð. Þær eru
margar ljúfu stundirnar sem lifa í
minningunni og ylja okkur þegar
við minnumst þín. Elsku systir og
mágkona, hjartans þakkir fyrir
allt og allt.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í vin-
ahjörtum
á brautir okkar stráðir þú yl og geislum
björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar þinnar.
Halldór og Sæbjörg
(Dóri og Sæja).
Núna þegar komið er að því að
kveðja Guggu frænku mína í
Gautsdal fljúga margar góðar
minningar í gegnum hugann sem
eðlilegt er þegar kvödd er jafn
hlý og góð kona eins og Gugga
frænka. Efst er mér þó í huga
þakklætið fyrir að hafa fengið að
hafa Guggu í lífi mínu.
Takk Gugga mín, fyrir allar
yndislegar stundir á æskuárun-
um.
Takk Gugga mín, fyrir nota-
legu stundirnar yfir kaffibolla og
spjalli.
Takk Gugga mín, fyrir allar
góðu og skemmtilegu minning-
arnar.
Takk Gugga mín, fyrir að vera
alltaf svo ljúf og góð við mig.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar.
Unnur Ólöf.
Þegar dauðann ber að garði er
alltaf margs að minnast og þann-
ig hugsum við til Guggu vinkonu
okkar sem nú hefur kvatt þennan
heim eftir erfið veikindi hin síð-
ustu ár.
Hún talaði ekki mikið um það
hvernig henni leið oft og tíðum í
þeirri baráttu, en við vinkonur
hennar vissum það og heyrðum
það á röddinni hennar þegar við
töluðumst við í síma.
Þessi smágerða ljúflynda kona
var hæfileikarík og búin mörgum
góðum kostum. Hún var mikil
hannyrðakona og lopapeysurnar
hennar skipta hundruðum, bara
síðasta árið prjónaði hún 20 lopa-
peysur til að gefa ættingjunum.
Hún var orðvör kona, aldrei
heyrðum við hana tala illa um
nokkurn mann. Væri einhver erf-
iður viðfangs í orði eða verki
sagði hún kannski: „Æ, hann hef-
ur sofið illa í nótt.“ Heimili henn-
ar bar henni fagurt vitni og þang-
að voru allir velkomnir, enda
gestkvæmt þar mjög. Við vitum
ekki annað en að alla daga hafi
staðið þar tilbúið kaffiborð ef
gest skyldi bera að garði.
Gugga var afskaplega natin við
skepnur, hún var eins konar ljós-
móðir í sauðburði, alltaf var kall-
að í hana út um alla sveitina ef
erfiðleikar komu upp í sauðburð-
inum. Ég (JVK) þurfti nokkrum
sinnum á því að halda þegar við
hjónin vorum með kindur og allt-
af tókst henni að leysa málin far-
sællega. Hún gat líka verið gam-
ansöm og komst oft skemmtilega
að orði. Þá var hún einnig vel
hagmælt og eftir hana liggja
margar fallegar vísur, sem von-
andi eiga eftir að birtast á prenti.
Hún var þó aldrei að flíka því og
fór frekar leynt með þennan
hæfileika sinn.
Við héldum hópinn í mörg ár,
fjórar vinkonur í Reykhólasveit-
inni á svipuðum aldri, sem hitt-
umst reglulega. Þegar aldurinn
færðist yfir og umsvif á vinnu-
markaði minnkuðu eða hættu
fundum við okkur eitthvað til
dægrastyttingar. Við sóttum við-
burði hjá Félagi eldri borgara og
fórum í ferðalög. Hittumst í kaffi
hver hjá annarri og lásum bækur
og ræddum um þær. Skruppum
saman í verslunarferðir í næsta
nágrenni og sungum saman í
kirkjukórnum í mörg ár. Þá átt-
um við sumar hverjar einnig
sameiginlegar minningar úr Hús-
mæðraskólanum á Blönduósi.
Fyrir okkar kynslóð, sem fæddar
voru á fyrri hluta 20. aldar, var
það talin ein besta menntun
kvenna, því fyrir þeim lægi það
helst að verða húsmæður og
mæður.
En þótt konur þessa tíma
sinntu heimili og börnum gerðu
þær líka margt annað á vettvangi
þjóðlífsins, þótt ekki væru það
alltaf launuð störf. Nú eru tvær
farnar yfir móðuna miklu úr
þessum vinkvennahópi á einu ári.
„Þannig týnist tíminn þó hann
birtist við og við“ eins og segir í
fallega kvæðinu. Margt fleira
væri hægt að rifja upp, en það
verður ekki gert að þessu sinni.
Að leiðarlokum viljum við
þakka þér, elskulega og kæra
vinkona, fyrir alla okkar sam-
veru, fyrir vináttu og hjálpsemi
sem aldrei brást. Öllum ástvinum
hennar, eiginmanni, börnum og
barnabörnum og allri hennar
fjölskyldu vottum við okkar inni-
legustu samúð. Hennar verður
sárt saknað, en minningin lifir.
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir,
Björk Bárðardóttir.
Þá er komið að kveðjustund.
Elsku stóra systir er farin yfir í
sumarlandið og skilur eftir stórt
skarð í fjölskyldunni en fyrst og
fremst skilur hún þó eftir hafsjó
af ljúfum og góðum minningum.
Minningum um einstaka mann-
eskju sem gerði allt betra sem
hún snerti og gaf svo óendanlega
mikið af sér. Það voru sautján ár
á milli okkar Guggu minnar og
hún hafði stundum orð á því að
hún hefði viljað þekkja mig betur
sem barn en hún var orðin móðir
og farin að búa í Gautsdal með
honum Didda sínum þegar ég var
þriggja ára. En almáttugur minn
hvað hún bætti það margfalt upp
þegar ég óx úr grasi. Þær eru
óteljandi stundirnar sem ég hef
átt gegnum árin við eldhúsborðið
í Gautsdal og veit ég að það eru
æði margir sem geta tekið undir
að þar er einstaklega gott að
vera.
Alltaf hafði hún tíma fyrir
strákinn og ekki spillti fyrir ef
Diddi mágur kom að borðinu líka.
Gugga var stálminnug og afar
glögg og var sérstaklega gaman í
seinni tíð að fræðast hjá henni
um fyrri tíma, skyldfólk og sveit-
unga, afana og ömmurnar. Um-
fram allt var þó ljúfast að finna
umlykja sig ástina og umhyggj-
una sem streymdi frá henni og
alltaf fór ég þaðan glaðari og
fannst ég vera betri maður.
Að leiðarlokum er mér þó efst í
huga þakklæti fyrir að hafa átt
Guggu mína að alla mína ævi og
mikið á ég eftir að sakna hennar.
Ég er þakklátur fyrir að hafa náð
að kveðja hana eins og mig lang-
aði svo mikið til, en það er ekki
sjálfgefið á þessum Covid-tímum.
Ég veit að það verður tekið vel á
móti þér og þú munt bera falleg-
ar kveðjur til fólksins okkar eins
og þér er einni lagið.
Hafðu hjartans þökk fyrir allt
og allt, þess óskar litli bróðir
Bjöggi.
Björgvin Karlsson.
Guðbjörg
Karlsdóttir
Elsku hjartans
mamma mín er lát-
in.
Mikið sakna ég
þess að geta ekki
spjallað við hana áfram á messen-
ger. Ég bjó erlendis í nokkur ár
þar sem það var svo mikils virði
að geta hist á spjallinu og áfram
eftir heimkomuna vegna covid.
Fengum hana út til okkar í heim-
sókn, var það dýrmætur tími þar
sem mikið var skoðað og brallað
saman. Okkar sameiginlega
áhugamál var að dansa, hlusta á
góða tónlist og lesa góðar bækur.
Stunduðum línudans í meira en
20 ár og vorum saman í bóka-
klúbb sem var okkur báðum mik-
ils virði.
Mamma sem var kölluð Dúna
var fimmta barn foreldra sinna,
fjórir strákar og síðast kom lítil
stelpa, óskin eins og nafn hennar
ber. Tveir fyrstu drengirnir
fengu varla að berja heiminn
augum, þeir létust rétt eftir fæð-
ingu. Foreldrar hennar skildu
þegar Dúna var um tveggja ára.
Æskuárin voru því erfið vegna
baráttu móður hennar við að
Guðný Ósk
Einarsdóttir
✝ Guðný ÓskEinarsdóttir
fæddist 20. apríl
1939. Hún lést 27.
október 2020.
Útförin fór fram
18. nóvember 2020.
koma þeim systkin-
um til vits og ára og
mikið flakk vegna
húsnæðiseklu. Dúna
stundaði nám í
Austurbæjarskólan-
um. Á sumrin fór
hún í sveit, m.a. í
Víðidal, V-Hún., á
bæ sem hét Mel-
rakkadalur. 14 ára
fór hún til sjós á bát,
Nönnu GK 25, á
síldveiðar.
Mamma elskaði Dalina.
Mamma hennar Guðrún Oddný
Ingveldur Valdimarsdóttir var
fædd í Lambanesi, Saurbæ í Döl-
um. Mamma fór mjög ung sem
vinnukona til afa Steingríms og
ömmu Steinunnar að Heinabergi
í Dölum. Þar var mikil vinna við
að gera matarforða úr því sem
jörðin hafði að bjóða en hún var
mikil matarkista, æðardúnn og
egg sótt út í eyju í Breiðafirðin-
um, gæsir reyttar, slátur tekið
o.fl. Hún eignaðist marga góða
vini í sveitinni og man ég eftir
heimsóknum með henni í Dalina
þegar ég var lítil.
Við mamma bjuggum hjá
ömmu Guðrúnu í Melabraggan-
um í Reykjavík fyrstu æviárin
mín. Systir mín fæddist fyrir tím-
ann en hún lést skömmu eftir
fæðingu. Svo kom Elli bróðir, þá
fékk ég að vera litla mamman
hans. Hann lést aðeins 46 ára
eins og stjúpi okkar. Yngsta
barnið Brynjar fæddist þegar við
bjuggum í Skerjafirðinum. Við
fluttum í Hafnarfjörð 1969 og bjó
mamma þar til hinsta dags utan
tveggja ára í Vogunum.
Mamma var svo dugleg að
sauma á mig, t.d. fermingar-
dressið, dragsíða leðurkápu sem
ég notaði upp til agna. Ég á
ennþá sendibréfin frá henni þeg-
ar ég var í sveitinni 1970 og 1971
en þar eru hennar mestu áhyggj-
ur að stuttbuxurnar eða eitthvað
annað sem hún var að sauma
passi ekki því hún hafi mig ekki
til að máta.
Hún var fræg í fjölskyldunni
fyrir fallegu lopapeysurnar sínar
sem við öll eigum eftir hana og
margir vina okkar.
Eldri drengirnir mínir Kári og
Sveinbjörn muna eftir þegar þeir
voru litlir að hafa kynnst Star
Wars hjá afa Ragga og ömmu
Dúnu og var það auðsótt mál að
leigja vídeóspólu þegar þeir
komu í gistingu. Svo kom amma
Dúna yngsta mínum Andra Má
líka upp á Star Wars en hann
kynntist aldrei afa sínum.
Hún fékk hjartastopp þegar
við mæðgur vorum á línudans-
balli í Básum, þá nýlega orðin
sextug.
Þá tókst að bjarga henni með
splunkunýju hjartastuðtæki (það
hafði aldrei verið notað) og telj-
umst við heppin að hafa fengið að
hafa hana 21 ár í viðbót. Hún fékk
hjartaáfall laugardaginn 24.
október og lést þrem dögum síð-
ar, 27. október, umvafin kærleika
fjölskyldunnar sinnar.
Þín dóttir,
Guðrún Andrea (Adda).