Morgunblaðið - 21.11.2020, Side 33

Morgunblaðið - 21.11.2020, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 ✝ Þórður JakopSigurðsson fæddist á Ketils- eyri við Dýrafjörð 21. júní 1946. Hann lést á fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 5. nóv- ember 2020. Foreldrar hans voru þau Sigurður Friðfinnsson bú- fræðingur frá Kjaransstöðum, f. 26.3. 1916, d. 19.2. 2002, og Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir frá Stóra- Galtadal á Fellsströnd, f. 14.12. 1926, d. 11.5. 2006. Þórður var elstur af 17 systkinum. Hann eignaðist þrjár dætur með fyrrverandi eiginkonu sinni, Ólínu Sigríði Jónsdóttur, f. 14.6. 1946. Það eru Björnfríður Fanney, f. 5.11. 1965. Hún eignaðist fjór- ar dætur með fyrrverandi eig- inmanni sínum, Jóni Kjerúlf, f. 1963. Þær eru Ingiborg Jó- hanna, f. 1991, börn hennar eru Óskar Jón, f. 2016, og Ágústa Fönn, f. 2019. Karín Mist, f. 1993, Salóme Björt, f. 1995, Viktoría Fönn, f. 1996. Núverandi sambýlismaður er Lars Hallsteinsson, f. 1955, og eiga þau eina dóttur, Evu Katrínu, f. 2004. Sigríður Fjóla, f. 9.12. 1966. leiðin í Reykjanesskóla og kláraði hann þar 1. og 2. bekk. Eftir það gerðist hann gröfumaður í tvö sumur. Hann vann um tíma í smiðj- unni og við beitingar. Var hann til sjós nokkrar vertíðir á MB Þorgrími og Framnes- inu. Þórður hóf ásamt Frið- finni bróður sínum sína eigin útgerð og fjárfestu þeir í trillubát sem nefndur var Dýrfirðingur. Sá bátur slitn- aði frá bryggju í vonskuveðri, rak upp í fjöru og eyðilagðist. Fékk hann þá bátsskrokk frá Noregi sem hann byggði upp sjálfur, enda var hann mikill hagleiksmaður. Stundaði hann veiðar á honum næstu árin, meðal annars frá Sandgerði og Rifi, auk þess að reka um tíma fiskvinnsluna Unni á Þingeyri. Hann var mikill harmonikkuunnandi og byrj- aði snemma að spila á harm- onikku og var hann virkur í félagi Harmonikkukarlanna á Þingeyri frá upphafi. Þórður veiktist hastarlega í byrjun febrúar á þessu ári en náði sér ágætlega á strik og átti gott sumar en veiktist síð- an aftur fyrir nokkrum vik- um. Útför Þórðar fer fram í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstand- endur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á: https://youtu.be/t7WFWoDhNw4 Virkan hlekk á streymi má einnig finna á: https:/www.mbl.is/andlat Hún eignaðist tvo syni með fyrrver- andi sambýlis- manni sínum, Birki Marteins- syni, f. 1965. Það eru Þormar Snær Birkisson, f. 1987, og Aron Örn Birkisson, f. 1990. Aron á 3 syni, Al- exander Óðin, f. 2016, Hafþór Ými, f. 2018, og Heimi Tý, f. 2020. María Dagrún, f. 06.01. 1970. Sambýlismaður hennar er Vigfús Jónsson, f. 1971. Þau eiga tvo syni. Það eru Jón Vigfússon, f. 1992, og Jakob Daníel Vigfússon, f. 1998. Þórður ólst upp við ýmis sveitastörf eins og tíðkaðist í þá daga. Hann tók virkan þátt í ræktunarframkvæmdum á Ketilseyri og víðar. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann var farinn að vinna á trak- tornum við að plægja og herfa til að bylta móum og mýrum í gróin tún. Hann var einn vet- ur í barnaskólanum á Þing- eyri og eftir það var haldinn farskóli, bæði á Ketilseyri og í Haukadal. Hann lauk fulln- aðarprófi vorið 1960 frá Haukadalsskóla. Eftir það fór hann að vinna ýmis störf, fisk- vinnslu og fleira. Síðan lá Elsku pabbi. Það ótrúlega hefur gerst. Þú ert farinn frá okkur allt of fljótt. Við systurnar vorum svo vissar um að þú næðir þér eins og í vetur þar sem þú varst svo ótrúlega seigur og lífs- glaður maður. Verst þykir okkur að hafa ekki geta verið með þér síðustu andartökin. Ég er svo þakklát fyrir að hafa eytt með þér sumrinu að mestu leyti, og guð minn góður, það vantaði ekki upp á plönin hjá þér að gera þetta og gera hitt og þú ætlaðir sko að fara á sjóinn aftur. Þú varst búinn að ná þér svo vel. Mér er minnisstæð ferðin okkar til Reykjavíkur í sumar til augn- læknis en þú áttir að fá nýja augasteina núna í lok nóvember og það sem þú hlakkaðir til, það yrði nýtt líf fyrir þig. En á ferða- laginu gerðist margt skondið og skemmtilegt sem ég geymi. Þú þurftir að fara á Ísafjörð nokkuð oft í blóðgjöf síðustu vikurnar og dvelja þar í 2-3 daga. Í lok ágúst var ég að sækja þig eftir slíka ferð, en hafði misstigið mig illa tveimur dögum fyrr og ákvað að láta líta á fótinn í leiðinni og kom þá í ljós að ég var brotin og var sett í gifs og þú, sjúklingurinn sem ég var að sækja, þurftir að keyra mig út í hjólastól. Hlógum við að þessu og fólkið á sjúkra- húsinu líka, en þetta stytti dvöl mína að þessu sinni. Þú varst ekki bara sjómaður, mér fannst þú geta allt. Gerðir við bíla, smíðaðir ýmsa hluti, verkaðir harðfisk sem var alveg dásam- legur, nýttir alla hluti og hentir helst engu. Að ógleymdri harm- onikkunni sem þú unnir, sem hljómaði allan minn uppvöxt ásamt spilinu á orgelið. Mér um hug og hjarta nú hljómar sætir líða. Óma vorljóð, óma þú út um grundir víða. Hljóma þar við hús þú sér hýrleg blómin skína. Fríðri rós, er fyrir ber, færðu kveðju mína. (Steingrímur Thorsteinsson) Blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Sigríður Fjóla Þórðardóttir. Elsku pabbi, þá ertu farinn í sumarlandið, allt of snemma að mínu mati, líkami þinn var orð- inn veikur og hjartað þreytt. Lífsvilji þinn var sterkur sem sýndi sig í vor þegar þú veiktist í seinna skiptið og þér vart hug- að líf en þú komst öllum á óvart og áttir nokkrar góðar vikur. Ég kom vestur í lok maí og var út júní og er ég mikið þakklát fyrir það. Þú varst heima á Fjarðargötunni í nokkra daga en fluttir um miðjan júní á dval- arheimilið Tjörn þar sem þú dvaldir fram í októberlok. Þú fékkst skutlu sem þú gast ferðast um þorpið á og var það mikið frelsi fyrir þig og þú fórst nánast daglega heim á Fjarð- argötuna, þar sem þú vildir helst vera. Þú varst ótrúlega minnugur og víðlesinn og þekktir Dýrafjörðinn vel og sögu hans, sem gaman var að hlusta á. Þú varst pabbi sem gat allt og allt lék í höndunum á þér. Músíkalskur varstu og elskaðir að spila á harmonikkuna þína og var hún þér mikil sáluhjálp. Þú kenndir mér að keyra á Land-Roverinn þinn og var hann í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég var alltaf mikil pabbastelpa þótt örlögin hafi gert það að verkum að ég ólst upp hjá móð- urömmu. Ég skottaðist mikið í kringum þig á bryggjunni, í bátnum þínum Dýrfirðingi, í beitingaskúrnum og smiðjunni þinni sem var algjört ævintýri. Mig langaði að verða sjómaður og fór einn túr með þér en varð svo hrikalega sjóveik að sá draumur varð að engu. Ég er nokkuð viss um að þú fannst og heyrðir meira en við hin og það hafi ekki alltaf verið gott að lifa við. Ég vildi óska þess að styttra hefði verið á milli okkar og stelp- urnar mínar fengið að kynnast þér betur en alltaf var gaman að fara til afa Dúdda á Þingeyri sem gerði besta harðfiskinn. Nýtinn varstu á allt og allt end- urnýtt sem hægt var. Þú hringd- ir alltaf í mig á afmælinu mínu til þess að óska mér til hamingju og sagðir mér hvernig veðrið væri. Hvort það væri eins og daginn sem ég fæddist eða hvort það væri öðruvísi, svo sagðir þú með glettni: viltu vita hvenær þú varst búin til? Lífsspeki þín var einföld; að sjá það besta og já- kvæða í fari hverrar manneskju og lagðir ekki í vana þinn að hallmæla eða dæma fólk og mættu fleiri taka það sér til fyr- irmyndar. Pabbi, þú varst góður maður, með góða nærveru sem er eftirsóknarvert. Þakkir til allra sem sýndu samhug og stuðning í veikindum hans, s.s. bræðra hans og starfsfólks sjúkrahússins á Ísafirði. Hver minning dýrmæt perla að lífsins liðnum degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, pabbi minn. Sjáumst síðar. Þín dóttir, Björnfríður Fanney. Elsku pabbi minn, hér sit ég ein og skrifa til þín minningar- orð sem mér finnst alls ekki tímabær. En svo er víst raunin því miður. Mér fannst við eiga nægan tíma saman eftir og þú áttir eftir að gera svo ótal margt, en það er víst ekki alltaf spurt að því þegar veikindi banka upp á. Þung eru skrefin sem aldrei fyrr sem nú eru tekin, nú þegar þú ert farinn frá okkur. Þú ert nú kominn í faðm margra ástvina þinna í sumar- landinu sem muna hlúa að þér og faðma og veikindin þín horfin, þú orðinn hress og kátur eins þú alltaf varst. Síðasta símtal okkar geymi ég í hjartastað. Þegar þú varst orð- inn mjög lasburða en þú varst mjög æðrulaus í þínum veikind- um og sagðist bara vera rólegur því það þýddi ekkert annað. Í vor þegar við hittumst á sjúkra- húsinu á Ísafirði varstu mikið veikur en þú komst til baka og hresstist mjög bara við það að hitta okkur og loks útskrifaður, þó með hléum. Þú varst mikill sjómaður og alltaf mjög fiskinn á bátnum þínum Dýfirðingi, átt- ir meira að segja útgerðina Unni ehf., verkaðir mikinn harðfisk. Þú varst snillingur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, harmon- ikkuspilari varstu alla tíð og elskaðir að spila á nikkuna hvort sem var á tyllidögum eða upp á gamanið og á orgelið spilaðir þú líka. Man þegar við systur vorum oft að syngja með þér þegar þú spilaðir undir oft um jólin. Man líka þegar þú varst sjómaður á litla framnesinu þegar þú hafðir verið í siglingu og komst heim og færðir mér risabók sem ég gat staðið innan í með höfðið upp úr. Ég var nú ekki há í loftinu þá og þetta fannst mér alveg svaka- lega skemmtilegt og spennandi því engin af mínum vinkonum átti svona spennandi bók. Ég fór nú oft með þér í stuttar sjóferðir, t.d. yfir fjörðinn þegar þú varst að sækja Handasveita- fólkið til vinnu í sláturhúsið á haustmánuðum á hverju ári. Elsku pabbi minn, það eru svo ótal margar spurningar sem vakna og mörgum spurningum enn ósvarað. En þangað til við hittumst á ný: Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn. Þín dóttir, María Dagrún. Þórður Jakop Sigurðsson ✝ Þórey ErlaRagnarsdóttir fæddist 27. júní 1941 í Reykjavík. Erla andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 8. nóv- ember 2020. For- eldrar Erlu eru Ragnar Þor- steinsson, f. 1895, d. 1967 og Alda Jenný Jónsdóttir, f. 1911, d. 1998. Systkini Erlu eru Þorsteinn Guðni Þór, f. 1939, d. 1998, Hall- dór S. Hafsteinn, f. 1942, Ragn- heiður Sigurrós, f. 1946 og Guð- mundur Ragnar, f. 1954. Hálfsystkini Erlu eru föður- megin Gunnar Aðalsteinn, f. 1922, d. 1954 og móðurmegin Unnur Lilja, f. 1930, Oddný Þor- gerður, f. 1931, d. 2017 og Sig- og á hún 2 dætur, Selmu og So- fíu. Sonur Ragnars er Rögnvald- ur Ágúst. 3) Rögnvaldur Þór, f. 1965, maki Rakel Sigurðardóttir. Son- ur þeirra er Bjartur. Fyrir átti Rögnvaldur Daníel og Rakel Ei- rík Atla. 4) Alda Jenný, f. 1967, maki Arne Sólmundsson og eru börn þeirra Alex Berg og Jana Ruth. Erla ólst upp í Reykjavík og vann við ýmis störf við verslun, eigin heildsölu og á leikskól- anum Múlaborg en síðustu starfsárin var hún hjá fjár- málaráðuneytinu. Erla og Rögn- valdur bjuggu lengst af í Reykja- vík fyrir utan 3ja ára búsetu á Dalvík. Rögnvaldur andaðist 12. ágúst 1992. Erla giftist Finnboga Guð- mundssyni 26.6. 2008 en hann andaðist 1. janúar 2018. Börn hans eru Ágústa, Guðmundur, Arnbjörg og Ragnhildur. Erla var mikil hannyrðakona og hafði mikinn áhuga á bæði út- saum og prjónaskap. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. rún Hanna, f. 1934, d. 1986. Erla giftist Rögnvaldi Ólafssyni 26. desember 1962, foreldrar hans voru Ólafur Haraldur Stefánsson, f. 1908, d.1986 og Sólrún El- ín Rögnvaldsdóttir, f. 1906, d. 1972. Erla og Rögnvaldur eignuðust fjögur börn: 1) Sólrún Elín, f. 1960, maki Sigurður Ingason og eru dætur þeirra Þórey Erla, sambýlis- maður hennar er Atli Vignisson og eiga þau tvo syni, Róbert Inga og Silla Þór, og Hulda Sigrún, sambýlismaður hennar er Arnar Freyr Þrastarson og eiga þau tvo syni, Elmar Elís og Viktor Helga. 2) Ragnar, f. 1962, dóttir Ragnars er Emilía Ruth, f. 1989 Mamma okkar hefur kvatt þessa jarðvist og haldið á braut í sumarlandið þar sem ástvinir hennar hafa tekið vel á móti henni. Mamma var kletturinn í lífi okkar systkinanna, hún kenndi okkur heiðarleika, réttsýni og að vera góðar manneskjur. Mamma hafði mikla réttlætiskennd, ól okkur þannig upp og minnti okk- ur reglulega á að koma fram við aðra eins og við vildum að aðrir kæmu fram við okkur. Við höfum alltaf reynt að hafa það að leið- arljósi og gátum ekki fengið betra uppeldi. Við vitum að hún var stolt af okkur og okkar fjölskyld- um. Í bæninni fann mamma frið og ró og hún spjallaði oft við okkur um kærleikann og ljósið sem fylgdi henni alla tíð. Mamma var næmari en flestir og skynjaði hluti sem við hin sáum ekki. Oft- ar en ekki var hún búin að hringja í okkur ef eitthvað var að, þar sem hún var búin að finna það á sér. Mamma var mikill dugnaðar- forkur sem kvartaði aldrei þrátt fyrir veikindi og áföll sem hún þurfti að takast á við í lífinu. Hún var mjög sjálfstæð manneskja sem tókst á við sín verkefni í líf- inu af krafti, eljusemi og æðru- leysi er við átti. Fallegur engill hefur nú kvatt okkur og við minn- umst mömmu með þakklæti, hlýju og söknuði og yljum okkur yfir fallegum minningum sem aldrei gleymast. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson/Gísli á Uppsölum) Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veist, að gömul kona var ung og fögur forðum og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinn best. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson) Elsku mamma, minning þín er ljós í lífi okkar og við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okk- ur. Við erum mjög stolt og þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera börnin þín. Takk mamma. Sólrún, Ragnar, Rögnvaldur og Alda. Elsku amma okkar lést á Landspítalanum eftir stutt en erfið veikindi. Amma var sú sem hægt var að leita til, alltaf svo skilningsrík og heiðarleg. Hún kenndi manni margt í gegnum árin. Ömmu þótti vænt um fólkið sitt og átti fjöldann allan af barna- og barna- barnabörnum sem munu sakna hennar nú þegar hún er farin. Minningarnar um ömmu munu lifa hjá okkur öllum, takk fyrir allt elsku amma okkar. Við kveðjum þig, kæra amma, Við kveðjum þig, kæra amma, með kinnar votar af tárum. Á ást þinni enginn vafi, til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju- og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi, athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína. Englar hjá guði þig geymi, við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Þórey Erla og Hulda Sigrún. Látin er elsku Erla okkar. Það var sárt að missa þessa yndislegu konu, sem var hluti af okkar lífi. Þegar við rifjum upp þann tíma sem við áttum samleið þá situr eftir þakklæti og heiður að hafa fengið að njóta allra þeirra stunda sem við áttum saman. Erla kom inn í líf okkar systk- ina og fjölskyldna fyrir 25 árum þegar pabbi og Erla felldu hugi saman. Þau áttu yndisleg ár sam- an og nutu lífsins enda komin á þann aldur að kunna að njóta og geta leyft sér að njóta. Eftir því sem við kynntumst Erlu betur þá var augljósara hvernig hún vildi búa að hlutun- um til lengri tíma og að mikil- vægt væri að gefast aldrei upp, hlusta ekki á úrtölur eða dvelja of lengi við yfirborðið. Hún horfði fram á veginn og var aldrei að velta sér upp úr hlutum sem skiluðu engu. Það var áhugavert að sjá hversu Erla og pabbi áttu samleið með þessa lífssýn. Margar eru sögurnar af góðri nærveru hvort heldur sem farið var í ferðalag hér heima eða er- lendis, svo ekki sé minnst á stang- veiði eða bústaðaferðirnar þar sem ávallt var nóg fyrir stafni. Hefðbundnar rammíslenskar matarstundir með Erlu og pabba áttu sinn sess og dreifðust jafnt út árið því bæði voru þau miklir matgæðingar. Síðustu árin þegar faðir okkar var á lífi nutu þau þess að dvelja vetrarlangt á Spáni. Erlu fannst yndislegt að komast þar í birtuna og hlýjuna. Erla var einstök á svo marga vegu. Hún var umfram allt kær- leiksrík, skemmtileg, hörkudug- leg og traust kona, sem ávallt var tilbúin að rétta hjálparhönd. Það var dýrmætt að hafa átt hana að og gott að minnast henn- ar. Nú kveðjum við Erlu og erum þakklát fyrir það sem hún kenndi okkur. Við biðjum fyrir góðri leið í sumarlandið og vitum að vel verð- ur tekið á móti henni en við hin í jarðríki munum reisa henni minn- isvarða í hugum okkar. Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Hvíl í friði, Finnbogabörn, Ágústa, Guðmundur, Arnbjörg, Ragnhildur og fjölskyldur. Þórey Erla Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.