Morgunblaðið - 21.11.2020, Page 36

Morgunblaðið - 21.11.2020, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Góður vinur okk- ar, Magnús Hall- grímsson, er fallinn í valinn. Maggi var kvæntur móðursystur undirrit- aðrar, Hlíf, eða Deddu eins og hún var alltaf kölluð af systkinabörn- unum. Hún var mjög náin móður minni og var tíður gestur á æsku- heimili mínu. Það var alltaf líf og fjör þar sem hún var! Dedda bjó um tíma í Danmörku og þar kynntist hún Magga þar sem hann stundaði nám í verkfræði. Þau fluttust svo heim og leigðu íbúð í Breiðagerðinu. Við vorum öll afar ánægð með þennan ráðahag enda áttu þau einstaklega vel saman. Þegar Hörður og Hallgrímur komu í heiminn með rúmlega árs millibili færðist heldur betur fjör í leikinn. Ég var nýbyrjuð í menntaskóla og var oft að passa þá bræður næstu árin, bæði í Breiðagerðinu og síðar í Ljós- heimunum. Mér er ferð norður til Akureyrar sumarið 1968 með þeim sérlega minnisstæð, bæði vegna þess að þetta var mín fyrsta ferð norður yfir heiðar og vegna þess hve félagsskapurinn var skemmtilegur. Maggi var einstaklega góður pabbi og lagði áherslu á að mennta strákana. Allt frá unga aldri fengu þeir að hlýða á forn- sögur og ýmsan þjóðlegan fróðleik og varla höfðu þeir stigið fyrstu skrefin er þeir voru hafðir með í fjallgöngur og á skíði. Það var allt- af sterkt og fallegt samband á milli strákanna og foreldranna. Við hjónin fórum í nám til Wa- les og Englands (Liverpool) og dvöldum þar í fimm ár (1975-80). Dedda og Maggi komu í heimsókn á báða staðina. Sjö árum eftir að við komum heim vildi svo skemmtilega til að við flytjum inn á neðri hæðina á Bollagötu 3 en Maggi og Dedda bjuggu þá á efri hæðinni. Næstu sex árin (1987- 1993) vorum við heimagangar hvor hjá öðrum. Þarna var margt brallað einkum er varðaði ferða- lög. Við fórum í skíðaferð með þeim árið 1989 til St. Anton og Montafon í Austurríki. Maggi fór í allar brekkurnar, elti strákana í þær svörtu, en fór mun hægar og varlegar. Dedda þaut á eftir þeim hvert sem var, alveg óhrædd, sér- staklega eftir að Maggi hafði keypt fyrir hana einn bjór kl. 11 í brekkunni. Þótt hann smakkaði aldrei vín sá hann ekki eftir því of- an í aðra og splæsti gjarnan á hóp- inn. Sameiginlegu skíðaferðirnar til Austurríkis og Ítalíu urðu alls sex. Við heimsóttum þau til Ísr- aels 1993 þegar Maggi starfaði við friðargæslu á landamærunum við Líbanon. Að fá að ferðast um söguslóðir í landinu helga með Magnús Hallgrímsson ✝ Magnús Hall-grímsson fædd- ist 6. nóvember 1932. Hann lést 8. nóvember 2020. Magnús var jarð- sunginn 18. nóv- ember 2020. viskubrunninum Magga er ógleyman- legt. Síðasta utan- landsferðin sem við fórum með þeim var til Kosta Ríka árið 2005. Maggi var að flestu leyti einstakur maður. Allt hans ævistarf, hvort sem var hér heima eða við alls kyns hjálpar- störf erlendis, snerist um að finna lausnir á brýnum vandamálum al- mennings. Einlægur áhugi hans á mönnum og málefnum leyndi sér aldrei. Þó svo hann gæti verið fastur á sínu var hann ætíð hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Við kveðjum Magga með sökn- uði og minningum um góðar sam- verustundir. Um leið sendum við innilegar samúðarkveðjur til Harðar og Hallgríms og fjöl- skyldna þeirra. Hrefna og Sigurður. Magnúsi Hallgrímssyni kynnt- ist ég fyrst sem eftirminnilegri sögupersónu þegar Varðeldasög- ur Tryggva Þorsteinssonar, skátaforingja á Akureyri, komu út fyrir liðlega hálfri öld. Þær sögur las ég hátt sem skátaforingi fyrir unga skáta á kvöldvökum í skála- ferðum. Áratugum síðar birtist hann mér ljóslifandi, bæði í skáta- starfi og á vegum Rauða krossins. Enn liðu árin og þá naut ég sem framkvæmdastjóri Landverndar stuðnings hans sem starfsams, úr- ræðagóðs og ötuls lagsmanns í fagráði samtakanna. Magnús sat síðar í stjórn Landverndar frá 2007 til 2009. Engum sem ég hef kynnst um ævina var Magnúsi líkur. Og mörgum mannkostum var hann búinn. Traustur og hjálpsamur liðsmaður hvert sem viðfangsefn- ið var. Fastur fyrir og ákveðinn, jafnvel þver ef svo bar við. Minn- isgóður, vel lesinn og fljótur að átta sig. Frumkvöðull í hálendis- og jöklaferðum og þekkti hvern krók og kima landsins okkar, sem kom sér vel í starfi Landverndar. Hann var einnig heimshorna- flakkari og verkfræðingur sem sinnti afar krefjandi störfum í flóttamannabúðum í fjölmörgum löndum. Hann þurfti að takast á við foreldramissi ungur að árum og leggja hart að sér til að hafa í sig og á við verkfræðinámið. Allt þetta mótaði hann sem einstakan Íslending, góðan og æðrulausan skáta og náttúruverndarsinna. Magnús var rökfastur og sann- færandi, gat verið hvatvís, og ófeiminn var hann við að láta skoðanir sínar í ljós. Umfram allt var hann fórnfús og félagslyndur. Í huganum geymi ég margar frá- sagnir hans af ferðum á hálendinu og um framandi lönd og af verk- efnum í flóttamannabúðum. Efst eru mér í minni ferðir sem við fór- um saman til að kynna okkur að- stæður á stöðum sem voru til um- fjöllunar hjá Landvernd. Hann var í nokkrum erfiðum verkefnum helsta haldreipi mitt sem fram- kvæmdastjóri; ómetanleg aðstoð sem ég fæ seint fullþakkað. Landvernd kveður traustan og ráðagóðan félaga og sjálfur kveð ég skátabróður og vin. Blessuð sé minning Magnúsar Hallgrímsson- ar. Tryggvi Felixson, for- maður Landverndar. Með hlýju langar okkur að minnast Magnúsar Hallgrímsson- ar sem nú er látinn. Þegar við systkinin vorum á menntaskólaaldri bjuggum við í sama húsi og Maggi og Hlíf, á Bollagötunni. Heppin vorum við því þau, sem lifðu erilsömu lífi, höfðu alltaf nægan tíma fyrir ung- lingana í spjall og ráðleggingar, svo ekki sé minnst á matarveisl- urnar. Magnús var mikið á ferðinni, ýmist upp á fjöll eða til fjarlægra landa, hann var harður af sér og ósérhlífinn og hafði unun af lífinu og allskyns brölti. Hann var fjöl- fróður og kunni skil á ólíklegustu hlutum sem við nutum góðs af. Hlíf og Maggi heimsóttu okkur seinna til Kaupmannahafnar, þar þekkti Maggi auðvitað hverja þúfu. Enn seinna nutum við gest- risni þeirra hjóna í Ísrael, þegar þau bjuggu þar um árabil. Það var ótrúleg upplifun að ferðast með Magga um þetta sögufræga land, því hann hafði kynnt sér söguna í þaula og var betri en nokkur leið- sögumaður sem við höfðum kynnst. Hann var kátur og hlýr og hafði gaman af mönnum og mál- efnum. Við erum honum ævinlega þakklát fyrir vináttuna og vottum Herði, Hallgrími og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Anna Kristín Stefánsdóttir. Sigurborg Stefánsdóttir. Sigurkarl Stefánsson. Fyrstu kynni okkar Magga Hall voru í Flugbjörgunarsveit- inni fyrir réttum 40 árum. Það var í stórri vetraræfingu á Hellisheiði. Þar var þessi nafntogaði jaxl kom- inn og hann stóð undir því orði sem af honum fór. Var fumlaus foringi sem leiðbeindi okkur nýlið- unum með blöndu af hlýju og ákveðni – hann var hvorki yfir okkur hafinn né þurfti hann að sýnast. Hjá Magga fóru saman einbeitni, andlegur styrkur, þol- gæði og manngæska í stærri skömmtum en flestum er úthlut- að. Hann var heill í öllu sem hann gerði. Lífið fór ekki alltaf mildum höndum um Magnús Hallgríms- son. Hann ólst upp á Akureyri og var ekki gamall þegar móðir hans veiktist og fór á spítala í Reykja- vík þaðan sem hún átti ekki aft- urkvæmt. Maggi var á unglings- aldri þegar faðir hans dó og það féll í hans hlut að bera ábyrgð á tveimur yngri systkinum sínum. Því trausti brást hann ekki. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður braust hann til mennta og lauk verk- fræðiprófi í Kaupmannahöfn. En hann var fyrst og fremst útivist- armaður, fjallagarpur, skáti og náttúruverndarmaður. Brautryðj- andi í vetrarferðum á skíðum um hálendið og jöklana. Stundaði landmælingar á háfjöllum og jökl- um. Mældi fyrir höfnum og hann- aði og lagði háspennulínur. Braut- ryðjandi í björgunarsveitastarfi og um áratugi forystumaður í Flugbjörgunarsveitinni. Hjálpar- starf var stór hluti af starfi Magga, m.a. stjórn flóttamanna- búða á ófriðarsvæðum víða um heim. Listinn er langur og hér fátt eitt talið. Maggi glímdi við heilsubrest, fékk hjartaáfall 53 ára en náði aft- ur heilsu og átti þá eftir þrjá ára- tugi á fjöllum. Það þurfti meira en tvær hjartaaðgerðir til að stoppa hann. En Maggi var ekki bara harð- jaxl sem ekkert gat bugað. Hann var líka hlýr og kátur. Skálaði gjarnan með orðunum „yðar full“. Í hans glasi var þó aldrei sterkari drykkur en te. Þannig var það alla tíð og Maggi og Hlíf kunnu að lifa lífinu og gleðjast. Njóta stundar- innar og hafa ekki óþarfa áhyggj- ur af hlutunum. Maggi var stoltur af sonum sínum, Herði og Hall- grími, enda hafa afkomendur hans erft það jákvæða raunsæi og lífs- gleði sem einkenndi þau hjónin. Síðustu 25 ár hafa leiðir okkar legið saman í Jöklarannsókna- félaginu. Þegar flestir draga sig í hlé eftir langt ævistarf gerðist hann varaformaður og gegndi því starfi í mörg ár, nýjungagjarn, frjór í hugsun og jákvæður. Þó á milli okkar séu næstum þrír ára- tugir bundumst við sterkum vin- áttuböndum. Minnisstæð er stóra vorferðin sem farin var á Vatnajökul og í Grímsvötn í júní 1997. Þá tók fé- lagið forystu um að sinna af mynd- ugleika rannsóknum eftir Gjálp- argosið og Grímsvatnahlaupið mikla haustið áður. Það var mér ómetanlegur styrkur, ungum far- arstjóra í stórum leiðangri, að þessi Nestor íslenskra jöklaferða- garpa skyldi vera með í för. Næstu allmörg ár var Maggi lyk- ilmaður í vorferðum í Grímsvötn. Síðasta vorferðin hans var 2013. Þá var hann áttræður og enn á skíðunum. Magga er sárt saknað en minningarnar ylja. Ég færi þeim Herði og Hallgrími og fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðj- ur. Magnús Tumi Guðmundsson. Magnús Hallgrímsson verður eftirminnilegur þeim mörgu sem honum kynntust heima og erlend- is. Fáir Íslendingar hafa skilið eft- ir sig slík spor sem hann í alþjóð- legu hjálparstarfi, en heimavettvangurinn naut hans líka í fjölmörgu samhengi. Ég minnist hans og Ólafs yngri bróð- ur hans frá menntaskólaárum á Akureyri, en úr MA útskrifuðust þeir 1952 og 1953. Ég var þá busi í heimavist og kynni við þá bræður urðu næsta lítil. Einnig var ég þá grunlaus um skyldleika okkar gegnum móðurina Laufeyju og forföður hennar Stefán Gunnars- son í Stakkahlíð í Loðmundarfirði sem var langafabróðir minn. Magnús er þannig af ætt Þingey- ingsins Skíða-Gunnars sem uppi var um 1800, en hann var alþekkt- ur fyrir vaskleika. Sá þráður skil- aði sér ósvikið til Magnúsar. Nánustu kynni mín af Magnúsi tengjast tveggja daga göngu okk- ar um Fljótsdalsheiði sumarið 1975 frá Hrafnkelsdal austur í Bessastaði. Hann vann þá á veg- um Verkfræðistofunnar Hönnun- ar hf. að undirbúningi Bessastaða- árvirkjunar en ég að könnun á náttúrufari. Við vorum afar heppnir með veður, gengum á Þrælaháls og tjölduðum á hrein- dýraslóð austan Þórisstaðakvísl- ar. Við slíkar aðstæður ber margt á góma. Seinna hittumst við helst á fundum og ráðstefnum í margvís- legu samhengi. Þar lét Magnús oft að sér kveða með skörpum at- hugasemdum og fyrirspurnum. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNATAN KLAUSEN rafeindavirkjameistari, lést í Melgerði, hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, sunnudaginn 15. nóvember. Starfsfólki heimilisins er þökkuð ástúðleg umönnun. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 13:30. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Hanna S. Sigurðardóttir Sigurður Klausen Ingibjörg Haraldsdóttir Sveinn Klausen Ásdís H. Hafstað Herdís Klausen Árni Stefánsson Jóhann Friðrik Klausen Guðbjörg Andrea Jónsdóttir Ingólfur Klausen Anna Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI KRISTMANN HARALDSSON, lést 18. nóvember á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 27. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Útförinni verður streymt á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilisins Höfða fyrir góða umönnun. Ásthildur Einarsdóttir Haraldur Helgason Einar Baldvin Helgason Sigríður Ása Bjarnadóttir Gerður Helga Helgadóttir Sævar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERTHA STEFANÍA SIGTRYGGSDÓTTIR, Heiðarási 26, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 14. nóvember. Útför fer fram frá Árbæjarkirkju 26. nóvember klukkan 13 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Streymt verður frá athöfninni á slóð www.streyma.is/utfor Helena Hákonardóttir Sveinbjörn Sigurðsson Harri Hákonarson Lísa Birgisdóttir Tryggvi Hákonarson Sólveig Árnadóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HRAFN JÓHANNSSON, byggingatæknifræðingur og skógarbóndi, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans mánudaginn 16. nóvember. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 25. nóvember klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Útförinni verður streymt á vef Digraneskirkju. Arndís Finnsson Sveinbjörn Hrafnsson Anna Maria Moestrup Marta Hrafnsdóttir Maxime Poncet Guðlaug Hrafnsdóttir Jan de Zwaan Kristín Inga Hrafnsdóttir Þröstur Jónasson Olga Hrafnsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, MARGARET ROSS SCHEVING THORSTEINSSON hjúkrunarfræðingur, lést á Landspítalanum 13. nóvember. Útför fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 25. nóvember klukkan 11, að nánustu ættingjum viðstöddum. Athöfninni verður streymt á netinu á https://youtu.be/l-wKMIncp9Y Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rauða kross Íslands. Gunnar Bent Scheving Thorsteinsson Carol Ann Scheving Thorsteinsson Guðrún M. Scheving Thorsteinsson Ósk Scheving Thorsteinsson Þorsteinn Scheving Thorsteinsson Ástríður Scheving Thorsteinsson, Karl Trausti Einarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.